Rodgers ótrúlegur í yfirburðasigri Packers | Myndbönd Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 9. janúar 2017 08:00 Aaron Rodgers virðist til alls líklegur í ár. Vísir/Getty Nú standa aðeins átta lið eftir í baráttunni um að komast í Super Bowl í NFL-deildinni þetta árið en fyrsta umferð úrslitakeppni deildarinnar fór fram um helgina. Sjá einnig: Osweiler svaraði gagnrýnendum sínum | Seattle örugglega áfram Green Bay Packers og Pittsburgh Steelers unnu sigra í leikjum gærdagsins en bæði lið höfðu talsverða yfirburði í sínum viðureignum. Pittsburgh fór illa með Miami Dolphins þar sem leikstjórnandinn Ben Roethlisberger, hlauparinn Le'Veon Bell og útherjinn Antonio Brown fóru á kostum. Stálmennirnir gerðu í raun út um leikinn þegar Big Ben, eins og hann er kallaður, gaf tvær langar snertimarkssendingar á Brown strax í fyrsta leikhluta. Bell sá svo nánast um rest en hann hljóp samtals 167 jarda, sem er félagsmet hjá Pittsburgh í úrslitakeppninni, og skoraði tvö snertimörk. Pittsburgh vann að lokum 30-12 sigur og mætir Kansas City Chiefs á útivelli í undanúrslitum Ameríku deildarinnar. New England Patriots mætir Houston Texans í hinni undanúrslitaviðureigninni.Big Ben og Brown fagna í nótt.Vísir/GettyLygilegur Rodgers Er þá komið að þætti Aaron Rodgers, leikstjórnanda Green Bay Packers. Hann átti ótrúlegan leik í stórleik helgarinnar, gegn New York Giants á heimavelli. Risarnir frá New York byrjuðu betur í leiknum og Eli Manning stýrði sóknarleiknum vel framan af leik. En það skilaði aðeins tveimur vallarmörkum og 6-0 forystu, þegar hún hefði hæglega getað verið mun meiri. Vörn Giants hefur verið frábær í vetur og Rodgers komst ekki almennilega í gang fyrr en í lok fyrri hálfleiks. Green Bay komst svo yfir þegar Rodgers gaf snertimarkssendingu á Davante Adams en sá fyrrnefndi var þá bara rétt að byrja. Rodgers fékk boltann aftur þegar lítið var eftir af fyrri hálfleik en þegar sex sekúndur voru eftir gaf hann svokallaða „heilaga Maríu“ sendingu inn í endamarkið þar sem Randall Cobb hafði betur í baráttunni við varnarmenn Giants og skoraði ótrúlegt snertimark.Randall Cobb skoraði þrjú snertimörk í gær.Vísir/GettyEli Manning náði að klóra í bakkann fyrir Giants í upphafi síðari hálfleiks og gefa snertimarkssendingu á Tavarres King sem minnkaði forystu Packers í eitt stig. En nær komust gestirnir ekki. Rodgers tók leikinn yfir og gaf tvær snertimarkssendingar í viðbót, báðar á Randall Cobb. Hlauparinn Aaron Ripkowski bætti við einu snertimarki til viðbótar, lokatölur 38-13. Sviðsljósið var einnig á útherjanum Odell Beckham yngri í nótt, eins og svo oft áður, en hann var ólíkur sjálfum sér í leiknum. Hann missti sendingar og endaði með því að grípa boltann aðeins fjórum sinnum fyrir samtals 28 jördum. Þrátt fyrir sigurinn varð Packers fyrir áfalli þegar Jordy Nelson fór meiddur af velli í öðrum leikhluta eftir að hafa fengið þungt högg í síðuna. Packers mætir næst Dallas Cowboys um næstu hlegi en í hinni undanúrslitaviðureign Þjóðardeildarinnar tekur Atlanta Falcons á móti Seattle Seahawks. Allir leikirnir í úrslitakeppninni verða í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. NFL Tengdar fréttir NFL: Osweiler svaraði gagnrýnendum sínum | Seattle örugglega áfram Houston Texans og Seattle Seahawks unnu bæði góða heimasigra í nótt þegar úrslitakeppni NFL-deildarinnar hófst með tveimur "Wild card“ leikjunum 8. janúar 2017 12:49 Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Fleiri fréttir Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Ómar Ingi fór áfram hamförum Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Álftanes mætir stórliði Benfica „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ Finnar afgreiddu Georgíu með stæl „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Tiger byrjaður að æfa á nýjan leik Veðreiðafólk fer í verkfall og mótmælir við breska þingið Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Hitabylgja hjá íslensku keppendunum í Tókýó Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Dagskráin í dag: Hafnabolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Sjá meira
