Umfjöllun og viðtöl: Skallagrímur - Haukar 104-102 | Skallarnir unnu í framlengingu Gunnhildur Lind Hansdóttir í Fjósinu skrifar 5. janúar 2017 21:15 Sigtryggur Arnar Björnsson, leikstjórnandi Skallagríms. vísir/eyþór Skallagrímsmenn lögðu Hauka 104-102 í æsispennandi framlengdum leik í Fjósinu í Borgarnesi í kvöld. Með sigrinum færir Skallagrímur sig upp í 5.sæti með 12 stig en á meðan sitja Haukar eftir í 11.sæti með 8 stig í Domino’s deild karla. Skallagrímsmenn byrjuðu örlítið betur en gestirnir og setti fyrstu fjögur stigin niður. Sömuleiðis þá spiluðu þeir góða vörn en þó voru bæði lið að hitta vel úr sínum færum. Hinir rauðu eltu nánast allan fyrri hálfleik en slepptu Skallagrímsmönnum aldrei of langt frá sér. Staðan í hálfleik var 47-44 fyrir heimamönnum. Í seinni hálfleik snéru Haukamenn leiknum sér í hag og jöfnuðu leikinn á 25. mínútu eftir tveggja stiga skot frá Sherrod Wright. Eftir það höfðu þeir góða stjórn á leiknum í þó nokkurn tíma en eins og svo oft í spennuleik eins og þessum þá er andstæðingurinn ekki langt undan. Gestirnir náðu að leiða mest megnið af þriðja leikhluta og það var ekki fyrr en í fjórða leikhluta á 33. Mínútu að Skallarnir náðu að jafna eftir sniðskot frá Eyjólfi Halldórssyni. Loka mínúturnar voru æsispennandi og þegar 24 sekúndur voru eftir af venjulegum leiktíma setti Eyjólfur Halldórsson mikilvægt sniðskot niður og kom sínum mönnum í tveggja stiga forystu, 90-88. Það var svo uppá Sherrod Wright komið að klára leikinn eða jafna en hann keyrði á körfuna þegar nokkrar sekúndur voru eftir, setti boltann í gegnum netið og jafnaði fyrir Haukamenn, 90-90. Í framlengingunni byrjuðu gestir mun betur og komu sér strax í sex stiga forystu. Öll framlengingin var í járnum og hefðu bæði lið hæglega getað nælt sér í stigin tvö. En sigurinn datt Skallagríms megin að þessu sinni, 104-102.Af hverju vann Skallagrímur? Skallagrímsmenn voru að hitta vel í kvöld, þá sérstaklega fyrir utan teiginn. Eins og kom fram áður þá hefði leikurinn getað dottið beggja megin. Í kvöld voru Skallagrímsmenn aðeins heppnari. Haukamenn eiga hrós skilið fyrir mikla baráttu í kvöld og voru sömuleiðis að hitta prýðilega eins og heimamenn. Hins vegar var einbeitingaskortur á ögurstundum í leiknum og tilfinningar náðu oft tökum á leikmönnum sem uppskar í tæknivillum sem hafði áhrif á leik.Bestu menn vallarins? Besti maður vallarins var Sherrod Wright hjá Haukum. Hann virtist geta skorað þegar honum sýndist en hann var með 48 stig, 7 fráköst og 4 stoðsendingar. Haukur Óskarsson reyndist Haukum einnig vel í kvöld en hann var með 20 stig í kvöld. Hjá liði Skallagríms var Flenard Whitfield sem dró vagninn hjá heimamönnum, en hann var með 34 stig og heldur sömuleiðis áfram að rífa niður fráköst og var með 15 stykki. Annars dreifðist stigaskorið nokkuð vel á milli leikmanna. Magnús Þór Gunnarsson, Sigtryggur Arnar Björnsson og hinn reyndi Darrell Flake voru allir með 10 stig eða meira.Tölfræðin sem vakti athygli? Það sem vakti athygli var að Sherrod Wright var með 61% tveggja stiga nýtingu eða 16 af 26 skotum rötuðu rétta leið. Önnur tölfræði var nokkuð lík milli liðanna enda spennandi leikur.Hvað gekk illa? Það var ekkert sem gekk áberandi illa. Bæði lið voru að hitta vel úr sínum skotum og einnig fengu bæði lið að leiða leikinn en það voru Skallagrímsmenn sem náðu að