Fundu lík Emilie í stöðuvatni um fimm mánuðum eftir að hún hvarf Atli Ísleifsson skrifar 27. desember 2016 10:51 Rúmir fimm mánuðir eru nú liðnir frá því að Emilie kvaddi tvær vinkonur sínar fyrir utan lestarstöðina í Korsør, vestast á Sjálandi, snemma að morgni 10. júlí. Mynd/Missing People Denmark Leit dönsku lögreglunnar að morðingja hinnar sautján ára Emilie Meng er komin á nýtt stig eftir að lík hennar fannst í stöðuvatni á Sjálandi á aðfangadegi. Emilie hafði verið saknað síðan í júlí síðastliðinn. Við köfun hefur lögregla einnig fundið hníf og fleira sem talið er að gæti skipt sköpum í leitinni að morðingjanum. Ekki er þó ljóst að svo stöddu hvort að hnífurinn hafi verið notaður við morðið. Lögregla á Suður-Sjálandi og Lálandi og Falstri hefur unnið hörðum höndum að því að rannsaka vettvang þar sem líkið fannst á meðan aðrir hafa unnið að yfirheyrslum og að vinna úr ábendingum frá almenningi. Í frétt VG segir að danska lögreglan hafi við rannsókn unnið út frá tveimur kenningum – að slys hafi átt sér stað eða þá að glæpur hafi verið framinn. Nú liggur loks fyrir að Emilie hafi verið ráðinn bani. Lögreglumaðurinn Søren Ravn-Nielsen segir að fjöldi nýrra vísbendinga hafi komið inn á borð lögreglu á síðustu dögum.Var fótgangandi á leið heim til foreldrannaRúmir fimm mánuðir eru nú liðnir frá því að Emilie kvaddi tvær vinkonur sínar fyrir utan lestarstöðina í Korsør, vestast á Sjálandi, snemma að morgni 10. júlí. Vinkonurnar höfðu þá verið að skemmta sér í Slagelse, um tíu kílómetrum austar. Vinkonurnar tvær höfðu ákveðið að taka leigubíl heim, en Emilie hafði valið að ganga um fjögurra kílómetra leið heim til foreldra sinna með tónlist í eyrunum. Ekkert hafði svo spurst til Emilie síðan, fyrr en að líkið fannst. Lögregla hefur við leitina að Emilie notast við kafara, dróna, lögregluhunda, þyrlu og mörg hundruð leitarmanna. Á aðfangadag var svo greint frá því að lík Emilie hafi fundist í stöðuvatni, um 65 kílómetrum austur af Korsør. Maður sem var að viðra hundinn sinn fann lík Emilie eftir að hundurinn byrjaði skyndilega að haga sér skringilega. Lögregla var fljótt kölluð á staðinn.Fannst við Regnmarks BakkeHaft er eftir lögreglumanninum Kim Kliver að líkfundurinn opni á fjölda nýrra möguleika við rannsókn málsins. „Nú vitum við að Emilie fannst langt frá heimili sínu,“ segir Kliver í yfirlýsingu og rannsakar lögregla nú manneskjur sem eiga að hafa haft ástæðu til að vera á umræddu svæði á þeim tíma þegar Emilie var myrt. Þannig hafa forsvarsmenn nálægs tjaldsvæðis verið beðnir um að afhenda lögreglu lista yfir þá sem tjölduðu þar á þeim tíma sem Emilie hvarf. Hraðbraut liggur nærri stöðuvatninu sem þýðir að tilviljun ein kann að hafa ráðið því að henni var komið fyrir í stöðuvatninu. Stöðuvatnið er í um 35 kílómetra akstursfjarlægð í austurátt frá Korsør. Svæðið kallast Regnmarks Bakke og eru þar fjöldi smærri stöðuvatna. Mest lesið „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni Innlent Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Erlent Holtavörðuheiði lokað í nótt Innlent Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Innlent Vilja nota fleiri aðferðir en bara BMI til að meta offitu Erlent Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Innlent Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Innlent Gular viðvaranir fyrir norðan og vestan Veður Með ógnandi hegðun á veitingahúsum í miðborginni Innlent Fleiri fréttir Minni vindur í LA en óttast hafði verið Vilja nota fleiri aðferðir en bara BMI til að meta offitu Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Greiddi aðila sem þóttist vera Brad Pitt tugi milljóna Bræðurnir Tate lausir úr stofufangelsi, aftur Hamas-liðar samþykktu drög að friðarsamkomulagi Að minnsta kosti hundrað hafa dáið ofan í lokaðri námu Lögðu kapp á að senda Pútín viðvörun vegna eldsprengja Eldar sagðir loga víða í Rússlandi eftir árásir Flokkur Farage fast á hæla Verkamannaflokksins Segist ítrekað hafa komið í veg fyrir frið á Gasa Segir að Trump hefði verið sakfelldur Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Búa sig undir það versta Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Að minnsta kosti 24 látnir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Fundu leifar af fíkniefnum í þinghúsinu eftir jólagleði þingflokka Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Sjá meira
