Segir húðkeipa Skrælingja styðja að Vínland var í New Brunswick Kristján Már Unnarsson skrifar 9. janúar 2017 20:00 Vínland í fornsögunum, þar sem víkingar frá Íslandi fundu vínvið fyrir þúsund árum, var í New Brunswick í Kanada, að mati sænsks fornleifafræðings, sem telur lýsingar á húðkeipum Skrælingjanna útiloka að Vínland hafi verið New York. Þetta kom fram í Landnemunum og fréttum Stöðvar 2. Fræðimenn deila enn um hvar Vínland var sem Leifur heppni fann. Helsti sérfræðingurinn vestanhafs um Vínlandssögurnar er sænski fornleifafræðingurinn Birgitta Wallace en hún tók þátt í að grafa upp víkingatóftirnar á Nýfundnalandi. Hún telur að Miramichi-svæðið í New Brunswick hafi verið sá staður sem Þorfinnur karlsefni nefndi Hóp en þar voru mestu samskiptin við Skrælingjana, ef marka má fornsögurnar. Á menningarsetri Mikmaq-indíána í Miramichi má sjá myndir af bátum eins og þeir notuðu.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Birgitta telur að lýsingar á bátum Skrælingjanna hjálpi til að staðsetja Hóp og Vínland en þeir voru í sögunum sagðir á húðkeipum, eða skinnbátum. Svo vill til að slíkir bátar voru ekki notaðir af öllum indíánaflokkum, þeir voru á ákveðnu svæði. „Slíkir kanóar voru ekki til fyrir sunnan miðhluta Maine og fyrir sunnan Boston voru engir kanóar yfirhöfuð,“ segir Birgitta Wallace. „Það þýðir að Hóp hefur verið fyrir norðan Boston og líklega fyrir norðan miðhluta Maine. En þeir voru mjög algengir í New Brunswick.“ -Svo þetta getur ekki hafa verið í New York? „Nei, það getur ekki verið. Ekki ef þeir hafa séð húðkeipa,“ segir Birgitta.George Paul, leiðsögumaður á menningarsetri Mikmaq-indíána.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Hún telur líklegast að Skrælingjarnir hafi verið af ættbálki Mikmaq-indíána en þeirra búsvæði voru einkum við innanverðan Lárensflóa, í New Brunswick og Nova Scotia. Fulltrúar þeirra sögðu okkur að þeirra ættbálkur hefði gert sér báta úr dýraskinnum. „Við vorum líklega með þeim fyrstu til að hitta Evrópubúa þegar þeir hófu að ferðast til annarra landa. Við vorum þeir fyrstu sem þeir hittu á ströndinni,“ segir George Paul, leiðsögumaður á menningarsetri Mikmaq-indíána í Miramichi.Frá Miramichi-ánni í New Brunswick. Birgitta Wallace telur að Vínland hið góða hafi verið á þessu svæði.Stöð 2/Kristján Már Unnarsson. Fornminjar Kanada Landnemarnir Tengdar fréttir Hér er sönnun þess að víkingar fundu Vínland Fornar búðatóftir á norðurodda Nýfundnalands og gripirnir sem þar fundust eyddu efasemdum um að Leifur Eiríksson og félagar komust til Ameríku. 1. janúar 2017 19:45 Landnemarnir sigla áfram til Grænlands og Vínlands Landnám Íslendinga á Grænlandi með siglingu Eiríks rauða árið 985 og dularfullt hvarf norrænu þjóðarinnar um 500 árum síðar er meðal þess fjallað verður um í þáttaröðinni "Landnemarnir“ sem heldur áfram á Stöð 2 í vetur. 13. nóvember 2016 10:15 Tóftirnar í Kanada passa við lýsingar í Vínlandssögunum Sænskur fornleifafræðingur, sem rannsakaði einu staðfestu húsarústirnar um veru norrænna víkinga í Ameríku, kveðst viss um að Leifur heppni hafi reist þær. 2. janúar 2017 20:00 Skinn og bátar Skrælingjanna geta bent á hvar Vínland var Lýsingar Vínlandssagna á fólkinu sem víkingar nefndu Skrælingja eru þess eðlis að vart fer á milli mála að þeir hittu frumbyggja Ameríku. 8. janúar 2017 08:15 Mest lesið Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Innlent Fleiri fréttir Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Sjá meira
