Píratar ætla ekki að leggja fram vantrauststillögu á nýja ríkisstjórn að sinni Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar 9. janúar 2017 22:57 Einar Brynjólfsson gengur rösklega við hlið Birgittu Jónsdóttur og Smára McCarthy Vísir/Anton „Auðvitað ræðum við þetta óformlega en við erum ekki búin að taka neina sérstaka ákvörðun um næstu skref,“ segir Einar Brynjólfsson þingmaður Pírata aðspurður hvort að rætt hafi verið á flokksfundi Pírata í dag sú hugmynd að lýsa yfir vantrausti á nýja ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins, Bjartrar framtíðar og Viðreisnar. Menn eru, að sögn Einars, að kasta þessari hugmynd á milli sín. Einar nefnir að Píratar vilji hins vegar leyfa málum aðeins að þróast og nefnir hann að ef vantraust yrði sett fram yrði það líklega felt þar sem meirihluti sé á þingi. „Við erum ekki að tala um að leggja fyrir vantrauststillögu á Alþingi sjálfu. Við erum ekki komin svo langt.“segir Einar og bendir í þessu samhengi á yfirlýsingu þingflokksins sem Vísir greindi frá fyrr í kvöld.Sjá einnig: Píratar senda frá sér yfirlýsingu: „Í siðuðum lýðræðisríkjum er það kallað spilling þegar stjórnmálamenn beita opinberu embætti í þágu persónulegra og pólitískra hagsmuna“Þar kom meðal annars fram að Píratar hvettu umboðsmann Alþingis að skoða hvort að Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, hafi í raun brotið gegn siðareglum ráðherra með því að vera ónákvæmur í svörum varðandi skýrslu um eignir Íslendinga á aflandssvæðum. „Þetta snýst ekki um það að við vantreystum ekki Bjarna Benediktssyni og hans fólki. Þetta snýst ekki um það. Þetta snýst um raunhæfa möguleika og við þurfum ekki að vera með upphrópanir á torgum úti. Við erum hneyksluð. Við höfum sagt það og sýnt oftsinnis í okkar málflutningi þegar svona mál hafa borið á góma,“ segir Einar. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Ekki einhugur í stjórn Bjartrar framtíðar sem samþykkti stjórnarsáttmálann Sjötíu manns kusu um sáttmálann á fundinum, þar af sagði 51 já, einn skilaði auðu og 18 manns sögðu nei. 9. janúar 2017 22:57 Viðreisnarfólk óánægt með Bjarna Flokksmenn Viðreisnar létu í ljós óánægju sína með Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins, sem sakaður hefur verið um að hafa setið á skýrslu um eignir Íslendinga á aflandssvæðum fram yfir kosningar, á fundi þeirra í Ármúla í kvöld. 9. janúar 2017 22:04 Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent „Ísland á betra skilið“ Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Innlent Fleiri fréttir Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Sjá meira
„Auðvitað ræðum við þetta óformlega en við erum ekki búin að taka neina sérstaka ákvörðun um næstu skref,“ segir Einar Brynjólfsson þingmaður Pírata aðspurður hvort að rætt hafi verið á flokksfundi Pírata í dag sú hugmynd að lýsa yfir vantrausti á nýja ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins, Bjartrar framtíðar og Viðreisnar. Menn eru, að sögn Einars, að kasta þessari hugmynd á milli sín. Einar nefnir að Píratar vilji hins vegar leyfa málum aðeins að þróast og nefnir hann að ef vantraust yrði sett fram yrði það líklega felt þar sem meirihluti sé á þingi. „Við erum ekki að tala um að leggja fyrir vantrauststillögu á Alþingi sjálfu. Við erum ekki komin svo langt.“segir Einar og bendir í þessu samhengi á yfirlýsingu þingflokksins sem Vísir greindi frá fyrr í kvöld.Sjá einnig: Píratar senda frá sér yfirlýsingu: „Í siðuðum lýðræðisríkjum er það kallað spilling þegar stjórnmálamenn beita opinberu embætti í þágu persónulegra og pólitískra hagsmuna“Þar kom meðal annars fram að Píratar hvettu umboðsmann Alþingis að skoða hvort að Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, hafi í raun brotið gegn siðareglum ráðherra með því að vera ónákvæmur í svörum varðandi skýrslu um eignir Íslendinga á aflandssvæðum. „Þetta snýst ekki um það að við vantreystum ekki Bjarna Benediktssyni og hans fólki. Þetta snýst ekki um það. Þetta snýst um raunhæfa möguleika og við þurfum ekki að vera með upphrópanir á torgum úti. Við erum hneyksluð. Við höfum sagt það og sýnt oftsinnis í okkar málflutningi þegar svona mál hafa borið á góma,“ segir Einar.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Ekki einhugur í stjórn Bjartrar framtíðar sem samþykkti stjórnarsáttmálann Sjötíu manns kusu um sáttmálann á fundinum, þar af sagði 51 já, einn skilaði auðu og 18 manns sögðu nei. 9. janúar 2017 22:57 Viðreisnarfólk óánægt með Bjarna Flokksmenn Viðreisnar létu í ljós óánægju sína með Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins, sem sakaður hefur verið um að hafa setið á skýrslu um eignir Íslendinga á aflandssvæðum fram yfir kosningar, á fundi þeirra í Ármúla í kvöld. 9. janúar 2017 22:04 Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent „Ísland á betra skilið“ Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Innlent Fleiri fréttir Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Sjá meira
Ekki einhugur í stjórn Bjartrar framtíðar sem samþykkti stjórnarsáttmálann Sjötíu manns kusu um sáttmálann á fundinum, þar af sagði 51 já, einn skilaði auðu og 18 manns sögðu nei. 9. janúar 2017 22:57
Viðreisnarfólk óánægt með Bjarna Flokksmenn Viðreisnar létu í ljós óánægju sína með Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins, sem sakaður hefur verið um að hafa setið á skýrslu um eignir Íslendinga á aflandssvæðum fram yfir kosningar, á fundi þeirra í Ármúla í kvöld. 9. janúar 2017 22:04