Nú standa aðeins átta lið eftir í baráttunni um að komast í Super Bowl í NFL-deildinni þetta árið en fyrsta umferð úrslitakeppni deildarinnar fór fram um helgina. Sjá einnig: Osweiler svaraði gagnrýnendum sínum | Seattle örugglega áfram Green Bay Packers og Pittsburgh Steelers unnu sigra í leikjum gærdagsins en bæði lið höfðu talsverða yfirburði í sínum viðureignum. Pittsburgh fór illa með Miami Dolphins þar sem leikstjórnandinn Ben Roethlisberger, hlauparinn Le'Veon Bell og útherjinn Antonio Brown fóru á kostum. Stálmennirnir gerðu í raun út um leikinn þegar Big Ben, eins og hann er kallaður, gaf tvær langar snertimarkssendingar á Brown strax í fyrsta leikhluta. Bell sá svo nánast um rest en hann hljóp samtals 167 jarda, sem er félagsmet hjá Pittsburgh í úrslitakeppninni, og skoraði tvö snertimörk. Pittsburgh vann að lokum 30-12 sigur og mætir Kansas City Chiefs á útivelli í undanúrslitum Ameríku deildarinnar. New England Patriots mætir Houston Texans í hinni undanúrslitaviðureigninni.Big Ben og Brown fagna í nótt.Vísir/GettyLygilegur Rodgers Er þá komið að þætti Aaron Rodgers, leikstjórnanda Green Bay Packers. Hann átti ótrúlegan leik í stórleik helgarinnar, gegn New York Giants á heimavelli. Risarnir frá New York byrjuðu betur í leiknum og Eli Manning stýrði sóknarleiknum vel framan af leik. En það skilaði aðeins tveimur vallarmörkum og 6-0 forystu, þegar hún hefði hæglega getað verið mun meiri. Vörn Giants hefur verið frábær í vetur og Rodgers komst ekki almennilega í gang fyrr en í lok fyrri hálfleiks. Green Bay komst svo yfir þegar Rodgers gaf snertimarkssendingu á Davante Adams en sá fyrrnefndi var þá bara rétt að byrja. Rodgers fékk boltann aftur þegar lítið var eftir af fyrri hálfleik en þegar sex sekúndur voru eftir gaf hann svokallaða „heilaga Maríu“ sendingu inn í endamarkið þar sem Randall Cobb hafði betur í baráttunni við varnarmenn Giants og skoraði ótrúlegt snertimark.Randall Cobb skoraði þrjú snertimörk í gær.Vísir/GettyEli Manning náði að klóra í bakkann fyrir Giants í upphafi síðari hálfleiks og gefa snertimarkssendingu á Tavarres King sem minnkaði forystu Packers í eitt stig. En nær komust gestirnir ekki. Rodgers tók leikinn yfir og gaf tvær snertimarkssendingar í viðbót, báðar á Randall Cobb. Hlauparinn Aaron Ripkowski bætti við einu snertimarki til viðbótar, lokatölur 38-13. Sviðsljósið var einnig á útherjanum Odell Beckham yngri í nótt, eins og svo oft áður, en hann var ólíkur sjálfum sér í leiknum. Hann missti sendingar og endaði með því að grípa boltann aðeins fjórum sinnum fyrir samtals 28 jördum. Þrátt fyrir sigurinn varð Packers fyrir áfalli þegar Jordy Nelson fór meiddur af velli í öðrum leikhluta eftir að hafa fengið þungt högg í síðuna. Packers mætir næst Dallas Cowboys um næstu hlegi en í hinni undanúrslitaviðureign Þjóðardeildarinnar tekur Atlanta Falcons á móti Seattle Seahawks. Allir leikirnir í úrslitakeppninni verða í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
NFL Tengdar fréttir NFL: Osweiler svaraði gagnrýnendum sínum | Seattle örugglega áfram Houston Texans og Seattle Seahawks unnu bæði góða heimasigra í nótt þegar úrslitakeppni NFL-deildarinnar hófst með tveimur "Wild card“ leikjunum 8. janúar 2017 12:49 Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Fleiri fréttir Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Ómar Ingi fór áfram hamförum Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Álftanes mætir stórliði Benfica „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ Finnar afgreiddu Georgíu með stæl „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Tiger byrjaður að æfa á nýjan leik Veðreiðafólk fer í verkfall og mótmælir við breska þingið Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Hitabylgja hjá íslensku keppendunum í Tókýó Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Dagskráin í dag: Hafnabolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Sjá meira
NFL: Osweiler svaraði gagnrýnendum sínum | Seattle örugglega áfram Houston Texans og Seattle Seahawks unnu bæði góða heimasigra í nótt þegar úrslitakeppni NFL-deildarinnar hófst með tveimur "Wild card“ leikjunum 8. janúar 2017 12:49