Vínland í fornsögunum, þar sem víkingar frá Íslandi fundu vínvið fyrir þúsund árum, var í New Brunswick í Kanada, að mati sænsks fornleifafræðings, sem telur lýsingar á húðkeipum Skrælingjanna útiloka að Vínland hafi verið New York. Þetta kom fram í Landnemunum og fréttum Stöðvar 2. Fræðimenn deila enn um hvar Vínland var sem Leifur heppni fann. Helsti sérfræðingurinn vestanhafs um Vínlandssögurnar er sænski fornleifafræðingurinn Birgitta Wallace en hún tók þátt í að grafa upp víkingatóftirnar á Nýfundnalandi. Hún telur að Miramichi-svæðið í New Brunswick hafi verið sá staður sem Þorfinnur karlsefni nefndi Hóp en þar voru mestu samskiptin við Skrælingjana, ef marka má fornsögurnar. Á menningarsetri Mikmaq-indíána í Miramichi má sjá myndir af bátum eins og þeir notuðu.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Birgitta telur að lýsingar á bátum Skrælingjanna hjálpi til að staðsetja Hóp og Vínland en þeir voru í sögunum sagðir á húðkeipum, eða skinnbátum. Svo vill til að slíkir bátar voru ekki notaðir af öllum indíánaflokkum, þeir voru á ákveðnu svæði. „Slíkir kanóar voru ekki til fyrir sunnan miðhluta Maine og fyrir sunnan Boston voru engir kanóar yfirhöfuð,“ segir Birgitta Wallace. „Það þýðir að Hóp hefur verið fyrir norðan Boston og líklega fyrir norðan miðhluta Maine. En þeir voru mjög algengir í New Brunswick.“ -Svo þetta getur ekki hafa verið í New York? „Nei, það getur ekki verið. Ekki ef þeir hafa séð húðkeipa,“ segir Birgitta.George Paul, leiðsögumaður á menningarsetri Mikmaq-indíána.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Hún telur líklegast að Skrælingjarnir hafi verið af ættbálki Mikmaq-indíána en þeirra búsvæði voru einkum við innanverðan Lárensflóa, í New Brunswick og Nova Scotia. Fulltrúar þeirra sögðu okkur að þeirra ættbálkur hefði gert sér báta úr dýraskinnum. „Við vorum líklega með þeim fyrstu til að hitta Evrópubúa þegar þeir hófu að ferðast til annarra landa. Við vorum þeir fyrstu sem þeir hittu á ströndinni,“ segir George Paul, leiðsögumaður á menningarsetri Mikmaq-indíána í Miramichi.Frá Miramichi-ánni í New Brunswick. Birgitta Wallace telur að Vínland hið góða hafi verið á þessu svæði.Stöð 2/Kristján Már Unnarsson.
Fornminjar Kanada Landnemarnir Tengdar fréttir Hér er sönnun þess að víkingar fundu Vínland Fornar búðatóftir á norðurodda Nýfundnalands og gripirnir sem þar fundust eyddu efasemdum um að Leifur Eiríksson og félagar komust til Ameríku. 1. janúar 2017 19:45 Landnemarnir sigla áfram til Grænlands og Vínlands Landnám Íslendinga á Grænlandi með siglingu Eiríks rauða árið 985 og dularfullt hvarf norrænu þjóðarinnar um 500 árum síðar er meðal þess fjallað verður um í þáttaröðinni "Landnemarnir“ sem heldur áfram á Stöð 2 í vetur. 13. nóvember 2016 10:15 Tóftirnar í Kanada passa við lýsingar í Vínlandssögunum Sænskur fornleifafræðingur, sem rannsakaði einu staðfestu húsarústirnar um veru norrænna víkinga í Ameríku, kveðst viss um að Leifur heppni hafi reist þær. 2. janúar 2017 20:00 Skinn og bátar Skrælingjanna geta bent á hvar Vínland var Lýsingar Vínlandssagna á fólkinu sem víkingar nefndu Skrælingja eru þess eðlis að vart fer á milli mála að þeir hittu frumbyggja Ameríku. 8. janúar 2017 08:15 Mest lesið Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Innlent Fleiri fréttir Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Sjá meira
Hér er sönnun þess að víkingar fundu Vínland Fornar búðatóftir á norðurodda Nýfundnalands og gripirnir sem þar fundust eyddu efasemdum um að Leifur Eiríksson og félagar komust til Ameríku. 1. janúar 2017 19:45
Landnemarnir sigla áfram til Grænlands og Vínlands Landnám Íslendinga á Grænlandi með siglingu Eiríks rauða árið 985 og dularfullt hvarf norrænu þjóðarinnar um 500 árum síðar er meðal þess fjallað verður um í þáttaröðinni "Landnemarnir“ sem heldur áfram á Stöð 2 í vetur. 13. nóvember 2016 10:15
Tóftirnar í Kanada passa við lýsingar í Vínlandssögunum Sænskur fornleifafræðingur, sem rannsakaði einu staðfestu húsarústirnar um veru norrænna víkinga í Ameríku, kveðst viss um að Leifur heppni hafi reist þær. 2. janúar 2017 20:00
Skinn og bátar Skrælingjanna geta bent á hvar Vínland var Lýsingar Vínlandssagna á fólkinu sem víkingar nefndu Skrælingja eru þess eðlis að vart fer á milli mála að þeir hittu frumbyggja Ameríku. 8. janúar 2017 08:15