Ragnar: „Ég fékk boltann og hugsaði að nú ætla ég að gera eitthvað sniðugt“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 21. desember 2016 11:30 Einn stærsti sigur íslenska fótboltalandsliðsins undanfarin misseri var vafalítið sigurinn á Hollandi á Amsterdam Arena í undankeppni EM 2016. Gylfi Þór Sigurðsson tryggði strákunum okkar sigurinn með marki úr vítaspyrnu en Holland var ekki búið að tapa mótsleik í Amsterdam í rúman áratug. Hollenska liðið var heillum horfið í leiknum og missti mann af velli þegar Bruno Martin Indi var rekinn út af. Marki undir og manni færri settu hollensku stjörnurnar ekki mikla pressu á okkar menn. Svo litla að Ragnar Sigurðsson, landsliðsmiðvörður, ákvað að stríða þeim aðeins.Sjá einnig:Eiður Smári opnar sig: „Hálft ár þar sem ég ældi vegna svima og vissi ekki hvað var að gerast“ Ragnar talar um leikinn gegn Hollandi í myndinni Jökullinn logar sem er komin út á DVD. Myndband af því má sjá í spilaranum hér að ofan.Ragnar Sigurðsson.vísir/gettyVildi ekki gera mistök „Þeir voru búnir að missa mann út af og við vorum yfir en samt voru þeir ekki að pressa á okkur. Þeir bökkuðu niður á miðju sem mér fannst geðveikt skrítið,“ segir Ragnar þegar hann rifjar upp leikinn fræga. „Ég fékk boltann og hugsaði að nú myndi ég gera eitthvað sniðugt þannig að ég steig ofan á boltann. Ég stóð svoleiðis í svona þrjár til fjórar sekúndur, held ég.“ „Fólkið var að byrja að baula á mig en þá gaf ég boltann. Ég sé ógeðslega eftir því að hafa ekki staðið á boltanum í tíu sekúndur. Ég held að það hefði verið flott sena.“ „Mér var skítsama um áhorfendur og allt þannig. Ég hugsaði bara að ég ætlaði ekki að taka svona „move“ og gera svo mistökin sem leiða til þess að þeir jafna. Þess vegna hætti ég við þetta,“ segir Ragnar Sigurðsson.Brot úr aukaefni myndarinnar Jökullinn logar má sjá hér að ofan. Jökullinn Logar er mynd Sölva Tryggvasonar um ferðalag strákanna okkar á EM í Frakklandi en hún er nú komin út á DVD með 120 mínútum af aukaefni. Fótbolti Tengdar fréttir Elmar tapaði fullt af peningum í spilavíti: „Þjálfarinn pantaði bjór handa mér“ Landsliðsmaðurinn Theodór Elmar Bjarnason segist betur hafa fórnað eitthvað af minningunum í Skotlandi og einbeitt sér betur að fótboltanum. 15. desember 2016 12:00 Eiður Smári opnar sig um svimaköstin hjá Chelsea: "Hálft ár þar sem ég ældi vegna svima og vissi ekki hvað var að gerast“ Eiður Smári Guðjohnsen hefur lent í meiðslum og erfiðleikum á annars glæstum ferli. 16. desember 2016 11:30 Aron Einar: „Hringdi oft hágrenjandi í mömmu en fékk alltaf sama svarið“ Landsliðsfyrirliðinn komst í gegnum erfiða tíma í Hollandi með hinu fræga íslenska viðhorfi. 15. desember 2016 13:30 Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Fótbolti Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Fleiri fréttir Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Sjá meira