Leit dönsku lögreglunnar að morðingja hinnar sautján ára Emilie Meng er komin á nýtt stig eftir að lík hennar fannst í stöðuvatni á Sjálandi á aðfangadegi. Emilie hafði verið saknað síðan í júlí síðastliðinn. Við köfun hefur lögregla einnig fundið hníf og fleira sem talið er að gæti skipt sköpum í leitinni að morðingjanum. Ekki er þó ljóst að svo stöddu hvort að hnífurinn hafi verið notaður við morðið. Lögregla á Suður-Sjálandi og Lálandi og Falstri hefur unnið hörðum höndum að því að rannsaka vettvang þar sem líkið fannst á meðan aðrir hafa unnið að yfirheyrslum og að vinna úr ábendingum frá almenningi. Í frétt VG segir að danska lögreglan hafi við rannsókn unnið út frá tveimur kenningum – að slys hafi átt sér stað eða þá að glæpur hafi verið framinn. Nú liggur loks fyrir að Emilie hafi verið ráðinn bani. Lögreglumaðurinn Søren Ravn-Nielsen segir að fjöldi nýrra vísbendinga hafi komið inn á borð lögreglu á síðustu dögum.Var fótgangandi á leið heim til foreldrannaRúmir fimm mánuðir eru nú liðnir frá því að Emilie kvaddi tvær vinkonur sínar fyrir utan lestarstöðina í Korsør, vestast á Sjálandi, snemma að morgni 10. júlí. Vinkonurnar höfðu þá verið að skemmta sér í Slagelse, um tíu kílómetrum austar. Vinkonurnar tvær höfðu ákveðið að taka leigubíl heim, en Emilie hafði valið að ganga um fjögurra kílómetra leið heim til foreldra sinna með tónlist í eyrunum. Ekkert hafði svo spurst til Emilie síðan, fyrr en að líkið fannst. Lögregla hefur við leitina að Emilie notast við kafara, dróna, lögregluhunda, þyrlu og mörg hundruð leitarmanna. Á aðfangadag var svo greint frá því að lík Emilie hafi fundist í stöðuvatni, um 65 kílómetrum austur af Korsør. Maður sem var að viðra hundinn sinn fann lík Emilie eftir að hundurinn byrjaði skyndilega að haga sér skringilega. Lögregla var fljótt kölluð á staðinn.Fannst við Regnmarks BakkeHaft er eftir lögreglumanninum Kim Kliver að líkfundurinn opni á fjölda nýrra möguleika við rannsókn málsins. „Nú vitum við að Emilie fannst langt frá heimili sínu,“ segir Kliver í yfirlýsingu og rannsakar lögregla nú manneskjur sem eiga að hafa haft ástæðu til að vera á umræddu svæði á þeim tíma þegar Emilie var myrt. Þannig hafa forsvarsmenn nálægs tjaldsvæðis verið beðnir um að afhenda lögreglu lista yfir þá sem tjölduðu þar á þeim tíma sem Emilie hvarf. Hraðbraut liggur nærri stöðuvatninu sem þýðir að tilviljun ein kann að hafa ráðið því að henni var komið fyrir í stöðuvatninu. Stöðuvatnið er í um 35 kílómetra akstursfjarlægð í austurátt frá Korsør. Svæðið kallast Regnmarks Bakke og eru þar fjöldi smærri stöðuvatna.
Mest lesið „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni Innlent Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Erlent Holtavörðuheiði lokað í nótt Innlent Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Innlent Vilja nota fleiri aðferðir en bara BMI til að meta offitu Erlent Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Innlent Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Innlent Gular viðvaranir fyrir norðan og vestan Veður Með ógnandi hegðun á veitingahúsum í miðborginni Innlent Fleiri fréttir Minni vindur í LA en óttast hafði verið Vilja nota fleiri aðferðir en bara BMI til að meta offitu Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Greiddi aðila sem þóttist vera Brad Pitt tugi milljóna Bræðurnir Tate lausir úr stofufangelsi, aftur Hamas-liðar samþykktu drög að friðarsamkomulagi Að minnsta kosti hundrað hafa dáið ofan í lokaðri námu Lögðu kapp á að senda Pútín viðvörun vegna eldsprengja Eldar sagðir loga víða í Rússlandi eftir árásir Flokkur Farage fast á hæla Verkamannaflokksins Segist ítrekað hafa komið í veg fyrir frið á Gasa Segir að Trump hefði verið sakfelldur Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Búa sig undir það versta Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Að minnsta kosti 24 látnir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Fundu leifar af fíkniefnum í þinghúsinu eftir jólagleði þingflokka Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Sjá meira