Ragnar: „Ég fékk boltann og hugsaði að nú ætla ég að gera eitthvað sniðugt“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 21. desember 2016 11:30 Einn stærsti sigur íslenska fótboltalandsliðsins undanfarin misseri var vafalítið sigurinn á Hollandi á Amsterdam Arena í undankeppni EM 2016. Gylfi Þór Sigurðsson tryggði strákunum okkar sigurinn með marki úr vítaspyrnu en Holland var ekki búið að tapa mótsleik í Amsterdam í rúman áratug. Hollenska liðið var heillum horfið í leiknum og missti mann af velli þegar Bruno Martin Indi var rekinn út af. Marki undir og manni færri settu hollensku stjörnurnar ekki mikla pressu á okkar menn. Svo litla að Ragnar Sigurðsson, landsliðsmiðvörður, ákvað að stríða þeim aðeins.Sjá einnig:Eiður Smári opnar sig: „Hálft ár þar sem ég ældi vegna svima og vissi ekki hvað var að gerast“ Ragnar talar um leikinn gegn Hollandi í myndinni Jökullinn logar sem er komin út á DVD. Myndband af því má sjá í spilaranum hér að ofan.Ragnar Sigurðsson.vísir/gettyVildi ekki gera mistök „Þeir voru búnir að missa mann út af og við vorum yfir en samt voru þeir ekki að pressa á okkur. Þeir bökkuðu niður á miðju sem mér fannst geðveikt skrítið,“ segir Ragnar þegar hann rifjar upp leikinn fræga. „Ég fékk boltann og hugsaði að nú myndi ég gera eitthvað sniðugt þannig að ég steig ofan á boltann. Ég stóð svoleiðis í svona þrjár til fjórar sekúndur, held ég.“ „Fólkið var að byrja að baula á mig en þá gaf ég boltann. Ég sé ógeðslega eftir því að hafa ekki staðið á boltanum í tíu sekúndur. Ég held að það hefði verið flott sena.“ „Mér var skítsama um áhorfendur og allt þannig. Ég hugsaði bara að ég ætlaði ekki að taka svona „move“ og gera svo mistökin sem leiða til þess að þeir jafna. Þess vegna hætti ég við þetta,“ segir Ragnar Sigurðsson.Brot úr aukaefni myndarinnar Jökullinn logar má sjá hér að ofan. Jökullinn Logar er mynd Sölva Tryggvasonar um ferðalag strákanna okkar á EM í Frakklandi en hún er nú komin út á DVD með 120 mínútum af aukaefni. Fótbolti Tengdar fréttir Elmar tapaði fullt af peningum í spilavíti: „Þjálfarinn pantaði bjór handa mér“ Landsliðsmaðurinn Theodór Elmar Bjarnason segist betur hafa fórnað eitthvað af minningunum í Skotlandi og einbeitt sér betur að fótboltanum. 15. desember 2016 12:00 Eiður Smári opnar sig um svimaköstin hjá Chelsea: "Hálft ár þar sem ég ældi vegna svima og vissi ekki hvað var að gerast“ Eiður Smári Guðjohnsen hefur lent í meiðslum og erfiðleikum á annars glæstum ferli. 16. desember 2016 11:30 Aron Einar: „Hringdi oft hágrenjandi í mömmu en fékk alltaf sama svarið“ Landsliðsfyrirliðinn komst í gegnum erfiða tíma í Hollandi með hinu fræga íslenska viðhorfi. 15. desember 2016 13:30 Mest lesið Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Íslenski boltinn Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða Fótbolti Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Fótbolti „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Íslenski boltinn Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Sport Barcelona rúllaði yfir Como Fótbolti Dagskráin í dag: Besta deild karla á sviðið Sport „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Barcelona rúllaði yfir Como Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Brøndby náði í sigur heimafyrir Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Ísak nældi í gult í tapi Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Ólafur skoraði en Aalesund fékk skell Ísak skoraði en Lyngby tapaði Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Sjá meira