Einn stærsti sigur íslenska fótboltalandsliðsins undanfarin misseri var vafalítið sigurinn á Hollandi á Amsterdam Arena í undankeppni EM 2016. Gylfi Þór Sigurðsson tryggði strákunum okkar sigurinn með marki úr vítaspyrnu en Holland var ekki búið að tapa mótsleik í Amsterdam í rúman áratug. Hollenska liðið var heillum horfið í leiknum og missti mann af velli þegar Bruno Martin Indi var rekinn út af. Marki undir og manni færri settu hollensku stjörnurnar ekki mikla pressu á okkar menn. Svo litla að Ragnar Sigurðsson, landsliðsmiðvörður, ákvað að stríða þeim aðeins.Sjá einnig:Eiður Smári opnar sig: „Hálft ár þar sem ég ældi vegna svima og vissi ekki hvað var að gerast“ Ragnar talar um leikinn gegn Hollandi í myndinni Jökullinn logar sem er komin út á DVD. Myndband af því má sjá í spilaranum hér að ofan.Ragnar Sigurðsson.vísir/gettyVildi ekki gera mistök „Þeir voru búnir að missa mann út af og við vorum yfir en samt voru þeir ekki að pressa á okkur. Þeir bökkuðu niður á miðju sem mér fannst geðveikt skrítið,“ segir Ragnar þegar hann rifjar upp leikinn fræga. „Ég fékk boltann og hugsaði að nú myndi ég gera eitthvað sniðugt þannig að ég steig ofan á boltann. Ég stóð svoleiðis í svona þrjár til fjórar sekúndur, held ég.“ „Fólkið var að byrja að baula á mig en þá gaf ég boltann. Ég sé ógeðslega eftir því að hafa ekki staðið á boltanum í tíu sekúndur. Ég held að það hefði verið flott sena.“ „Mér var skítsama um áhorfendur og allt þannig. Ég hugsaði bara að ég ætlaði ekki að taka svona „move“ og gera svo mistökin sem leiða til þess að þeir jafna. Þess vegna hætti ég við þetta,“ segir Ragnar Sigurðsson.Brot úr aukaefni myndarinnar Jökullinn logar má sjá hér að ofan. Jökullinn Logar er mynd Sölva Tryggvasonar um ferðalag strákanna okkar á EM í Frakklandi en hún er nú komin út á DVD með 120 mínútum af aukaefni.
Fótbolti Tengdar fréttir Elmar tapaði fullt af peningum í spilavíti: „Þjálfarinn pantaði bjór handa mér“ Landsliðsmaðurinn Theodór Elmar Bjarnason segist betur hafa fórnað eitthvað af minningunum í Skotlandi og einbeitt sér betur að fótboltanum. 15. desember 2016 12:00 Eiður Smári opnar sig um svimaköstin hjá Chelsea: "Hálft ár þar sem ég ældi vegna svima og vissi ekki hvað var að gerast“ Eiður Smári Guðjohnsen hefur lent í meiðslum og erfiðleikum á annars glæstum ferli. 16. desember 2016 11:30 Aron Einar: „Hringdi oft hágrenjandi í mömmu en fékk alltaf sama svarið“ Landsliðsfyrirliðinn komst í gegnum erfiða tíma í Hollandi með hinu fræga íslenska viðhorfi. 15. desember 2016 13:30 Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Fótbolti Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Fleiri fréttir Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Sjá meira
Elmar tapaði fullt af peningum í spilavíti: „Þjálfarinn pantaði bjór handa mér“ Landsliðsmaðurinn Theodór Elmar Bjarnason segist betur hafa fórnað eitthvað af minningunum í Skotlandi og einbeitt sér betur að fótboltanum. 15. desember 2016 12:00
Eiður Smári opnar sig um svimaköstin hjá Chelsea: "Hálft ár þar sem ég ældi vegna svima og vissi ekki hvað var að gerast“ Eiður Smári Guðjohnsen hefur lent í meiðslum og erfiðleikum á annars glæstum ferli. 16. desember 2016 11:30
Aron Einar: „Hringdi oft hágrenjandi í mömmu en fékk alltaf sama svarið“ Landsliðsfyrirliðinn komst í gegnum erfiða tíma í Hollandi með hinu fræga íslenska viðhorfi. 15. desember 2016 13:30