„Ekki er ég viss um hvað ég tek mér fyrir hendur að þeim tíma loknum. Ýmislegt kemur til greina,“ segir Sigurjón á Facebook og birtir mynd af sér við það tilefni.
„Ég sagði upp störfum 8. ágúst s.l. og sex mánaða uppsagnarfrestur er senn að baki. Fyrir nokkrum mánuðum hætti ég sem ritstjóri allra miðla Hringbrautar, einsog ég var ráðinn til, og hef síðan verið ritstjóri Þjóðbrautar.“
Sigurjón stýrði þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í lengri tíma og var ráðinn fréttastjóri 365 miðla haustið 2014. Áður hélt hann úti vefnum Midjan.is en hann á að baki áratugi í fjölmiðlum og hefur komið víða við.