Formenn Bjartrar og Viðreisnar bíða viðbragða Bjarna við málefnatillögum Heimir Már Pétursson skrifar 28. desember 2016 18:32 Formenn Viðreisnar og Bjartrar framtíðar kynntu málefnatillögur fyrir formanni Sjálfstæðisflokksins í gær, en formennirnir þrír hafa varist allra frétta af viðræðum þeirra undanfarna tvo sólarhringa. Miklar þreifingar eiga sér stað á bakvið tjöldin og þingflokkar bæði Bjartrar og Viðreisnar funduðu um stöðuna í dag. Leiðtogar Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar hafa farið með veggjum í gær og í dag en þeir funduðu í gær um mögulega stjórnarmyndun þeirra. Þar lögðu Benedikt Jóhannesson formaður Viðreisnar og Óttarr Proppé formaður Bjartrar framtíðar fram ákveðnar tillögur fyrir Bjarna Benediktsson formann Sjálfstæðisflokksins samkvæmt heimildum fréttastofunnar og bíða þeir enn viðbragða við þeim eftir því sem fréttastofan kemst næst. Þingflokkar Viðreisnar og Bjartrar framtíðar funduðu í sitthvoru lagi upp úr hádegi og bjóst Benedikt Jóhannesson fyrir þann fund við því að geta rætt við fréttamenn seinnipartinn í dag. En hann hefur hins vegar ekki enn gefið kost á viðtali og fátt hefur verið um svör frá honum sem og leiðtogum hinna flokkanna. Þá verjast þingmenn flokkanna þriggja allra frétta. Ljóst er að ólík stefna þessara flokka varðandi þjóðaratkvæðagreiðslu á kjörtímabilinu um framtíð viðræðna við Evrópusambandið sem og varðandi breytta stefnu við úthlutun veiðiheimilda er enn stærsta og erfiðasta ágreiningsefnið. Flokkarnir hafa hins vegar rætt saman áður fljótlega eftir kosningar og verið í þreifingum undanfarið og ættu því að vera farnir að þekkja sársaukamörk hvers annars varðandi málamiðlanir. Forseti Íslands hefur einu sinni áður í ferlinu að loknum kosningum ákveðið að veita engum einum umboð til myndunar ríkisstjórnar en spurningin er hversu mikil þolinmæði hans er nú ef ekki fer að skýrast á allra næstu dögum hvort þessir þrír flokkar geti náð saman. Hann gæti þá gripið til þess ráðs að veita einhverjum formanni formlega umboðið í þeirri von að nýtt stjórnarmynstur gæti komið fram. Eða þá að hann kannaði möguleika á að einhverjir flokkar væru til í að verja aðra flokka vantrausti í minnihlutastjórn. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Úrslita að vænta í tilraunum til myndunar ACD stjórnar Leiðtogar stjórnmálaflokkanna láta ekki ná í sig þessar klukkustundirnar sem bendir til þess að einhverjar viðræður sé í gangi á milli þeirra. 28. desember 2016 11:49 Mest lesið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Líkur á samningi við kennara í kvöld Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Fleiri fréttir Líkur á samningi við kennara í kvöld Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Sjá meira
Formenn Viðreisnar og Bjartrar framtíðar kynntu málefnatillögur fyrir formanni Sjálfstæðisflokksins í gær, en formennirnir þrír hafa varist allra frétta af viðræðum þeirra undanfarna tvo sólarhringa. Miklar þreifingar eiga sér stað á bakvið tjöldin og þingflokkar bæði Bjartrar og Viðreisnar funduðu um stöðuna í dag. Leiðtogar Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar hafa farið með veggjum í gær og í dag en þeir funduðu í gær um mögulega stjórnarmyndun þeirra. Þar lögðu Benedikt Jóhannesson formaður Viðreisnar og Óttarr Proppé formaður Bjartrar framtíðar fram ákveðnar tillögur fyrir Bjarna Benediktsson formann Sjálfstæðisflokksins samkvæmt heimildum fréttastofunnar og bíða þeir enn viðbragða við þeim eftir því sem fréttastofan kemst næst. Þingflokkar Viðreisnar og Bjartrar framtíðar funduðu í sitthvoru lagi upp úr hádegi og bjóst Benedikt Jóhannesson fyrir þann fund við því að geta rætt við fréttamenn seinnipartinn í dag. En hann hefur hins vegar ekki enn gefið kost á viðtali og fátt hefur verið um svör frá honum sem og leiðtogum hinna flokkanna. Þá verjast þingmenn flokkanna þriggja allra frétta. Ljóst er að ólík stefna þessara flokka varðandi þjóðaratkvæðagreiðslu á kjörtímabilinu um framtíð viðræðna við Evrópusambandið sem og varðandi breytta stefnu við úthlutun veiðiheimilda er enn stærsta og erfiðasta ágreiningsefnið. Flokkarnir hafa hins vegar rætt saman áður fljótlega eftir kosningar og verið í þreifingum undanfarið og ættu því að vera farnir að þekkja sársaukamörk hvers annars varðandi málamiðlanir. Forseti Íslands hefur einu sinni áður í ferlinu að loknum kosningum ákveðið að veita engum einum umboð til myndunar ríkisstjórnar en spurningin er hversu mikil þolinmæði hans er nú ef ekki fer að skýrast á allra næstu dögum hvort þessir þrír flokkar geti náð saman. Hann gæti þá gripið til þess ráðs að veita einhverjum formanni formlega umboðið í þeirri von að nýtt stjórnarmynstur gæti komið fram. Eða þá að hann kannaði möguleika á að einhverjir flokkar væru til í að verja aðra flokka vantrausti í minnihlutastjórn.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Úrslita að vænta í tilraunum til myndunar ACD stjórnar Leiðtogar stjórnmálaflokkanna láta ekki ná í sig þessar klukkustundirnar sem bendir til þess að einhverjar viðræður sé í gangi á milli þeirra. 28. desember 2016 11:49 Mest lesið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Líkur á samningi við kennara í kvöld Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Fleiri fréttir Líkur á samningi við kennara í kvöld Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Sjá meira
Úrslita að vænta í tilraunum til myndunar ACD stjórnar Leiðtogar stjórnmálaflokkanna láta ekki ná í sig þessar klukkustundirnar sem bendir til þess að einhverjar viðræður sé í gangi á milli þeirra. 28. desember 2016 11:49