Yfir þúsund uppsagnir í fiskvinnslu: Formaður VLFA undrast skrif Heiðrúnar og segir útgerðina fara illa með starfsfólk Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 6. janúar 2017 12:30 Alls voru 1.075 umsóknir um atvinnuleysistryggingar sem tengjast vinnslustöðvun í fiskvinnslu skráðar inn í kerfi Vinnumálastofnunar síðastliðinn miðvikudag. Af þeim umsóknum hafa 989 verð samþykktar. Þetta staðfestir Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumálastofnunar í samtali við fréttastofu. 36 fyrirtæki í fiskvinnslu hafa þar sagt upp fleiri en tveimur starfsmönnum. Þá hefur Samherji sagt upp flestum, eða 127 manns. Þar á eftir kemur Íslenskt sjávarfang sem hefur sagt upp 80 og Útgerðarfélag Akureyringa næst með 79 manns. Flestum hefur verið sagt upp á norðurlandi eystra og suðurlandi. Reiknað er með að heildarfjöldinn nái 1200 í janúar og þýðir það að útgjaldaaukning Vinnumálastofnunar verði alls hálfur milljarður vegna þessara einstaklinga og annarra þátta. Vilhjálmur Birgisson formaður Verkalýðsfélags Akraness, segir útgerðarmenn sýna of mikla hörku í deilunni sem sé komin á núllpunkt eftir fundarhöld sjómannaforystunnar og útgerðarinnar í gær.Frá fundi deiluaðila hjá Ríkissáttarsemjara í gær. Vilhjálmur er annar frá vinstri.Vísir/Stefán„Ég skal alveg viðurkenna það fúslega að miðað við fundinn í gær líst mér lítið á þetta eins og staðan er í dag,“ segir Vilhjálmur „Það liggur fyrir að þeir höfnuðu öllum okkar kröfum á fundinum í gær og vildu í rauninni byrja á núllpunkti og drógu fram sínar kröfur frá því þegar kjarasamningar voru fyrst lausir. Þannig að staðan er afar þing, það er alveg ljóst.“ Hann segir útgerðina fara illa með starfsfólk sitt í fiskvinnslu og að til séu aðrar leiðir en að hreinlega segja fólkinu upp. „Það er alveg ljóst að þetta er farið að hafa veruleg áhrif á fiskvinnslufólk. Það er verið að setja þetta fólk á atvinnuleysisbætur og ég harma það að fiskvinnslufyrirtækin séu að gera það því að þau hafa heimild til að halda ráðningarsambandi við fiskvinnslufólkið og fengið mótframlag frá atvinnuleysistryggingasjóði og haldið þannig fólki í ráðningasambandi og greitt þeim grunnlaunin,“ segir Vilhjálmur og bendir á að fiskvinnslufólkið verði alltaf fyrir tekjutapi þar sem það sé með bónus en tekjutapið verði enn meira fari það á hráar stvinnuleysisbætur. Þá gefur Vilhjálmur lítið fyrir orð Heiðrúnar Lindar Marteinsdóttur, framkvæmdastjóra SFS, í Viðskiptablaðinu í gær um að það lægi beinast við að forstjórar og framkvæmdastjórar færu næst í verkfall þar sem tekjur sjómanna séu ekki víðs fjarri.Sjá: „Heiðrún Lind bendir á að laun sjómanna voru hærri en laun lækna.“„Þessi skrif voru alveg með ólíkindum,“ segir Vilhjálmur. „Staðan er einfaldlega þannig ef við skoðum hver meðallaun frystitogarasjómanna og þeirra sem eru á ísfiskstogurum þá kemur í ljós að tekjur þeirra árið 2015 voru ekki 2,3 milljónir að meðaltali heldur rétt rúm 1,1 milljón. Þannig að hér er mikill munur á milli,“ segir Vilhjálmur. „En í dag eru þessi meðallaun, árið 2016, komin niður í 990 þúsund krónur,“ og vísar hann í iðgjaldaskrána innan Verkalýðsfélags Akraness. Þegar orlof sé þá dregið frá séu sjómenn komnir niður fyrir 800 þúsund krónur. „Þessu til viðbótar þurfa sjómenn að standa straum af netkostnaði um borð í skipunum, þeir þurfa að borga hlut í fæðinu og vinnufatnaði. Þannig að þetta eru nú öll þau ofurlaun sem talað er um að sjómenn á Íslandi fái í dag,“ segir hann.Uppsagnir eftir landshlutumCreate column charts Verkfall sjómanna Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Erlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Sjá meira
