Segir einkennilegt að nafn sitt sé dregið inn í greinargerð lögreglu Samúel Karl Ólason skrifar 27. desember 2016 22:30 Sveinn Andri Sveinsson, lögmaður. Vísir/GVA Sveinn Andri Sveinsson hæstaréttarlögmaður segir einkennilegt að lögregla skuli draga nafn hans fram í greinargerð í Hæstarétti vegna rannsóknar á nauðgun, en hann er réttargæslumaður konu sem kærði nauðgun og dró kæruna svo til baka. Sveinn Andri segir að konan segi farir sínar ekki sléttar af samskiptum við lögreglu eftir að hún breytti framburði sínum. Lögregluþjónar hafi ekki viljað taka af henni skýrslu. Tilefni yfirlýsingar Sveins Andra er frétt um að kona hafi hætt við að kæra nauðgun eftir að vopnaðir menn hótuðu henni. Hann segist ekki hafa heyrt um hótanir í hennar garð og hafi hann engar forsendur til að draga frásögn hennar í efa. Þar að auki sé það ekki í verkahring réttargæslumanns.Sjá einnig: Lýsti hrottalegri nauðgun en hætti við að kæra eftir að menn mættu til hennar vopnaðir byssu Í greinargerð lögreglu, þar sem krafist var að hinn grunaði maður yrði látinn afplána eftirstöðvar fangelsisdóms síns vegna gruns um alvarlegan glæp, er tekið fram að Sveinn Andri hafi orðið réttargæslumaður konunnar skömmu eftir að hún dró kæruna til baka. Sveinn Andri segir konuna hafa leitað til sín og beðið sig um aðstoð við að afturkalla framburð hennar og um leið afturkalla heimild lögreglu til að fá afrit af læknavottorðum. „Undirritaður hefur engin gögn séð í málinu og las ég fyrst um málavexti eins og þeir horfa við lögreglu, í dómi Hæstaréttar sem kveðinn var upp í dag 27. desember 2016. Um hótanir í garð umbjóðanda míns hef ég aldrei heyrt, alltént hefur hún aldrei haft það á orði við mig. Ég get ekki annað en treyst því að lýsing míns skjólstæðings sé rétt; hef ég ekki haft neinar forsendur til að draga frásögn hennar í efa. Það er heldur ekki í verkahring réttargæzlumanns að gera það; lögmaður sem sinnir hvort sem heldur er réttargæzlu eða verjandastörfum getur ekki verið að byggja á annarri atburðalýsingu en þeirri sem fram kemur hjá skjólstæðingnum og út frá frásögn skjólstæðingsins og hans óskum, er hagsmunanna gætt,“ segir Sveinn Andri í yfirlýsingunni. „Það er næsta einkennilegt að lögregla skuli vera að draga mitt nafn inn í greinargerð sína í Hæstarétti. Réttargæzlumenn og verjendur eru með sama hætti og sækjendur, starfsmenn réttarvörslukerfins og eiga þeir, alveg eins og sækjendur og dómarar að geta unnið sín störf án þess að persónur viðkomandi séu gerðar að einhverju atriði.“Yfirlýsingu Sveins Andra má lesa hér að neðan.Í tilefni af frétt á vísir.is í dag þar sem mitt nafn bar á góma sem réttargæzlumaður brotaþola í máli sem rannsakað er sem kynferðisbrotamál vill undirritaður taka fram.Umrædd stúlka, unnusta sakborningsins í málinu, leitaði til mín og óskaði eftir því að ég yrði réttargæzlumaður hennar. Bað hún mig um að aðstoða sig við það að afturkalla framburð þann sem tekinn hafði verið af henni í Neyðarmóttöku, sem og vildi hún að láta afturkalla heimild sína til lögreglu til að fá afrit af læknisvottorðum. Ritaði ég niður eftir henni lýsingu hennar á því sem gerst hafði í millum hennar og sakbornings.Umboð mitt til að verða skipaður réttargæzlumaður og lýsingu hennar á atburðum sendi ég lögreglu, auk þess sem skjólstæðingur minn fékk afrit.Verjandi í máli frétti af þessari yfirlýsingu, en afrit af henni fékk hann ekki frá mér.Nokkrum dögum síðar hafði umbjóðandi minn aftur samband og sagði ekki sögur sínar sléttar af samskiptum við lögreglu; lögregla hefði ekki viljað taka af henni skýrslu eftir að hún breytti framburði sínum. Sendi