klára leikinn.Magnús Þór Gunnarsson.Vísir/ErnirMagnús Þór: Við höfðum alltaf trú á þessu Magnús Þór Gunnarsson bakvörður hjá Skallagrímsmönnum við virkilega glaður með spennu-sigurinn gegn Haukum í Fjósinu í kvöld. „Það er æðislegt að vinna svona leik, miklu skemmtilegra að vinna heldur en að nokkurn tíman tapa honum. Við gerðum það sem við ætluðum að gera, við náðum að vinna þá. Þeir unnu okkur fyrir áramót þannig við áttum harmi að hefna, það gekk eftir.” sagði Magnús kátur um leikinn. Leikurinn var eins og sagt áður spennandi og hefði getað dottið báðum megin. „Þetta var sveiflukenndur leikur en við höfðum alltaf trú á þessu þó svo við vorum komnir aðeins undir. Við hittum ágætlega, spiluðum vel og sigruðum.” Magnús er bjartsýnn á seinni hluta Domino’s deildar og hefur fulla trú á Skallagrímsliðinu og leikmönnum. „Ég ætla bara að segja það hér og nú, við ætlum að lenda í 8. sæti eða ofar, ekkert flóknara.” Sagði Magnús að miklu sjálfstrausti að lokum.Finnur JónssonVísir/ErnirFinnur: Meiriháttar frammistaða hjá mínum mönnum Finnur Jónsson þjálfari Skallagríms var ennþá spenntur eftir tveggja stiga sigur í framlengdum leik þegar hann loks komst í viðtal. „Ég er alveg svakalega glaður. Þetta var meiriháttar frammistaða hjá mínum mönnum. Í undirmeðvitundinni vissum við alveg að við töpuðum á móti þeim fyrir áramót með 10 stigum, en við vorum ekkert að pæla í því. Í kvöld var það eitt, tvö og þrjú að ná í þessi tvö stig, verja heimavöllinn. Við gerðum það vel,” sagði Finnur. Eins og hefur komið fram áður þá átti Sherrod Wright stórleik fyrir gestina. „Kanninn þeirra gerði okkur mjög erfitt fyrir, við reyndum ýmislegt til að stoppa hann. Þetta hafðist loks í endann.” Skallagríms mönnum hafa oft verið tengdir við spútnik lið, en eru þeir í raun spútnik leið deildarinnar, verandi nýliðar í 5.sæti eftir 12 umferðir? „Spútnik og ekki spútnik. Við erum með ákveðin markmið, við erum að fylgja þeim. Við förum í alla leiki til þess að vinna þá eins og öll lið gera. Ég held að við getum gert fína hluti í þessari deild.” Sagði Finnur Jóns að lokum.Ívar Ásgrímsson, þjálfari Hauka.Vísir/ErnirÍvar: Hendum þessu frá okkur Ívar Ásgrímsson, þjálfari Hauka, var augljóslega svekktur eftir leik sem hefði hæglega getað dottið þeirra megin. „Við erum bara að henda enn einum leiknum frá okkur, ég held við séum örugglega búnir að setja íslandsmet í að henda leikjum frá okkur. Við erum að gera of mörg mistök. Til dæmis að koma ekki boltanum yfir miðju með engri pressu á okkur, brennum af vítum hérna í lokin, fáum tæknivíti sömuleiðis í lokin. Við bara gjörsamlega hendum þessu frá okkur,” sagði Ívar í samtali við blaðamann Vísis. „Ég er bara gáttaður. Við höfðum alveg getað klárað leikinn í venjulegum leiktíma og í framlengingunni en eins og ég segi, þá bara fleygjum við þessu frá okkur. Við höfum gert það núna síðustu þrjá leik, á móti Stjörnunni, Tindastól og svo núna. Ég bara veit ekki hvað skal segja, menn þurfa allavega að hysja upp um sig brækurnar,” sagði Ívar að lokum. Dominos-deild karla Mest lesið Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Handbolti Dagskráin í dag: Arsenal mætir Man. Utd og úrslitakeppni NFL-heldur áfram Sport Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Körfubolti Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni Körfubolti Líkti liðsfélaga sínum við Lightning McQueen Sport Fleiri fréttir Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Sjá meira
