Golden Globes verðlaunahátíðin er jafnan talin mælistika á velgengni kvikmynda á Óskarsverðlaunahátíðinni sem fram fer síðar á árinu.
The Crown var valin besta dramasjónvarpsþáttaröðin og Atlanta var valin besti gamanþátturinn. Meryl Streep fékk heiðursverðlaun á hátíðinni en í ræðu sinni gagnrýndi hún nýkjörinn forseta Bandaríkjanna, Donald Trump. Streep var raddlaus þegar hún hélt ræðuna og baðst hún afsökunar á því.
„Hollywood er troðfull af útlendingum og utanaðkomandi og ef við rekum þá alla í burtu þá verður ekkert til að horfa á nema fótbolti og blönduð bardagalist,“ sagði Streep sem gagnrýndi Trump harkalega í ræðunni. Streep var í raun í erfileikum með að flytja ræðuna, tilfinningarnar voru miklar. Hún sagði að leikarar hafi sýnt ótrúlega frammistöðu á síðasta ári en ein frammistaðan hafi verið betri en önnur.
„Það var ein frammistaða sem algjörlega greip mig heljartökum, ekki útaf því að hún var góð, heldur hún var raunveruleg og skilaði sínu. Þá sáum við fólk fólk hlægja og sína tennurnar. Það var þegar maðurinn sem sóttist eftir æðsta embætti Bandaríkjamanna gerði grín að fötluðum blaðamanni.“
Donald Trump varð fyrir mikilli gagnrýni eftir að hann hæddist að fötlun blaðamanns á kosningafundi undir lok ársins 2015. Það gerði hann þegar hann var að verja ummæli sín um að hafa séð þúsundir múslima fagna því í New Jersey þegar flugvélum var flogið á tvíburaturnana í New York árið 2001. Lögregluþjónar og yfirvöld í New Jersey segja þetta ekki vera satt.
Streep sagði það mikilvægt að fjölmiðlar fengu frið og tækifæri til að sinna sínu hlutverk eins vel og mögulegt er.
„Við sem leikarar þurfum að minna hvort annað á að það eru forréttindi að fá að vinna sem leikarar en við þurfum einnig að minna okkur alltaf á það að sýna samkennd með öðrum og deila þeim boðskapi.“
At tonight's #GoldenGlobes we honor Hollywood legend Meryl Streep with the prestigious Cecil B. Demille Award. pic.twitter.com/dxpeCDNXY6
— Golden Globe Awards (@goldenglobes) January 9, 2017