hún sendi mér uppkast að yfirlýsingu um samskipti hennar við lögreglu, sem ég snikkaði til og hún kvittaði undir og fékk í sínar vörslur.Undirritaður hefur engin gögn séð í málinu og las ég fyrst um málavexti eins og þeir horfa við lögreglu, í dómi Hæstaréttar sem kveðinn var upp í dag 27. desember 2016. Um hótanir í garð umbjóðanda míns hef ég aldrei heyrt, alltént hefur hún aldrei haft það á orði við mig. Ég get ekki annað en treyst því að lýsing míns skjólstæðings sé rétt; hef ég ekki haft neinar forsendur til að draga frásögn hennar í efa. Það er heldur ekki í verkahring réttargæzlumanns að gera það; lögmaður sem sinnir hvort sem heldur er réttargæzlu eða verjandastörfum getur ekki verið að byggja á annarri atburðalýsingu en þeirri sem fram kemur hjá skjólstæðingnum og út frá frásögn skjólstæðingsins og hans óskum, er hagsmunanna gætt.Það er næsta einkennilegt að lögregla skuli vera að draga mitt nafn inn í greinargerð sína í Hæstarétti. Réttargæzlumenn og verjendur eru með sama hætti og sækjendur, starfsmenn réttarvörslukerfins og eiga þeir, alveg eins og sækjendur og dómarar að geta unnið sín störf án þess að persónur viðkomandi séu gerðar að einhverju atriði.Sveinn Andri Sveinsson hrl Tengdar fréttir Lýsti hrottalegri nauðgun en hætti við að kæra eftir að menn mættu til hennar vopnaðir byssu Karlmaður sem grunaður er um að hafa nauðgað konu og svipt hana frelsi sínu í einbýlishúsi á suðvesturhorninu þarf að afplána 630 daga eftirstöðvar fangelsisrefsingar sinnar. 27. desember 2016 17:30 Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Allt að nítján stiga hiti á Suðurlandi Veður Tekist á um Evrópumálin Innlent Fleiri fréttir Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Sjá meira
Sveinn Andri Sveinsson hæstaréttarlögmaður segir einkennilegt að lögregla skuli draga nafn hans fram í greinargerð í Hæstarétti vegna rannsóknar á nauðgun, en hann er réttargæslumaður konu sem kærði nauðgun og dró kæruna svo til baka. Sveinn Andri segir að konan segi farir sínar ekki sléttar af samskiptum við lögreglu eftir að hún breytti framburði sínum. Lögregluþjónar hafi ekki viljað taka af henni skýrslu. Tilefni yfirlýsingar Sveins Andra er frétt um að kona hafi hætt við að kæra nauðgun eftir að vopnaðir menn hótuðu henni. Hann segist ekki hafa heyrt um hótanir í hennar garð og hafi hann engar forsendur til að draga frásögn hennar í efa. Þar að auki sé það ekki í verkahring réttargæslumanns.Sjá einnig: Lýsti hrottalegri nauðgun en hætti við að kæra eftir að menn mættu til hennar vopnaðir byssu Í greinargerð lögreglu, þar sem krafist var að hinn grunaði maður yrði látinn afplána eftirstöðvar fangelsisdóms síns vegna gruns um alvarlegan glæp, er tekið fram að Sveinn Andri hafi orðið réttargæslumaður konunnar skömmu eftir að hún dró kæruna til baka. Sveinn Andri segir konuna hafa leitað til sín og beðið sig um aðstoð við að afturkalla framburð hennar og um leið afturkalla heimild lögreglu til að fá afrit af læknavottorðum. „Undirritaður hefur engin gögn séð í málinu og las ég fyrst um málavexti eins og þeir horfa við lögreglu, í dómi Hæstaréttar sem kveðinn var upp í dag 27. desember 2016. Um hótanir í garð umbjóðanda míns hef ég aldrei heyrt, alltént hefur hún aldrei haft það á orði við mig. Ég get ekki annað en treyst því að lýsing míns skjólstæðings sé rétt; hef ég ekki haft neinar forsendur til að draga frásögn hennar í efa. Það er heldur ekki í verkahring réttargæzlumanns að gera það; lögmaður sem sinnir hvort sem heldur er réttargæzlu eða verjandastörfum getur ekki verið að byggja á annarri atburðalýsingu en þeirri sem fram kemur hjá skjólstæðingnum og út frá frásögn skjólstæðingsins og hans óskum, er hagsmunanna gætt,“ segir Sveinn Andri í yfirlýsingunni. „Það er næsta einkennilegt að lögregla skuli vera að draga mitt nafn inn í greinargerð sína í Hæstarétti. Réttargæzlumenn og verjendur eru með sama hætti og sækjendur, starfsmenn réttarvörslukerfins og eiga þeir, alveg eins og sækjendur og dómarar að geta unnið sín störf án þess að persónur viðkomandi séu gerðar að einhverju atriði.