Fyndnasta en um leið örugglega kaldasta golfhögg ársins | Myndband Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. desember 2016 10:00 Mynd/instagram/golfgrinders/ Golf er sumaríþrótt fyrir flesta kylfinga en þó ekki alla. Einn sem var ekki sammála því að menn ættu að hvíla kylfurnar yfir háveturinn ákvað að storka vetri konungi. Það fór þó ekki nógu vel því hann endaði hringinn sinn blautur og kaldur. Golf yfir vetrarmánuðina getur boðið upp á nýjar aðstæður fyrir kylfinga og um leið búið til erfiðar ákvarðanir þegar menn reyna allt til að sleppa við víti. Kylfingurinn í myndbandinu hér fyrir neðan var staðráðinn að bjarga sér úr erfiðri stöðu og sleppa við víti eftir að hann missti kúluna af braut og úr á frosið vatn. Það fór hinsvegar ekki alveg eins og hann hafði ætlað. Kappinn lét vissulega vaða en hann hitti ekki kúluna og steinlá síðan á ísnum. Ísinn var ekki þykkari en það að kylfingurinn óheppni braut hann með þessari hörðu lendingu og fór í kjölfarið á bólakaf í ískalt vatnið. Það má sjá myndbandið hér fyrir neðan. Bronston is "ice cold" when he's under pressure.... @Havenbarlow8 @diddy713 #keepGrinding #funny #Golf #fail #trickshot #espn #fsn #tiger #pga A video posted by Golf (@golfgrinders) on Dec 19, 2016 at 7:35am PST Þar sem að hann hitti ekki kúluna og hún datt síðan ofan í vatnið með honum þá þurfti hann hvort sem er að taka á sig víti. Hvort að hann treysti sér að spila áfram eftir volkið er önnur saga. Úr varð afar fyndið myndband sem rataði inn á golfgrinders instagram-síðunni. Það fylgir ekki alveg sögunni hvað varð um greyið manninn. Hann fékk að minnsta kosti kvef en slapp vonandi við lungabólgu eða eitthvað þeim mun verra. Golf Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fótbolti Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Fótbolti Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Enski boltinn Fleiri fréttir Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Andrea tók sjötta sætið Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Eina breytingin á Ryderliðinu var að skipta um tvíbura Stórkostleg spilamennska hjá Haraldi í Svíþjóð Stjörnurnar samglöddust Fleetwood sem vann loks í 164. tilraun Arnar og Bjarki unnu golfmót Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Vann mótið með lokahögginu sem var magnað vipp úr sandinum Bestu kylfingar landsins í einvígi á Sýn Sport í kvöld Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu „Hef hugsað um þetta síðan ég var þrettán ára“ Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna Guðrún Brá Íslandsmeistari eftir spennandi umspil Dagbjartur Sigurbrandsson er Íslandsmeistari í golfi 2025 Bæði systkinin í lokaráshóp á lokadegi Íslandsmótsins í golfi Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Axel leiðir að öðrum degi loknum Hulda Clara ein á toppnum eftir dag númer tvö á Íslandsmótinu í golfi Hlynur sigurvegari á Forsbacka Open í Svíþjóð Framkvæmdastjórinn fær frí til að vera kylfusveinn Samdi við kríuna um að koma sér á brott Hulda Clara og Karen Lind efstar Axel og Dagbjartur leiða Sexfaldur Íslandsmeistari sló fyrsta höggið á Íslandsmótinu í golfi 2025 Svakalegir ráshópar á fyrsta degi á Íslandsmótinu í golfi Sjá meira
Golf er sumaríþrótt fyrir flesta kylfinga en þó ekki alla. Einn sem var ekki sammála því að menn ættu að hvíla kylfurnar yfir háveturinn ákvað að storka vetri konungi. Það fór þó ekki nógu vel því hann endaði hringinn sinn blautur og kaldur. Golf yfir vetrarmánuðina getur boðið upp á nýjar aðstæður fyrir kylfinga og um leið búið til erfiðar ákvarðanir þegar menn reyna allt til að sleppa við víti. Kylfingurinn í myndbandinu hér fyrir neðan var staðráðinn að bjarga sér úr erfiðri stöðu og sleppa við víti eftir að hann missti kúluna af braut og úr á frosið vatn. Það fór hinsvegar ekki alveg eins og hann hafði ætlað. Kappinn lét vissulega vaða en hann hitti ekki kúluna og steinlá síðan á ísnum. Ísinn var ekki þykkari en það að kylfingurinn óheppni braut hann með þessari hörðu lendingu og fór í kjölfarið á bólakaf í ískalt vatnið. Það má sjá myndbandið hér fyrir neðan. Bronston is "ice cold" when he's under pressure.... @Havenbarlow8 @diddy713 #keepGrinding #funny #Golf #fail #trickshot #espn #fsn #tiger #pga A video posted by Golf (@golfgrinders) on Dec 19, 2016 at 7:35am PST Þar sem að hann hitti ekki kúluna og hún datt síðan ofan í vatnið með honum þá þurfti hann hvort sem er að taka á sig víti. Hvort að hann treysti sér að spila áfram eftir volkið er önnur saga. Úr varð afar fyndið myndband sem rataði inn á golfgrinders instagram-síðunni. Það fylgir ekki alveg sögunni hvað varð um greyið manninn. Hann fékk að minnsta kosti kvef en slapp vonandi við lungabólgu eða eitthvað þeim mun verra.
Golf Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fótbolti Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Fótbolti Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Enski boltinn Fleiri fréttir Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Andrea tók sjötta sætið Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Eina breytingin á Ryderliðinu var að skipta um tvíbura Stórkostleg spilamennska hjá Haraldi í Svíþjóð Stjörnurnar samglöddust Fleetwood sem vann loks í 164. tilraun Arnar og Bjarki unnu golfmót Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Vann mótið með lokahögginu sem var magnað vipp úr sandinum Bestu kylfingar landsins í einvígi á Sýn Sport í kvöld Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu „Hef hugsað um þetta síðan ég var þrettán ára“ Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna Guðrún Brá Íslandsmeistari eftir spennandi umspil Dagbjartur Sigurbrandsson er Íslandsmeistari í golfi 2025 Bæði systkinin í lokaráshóp á lokadegi Íslandsmótsins í golfi Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Axel leiðir að öðrum degi loknum Hulda Clara ein á toppnum eftir dag númer tvö á Íslandsmótinu í golfi Hlynur sigurvegari á Forsbacka Open í Svíþjóð Framkvæmdastjórinn fær frí til að vera kylfusveinn Samdi við kríuna um að koma sér á brott Hulda Clara og Karen Lind efstar Axel og Dagbjartur leiða Sexfaldur Íslandsmeistari sló fyrsta höggið á Íslandsmótinu í golfi 2025 Svakalegir ráshópar á fyrsta degi á Íslandsmótinu í golfi Sjá meira