Umfjöllun og viðtöl: Tindastóll - KR 87-94 | Jón er kominn heim Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 6. janúar 2017 22:45 Jón Arnór skoraði 33 stig í endurkomunni. vísir/daníel Jón Arnór Stefánsson skoraði 33 stig þegar KR bar sigurorð af Tindastóli, 87-94, í Síkinu á Sauðárkróki í 12. umferð Domino's deildar karla í kvöld. Þetta var fyrsti leikur Jóns Arnórs í efstu deild á Íslandi í sjö ár, átta mánuði og 24 daga eða síðan að hann varð Íslandsmeistari með KR eftir eins stigs sigur í oddaleik á móti Grindavík 13. apríl 2009 Stólarnir leiddu nær allan leikinn og komust mest 28 stigum yfir, 50-22. Staðan eftir 1. leikhluta var 35-14, Tindastóli í vil. Pétur Rúnar Birgisson, leikstjórnandi Stólanna fór hamförum í 1. leikhluta og skoraði þá 19 stig. Hann gerði aðeins sjö stig eftir það og var í villuvandræðum í seinni hálfleik. Með mikilli baráttu náðu KR-ingar að minnka muninn niður í 19 stig fyrir lok fyrri hálfleiks. Staðan í hálfleik 55-36, Tindastóli í vil. Stólarnir voru áfram með yfirhöndina framan af 3. leikhluta en KR-ingar náðu svo góðum tökum á leiknum og Jón Arnór minnkaði muninn niður í 10 stig, 72-62, áður en 3. leikhlutinn var allur. Sami munur var á liðunum, 83-73, þegar þrjár mínútur voru eftir. Á þeim tíma voru bæði Cedrick Bowen og Pavel Ermolinskij farnir af velli með fimm villur. Þá steig Jóni Arnór fram og setti niður fjórar þriggja stiga körfur á rúmri mínútu og kom KR í bílstjórasætið. Íslandsmeistararnir sýndu svo styrk sinn á lokakaflanum og lönduðu frábærum sigri á útivelli sem þeim hefur gengið afar illa á undanfarin ár. Lokatölur 87-94, KR í vil.Af hverju vann KR? Það er ástæða fyrir því að KR er Íslandsmeistari og liðið sýndi það í kvöld. Það er ekki öllum gefið að vinna eftir að hafa lent 28 stigum undir á erfiðasta útivelli landsins en KR-ingar sýndu gríðarlegan styrk. Gestirnir voru heillum horfnir í fyrri hálfleik en héldu sér þó inni í leiknum og kláruðu dæmið á lokakaflanum, ekki síst fyrir tilstuðlan Jóns Arnórs sem sýndi að hann hefur engu gleymt.Bestu menn vallarins: Jón Arnór var nokkuð rólegur í fyrri hálfleik enda að spila sinn fyrsta leik í nokkra mánuði. Það var þó aðeins lognið á undan storminum því hann var magnaður undir lokin. Pétur Rúnar var í miklum ham í 1. leikhluta þar sem hann smellti niður sex þristum í jafnmörgum tilraunum. Það fór þó full lítið fyrir honum í síðustu þremur leikhlutunum. Þá átti Antonio Hester afbragðs leik í seinni hálfleik og skoraði þá 19 stig og 28 stig í heildina.Tölfræðin sem vakti athygli KR fékk 28 stig af bekknum gegn 19 stigum hjá Tindastóli. Það eru ekki öll lið sem geta leyft sér að byrja með Brynjar Þór Björnsson og Darra Hilmarsson á bekknum eins og KR gerði í kvöld. Sá fyrrnefndi var þó heppinn að hanga inni á vellinum eftir að hann virtist hafa slegið til leikmanns Tindastóls í seinni hálfleik. Björgvin Hafþór Ríkharðsson vill eflaust ekki horfa á lokamínúturnar aftur en hann fór þá afar illa með vítin sín. KR-ingar nýttu sér það og sendu hann með glöðu geði á vítalínuna. Björgvin hefur bætt vítanýtinguna sína mikið í vetur en gamlir draugar létu á sér kræla í kvöld.Hvað gekk