Skallagrímsmenn lögðu Hauka 104-102 í æsispennandi framlengdum leik í Fjósinu í Borgarnesi í kvöld. Með sigrinum færir Skallagrímur sig upp í 5.sæti með 12 stig en á meðan sitja Haukar eftir í 11.sæti með 8 stig í Domino’s deild karla. Skallagrímsmenn byrjuðu örlítið betur en gestirnir og setti fyrstu fjögur stigin niður. Sömuleiðis þá spiluðu þeir góða vörn en þó voru bæði lið að hitta vel úr sínum færum. Hinir rauðu eltu nánast allan fyrri hálfleik en slepptu Skallagrímsmönnum aldrei of langt frá sér. Staðan í hálfleik var 47-44 fyrir heimamönnum. Í seinni hálfleik snéru Haukamenn leiknum sér í hag og jöfnuðu leikinn á 25. mínútu eftir tveggja stiga skot frá Sherrod Wright. Eftir það höfðu þeir góða stjórn á leiknum í þó nokkurn tíma en eins og svo oft í spennuleik eins og þessum þá er andstæðingurinn ekki langt undan. Gestirnir náðu að leiða mest megnið af þriðja leikhluta og það var ekki fyrr en í fjórða leikhluta á 33. Mínútu að Skallarnir náðu að jafna eftir sniðskot frá Eyjólfi Halldórssyni. Loka mínúturnar voru æsispennandi og þegar 24 sekúndur voru eftir af venjulegum leiktíma setti Eyjólfur Halldórsson mikilvægt sniðskot niður og kom sínum mönnum í tveggja stiga forystu, 90-88. Það var svo uppá Sherrod Wright komið að klára leikinn eða jafna en hann keyrði á körfuna þegar nokkrar sekúndur voru eftir, setti boltann í gegnum netið og jafnaði fyrir Haukamenn, 90-90. Í framlengingunni byrjuðu gestir mun betur og komu sér strax í sex stiga forystu. Öll framlengingin var í járnum og hefðu bæði lið hæglega getað nælt sér í stigin tvö. En sigurinn datt Skallagríms megin að þessu sinni, 104-102.Af hverju vann Skallagrímur? Skallagrímsmenn voru að hitta vel í kvöld, þá sérstaklega fyrir utan teiginn. Eins og kom fram áður þá hefði leikurinn getað dottið beggja megin. Í kvöld voru Skallagrímsmenn aðeins heppnari. Haukamenn eiga hrós skilið fyrir mikla baráttu í kvöld og voru sömuleiðis að hitta prýðilega eins og heimamenn. Hins vegar var einbeitingaskortur á ögurstundum í leiknum og tilfinningar náðu oft tökum á leikmönnum sem uppskar í tæknivillum sem hafði áhrif á leik.Bestu menn vallarins? Besti maður vallarins var Sherrod Wright hjá Haukum. Hann virtist geta skorað þegar honum sýndist en hann var með 48 stig, 7 fráköst og 4 stoðsendingar. Haukur Óskarsson reyndist Haukum einnig vel í kvöld en hann var með 20 stig í kvöld. Hjá liði Skallagríms var Flenard Whitfield sem dró vagninn hjá heimamönnum, en hann var með 34 stig og heldur sömuleiðis áfram að rífa niður fráköst og var með 15 stykki. Annars dreifðist stigaskorið nokkuð vel á milli leikmanna. Magnús Þór Gunnarsson, Sigtryggur Arnar Björnsson og hinn reyndi Darrell Flake voru allir með 10 stig eða meira.Tölfræðin sem vakti athygli? Það sem vakti athygli var að Sherrod Wright var með 61% tveggja stiga nýtingu eða 16 af 26 skotum rötuðu rétta leið. Önnur tölfræði var nokkuð lík milli liðanna enda spennandi leikur.Hvað gekk illa? Það var ekkert sem gekk áberandi illa. Bæði lið voru að hitta vel úr sínum skotum og einnig fengu bæði lið að leiða leikinn en það voru Skallagrímsmenn sem náðu að klára leikinn.Magnús Þór Gunnarsson.Vísir/ErnirMagnús Þór: Við höfðum alltaf trú á þessu Magnús Þór Gunnarsson