Bjarni Ben: Ljóst frá upphafi að Sjálfstæðisflokkurinn ætti að leiða nýja ríkisstjórn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 28. desember 2016 23:02 Af orðum Bjarna má ráða að Sjálfstæðisflokkurinn ætli sér forsætisráðherrastólinn í næstu ríkisstjórn. Vísir/GVA Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir flokkinn hafa komið með opinn huga að samtalinu við aðra flokka eftir kosningarnar í október. Það hafi orðið viðræðum til trafala að flokkar sett sig í stellingar eftir kosningar. Þetta kom fram í viðtali Björns Bjarnasonar við Bjarna á ÍNN í kvöld. Þar var farið um víðan völl en ekkert rætt um þær viðræður sem nú standa yfir milli Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar. Bjarni var þó spurður almennt um vikurnar sem liðnar eru frá kosningum.Menn stilltu sér upp „Í mínum huga hefur það verið ljóst frá upphafi að Sjálfstæðisfokkurinn þyrfti að vera í þessari stjórn og við ættum að leiða þá stjórn sem ótvíræður sigurvegari kosninganna. Það hefði kannski átt að gefa því aðeins lengri tíma, að ljúka því,“ sagði Bjarni. „Það var ekki vegna þess að við vildum ekki koma með opnum hug að samtalinu við aðra flokka heldur meira að menn stilltu sér upp og voru í miklum stellingum eftir kosningar Kannski eftir þetta ár, þetta var svolítið sérstakt ár.“Samkvæmt heimildum fréttastofu lögðu formenn Viðreisnar og Bjartrar framtíðar fram tillögur fyrir Bjarna í gær. Bíða þeir enn viðbragða þeirra en enginn formanna svaraði símtölum fréttastofu í dag.Fjallað var um stöðu mála í stjórnarmyndunarviðræðum flokkanna í kvöldfréttum Stöðvar 2.Björn minntist á þá hollustu sem Bjarni hefði sýnt Framsóknarflokknum undanfarnar vikur á meðan aðrir hefðu útilokað samstarf við Framsókn eða þá bæði Sjálfstæðisflokk og Framsókn. Framsókn þriðji stærsti flokkurinn„Ég hef átt gott samstarf við Framsóknarflokinn og þótt hann hafi ekki fengið góða niðurstöðu í sögulegu samhengi þá er hann með betri niðurstöðu en Samfylkingin, stærri en Björt framtíð og stærri en Viðreisn. Ef menn ætla að horfa á einhverja lýðræðislega niðurstðu kosninga verða menn að viðurkenna að framsóknarflokkurin er þó með þessa þingmenn sem hann hefur,“ sagði Bjarni.Hann sagði samstarf sitt við leiðtoga Framsóknar, þau Sigmund Davíð Gunnlaugsson og svo Sigurð Inga Jóhannsson og Lilju Alfreðsdóttur hafa verið gott.„Ég treysti mér vel til að starfa með þeim en vegna þess að þetta þarf að vera þriggja flokka stjórn skiptir máli að það sé samstaða.“ Kosningar 2016 Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Erlent Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Innlent Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Fleiri fréttir 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Sjá meira
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir flokkinn hafa komið með opinn huga að samtalinu við aðra flokka eftir kosningarnar í október. Það hafi orðið viðræðum til trafala að flokkar sett sig í stellingar eftir kosningar. Þetta kom fram í viðtali Björns Bjarnasonar við Bjarna á ÍNN í kvöld. Þar var farið um víðan völl en ekkert rætt um þær viðræður sem nú standa yfir milli Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar. Bjarni var þó spurður almennt um vikurnar sem liðnar eru frá kosningum.Menn stilltu sér upp „Í mínum huga hefur það verið ljóst frá upphafi að Sjálfstæðisfokkurinn þyrfti að vera í þessari stjórn og við ættum að leiða þá stjórn sem ótvíræður sigurvegari kosninganna. Það hefði kannski átt að gefa því aðeins lengri tíma, að ljúka því,“ sagði Bjarni. „Það var ekki vegna þess að við vildum ekki koma með opnum hug að samtalinu við aðra flokka heldur meira að menn stilltu sér upp og voru í miklum stellingum eftir kosningar Kannski eftir þetta ár, þetta var svolítið sérstakt ár.“Samkvæmt heimildum fréttastofu lögðu formenn Viðreisnar og Bjartrar framtíðar fram tillögur fyrir Bjarna í gær. Bíða þeir enn viðbragða þeirra en enginn formanna svaraði símtölum fréttastofu í dag.Fjallað var um stöðu mála í stjórnarmyndunarviðræðum flokkanna í kvöldfréttum Stöðvar 2.Björn minntist á þá hollustu sem Bjarni hefði sýnt Framsóknarflokknum undanfarnar vikur á meðan aðrir hefðu útilokað samstarf við Framsókn eða þá bæði Sjálfstæðisflokk og Framsókn. Framsókn þriðji stærsti flokkurinn„Ég hef átt gott samstarf við Framsóknarflokinn og þótt hann hafi ekki fengið góða niðurstöðu í sögulegu samhengi þá er hann með betri niðurstöðu en Samfylkingin, stærri en Björt framtíð og stærri en Viðreisn. Ef menn ætla að horfa á einhverja lýðræðislega niðurstðu kosninga verða menn að viðurkenna að framsóknarflokkurin er þó með þessa þingmenn sem hann hefur,“ sagði Bjarni.Hann sagði samstarf sitt við leiðtoga Framsóknar, þau Sigmund Davíð Gunnlaugsson og svo Sigurð Inga Jóhannsson og Lilju Alfreðsdóttur hafa verið gott.„Ég treysti mér vel til að starfa með þeim en vegna þess að þetta þarf að vera þriggja flokka stjórn skiptir máli að það sé samstaða.“
Kosningar 2016 Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Erlent Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Innlent Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Fleiri fréttir 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Sjá meira