Seinkanir hjá WOW air: Vélin frá Berlín á að lenda hálftíma eftir að jólin hringja inn Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 24. desember 2016 13:24 Seinkanirnar í dag, aðfangadag, nema nokkrum klukkutímum. Vísir/Vilhelm Seinkanir eru á Evrópuflugum WOW air til Keflavíkur eftir hádegi í dag og er til að mynda áætluð koma vélar flugfélagsins frá Berlín samkvæmt vef Keflavíkurflugvallar klukkan 18:30 í kvöld, hálftíma eftir að jólin hringja inn. Upphafleg áætlun var að vélin myndi lenda klukkan 14:20 og þá lenda aðrar vélar WOW air á landinu rétt fyrir jól, það er milli klukkan 16:30 og 17:50, í stað þess að lenda á milli klukkan 13:50 og 14:15. Halldór Berg Harðarson er einn af þeim sem ná ekki heim áður en kirkjuklukkurnar hringja jólin inn. Hann er harðorður í garð WOW air í færslu á Facebook-síðu sinni sem hann birti nú í hádeginu, og sjá má hér að neðan, auk þess sem Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði furðar sig á seinkuninni frá Berlín en dóttir hans mun ekki ná í tæka tíð í jólamatinn. Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi WOW air, segir í samtali við Vísi að ástæða seinkananna sé bilun sem varð í einni breiðþotu flugfélagsins í Amsterdam í gær. Það hafði mikil keðjuverkandi áhrif á áætlanir WOW air og sá fyrirtækið fram á, ef að það myndi ekki seinka vélunum frá Evrópu í dag, að vera með hundruð farþega strandaglópa hér á landi yfir jólin sem hefðu ekki komist til Bandaríkjanna. Af tvennu illu hafi því verið ákveðið að fresta Evrópuflugunum. Svanhvít leggur áherslu að það séu mjög fáir Íslendinga að fljúga með WOW air heim í dag; flestir farþeganna séu erlendir ferðamenn á leið í áframhaldandi tengiflug til Norður-Ameríku. „En það munu allir komast heim á eftir en Íslendingar eru greinilega ekki að fljúga mikið þennan dag,“ segir Svanhvít. Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Seinkanir eru á Evrópuflugum WOW air til Keflavíkur eftir hádegi í dag og er til að mynda áætluð koma vélar flugfélagsins frá Berlín samkvæmt vef Keflavíkurflugvallar klukkan 18:30 í kvöld, hálftíma eftir að jólin hringja inn. Upphafleg áætlun var að vélin myndi lenda klukkan 14:20 og þá lenda aðrar vélar WOW air á landinu rétt fyrir jól, það er milli klukkan 16:30 og 17:50, í stað þess að lenda á milli klukkan 13:50 og 14:15. Halldór Berg Harðarson er einn af þeim sem ná ekki heim áður en kirkjuklukkurnar hringja jólin inn. Hann er harðorður í garð WOW air í færslu á Facebook-síðu sinni sem hann birti nú í hádeginu, og sjá má hér að neðan, auk þess sem Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði furðar sig á seinkuninni frá Berlín en dóttir hans mun ekki ná í tæka tíð í jólamatinn. Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi WOW air, segir í samtali við Vísi að ástæða seinkananna sé bilun sem varð í einni breiðþotu flugfélagsins í Amsterdam í gær. Það hafði mikil keðjuverkandi áhrif á áætlanir WOW air og sá fyrirtækið fram á, ef að það myndi ekki seinka vélunum frá Evrópu í dag, að vera með hundruð farþega strandaglópa hér á landi yfir jólin sem hefðu ekki komist til Bandaríkjanna. Af tvennu illu hafi því verið ákveðið að fresta Evrópuflugunum. Svanhvít leggur áherslu að það séu mjög fáir Íslendinga að fljúga með WOW air heim í dag; flestir farþeganna séu erlendir ferðamenn á leið í áframhaldandi tengiflug til Norður-Ameríku. „En það munu allir komast heim á eftir en Íslendingar eru greinilega ekki að fljúga mikið þennan dag,“ segir Svanhvít.
Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira