Jón Arnór: Var ekkert brjálæðislega góður Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 6. janúar 2017 22:40 Jón Arnór stimplaði sig inn í Domino's deildina með látum. Vísir/S2Sport „Ég var frekar dapur og lélegur í byrjun leiks og eiginlega yfir allan leikinn. Það voru skiptingar í vörninni sem klikkuðu og það vantaði að stíga út. Þótt ég hafi klárað leikinn vel var ég heilt yfir ekkert brjálæðislega góður,“ sagði Jón Arnór Stefánsson í samtali við íþróttadeild 365 eftir að hafa skorað 33 stig í sigri KR á Tindastóli, 87-94, í kvöld. Þetta var fyrsti leikur Jóns Arnórs í deildinni hér heima í rúm sjö ár og hann sýndi frábæra takta í Síkinu í kvöld. Hann segist þó eiga langt í land, enda verið frá vegna meiðsla undanfarna mánuði. „Ég er að koma mér í form og er bara nýlega byrjaður að æfa körfubolta aftur. Ég á langt í land til að geta hjálpað liðinu af alvöru,“ sagði Jón Arnór sem setti m.a. niður fjóra þrista á rúmri mínútu undir lok leiksins í kvöld. Athygli vakti að honum stökk varla bros eftir að hafa sett fjórða þristinn niður. „Ég reyndi bara að halda einbeitingu alveg þangað til í lokin og vildi ekki „jinxa“ þetta með því að tala alltof mikinn skít. Það var enn smá tími eftir á klukkunni,“ sagði Jón Arnór hinn hógværasti. Hann kvaðst stoltur af þrautseigjunni sem KR-ingar sýndu í leiknum en þeir lentu mest 28 stigum undir í fyrri hálfleik. „Ég er ánægður með hvernig við trúðum á sjálfa okkur allar 40 mínúturnar, þótt þetta hafi ekki litið vel út á tímabili. Ég er ofboðslega stoltur af því,“ sagði Jón Arnór. En hver var snúningspunkturinn í leiknum? „Undir lok fyrri hálfleiks, þegar við settum smá pressu á þá og fengum blóðbragð á tennurnar. Það kveikti smá neista hjá okkur.“ Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Tindastóll - KR 87-94 | Jón er kominn heim Jón Arnór Stefánsson skoraði 33 stig þegar KR bar sigurorð af Tindastóli, 87-94, í Síkinu á Sauðárkróki í 12. umferð Domino's deildar karla í kvöld. 6. janúar 2017 22:45 Jón Arnór fær mikla ást á Twitter eftir frammistöðuna í kvöld Jón Arnór Stefánsson spilaði í kvöld sinn fyrsta leik fyrir KR síðan árið 2009 og það er óhætt að segja að kappinn hafi séð um að KR-ingar fóru með bæði stigin heim af Króknum. 6. janúar 2017 22:15 Mest lesið Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Handbolti Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Sport Svona var blaðamannafundur Snorra Handbolti Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Dóttirin líkamssmánuð: „Þetta eru meiri trúðarnir“ Sport Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Enski boltinn Littler var reiður: „Tap Man. Utd kveikti á mér“ Sport Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Fótbolti Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Handbolti Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Fleiri fréttir Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn Uppgjör og viðtöl: Valur - ÍR 90-87 | Valsmenn styrktu stöðu sína Uppgjörið: Hamar/Þór - Tindastóll 77-72 | Mikilvægur sigur heimaliðsins Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Mikilvægur sigur Þórs í háspennuleik Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 103-81 | Hafnfirðingnar fallnir Uppgjörið: Grindavík - Keflavík 101-91 | Gula dreymir um heimavallarrétt Sjá meira
„Ég var frekar dapur og lélegur í byrjun leiks og eiginlega yfir allan leikinn. Það voru skiptingar í vörninni sem klikkuðu og það vantaði að stíga út. Þótt ég hafi klárað leikinn vel var ég heilt yfir ekkert brjálæðislega góður,“ sagði Jón Arnór Stefánsson í samtali við íþróttadeild 365 eftir að hafa skorað 33 stig í sigri KR á Tindastóli, 87-94, í kvöld. Þetta var fyrsti leikur Jóns Arnórs í deildinni hér heima í rúm sjö ár og hann sýndi frábæra takta í Síkinu í kvöld. Hann segist þó eiga langt í land, enda verið frá vegna meiðsla undanfarna mánuði. „Ég er að koma mér í form og er bara nýlega byrjaður að æfa körfubolta aftur. Ég á langt í land til að geta hjálpað liðinu af alvöru,“ sagði Jón Arnór sem setti m.a. niður fjóra þrista á rúmri mínútu undir lok leiksins í kvöld. Athygli vakti að honum stökk varla bros eftir að hafa sett fjórða þristinn niður. „Ég reyndi bara að halda einbeitingu alveg þangað til í lokin og vildi ekki „jinxa“ þetta með því að tala alltof mikinn skít. Það var enn smá tími eftir á klukkunni,“ sagði Jón Arnór hinn hógværasti. Hann kvaðst stoltur af þrautseigjunni sem KR-ingar sýndu í leiknum en þeir lentu mest 28 stigum undir í fyrri hálfleik. „Ég er ánægður með hvernig við trúðum á sjálfa okkur allar 40 mínúturnar, þótt þetta hafi ekki litið vel út á tímabili. Ég er ofboðslega stoltur af því,“ sagði Jón Arnór. En hver var snúningspunkturinn í leiknum? „Undir lok fyrri hálfleiks, þegar við settum smá pressu á þá og fengum blóðbragð á tennurnar. Það kveikti smá neista hjá okkur.“
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Tindastóll - KR 87-94 | Jón er kominn heim Jón Arnór Stefánsson skoraði 33 stig þegar KR bar sigurorð af Tindastóli, 87-94, í Síkinu á Sauðárkróki í 12. umferð Domino's deildar karla í kvöld. 6. janúar 2017 22:45 Jón Arnór fær mikla ást á Twitter eftir frammistöðuna í kvöld Jón Arnór Stefánsson spilaði í kvöld sinn fyrsta leik fyrir KR síðan árið 2009 og það er óhætt að segja að kappinn hafi séð um að KR-ingar fóru með bæði stigin heim af Króknum. 6. janúar 2017 22:15 Mest lesið Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Handbolti Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Sport Svona var blaðamannafundur Snorra Handbolti Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Dóttirin líkamssmánuð: „Þetta eru meiri trúðarnir“ Sport Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Enski boltinn Littler var reiður: „Tap Man. Utd kveikti á mér“ Sport Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Fótbolti Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Handbolti Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Fleiri fréttir Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn Uppgjör og viðtöl: Valur - ÍR 90-87 | Valsmenn styrktu stöðu sína Uppgjörið: Hamar/Þór - Tindastóll 77-72 | Mikilvægur sigur heimaliðsins Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Mikilvægur sigur Þórs í háspennuleik Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 103-81 | Hafnfirðingnar fallnir Uppgjörið: Grindavík - Keflavík 101-91 | Gula dreymir um heimavallarrétt Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Tindastóll - KR 87-94 | Jón er kominn heim Jón Arnór Stefánsson skoraði 33 stig þegar KR bar sigurorð af Tindastóli, 87-94, í Síkinu á Sauðárkróki í 12. umferð Domino's deildar karla í kvöld. 6. janúar 2017 22:45
Jón Arnór fær mikla ást á Twitter eftir frammistöðuna í kvöld Jón Arnór Stefánsson spilaði í kvöld sinn fyrsta leik fyrir KR síðan árið 2009 og það er óhætt að segja að kappinn hafi séð um að KR-ingar fóru með bæði stigin heim af Króknum. 6. janúar 2017 22:15
Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn
Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli