Engin ákvörðun hefur verið tekin um formlegar eða óformlegar viðræður milli Bjartrar framtíðar, Sjálfstæðisflokks og Viðreisnar.
Þetta sagði Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, í samtali við fréttastofu í morgun og bætti við að ekkert hefði gerst í viðræðum um myndun nýrrar ríkisstjórnar síðustu daga, að minnsta kosti hvað Viðreisn varðar.
Aðspurður hvort von væri á tíðindum fyrir áramót sagði Benedikt að ómögulegt væri að segja til um það. Í ljósi þess hvernig viðræður síðustu vikna hefðu gengið hefði hann lært að halda væntingum í lágmarki. Þó væri ljóst að eitthvað þyrfti að fara að gerast.
Ekkert verið ákveðið með viðræður milli Viðreisnar, Bjartrar framtíðar og Sjálfstæðisflokks
Tengdar fréttir

Guðni Th.: Þurfum að einhenda okkur í það að skipa landinu ríkisstjórn
Forseti Íslands segist hafa ákveðið að bíða með næstu skref varðandi stjórnarmyndunarumboð eftir að Birgitta Jónsdóttir þingflokksformaður Pírata skilaði umboðinu.

Benedikt segir „andskotann ekki neitt“ að frétta af stjórnarmyndun
Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, segir engan tíma vera til stjórnarmyndunarviðræðna.

Uppgjöf að boða til kosninga
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, segir að það að boða til kosninga feli í sér ákveðna uppgjöf. Hann vill leita allra leiða til að mynda meirihluta- eða minnihlutaríkisstjórn á grundvelli þess þings sem nú situr.