Hætti sem blaðamaður á Mbl.is eftir að frétt var tekin úr birtingu Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 23. desember 2016 16:00 Charles Gittins, sem starfað hefur sem fréttamaður á Iceland Monitor á Mbl.is undanfarin tæp tvö ár, hætti störfum á miðlinum á miðvikudaginn. Ástæðan var ágreiningur milli hans og yfirstjórnar Árvakurs, útgáfufélags Mbl.is og Morgunblaðsins, vegna fréttaskrifa. Frétt sem Gittins skrifaði á Iceland Monitor á þriðjudaginn með fyrirsögninni „Cross Iceland of your list travellers advised“ var tekin úr birtingu af Kristni Tryggva Þorleifssyni, framkvæmdastjóra Mbl.is. Varað við Íslandi Í fréttinni var vísað í umfjöllun Business Insider sem nefndi Ísland sem einn þeirra áfangastaða sem vissara væri að forðast á næsta ári. Ísland sé einfaldlega orðið of töff. Ferðamenn séu fleiri en almennir borgarar. Í staðinn væri sniðugt að fara til Nýja-Sjálands og minnsta á líkindi landanna hvað við kemur jöklum, eldfjöllum og goshverum. Gittins var afar ósáttur við að fréttin væri tekin úr birtingu og hætti því störfum. Fyrir lá að hann myndi hætta fréttaskrifum um áramótin. Gittins, sem vakið hefur athygli fyrir sjálfboðaliðastörf sín og hve hratt hann hefur lært íslensku, skrifaði í kveðjubréfi til samstarfsmanna að ágreiningur hefði orðið til þess að hann hætti störfum fyrr en ætlað var án þess þó að fara í þaula út í ástæðurnar. Kristinn Tryggvi Þorleifsson, framkvæmdastjóri Mbl.is og sá sem tók fréttina úr birtingu, vildi ekki svara því hver væri eiginlegur ritstjóri Iceland Monitor. „Iceland Monitor er bara vefrit á Mbl.is,“ segir Kristinn. „Þú getur lesið um það á vefnum.“ Skellti á blaðamann Ekki er að finna á Iceland Monitor hver sé fréttastjóri eða ritstjóri vefritsins. Nokkrir blaðamenn eru nefndir til sögunnar, þar á meðal Charles Gittins, auk framkvæmdastjórans Kristins. Aðspurður hvers vegna fréttin var tekin úr birtingu segist Kristinn ekki tjá sig um málefni einstakra starfsmanna. Var hann í framhaldinu tregur til að svara frekari spurningum blaðamanns og endaði á að skella á. Flestir auglýsendur á Iceland Monitor, og öðrum íslenskum fréttasíðum á ensku, eru úr ferðamannabransanum. Ekki náðist í Charles Gittins við vinnslu fréttarinnar.Uppfært klukkan 16:25Við þetta má bæta að frétt um umfjöllun Business Insider var skrifuð á íslensku á Mbl.is klukkustund áður en sama frétt var skrifuð á Iceland Monitor, og síðar fjarlægð. Frétt Mbl.is lifir góðu lífi á vefnum. Ferðamennska á Íslandi Fjölmiðlar Tengdar fréttir Falleg vinátta: „Ég hef verið á Íslandi í tvö ár og hún í 103 ár“ Heimsóknarvinir Rauða krossins rjúfa félagslega einangrun en Charles, sem hefur heimsótt hundrað og þriggja ára gamla konu síðustu tvö ár, segir samveruna gefandi fyrir þau bæði. 20. desember 2016 21:00 Mest lesið Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Bolsonaro í stofufangelsi Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Innlent Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Innlent Fleiri fréttir Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður Sjá meira
Charles Gittins, sem starfað hefur sem fréttamaður á Iceland Monitor á Mbl.is undanfarin tæp tvö ár, hætti störfum á miðlinum á miðvikudaginn. Ástæðan var ágreiningur milli hans og yfirstjórnar Árvakurs, útgáfufélags Mbl.is og Morgunblaðsins, vegna fréttaskrifa. Frétt sem Gittins skrifaði á Iceland Monitor á þriðjudaginn með fyrirsögninni „Cross Iceland of your list travellers advised“ var tekin úr birtingu af Kristni Tryggva Þorleifssyni, framkvæmdastjóra Mbl.is. Varað við Íslandi Í fréttinni var vísað í umfjöllun Business Insider sem nefndi Ísland sem einn þeirra áfangastaða sem vissara væri að forðast á næsta ári. Ísland sé einfaldlega orðið of töff. Ferðamenn séu fleiri en almennir borgarar. Í staðinn væri sniðugt að fara til Nýja-Sjálands og minnsta á líkindi landanna hvað við kemur jöklum, eldfjöllum og goshverum. Gittins var afar ósáttur við að fréttin væri tekin úr birtingu og hætti því störfum. Fyrir lá að hann myndi hætta fréttaskrifum um áramótin. Gittins, sem vakið hefur athygli fyrir sjálfboðaliðastörf sín og hve hratt hann hefur lært íslensku, skrifaði í kveðjubréfi til samstarfsmanna að ágreiningur hefði orðið til þess að hann hætti störfum fyrr en ætlað var án þess þó að fara í þaula út í ástæðurnar. Kristinn Tryggvi Þorleifsson, framkvæmdastjóri Mbl.is og sá sem tók fréttina úr birtingu, vildi ekki svara því hver væri eiginlegur ritstjóri Iceland Monitor. „Iceland Monitor er bara vefrit á Mbl.is,“ segir Kristinn. „Þú getur lesið um það á vefnum.“ Skellti á blaðamann Ekki er að finna á Iceland Monitor hver sé fréttastjóri eða ritstjóri vefritsins. Nokkrir blaðamenn eru nefndir til sögunnar, þar á meðal Charles Gittins, auk framkvæmdastjórans Kristins. Aðspurður hvers vegna fréttin var tekin úr birtingu segist Kristinn ekki tjá sig um málefni einstakra starfsmanna. Var hann í framhaldinu tregur til að svara frekari spurningum blaðamanns og endaði á að skella á. Flestir auglýsendur á Iceland Monitor, og öðrum íslenskum fréttasíðum á ensku, eru úr ferðamannabransanum. Ekki náðist í Charles Gittins við vinnslu fréttarinnar.Uppfært klukkan 16:25Við þetta má bæta að frétt um umfjöllun Business Insider var skrifuð á íslensku á Mbl.is klukkustund áður en sama frétt var skrifuð á Iceland Monitor, og síðar fjarlægð. Frétt Mbl.is lifir góðu lífi á vefnum.
Ferðamennska á Íslandi Fjölmiðlar Tengdar fréttir Falleg vinátta: „Ég hef verið á Íslandi í tvö ár og hún í 103 ár“ Heimsóknarvinir Rauða krossins rjúfa félagslega einangrun en Charles, sem hefur heimsótt hundrað og þriggja ára gamla konu síðustu tvö ár, segir samveruna gefandi fyrir þau bæði. 20. desember 2016 21:00 Mest lesið Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Bolsonaro í stofufangelsi Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Innlent Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Innlent Fleiri fréttir Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður Sjá meira
Falleg vinátta: „Ég hef verið á Íslandi í tvö ár og hún í 103 ár“ Heimsóknarvinir Rauða krossins rjúfa félagslega einangrun en Charles, sem hefur heimsótt hundrað og þriggja ára gamla konu síðustu tvö ár, segir samveruna gefandi fyrir þau bæði. 20. desember 2016 21:00