Næsti formaður KSÍ hefur þrjár vikur til stefnu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. janúar 2017 14:45 Eitt þessara þriggja gæti verið næsti formaður KSÍ. Þau þurfa að tilkynna um framboð formlega til KSÍ í síðasta lagi 28. janúar. Vísir Frestur til að tilkynna kjör til formanns Knattspyrnusambands Íslands rennur út laugardaginn 28. janúar eða eftir rétt rúmar þrjár vikur. Óhætt er að segja að landslagið hafi gjörbreyst varðandi baráttuna um formannskjörið eftir að Geir Þorsteinsson, formaður frá árinu 2007, tilkynnti öllum að óvörum í gær að hann væri hættur við framboð sitt. Guðni Bergsson, fyrrverandi landsliðsmaður og atvinnumaður, tilkynnti framboð sitt um miðjan desember. Í ítarlegu viðtali við Vísi kom meðal annars fram að Guðni ætlar að þiggja laun fyrir starfið, sem í dag eru um ein og hálf milljón króna. Þá vilji hann nýjan þjóðarleikvang og breyta störfum landsliðsnefndar karla. Björn Einarsson, formaður Víkings og forstjóri TVG Ziemsen, hefur ýjað sterklega að framboði og á fréttastofa von á því að Björn tilkynni framboð sitt innan tíðar. Hann hefur sagst vilja breytt umhverfi hjá KSÍ, bæta ímynd sambandsins og ætlar ekki að þiggja laun verði hann kjörinn.Guðrún Inga og Halla útiloka ekkert Björn og Guðni hafa báðir kynnt sínar hugmyndir um formannsembætti KSÍ fyrir Íslenskum Toppfótbolta, samtökum félaganna í efstu deild karla sem formenn knattspyrnudeilda félaganna skipa.Þá segir Guðrún Inga Sívertsen, varaformaður KSÍ og stjórnarmaður undanfarin tíu ár, ekki útiloka framboð til formanns í samtali við Fótbolta.net. Guðrún Inga yrði fyrsta konan til að gegna formannsstöðu hjá KSÍ frá stofnun en einu sinni hefur kona boðið sig fram til að gegna embættinu. Það var Halla Gunnarsdóttir árið 2007 en hún hefur sömuleiðis sagst ekki útiloka að bjóða sig fram á nýjan leik.Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, segir í símtali við Vísi sömuleiðis ekki útiloka neitt varðandi framboð frekar en nokkuð annað. Hún hafi þó ekki gengið með formannsdraum í maganum. Formaður KSÍ er kjörinn í atkvæðagreiðslu fulltrúa aðildafélagnna á ársþingi KSÍ. Félögin hafa mismörg atkvæði eftir því hvaða deildum þau spila. Þannig hafa félögin í efstu deild fjögur atkvæði en svo minni eftir því sem neðar er farið í deildarkeppninni. Í kringum 120-130 fulltrúar hafa greitt atkvæði á undanförnum ársþingum. Frestur til að skila tillögum að breytingum á lögum eða reglugerðum KSÍ rennur út miðvikudaginn 11. janúar.Frétt uppfærð klukkan 15:15 KSÍ Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Innlent Fleiri fréttir „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á barn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Sjá meira
Frestur til að tilkynna kjör til formanns Knattspyrnusambands Íslands rennur út laugardaginn 28. janúar eða eftir rétt rúmar þrjár vikur. Óhætt er að segja að landslagið hafi gjörbreyst varðandi baráttuna um formannskjörið eftir að Geir Þorsteinsson, formaður frá árinu 2007, tilkynnti öllum að óvörum í gær að hann væri hættur við framboð sitt. Guðni Bergsson, fyrrverandi landsliðsmaður og atvinnumaður, tilkynnti framboð sitt um miðjan desember. Í ítarlegu viðtali við Vísi kom meðal annars fram að Guðni ætlar að þiggja laun fyrir starfið, sem í dag eru um ein og hálf milljón króna. Þá vilji hann nýjan þjóðarleikvang og breyta störfum landsliðsnefndar karla. Björn Einarsson, formaður Víkings og forstjóri TVG Ziemsen, hefur ýjað sterklega að framboði og á fréttastofa von á því að Björn tilkynni framboð sitt innan tíðar. Hann hefur sagst vilja breytt umhverfi hjá KSÍ, bæta ímynd sambandsins og ætlar ekki að þiggja laun verði hann kjörinn.Guðrún Inga og Halla útiloka ekkert Björn og Guðni hafa báðir kynnt sínar hugmyndir um formannsembætti KSÍ fyrir Íslenskum Toppfótbolta, samtökum félaganna í efstu deild karla sem formenn knattspyrnudeilda félaganna skipa.Þá segir Guðrún Inga Sívertsen, varaformaður KSÍ og stjórnarmaður undanfarin tíu ár, ekki útiloka framboð til formanns í samtali við Fótbolta.net. Guðrún Inga yrði fyrsta konan til að gegna formannsstöðu hjá KSÍ frá stofnun en einu sinni hefur kona boðið sig fram til að gegna embættinu. Það var Halla Gunnarsdóttir árið 2007 en hún hefur sömuleiðis sagst ekki útiloka að bjóða sig fram á nýjan leik.Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, segir í símtali við Vísi sömuleiðis ekki útiloka neitt varðandi framboð frekar en nokkuð annað. Hún hafi þó ekki gengið með formannsdraum í maganum. Formaður KSÍ er kjörinn í atkvæðagreiðslu fulltrúa aðildafélagnna á ársþingi KSÍ. Félögin hafa mismörg atkvæði eftir því hvaða deildum þau spila. Þannig hafa félögin í efstu deild fjögur atkvæði en svo minni eftir því sem neðar er farið í deildarkeppninni. Í kringum 120-130 fulltrúar hafa greitt atkvæði á undanförnum ársþingum. Frestur til að skila tillögum að breytingum á lögum eða reglugerðum KSÍ rennur út miðvikudaginn 11. janúar.Frétt uppfærð klukkan 15:15
KSÍ Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Innlent Fleiri fréttir „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á barn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Sjá meira