“Yfirlýsingu Sveins Andra má lesa hér að neðan.Í tilefni af frétt á vísir.is í dag þar sem mitt nafn bar á góma sem réttargæzlumaður brotaþola í máli sem rannsakað er sem kynferðisbrotamál vill undirritaður taka fram.Umrædd stúlka, unnusta sakborningsins í málinu, leitaði til mín og óskaði eftir því að ég yrði réttargæzlumaður hennar. Bað hún mig um að aðstoða sig við það að afturkalla framburð þann sem tekinn hafði verið af henni í Neyðarmóttöku, sem og vildi hún að láta afturkalla heimild sína til lögreglu til að fá afrit af læknisvottorðum. Ritaði ég niður eftir henni lýsingu hennar á því sem gerst hafði í millum hennar og sakbornings.Umboð mitt til að verða skipaður réttargæzlumaður og lýsingu hennar á atburðum sendi ég lögreglu, auk þess sem skjólstæðingur minn fékk afrit.Verjandi í máli frétti af þessari yfirlýsingu, en afrit af henni fékk hann ekki frá mér.Nokkrum dögum síðar hafði umbjóðandi minn aftur samband og sagði ekki sögur sínar sléttar af samskiptum við lögreglu; lögregla hefði ekki viljað taka af henni skýrslu eftir að hún breytti framburði sínum. Sendi hún sendi mér uppkast að yfirlýsingu um samskipti hennar við lögreglu, sem ég snikkaði til og hún kvittaði undir og fékk í sínar vörslur.Undirritaður hefur engin gögn séð í málinu og las ég fyrst um málavexti eins og þeir horfa við lögreglu, í dómi Hæstaréttar sem kveðinn var upp í dag 27. desember 2016. Um hótanir í garð umbjóðanda míns hef ég aldrei heyrt, alltént hefur hún aldrei haft það á orði við mig. Ég get ekki annað en treyst því að lýsing míns skjólstæðings sé rétt; hef ég ekki haft neinar forsendur til að draga frásögn hennar í efa. Það er heldur ekki í verkahring réttargæzlumanns að gera það; lögmaður sem sinnir hvort sem heldur er réttargæzlu eða verjandastörfum getur ekki verið að byggja á annarri atburðalýsingu en þeirri sem fram kemur hjá skjólstæðingnum og út frá frásögn skjólstæðingsins og hans óskum, er hagsmunanna gætt.Það er næsta einkennilegt að lögregla skuli vera að draga mitt nafn inn í greinargerð sína í Hæstarétti. Réttargæzlumenn og verjendur eru með sama hætti og sækjendur, starfsmenn réttarvörslukerfins og eiga þeir, alveg eins og sækjendur og dómarar að geta unnið sín störf án þess að persónur viðkomandi séu gerðar að einhverju atriði.Sveinn Andri Sveinsson hrl
Tengdar fréttir Lýsti hrottalegri nauðgun en hætti við að kæra eftir að menn mættu til hennar vopnaðir byssu Karlmaður sem grunaður er um að hafa nauðgað konu og svipt hana frelsi sínu í einbýlishúsi á suðvesturhorninu þarf að afplána 630 daga eftirstöðvar fangelsisrefsingar sinnar. 27. desember 2016 17:30 Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Allt að nítján stiga hiti á Suðurlandi Veður Tekist á um Evrópumálin Innlent Fleiri fréttir Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Sjá meira
Lýsti hrottalegri nauðgun en hætti við að kæra eftir að menn mættu til hennar vopnaðir byssu Karlmaður sem grunaður er um að hafa nauðgað konu og svipt hana frelsi sínu í einbýlishúsi á suðvesturhorninu þarf að afplána 630 daga eftirstöðvar fangelsisrefsingar sinnar. 27. desember 2016 17:30