Handbolti

Stjarnan rúllaði yfir Hauka

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Rakel Dögg Bragadóttir var markahæst í liði Stjörnunnar með sex mörk.
Rakel Dögg Bragadóttir var markahæst í liði Stjörnunnar með sex mörk. vísir/andri marinó
Það var lítil spenna í seinni undanúrslitaleiknum í Flugfélags Íslands bikarnum í kvennaflokki þar sem Stjarnan og Haukar áttust við. Lokatölur 36-24, Stjörnunni í vil sem mætir Fram í úrslitaleiknum á morgun.

Eins og tölurnar gefa til kynna var mikill munur á liðunum í leiknum í kvöld. Liðin héldust í hendur fyrstu mínúturnar en svo breytti Stjarnan stöðunni úr 4-4 í 8-4 og leit aldrei um öxl eftir það.

Stjarnan leiddi með 10 mörkum, 20-10, í hálfleik, eftir að hafa skorað níu af síðustu 11 mörkum fyrri hálfleiks.

Stjörnukonur náðu mest 13 marka forystu, 30-17, en unnu að lokum 12 marka sigur, 36-24.

Rakel Dögg Bragadóttir var markahæst í liði Garðbæinga með sex mörk. Ramune Pekarskyte skoraði átta mörk fyrir Hauka.

Mörk Stjörnunnar:

Rakel Dögg Bragadóttir 6/2, Stefanía Theodórsdóttir 5, Helena Rut Örvarsdóttir 5, Sólveig Lára Kjærnested 4, Brynhildur Kjartansdóttir 4, Elena Elísabet Birgisdóttir 3, Nataly Sæunn Valencia 3, Esther Viktoría Ragnarsdóttir 3, Ragnheiður Tómasdóttir 2, Kristín Scheving 1.

Mörk Hauka:

Ramune Pekarskyte 8, Vilborg Pétursdóttir 5/4, María Karlsdóttir 3, Sigrún Jóhannsdóttir 2, Guðrún Erla Bjarnadóttir 2, Birta Lind Jóhannsdóttir 2, Ragnheiður Ragnarsdóttir 1, Sigríður Jónsdóttir 1.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×