Kaupmáttur heildartekna örorkulífeyrisþega var aðeins einu prósenti hærri árið 2015 en hann var árið 2009. Á sama tímabili jókst kaupmáttur heildarlauna fullvinnandi um fimmtán prósent og lágmarkslauna um sautján prósent. Þetta sýna útreikningar sem Hagfræðistofnun HÍ hefur gert fyrir Öryrkjabandalagið.
Ellen Calmon, formaður félagsins, segir í grein í Fréttablaðinu í dag að frá áramótum verði óskertur lífeyrir 197 þúsund krónur. „Einstaklingur getur ekki lifað á um 197.000 krónum á mánuði ef hann á að geta greitt fyrir fæði, klæði, húsnæði og lyfja-, læknis- og þjálfunarkostnaðar,“ segir Ellen í greininni.
Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Segir öryrkja hafa dregist aftur úr

Tengdar fréttir

Kaupmáttur hefur aldrei verið meiri, fyrir suma
Mikil hækkun kaupmáttar og launa“, "kaupmáttur aldrei verið meiri“, "2015 – ár mikilla launahækkana“.