illa? Varnarleikur KR-inga var afleitur í fyrri hálfleik þar sem liðið fékk á sig 55 stig. Hann lagaðist þó mikið í seinni hálfleik þar sem Stólarnir áttu fá svör í sókninni. Miklu munaði um að Chris Caird var ískaldur fyrir utan og hitti aðeins úr einu af þeim níu þriggja stiga skotum sem hann tók í leiknum.Martin: Fórum að horfa á stigatöfluna Israel Martin, þjálfari Tindastóls, segir að sínir menn hafi farið að horfa of snemma á stöðutöfluna í 87-94 tapi fyrir KR í kvöld. Stólarnir voru miklu sterkari aðilinn framan af en misstu dampinn í seinni hálfleik og enduðu á því að tapa með sjö stigum. „Við hægðum of mikið á. Við eigum að spila hraða bolta, sama hvað staðan er. Við fórum að horfa of mikið á stöðutöfluna,“ sagði Martin í samtali við íþróttadeild 365 eftir leikinn í kvöld. „Við lögðum allt í þetta og reyndum allt. Í vörninni höfðum við of miklar áhyggjur af þristunum og gáfum auðveld sniðsskot. Þegar þú horfir of mikið á töfluna missirðu sjálfstraust og það gerðist hjá okkur.“ Aðspurður um Jón Arnór Stefánsson, sem skoraði 33 stig í leiknum, hafði Martin þetta að segja: „Hann er leikmaður sem skiptir sköpum. Við vörðumst honum vel í fyrri hálfleik en ekki jafn vel í þeim seinni. Þess vegna skoraði hann 33 stig.“Jón Arnór: Á langt í land „Ég var frekar dapur og lélegur í byrjun leiks og eiginlega yfir allan leikinn. Það voru skiptingar í vörninni sem klikkuðu og það vantaði að stíga út. Þótt ég hafi klárað leikinn vel var ég heilt yfir ekkert brjálæðislega góður,“ sagði Jón Arnór Stefánsson eftir að hafa skorað 33 stig í sigri KR á Tindastóli, 87-94, í kvöld. Þetta var fyrsti leikur Jóns Arnórs í deildinni hér heima í rúm sjö ár og hann sýndi frábæra takta í Síkinu í kvöld. Hann segist þó eiga langt í land, enda verið frá vegna meiðsla undanfarna mánuði. „Ég er að koma mér í form og er bara nýlega byrjaður að æfa körfubolta aftur. Ég á langt í land til að geta hjálpað liðinu af alvöru,“ sagði Jón Arnór sem setti m.a. niður fjóra þrista á rúmri mínútu undir lok leiksins í kvöld. Athygli vakti að honum stökk varla bros eftir að hafa sett fjórða þristinn niður. „Ég reyndi bara að halda einbeitingu alveg þangað til í lokin og vildi ekki „jinxa“ þetta með því að tala alltof mikinn skít. Það var enn smá tími eftir á klukkunni,“ sagði Jón Arnór hinn hógværasti. Hann kvaðst stoltur af þrautseigjunni sem KR-ingar sýndu í leiknum en þeir lentu mest 28 stigum undir í fyrri hálfleik. „Ég er ánægður með hvernig við trúðum á sjálfa okkur allar 40 mínúturnar, þótt þetta hafi ekki litið vel út á tímabili. Ég er ofboðslega stoltur af því,“ sagði Jón Arnór. En hver var snúningspunkturinn í leiknum? „Undir lok fyrri hálfleiks, þegar við settum smá pressu á þá og fengum blóðbragð á tennurnar. Það kveikti smá neista hjá okkur.“ Dominos-deild karla Mest lesið Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Arsenal mætir Man. Utd og úrslitakeppni NFL-heldur áfram Sport Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Körfubolti Sá elsti til að vinna á ATP-mótaröðinni og sló met Federer Sport Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni Körfubolti Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Enski boltinn Fleiri fréttir Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Sjá meira