bakvörður hjá Skallagrímsmönnum við virkilega glaður með spennu-sigurinn gegn Haukum í Fjósinu í kvöld. „Það er æðislegt að vinna svona leik, miklu skemmtilegra að vinna heldur en að nokkurn tíman tapa honum. Við gerðum það sem við ætluðum að gera, við náðum að vinna þá. Þeir unnu okkur fyrir áramót þannig við áttum harmi að hefna, það gekk eftir.” sagði Magnús kátur um leikinn. Leikurinn var eins og sagt áður spennandi og hefði getað dottið báðum megin. „Þetta var sveiflukenndur leikur en við höfðum alltaf trú á þessu þó svo við vorum komnir aðeins undir. Við hittum ágætlega, spiluðum vel og sigruðum.” Magnús er bjartsýnn á seinni hluta Domino’s deildar og hefur fulla trú á Skallagrímsliðinu og leikmönnum. „Ég ætla bara að segja það hér og nú, við ætlum að lenda í 8. sæti eða ofar, ekkert flóknara.” Sagði Magnús að miklu sjálfstrausti að lokum.Finnur JónssonVísir/ErnirFinnur: Meiriháttar frammistaða hjá mínum mönnum Finnur Jónsson þjálfari Skallagríms var ennþá spenntur eftir tveggja stiga sigur í framlengdum leik þegar hann loks komst í viðtal. „Ég er alveg svakalega glaður. Þetta var meiriháttar frammistaða hjá mínum mönnum. Í undirmeðvitundinni vissum við alveg að við töpuðum á móti þeim fyrir áramót með 10 stigum, en við vorum ekkert að pæla í því. Í kvöld var það eitt, tvö og þrjú að ná í þessi tvö stig, verja heimavöllinn. Við gerðum það vel,” sagði Finnur. Eins og hefur komið fram áður þá átti Sherrod Wright stórleik fyrir gestina. „Kanninn þeirra gerði okkur mjög erfitt fyrir, við reyndum ýmislegt til að stoppa hann. Þetta hafðist loks í endann.” Skallagríms mönnum hafa oft verið tengdir við spútnik lið, en eru þeir í raun spútnik leið deildarinnar, verandi nýliðar í 5.sæti eftir 12 umferðir? „Spútnik og ekki spútnik. Við erum með ákveðin markmið, við erum að fylgja þeim. Við förum í alla leiki til þess að vinna þá eins og öll lið gera. Ég held að við getum gert fína hluti í þessari deild.” Sagði Finnur Jóns að lokum.Ívar Ásgrímsson, þjálfari Hauka.Vísir/ErnirÍvar: Hendum þessu frá okkur Ívar Ásgrímsson, þjálfari Hauka, var augljóslega svekktur eftir leik sem hefði hæglega getað dottið þeirra megin. „Við erum bara að henda enn einum leiknum frá okkur, ég held við séum örugglega búnir að setja íslandsmet í að henda leikjum frá okkur. Við erum að gera of mörg mistök. Til dæmis að koma ekki boltanum yfir miðju með engri pressu á okkur, brennum af vítum hérna í lokin, fáum tæknivíti sömuleiðis í lokin. Við bara gjörsamlega hendum þessu frá okkur,” sagði Ívar í samtali við blaðamann Vísis. „Ég er bara gáttaður. Við höfðum alveg getað klárað leikinn í venjulegum leiktíma og í framlengingunni en eins og ég segi, þá bara fleygjum við þessu frá okkur. Við höfum gert það núna síðustu þrjá leik, á móti Stjörnunni, Tindastól og svo núna. Ég bara veit ekki hvað skal segja, menn þurfa allavega að hysja upp um sig brækurnar,” sagði Ívar að lokum.
Dominos-deild karla Mest lesið Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Handbolti Dagskráin í dag: Arsenal mætir Man. Utd og úrslitakeppni NFL-heldur áfram Sport Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Körfubolti Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni Körfubolti Líkti liðsfélaga sínum við Lightning McQueen Sport Fleiri fréttir Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Sjá meira