Bjarni fékk umboð frá forseta og stefnir á forsætisráðherrann Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 30. desember 2016 17:09 Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, er kominn með formlegt umboð til ríkisstjórnarmyndunar. Þessu greindi Bjarni frá að loknum hálftímalöngum fundi með Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, á Bessastöðum í dag. Fyrr í dag fundaði Guðni með Benedikt Jóhannessyni, formanni Viðreisnar, og Óttari Proppé, formanni Bjartrar framtíðar, og lýstu yfir vilja að ganga til formlegra viðræðrna við Sjálfstæðisflokkinn. Bjarni sagðist hafa farið yfir viðræður sínar við Bjarta framtíð og Viðreisn. Samkomulag væri á milli flokkanna að láta reyna á myndun ríkisstjórnar og greina frá stöðu mála formlega eins og gert væri í dag. Fyrir liggur að gangi viðræðurnar eftir verði Bjarni forsætisráðherra í nýrri ríkisstjórn. Viðræður um sjávarútvegs- og Evrópumál eru langt komnar að sögn Bjarna en lengra er í land í öðrum málum, til dæmis er varðar stjórnarskrá og uppbyggingu innviða. Hann segir mikilvægt að fara ekki hraðar yfir en fæturnir geta borið en ótvírætt sé að viðræðurnar eru lengra komnar en síðast þegar flokkarnir þrír áttu í formlegum viðræðum.Bjarni sagði að í viðræðunum væri gert ráð fyrir að hann gegndi forsætisráðherra stöðu í nýrri ríkisstjórn en rétt væri að taka fram að ekki væri búið að ljúka við myndun nýrrar ríkisstjórnar. Hann reiknaði með því að þeirri vinnu yrði lokið ekki seinna en 24. janúar þegar Alþingi kemur saman eftir jólafrí. Árlegur ríkisráðsfundur er á Bessastöðum á morgun þar sem ráðherrar funda með forseta Íslands.Blaðamannafundur Bjarna á Bessastöðum var í beinni útsendingu á Vísi og má sjá upptöku frá honum í spilaranum að ofan.Að neðan má sjá yfirlýsingu forseta Íslands að loknum fundinumYfirlýsing forseta Íslands Rúmur hálfur mánuður er liðinn frá því að Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata, skilaði fyrir hönd þess flokks umboði forseta til stjórnarmyndunar. Þingstörf tóku þá við og hlé var gert á formlegum viðræðum um myndun nýrrar ríkisstjórnar sem nyti meirihlutastuðnings á Alþingi. Frá því að þingi var frestað hafa átt sér stað óformlegar viðræður fulltrúa Bjartrar framtíðar, Viðreisnar og Sjálfstæðisflokks um möguleika á stjórnarsamstarfi þessara flokka. Fyrr í dag gengu Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, og Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, á fund minn og lýstu vilja til að ganga til formlegra viðræðna við Sjálfstæðisflokkinn um myndun ríkisstjórnar þessara flokka, undir forystu Sjálfstæðisflokksins. Í kjölfar þessa fundar, og í ljósi undangenginna viðræðna, boðaði ég Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins, á fund minn. Að loknum samræðum okkar um stöðu mála fól ég honum umboð til stjórnarmyndunar. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Bein útsending: Bjarni Benediktsson heldur til Bessastaða Fundar með forseta Íslands klukkan 16:30. 30. desember 2016 15:18 Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent „Ísland á betra skilið“ Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Innlent Fleiri fréttir Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Sjá meira
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, er kominn með formlegt umboð til ríkisstjórnarmyndunar. Þessu greindi Bjarni frá að loknum hálftímalöngum fundi með Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, á Bessastöðum í dag. Fyrr í dag fundaði Guðni með Benedikt Jóhannessyni, formanni Viðreisnar, og Óttari Proppé, formanni Bjartrar framtíðar, og lýstu yfir vilja að ganga til formlegra viðræðrna við Sjálfstæðisflokkinn. Bjarni sagðist hafa farið yfir viðræður sínar við Bjarta framtíð og Viðreisn. Samkomulag væri á milli flokkanna að láta reyna á myndun ríkisstjórnar og greina frá stöðu mála formlega eins og gert væri í dag. Fyrir liggur að gangi viðræðurnar eftir verði Bjarni forsætisráðherra í nýrri ríkisstjórn. Viðræður um sjávarútvegs- og Evrópumál eru langt komnar að sögn Bjarna en lengra er í land í öðrum málum, til dæmis er varðar stjórnarskrá og uppbyggingu innviða. Hann segir mikilvægt að fara ekki hraðar yfir en fæturnir geta borið en ótvírætt sé að viðræðurnar eru lengra komnar en síðast þegar flokkarnir þrír áttu í formlegum viðræðum.Bjarni sagði að í viðræðunum væri gert ráð fyrir að hann gegndi forsætisráðherra stöðu í nýrri ríkisstjórn en rétt væri að taka fram að ekki væri búið að ljúka við myndun nýrrar ríkisstjórnar. Hann reiknaði með því að þeirri vinnu yrði lokið ekki seinna en 24. janúar þegar Alþingi kemur saman eftir jólafrí. Árlegur ríkisráðsfundur er á Bessastöðum á morgun þar sem ráðherrar funda með forseta Íslands.Blaðamannafundur Bjarna á Bessastöðum var í beinni útsendingu á Vísi og má sjá upptöku frá honum í spilaranum að ofan.Að neðan má sjá yfirlýsingu forseta Íslands að loknum fundinumYfirlýsing forseta Íslands Rúmur hálfur mánuður er liðinn frá því að Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata, skilaði fyrir hönd þess flokks umboði forseta til stjórnarmyndunar. Þingstörf tóku þá við og hlé var gert á formlegum viðræðum um myndun nýrrar ríkisstjórnar sem nyti meirihlutastuðnings á Alþingi. Frá því að þingi var frestað hafa átt sér stað óformlegar viðræður fulltrúa Bjartrar framtíðar, Viðreisnar og Sjálfstæðisflokks um möguleika á stjórnarsamstarfi þessara flokka. Fyrr í dag gengu Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, og Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, á fund minn og lýstu vilja til að ganga til formlegra viðræðna við Sjálfstæðisflokkinn um myndun ríkisstjórnar þessara flokka, undir forystu Sjálfstæðisflokksins. Í kjölfar þessa fundar, og í ljósi undangenginna viðræðna, boðaði ég Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins, á fund minn. Að loknum samræðum okkar um stöðu mála fól ég honum umboð til stjórnarmyndunar.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Bein útsending: Bjarni Benediktsson heldur til Bessastaða Fundar með forseta Íslands klukkan 16:30. 30. desember 2016 15:18 Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent „Ísland á betra skilið“ Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Innlent Fleiri fréttir Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Sjá meira
Bein útsending: Bjarni Benediktsson heldur til Bessastaða Fundar með forseta Íslands klukkan 16:30. 30. desember 2016 15:18