Tólfumenn óttast að klappið verði þreytt Benedikt Bóas skrifar 20. desember 2016 07:00 Tólfan vakti verðskuldaða athygli á EM í Frakklandi. Benjamín er hér fremstur meðal jafningja, klæddur í hvítt. Fréttablaðið/Vilhelm Nokkuð vinsælt er að hringja í forsvarsmenn Tólfunnar, stuðningsmannasveit Íslenska landsliðsins í fótbolta, til að fá þá á mannfagnaði að taka hið margfræga víkingaklapp. Þeir eru þó farnir að neita viðburðum því þeir vilja ekki að klappið verði þreytt. Flogið var sérstaklega með sex meðlimi Tólfunnar út til Lúxemborgar í byrjun mánaðarins á vegum endurskoðunarfyrirtækisins Ernst & Young til að taka víkingaklappið fræga á jólagleði fyrirtækisins. Þar var starfsmönnum þjappað saman með því að taka klappið góða. Þá fóru tveir úr Tólfunni til Englands um helgina þar sem niðurlæging enska landsliðsins var fullkomnuð þegar víkingaklappið var tekið á hátíð BBC þar sem íþróttamaður ársins var kynntur. Fleiri hefðu geta farið út en komust ekki vegna vinnu. Benjamín Hallbjörnsson, formaður Tólfunnar, segir að frekari landvinningar séu ekki á dagskrá en töluvert sé hringt til að fá meðlimi til að taka klappið góða. „Ég hef farið í brúðkaup og afmæli til að taka þetta og ég veit að aðrir úr Tólfunni hafa líka verið að taka þetta að sér. Víkingaklappið er í raun sameiningartákn og mér finnst eins og heimurinn sé að taka meira eftir því en við Íslendingar. Það eru komin einhver fimm eða sex nöfn yfir það og fólk er almennt frekar hrifið af fyrir hvað það stendur.“Landsliðið tekur víkingaklappið margfræga eftir leikinn gegn Austurríki. Fréttablaðið/VilhelmTólfan kemur til greina sem stuðningsmenn ársins hjá Alþjóðaknattspyrnusambandinu, FIFA, en verðlaunin verða veitt þann 9. janúar. Þar verður Benjamín að öllum líkindum ásamt Styrmi Gíslasyni, sem er einn af stofnmeðlimum Tólfunnar. „Það eru samskipti á milli FIFA, KSÍ og Tólfunnar um hvort við séum að fara. Það er alveg líklegt og verður ekkert nema skemmtilegt. Ég náði að sannfæra Styrmi um helgina um að koma með, sem er snilld.“ Fótboltagoðsagnirnar Zvonimir Boban, Marta, Gabriel Batistuta og Vladimir Petkovic fengu það verkefni að velja þrjá stuðningshópa sem voru tilnefndir í ár. Aðrir tilnefndir eru stuðningsmenn Liverpool og Borussia Dortmund sameiginlega fyrir frammistöðu sína í Evrópuleik liðanna sem og stuðningsmenn ADO Den Haag fyrir að koma færandi hendi á leik á móti Feyenoord í hollensku deildinni. Þeir komu með mikinn fjölda af leikfangadýrum og hentu til stuðningsmanna Feyenoord sem sátu fyrir neðan þá í stúkunni en það voru börn frá Sophia-barnaspítalanum í Rotterdam. „Við erum með stórar hugmyndir á okkar borði sem ég get ekki alveg sagt frá. Við viljum og erum að reyna að stýra þessu þannig að þetta verði ekki þreytt. Landsliðsmennirnir eru meira segja farnir að segja það í viðtölum og við viljum það ekki. Við erum komnir í það að neita og farnir að neita eins og við séum einhverjar rokkstjörnur. Það er rómantík á bak við klappið og Tólfuna og við viljum halda í hana.“ Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Íslendingur handtekinn á EM Innlent Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hljóp á sig Innlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Fleiri fréttir Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Sjá meira
Nokkuð vinsælt er að hringja í forsvarsmenn Tólfunnar, stuðningsmannasveit Íslenska landsliðsins í fótbolta, til að fá þá á mannfagnaði að taka hið margfræga víkingaklapp. Þeir eru þó farnir að neita viðburðum því þeir vilja ekki að klappið verði þreytt. Flogið var sérstaklega með sex meðlimi Tólfunnar út til Lúxemborgar í byrjun mánaðarins á vegum endurskoðunarfyrirtækisins Ernst & Young til að taka víkingaklappið fræga á jólagleði fyrirtækisins. Þar var starfsmönnum þjappað saman með því að taka klappið góða. Þá fóru tveir úr Tólfunni til Englands um helgina þar sem niðurlæging enska landsliðsins var fullkomnuð þegar víkingaklappið var tekið á hátíð BBC þar sem íþróttamaður ársins var kynntur. Fleiri hefðu geta farið út en komust ekki vegna vinnu. Benjamín Hallbjörnsson, formaður Tólfunnar, segir að frekari landvinningar séu ekki á dagskrá en töluvert sé hringt til að fá meðlimi til að taka klappið góða. „Ég hef farið í brúðkaup og afmæli til að taka þetta og ég veit að aðrir úr Tólfunni hafa líka verið að taka þetta að sér. Víkingaklappið er í raun sameiningartákn og mér finnst eins og heimurinn sé að taka meira eftir því en við Íslendingar. Það eru komin einhver fimm eða sex nöfn yfir það og fólk er almennt frekar hrifið af fyrir hvað það stendur.“Landsliðið tekur víkingaklappið margfræga eftir leikinn gegn Austurríki. Fréttablaðið/VilhelmTólfan kemur til greina sem stuðningsmenn ársins hjá Alþjóðaknattspyrnusambandinu, FIFA, en verðlaunin verða veitt þann 9. janúar. Þar verður Benjamín að öllum líkindum ásamt Styrmi Gíslasyni, sem er einn af stofnmeðlimum Tólfunnar. „Það eru samskipti á milli FIFA, KSÍ og Tólfunnar um hvort við séum að fara. Það er alveg líklegt og verður ekkert nema skemmtilegt. Ég náði að sannfæra Styrmi um helgina um að koma með, sem er snilld.“ Fótboltagoðsagnirnar Zvonimir Boban, Marta, Gabriel Batistuta og Vladimir Petkovic fengu það verkefni að velja þrjá stuðningshópa sem voru tilnefndir í ár. Aðrir tilnefndir eru stuðningsmenn Liverpool og Borussia Dortmund sameiginlega fyrir frammistöðu sína í Evrópuleik liðanna sem og stuðningsmenn ADO Den Haag fyrir að koma færandi hendi á leik á móti Feyenoord í hollensku deildinni. Þeir komu með mikinn fjölda af leikfangadýrum og hentu til stuðningsmanna Feyenoord sem sátu fyrir neðan þá í stúkunni en það voru börn frá Sophia-barnaspítalanum í Rotterdam. „Við erum með stórar hugmyndir á okkar borði sem ég get ekki alveg sagt frá. Við viljum og erum að reyna að stýra þessu þannig að þetta verði ekki þreytt. Landsliðsmennirnir eru meira segja farnir að segja það í viðtölum og við viljum það ekki. Við erum komnir í það að neita og farnir að neita eins og við séum einhverjar rokkstjörnur. Það er rómantík á bak við klappið og Tólfuna og við viljum halda í hana.“
Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Íslendingur handtekinn á EM Innlent Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hljóp á sig Innlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Fleiri fréttir Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Sjá meira