Valdís Þóra hækkaði sig um ellefu sæti og er fjórða fyrir lokadaginn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. desember 2016 15:39 Valdís Þóra Jónsdóttir. Mynd/LET/Tristan Jones Valdís Þóra Jónsdóttir lék frábært golf á fjórða keppnisdeginum af fimm á lokaúrtökumótinu fyrir sterkustu mótaröð Evrópu, LET Evrópumótaröðina. Valdís lék á 65 höggum í dag á fjórða hringnum og hún er fjórða sæti fyrir lokahringinn á -11. Þetta er besti árangur hennar á lokaúrtökumótinu frá upphafi en þetta er i fjórða sinn sem hún tekur þátt. Valdís Þóra bætti skorið sitt þriðja daginn í röð og hækkaði sig jafnframt um ellefu sæti á listanum. Hún lék á 72 höggum fyrsta daginn, þá 71 höggi, 69 höggum í gær og loks á 65 höggum í dag. Engin lék betur en Valdís en hin enska Lauren Taylor lék einnig á 65 höggum í dag. Hún er hinsvegar í 19. sætinu, sex höggum á eftir Valdísi. Nú eru það aðeins hin franska Celine Boutier, hin sænska Madalene Sagström og hin ástralska Celina Yuan sem hafa spilað bestur en Skagastelpan á þessu móti. Valdís Þóra er ein af þremur sem hafa leikið fyrstu 72 holurnar á ellefu höggum undir pari. Celine Boutier er á toppnum á sautján höggum undir pari en hinar tvær hafa leikið á þrettán höggum undir pari. Það er mikið í húfi því 30 efstu fá keppnisrétt á LET Evrópumótaröðinni og þeir sem enda í sætum 31.-60. fá takmarkaðan keppnisrétt á næsta tímabili sem hefst í janúar. Eftir fjórða hringinn fá 60 efstu tækifæri til þess að leika á lokahringnum. Sú sem er í 30. sæti núna er á þremur höggum undir pari eða átta höggum á eftir Valdísi. Valdís er því í frábærum málum fyrir lokahringinn á morgun. Golf Tengdar fréttir Valdís Þóra fékk átta fugla í dag og er í frábærum málum Valdís Þóra Jónsdóttir, atvinnukylfingur úr Leyni á Akranesi, er komin upp í toppbaráttuna á lokaúrtökumótinu fyrir sterkustu atvinnumótaröð Evrópu í kvennaflokki sem fram fer í Marrakech í Marokkó. 20. desember 2016 14:48 Valdís svaf illa vegna láta í næturklúbbi Þó að Valdís Þóra Jónsdóttir hafi fengið frekar lítinn svefn fyrir annan hringinn á lokaúrtökumótinu fyrir Evrópumótaröðina í Marokkó þá spilaði hún mjög vel í gær. 19. desember 2016 06:30 Valdís Þóra náði þremur fuglum í röð Valdís Þóra Jónsdóttir, atvinnukylfingur úr Leyni á Akranesi, er að standa sig mjög vel á fyrri hringnum á fjórða keppnisdeginum af fimm á lokaúrtökumótinu fyrir sterkustu mótaröð Evrópu, LET Evrópumótaröðina. 20. desember 2016 12:00 Mest lesið „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Fótbolti Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Enski boltinn Arnar fundar með KSÍ Fótbolti Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Golf Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Valdís Þóra Jónsdóttir lék frábært golf á fjórða keppnisdeginum af fimm á lokaúrtökumótinu fyrir sterkustu mótaröð Evrópu, LET Evrópumótaröðina. Valdís lék á 65 höggum í dag á fjórða hringnum og hún er fjórða sæti fyrir lokahringinn á -11. Þetta er besti árangur hennar á lokaúrtökumótinu frá upphafi en þetta er i fjórða sinn sem hún tekur þátt. Valdís Þóra bætti skorið sitt þriðja daginn í röð og hækkaði sig jafnframt um ellefu sæti á listanum. Hún lék á 72 höggum fyrsta daginn, þá 71 höggi, 69 höggum í gær og loks á 65 höggum í dag. Engin lék betur en Valdís en hin enska Lauren Taylor lék einnig á 65 höggum í dag. Hún er hinsvegar í 19. sætinu, sex höggum á eftir Valdísi. Nú eru það aðeins hin franska Celine Boutier, hin sænska Madalene Sagström og hin ástralska Celina Yuan sem hafa spilað bestur en Skagastelpan á þessu móti. Valdís Þóra er ein af þremur sem hafa leikið fyrstu 72 holurnar á ellefu höggum undir pari. Celine Boutier er á toppnum á sautján höggum undir pari en hinar tvær hafa leikið á þrettán höggum undir pari. Það er mikið í húfi því 30 efstu fá keppnisrétt á LET Evrópumótaröðinni og þeir sem enda í sætum 31.-60. fá takmarkaðan keppnisrétt á næsta tímabili sem hefst í janúar. Eftir fjórða hringinn fá 60 efstu tækifæri til þess að leika á lokahringnum. Sú sem er í 30. sæti núna er á þremur höggum undir pari eða átta höggum á eftir Valdísi. Valdís er því í frábærum málum fyrir lokahringinn á morgun.
Golf Tengdar fréttir Valdís Þóra fékk átta fugla í dag og er í frábærum málum Valdís Þóra Jónsdóttir, atvinnukylfingur úr Leyni á Akranesi, er komin upp í toppbaráttuna á lokaúrtökumótinu fyrir sterkustu atvinnumótaröð Evrópu í kvennaflokki sem fram fer í Marrakech í Marokkó. 20. desember 2016 14:48 Valdís svaf illa vegna láta í næturklúbbi Þó að Valdís Þóra Jónsdóttir hafi fengið frekar lítinn svefn fyrir annan hringinn á lokaúrtökumótinu fyrir Evrópumótaröðina í Marokkó þá spilaði hún mjög vel í gær. 19. desember 2016 06:30 Valdís Þóra náði þremur fuglum í röð Valdís Þóra Jónsdóttir, atvinnukylfingur úr Leyni á Akranesi, er að standa sig mjög vel á fyrri hringnum á fjórða keppnisdeginum af fimm á lokaúrtökumótinu fyrir sterkustu mótaröð Evrópu, LET Evrópumótaröðina. 20. desember 2016 12:00 Mest lesið „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Fótbolti Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Enski boltinn Arnar fundar með KSÍ Fótbolti Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Golf Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Valdís Þóra fékk átta fugla í dag og er í frábærum málum Valdís Þóra Jónsdóttir, atvinnukylfingur úr Leyni á Akranesi, er komin upp í toppbaráttuna á lokaúrtökumótinu fyrir sterkustu atvinnumótaröð Evrópu í kvennaflokki sem fram fer í Marrakech í Marokkó. 20. desember 2016 14:48
Valdís svaf illa vegna láta í næturklúbbi Þó að Valdís Þóra Jónsdóttir hafi fengið frekar lítinn svefn fyrir annan hringinn á lokaúrtökumótinu fyrir Evrópumótaröðina í Marokkó þá spilaði hún mjög vel í gær. 19. desember 2016 06:30
Valdís Þóra náði þremur fuglum í röð Valdís Þóra Jónsdóttir, atvinnukylfingur úr Leyni á Akranesi, er að standa sig mjög vel á fyrri hringnum á fjórða keppnisdeginum af fimm á lokaúrtökumótinu fyrir sterkustu mótaröð Evrópu, LET Evrópumótaröðina. 20. desember 2016 12:00