Jón Arnór Stefánsson skoraði 33 stig þegar KR bar sigurorð af Tindastóli, 87-94, í Síkinu á Sauðárkróki í 12. umferð Domino's deildar karla í kvöld. Þetta var fyrsti leikur Jóns Arnórs í efstu deild á Íslandi í sjö ár, átta mánuði og 24 daga eða síðan að hann varð Íslandsmeistari með KR eftir eins stigs sigur í oddaleik á móti Grindavík 13. apríl 2009 Stólarnir leiddu nær allan leikinn og komust mest 28 stigum yfir, 50-22. Staðan eftir 1. leikhluta var 35-14, Tindastóli í vil. Pétur Rúnar Birgisson, leikstjórnandi Stólanna fór hamförum í 1. leikhluta og skoraði þá 19 stig. Hann gerði aðeins sjö stig eftir það og var í villuvandræðum í seinni hálfleik. Með mikilli baráttu náðu KR-ingar að minnka muninn niður í 19 stig fyrir lok fyrri hálfleiks. Staðan í hálfleik 55-36, Tindastóli í vil. Stólarnir voru áfram með yfirhöndina framan af 3. leikhluta en KR-ingar náðu svo góðum tökum á leiknum og Jón Arnór minnkaði muninn niður í 10 stig, 72-62, áður en 3. leikhlutinn var allur. Sami munur var á liðunum, 83-73, þegar þrjár mínútur voru eftir. Á þeim tíma voru bæði Cedrick Bowen og Pavel Ermolinskij farnir af velli með fimm villur. Þá steig Jóni Arnór fram og setti niður fjórar þriggja stiga körfur á rúmri mínútu og kom KR í bílstjórasætið. Íslandsmeistararnir sýndu svo styrk sinn á lokakaflanum og lönduðu frábærum sigri á útivelli sem þeim hefur gengið afar illa á undanfarin ár. Lokatölur 87-94, KR í vil.Af hverju vann KR? Það er ástæða fyrir því að KR er Íslandsmeistari og liðið sýndi það í kvöld. Það er ekki öllum gefið að vinna eftir að hafa lent 28 stigum undir á erfiðasta útivelli landsins en KR-ingar sýndu gríðarlegan styrk. Gestirnir voru heillum horfnir í fyrri hálfleik en héldu sér þó inni í leiknum og kláruðu dæmið á lokakaflanum, ekki síst fyrir tilstuðlan Jóns Arnórs sem sýndi að hann hefur engu gleymt.Bestu menn vallarins: Jón Arnór var nokkuð rólegur í fyrri hálfleik enda að spila sinn fyrsta leik í nokkra mánuði. Það var þó aðeins lognið á undan storminum því hann var magnaður undir lokin. Pétur Rúnar var í miklum ham í 1. leikhluta þar sem hann smellti niður sex þristum í jafnmörgum tilraunum. Það fór þó full lítið fyrir honum í síðustu þremur leikhlutunum. Þá átti Antonio Hester afbragðs leik í seinni hálfleik og skoraði þá 19 stig og 28 stig í heildina.Tölfræðin sem vakti athygli KR fékk 28 stig af bekknum gegn 19 stigum hjá Tindastóli. Það eru ekki öll lið sem geta leyft sér að byrja með Brynjar Þór Björnsson og Darra Hilmarsson á bekknum eins og KR gerði í kvöld. Sá fyrrnefndi var þó heppinn að hanga inni á vellinum eftir að hann virtist hafa slegið til leikmanns Tindastóls í seinni hálfleik. Björgvin Hafþór Ríkharðsson vill eflaust ekki horfa á lokamínúturnar aftur en hann fór þá afar illa með vítin sín. KR-ingar nýttu sér það og sendu hann með glöðu geði á vítalínuna. Björgvin hefur bætt vítanýtinguna sína mikið í vetur en gamlir draugar létu á sér kræla í kvöld.Hvað gekk illa? Varnarleikur KR-inga var afleitur í fyrri hálfleik þar sem liðið fékk á sig 55 stig. Hann lagaðist