Einn stærsti sigur íslenska fótboltalandsliðsins undanfarin misseri var vafalítið sigurinn á Hollandi á Amsterdam Arena í undankeppni EM 2016. Gylfi Þór Sigurðsson tryggði strákunum okkar sigurinn með marki úr vítaspyrnu en Holland var ekki búið að tapa mótsleik í Amsterdam í rúman áratug. Hollenska liðið var heillum horfið í leiknum og missti mann af velli þegar Bruno Martin Indi var rekinn út af. Marki undir og manni færri settu hollensku stjörnurnar ekki mikla pressu á okkar menn. Svo litla að Ragnar Sigurðsson, landsliðsmiðvörður, ákvað að stríða þeim aðeins.Sjá einnig:Eiður Smári opnar sig: „Hálft ár þar sem ég ældi vegna svima og vissi ekki hvað var að gerast“ Ragnar talar um leikinn gegn Hollandi í myndinni Jökullinn logar sem er komin út á DVD. Myndband af því má sjá í spilaranum hér að ofan.Ragnar Sigurðsson.vísir/gettyVildi ekki gera mistök „Þeir voru búnir að missa mann út af og við vorum yfir en samt voru þeir ekki að pressa á okkur. Þeir bökkuðu niður á miðju sem mér fannst geðveikt skrítið,“ segir Ragnar þegar hann rifjar upp leikinn fræga. „Ég fékk boltann og hugsaði að nú myndi ég gera eitthvað sniðugt þannig að ég steig ofan á boltann. Ég stóð svoleiðis í svona þrjár til fjórar sekúndur, held ég.“ „Fólkið var að byrja að baula á mig en þá gaf ég boltann. Ég sé ógeðslega eftir því að hafa ekki staðið á boltanum í tíu sekúndur. Ég held að það hefði verið flott sena.“ „Mér var skítsama um áhorfendur og allt þannig. Ég hugsaði bara að ég ætlaði ekki að taka svona „move“ og gera svo mistökin sem leiða til þess að þeir jafna. Þess vegna hætti ég við þetta,“ segir Ragnar Sigurðsson.Brot úr aukaefni myndarinnar Jökullinn logar má sjá hér að ofan. Jökullinn Logar er mynd Sölva Tryggvasonar um ferðalag strákanna okkar á EM í Frakklandi en hún er nú komin út á DVD með 120 mínútum af aukaefni.
Fótbolti Tengdar fréttir Elmar tapaði fullt af peningum í spilavíti: „Þjálfarinn pantaði bjór handa mér“ Landsliðsmaðurinn Theodór Elmar Bjarnason segist betur hafa fórnað eitthvað af minningunum í Skotlandi og einbeitt sér betur að fótboltanum. 15. desember 2016 12:00 Eiður Smári opnar sig um svimaköstin hjá Chelsea: "Hálft ár þar sem ég ældi vegna svima og vissi ekki hvað var að gerast“ Eiður Smári Guðjohnsen hefur lent í meiðslum og erfiðleikum á annars glæstum ferli. 16. desember 2016 11:30 Aron Einar: „Hringdi oft hágrenjandi í mömmu en fékk alltaf sama svarið“ Landsliðsfyrirliðinn komst í gegnum erfiða tíma í Hollandi með hinu fræga íslenska viðhorfi. 15. desember 2016 13:30 Mest lesið Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Íslenski boltinn Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða Fótbolti Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Fótbolti „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Íslenski boltinn Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Sport Barcelona rúllaði yfir Como Fótbolti Dagskráin í dag: Besta deild karla á sviðið Sport „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Barcelona rúllaði yfir Como Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Brøndby náði í sigur heimafyrir Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Ísak nældi í gult í tapi Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Ólafur skoraði en Aalesund fékk skell Ísak skoraði en Lyngby tapaði Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Sjá meira
Elmar tapaði fullt af peningum í spilavíti: „Þjálfarinn pantaði bjór handa mér“ Landsliðsmaðurinn Theodór Elmar Bjarnason segist betur hafa fórnað eitthvað af minningunum í Skotlandi og einbeitt sér betur að fótboltanum. 15. desember 2016 12:00
Eiður Smári opnar sig um svimaköstin hjá Chelsea: "Hálft ár þar sem ég ældi vegna svima og vissi ekki hvað var að gerast“ Eiður Smári Guðjohnsen hefur lent í meiðslum og erfiðleikum á annars glæstum ferli. 16. desember 2016 11:30
Aron Einar: „Hringdi oft hágrenjandi í mömmu en fékk alltaf sama svarið“ Landsliðsfyrirliðinn komst í gegnum erfiða tíma í Hollandi með hinu fræga íslenska viðhorfi. 15. desember 2016 13:30
Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Íslenski boltinn
Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Íslenski boltinn