Alls voru 1.075 umsóknir um atvinnuleysistryggingar sem tengjast vinnslustöðvun í fiskvinnslu skráðar inn í kerfi Vinnumálastofnunar síðastliðinn miðvikudag. Af þeim umsóknum hafa 989 verð samþykktar. Þetta staðfestir Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumálastofnunar í samtali við fréttastofu. 36 fyrirtæki í fiskvinnslu hafa þar sagt upp fleiri en tveimur starfsmönnum. Þá hefur Samherji sagt upp flestum, eða 127 manns. Þar á eftir kemur Íslenskt sjávarfang sem hefur sagt upp 80 og Útgerðarfélag Akureyringa næst með 79 manns. Flestum hefur verið sagt upp á norðurlandi eystra og suðurlandi. Reiknað er með að heildarfjöldinn nái 1200 í janúar og þýðir það að útgjaldaaukning Vinnumálastofnunar verði alls hálfur milljarður vegna þessara einstaklinga og annarra þátta. Vilhjálmur Birgisson formaður Verkalýðsfélags Akraness, segir útgerðarmenn sýna of mikla hörku í deilunni sem sé komin á núllpunkt eftir fundarhöld sjómannaforystunnar og útgerðarinnar í gær.Frá fundi deiluaðila hjá Ríkissáttarsemjara í gær. Vilhjálmur er annar frá vinstri.Vísir/Stefán„Ég skal alveg viðurkenna það fúslega að miðað við fundinn í gær líst mér lítið á þetta eins og staðan er í dag,“ segir Vilhjálmur „Það liggur fyrir að þeir höfnuðu öllum okkar kröfum á fundinum í gær og vildu í rauninni byrja á núllpunkti og drógu fram sínar kröfur frá því þegar kjarasamningar voru fyrst lausir. Þannig að staðan er afar þing, það er alveg ljóst.“ Hann segir útgerðina fara illa með starfsfólk sitt í fiskvinnslu og að til séu aðrar leiðir en að hreinlega segja fólkinu upp. „Það er alveg ljóst að þetta er farið að hafa veruleg áhrif á fiskvinnslufólk. Það er verið að setja þetta fólk á atvinnuleysisbætur og ég harma það að fiskvinnslufyrirtækin séu að gera það því að þau hafa heimild til að halda ráðningarsambandi við fiskvinnslufólkið og fengið mótframlag frá atvinnuleysistryggingasjóði og haldið þannig fólki í ráðningasambandi og greitt þeim grunnlaunin,“ segir Vilhjálmur og bendir á að fiskvinnslufólkið verði alltaf fyrir tekjutapi þar sem það sé með bónus en tekjutapið verði enn meira fari það á hráar stvinnuleysisbætur. Þá gefur Vilhjálmur lítið fyrir orð Heiðrúnar Lindar Marteinsdóttur, framkvæmdastjóra SFS, í Viðskiptablaðinu í gær um að það lægi beinast við að forstjórar og framkvæmdastjórar færu næst í verkfall þar sem tekjur sjómanna séu ekki víðs fjarri.Sjá: „Heiðrún Lind bendir á að laun sjómanna voru hærri en laun lækna.“„Þessi skrif voru alveg með ólíkindum,“ segir Vilhjálmur. „Staðan er einfaldlega þannig ef við skoðum hver meðallaun frystitogarasjómanna og þeirra sem eru á ísfiskstogurum þá kemur í ljós að tekjur þeirra árið 2015 voru ekki 2,3 milljónir að meðaltali heldur rétt rúm 1,1 milljón. Þannig að hér er mikill munur á milli,“ segir Vilhjálmur. „En í dag eru þessi meðallaun, árið 2016, komin niður í 990 þúsund krónur,“ og vísar hann í iðgjaldaskrána innan Verkalýðsfélags Akraness. Þegar orlof sé þá dregið frá séu sjómenn komnir niður fyrir 800 þúsund krónur. „Þessu til viðbótar þurfa sjómenn að standa straum af netkostnaði um borð í skipunum, þeir þurfa að borga hlut í fæðinu og vinnufatnaði. Þannig að þetta eru nú öll þau ofurlaun sem talað er um að sjómenn á Íslandi fái í dag,“ segir hann.Uppsagnir eftir landshlutumCreate column charts
Verkfall sjómanna Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Erlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Sjá meira