þó mikið í seinni hálfleik þar sem Stólarnir áttu fá svör í sókninni. Miklu munaði um að Chris Caird var ískaldur fyrir utan og hitti aðeins úr einu af þeim níu þriggja stiga skotum sem hann tók í leiknum.Martin: Fórum að horfa á stigatöfluna Israel Martin, þjálfari Tindastóls, segir að sínir menn hafi farið að horfa of snemma á stöðutöfluna í 87-94 tapi fyrir KR í kvöld. Stólarnir voru miklu sterkari aðilinn framan af en misstu dampinn í seinni hálfleik og enduðu á því að tapa með sjö stigum. „Við hægðum of mikið á. Við eigum að spila hraða bolta, sama hvað staðan er. Við fórum að horfa of mikið á stöðutöfluna,“ sagði Martin í samtali við íþróttadeild 365 eftir leikinn í kvöld. „Við lögðum allt í þetta og reyndum allt. Í vörninni höfðum við of miklar áhyggjur af þristunum og gáfum auðveld sniðsskot. Þegar þú horfir of mikið á töfluna missirðu sjálfstraust og það gerðist hjá okkur.“ Aðspurður um Jón Arnór Stefánsson, sem skoraði 33 stig í leiknum, hafði Martin þetta að segja: „Hann er leikmaður sem skiptir sköpum. Við vörðumst honum vel í fyrri hálfleik en ekki jafn vel í þeim seinni. Þess vegna skoraði hann 33 stig.“Jón Arnór: Á langt í land „Ég var frekar dapur og lélegur í byrjun leiks og eiginlega yfir allan leikinn. Það voru skiptingar í vörninni sem klikkuðu og það vantaði að stíga út. Þótt ég hafi klárað leikinn vel var ég heilt yfir ekkert brjálæðislega góður,“ sagði Jón Arnór Stefánsson eftir að hafa skorað 33 stig í sigri KR á Tindastóli, 87-94, í kvöld. Þetta var fyrsti leikur Jóns Arnórs í deildinni hér heima í rúm sjö ár og hann sýndi frábæra takta í Síkinu í kvöld. Hann segist þó eiga langt í land, enda verið frá vegna meiðsla undanfarna mánuði. „Ég er að koma mér í form og er bara nýlega byrjaður að æfa körfubolta aftur. Ég á langt í land til að geta hjálpað liðinu af alvöru,“ sagði Jón Arnór sem setti m.a. niður fjóra þrista á rúmri mínútu undir lok leiksins í kvöld. Athygli vakti að honum stökk varla bros eftir að hafa sett fjórða þristinn niður. „Ég reyndi bara að halda einbeitingu alveg þangað til í lokin og vildi ekki „jinxa“ þetta með því að tala alltof mikinn skít. Það var enn smá tími eftir á klukkunni,“ sagði Jón Arnór hinn hógværasti. Hann kvaðst stoltur af þrautseigjunni sem KR-ingar sýndu í leiknum en þeir lentu mest 28 stigum undir í fyrri hálfleik. „Ég er ánægður með hvernig við trúðum á sjálfa okkur allar 40 mínúturnar, þótt þetta hafi ekki litið vel út á tímabili. Ég er ofboðslega stoltur af því,“ sagði Jón Arnór. En hver var snúningspunkturinn í leiknum? „Undir lok fyrri hálfleiks, þegar við settum smá pressu á þá og fengum blóðbragð á tennurnar. Það kveikti smá neista hjá okkur.“
Dominos-deild karla Mest lesið Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Arsenal mætir Man. Utd og úrslitakeppni NFL-heldur áfram Sport Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Körfubolti Sá elsti til að vinna á ATP-mótaröðinni og sló met Federer Sport Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni Körfubolti Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Enski boltinn Fleiri fréttir Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Sjá meira