Stjórnarsáttmálinn að taka á sig mynd Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 5. janúar 2017 10:55 Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, segir að stjórnarsáttmáli Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar segir sé að taka á sig mynd. Hann ræddi stöðuna í stjórnarmyndunarviðræðum flokkanna í Bítinu í morgun en flokkarnir funda í þinghúsinu núna klukkan 11. „Það er verið að fara yfir málefnin. Það hefur nú komið fram margoft að við erum búin að fara yfir þetta aftur og aftur, þessir sömu flokkar, og nú erum við loksins komin að því að fara að færa svolítið á blað þannig að þetta er að taka á sig mynd. [...] Hvað eigum við að kalla það? Stjórnarsáttmála,“ sagði Benedikt. Aðspurður sagði Benedikt að skipting ráðuneyta á milli flokkanna væri ekki frágengin þó hún hafi vissulega verið rædd en Vísir greindi frá því í gær að Sjálfstæðisflokkurinn myndi fá fimm ráðherra í ríkisstjórninni auk forseta þingsins, þá fengi Viðreisn þrjá ráðherra og Björt framtíð tvo. Í Fréttablaðinu í dag var síðan sagt frá því að Benedikt vilji setjast í stól fjármálaráðherra. Benedikt sagði að það væri talsvert eftir sem leggja þarf lokahönd á en það væru ekki endilega málefni þar sem væru miklar deilur á milli flokkanna. Þá sagði hann að honum dytti ekki í hug neitt sérstakt mál sem gæti orðið til þess að viðræðurnar færu út um þúfur. Spurður að því hvort þetta væri þar af leiðandi ekki spurning um hvort heldur hvenær flokkarnir mynda ríkisstjórn sagði Benedikt: „Þetta er ekki búið fyrr en það er alveg búið en þetta hefur verið að færast nær og nær og þokast alltaf áfram. Ég er ánægður með það því auðvitað vill maður að þetta klárist.“ Þá sagði Benedikt að á fundi flokkanna í dag yrði haldið áfram að fara yfir það sem væri komið á blað og kannski yrði einhverju bætt við. En næst að klára viðræðurnar fyrir helgi? „Ég er ekki viss og mér finnst það eiginlega ekki skipta öllu máli heldur aðallega það að þetta færist í rétta átt og klárist og við getum síðan farið að gera góð verk fyrir þjóðina.“Hlusta má á viðtalið við Benedikt í spilaranum hér að ofan. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Helmingur ráðherra og forseti þingsins úr Sjálfstæðisflokki Skipting ráðuneyta í nýrri ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar verður á þann veg að Sjálfstæðisflokkurinn fær fimm ráðherra, Viðreisn þrjá og Björt framtíð tvo. Þá mun Sjálfstæðisflokkurinn einnig fá forseta þingsins en þetta herma heimildir Vísis. 4. janúar 2017 12:21 Benedikt vill í fjármálaráðuneytið Ráðherrum í nýrri ríkisstjórn verður ekki fjölgað en Sjálfstæðisflokkurinn mun taka helming embættanna. Viðreisn og Björt framtíð skipta hinum á milli sín. Enn unnið að því að klára viðræðurnar í vikulokin. 5. janúar 2017 06:00 Ekki búið að raða í ráðherrastóla Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, segir viðræður um myndun ríkisstjórnar ganga ágætlega. 4. janúar 2017 22:22 Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent „Ísland á betra skilið“ Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Innlent Fleiri fréttir Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Sjá meira
Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, segir að stjórnarsáttmáli Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar segir sé að taka á sig mynd. Hann ræddi stöðuna í stjórnarmyndunarviðræðum flokkanna í Bítinu í morgun en flokkarnir funda í þinghúsinu núna klukkan 11. „Það er verið að fara yfir málefnin. Það hefur nú komið fram margoft að við erum búin að fara yfir þetta aftur og aftur, þessir sömu flokkar, og nú erum við loksins komin að því að fara að færa svolítið á blað þannig að þetta er að taka á sig mynd. [...] Hvað eigum við að kalla það? Stjórnarsáttmála,“ sagði Benedikt. Aðspurður sagði Benedikt að skipting ráðuneyta á milli flokkanna væri ekki frágengin þó hún hafi vissulega verið rædd en Vísir greindi frá því í gær að Sjálfstæðisflokkurinn myndi fá fimm ráðherra í ríkisstjórninni auk forseta þingsins, þá fengi Viðreisn þrjá ráðherra og Björt framtíð tvo. Í Fréttablaðinu í dag var síðan sagt frá því að Benedikt vilji setjast í stól fjármálaráðherra. Benedikt sagði að það væri talsvert eftir sem leggja þarf lokahönd á en það væru ekki endilega málefni þar sem væru miklar deilur á milli flokkanna. Þá sagði hann að honum dytti ekki í hug neitt sérstakt mál sem gæti orðið til þess að viðræðurnar færu út um þúfur. Spurður að því hvort þetta væri þar af leiðandi ekki spurning um hvort heldur hvenær flokkarnir mynda ríkisstjórn sagði Benedikt: „Þetta er ekki búið fyrr en það er alveg búið en þetta hefur verið að færast nær og nær og þokast alltaf áfram. Ég er ánægður með það því auðvitað vill maður að þetta klárist.“ Þá sagði Benedikt að á fundi flokkanna í dag yrði haldið áfram að fara yfir það sem væri komið á blað og kannski yrði einhverju bætt við. En næst að klára viðræðurnar fyrir helgi? „Ég er ekki viss og mér finnst það eiginlega ekki skipta öllu máli heldur aðallega það að þetta færist í rétta átt og klárist og við getum síðan farið að gera góð verk fyrir þjóðina.“Hlusta má á viðtalið við Benedikt í spilaranum hér að ofan.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Helmingur ráðherra og forseti þingsins úr Sjálfstæðisflokki Skipting ráðuneyta í nýrri ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar verður á þann veg að Sjálfstæðisflokkurinn fær fimm ráðherra, Viðreisn þrjá og Björt framtíð tvo. Þá mun Sjálfstæðisflokkurinn einnig fá forseta þingsins en þetta herma heimildir Vísis. 4. janúar 2017 12:21 Benedikt vill í fjármálaráðuneytið Ráðherrum í nýrri ríkisstjórn verður ekki fjölgað en Sjálfstæðisflokkurinn mun taka helming embættanna. Viðreisn og Björt framtíð skipta hinum á milli sín. Enn unnið að því að klára viðræðurnar í vikulokin. 5. janúar 2017 06:00 Ekki búið að raða í ráðherrastóla Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, segir viðræður um myndun ríkisstjórnar ganga ágætlega. 4. janúar 2017 22:22 Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent „Ísland á betra skilið“ Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Innlent Fleiri fréttir Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Sjá meira
Helmingur ráðherra og forseti þingsins úr Sjálfstæðisflokki Skipting ráðuneyta í nýrri ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar verður á þann veg að Sjálfstæðisflokkurinn fær fimm ráðherra, Viðreisn þrjá og Björt framtíð tvo. Þá mun Sjálfstæðisflokkurinn einnig fá forseta þingsins en þetta herma heimildir Vísis. 4. janúar 2017 12:21
Benedikt vill í fjármálaráðuneytið Ráðherrum í nýrri ríkisstjórn verður ekki fjölgað en Sjálfstæðisflokkurinn mun taka helming embættanna. Viðreisn og Björt framtíð skipta hinum á milli sín. Enn unnið að því að klára viðræðurnar í vikulokin. 5. janúar 2017 06:00
Ekki búið að raða í ráðherrastóla Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, segir viðræður um myndun ríkisstjórnar ganga ágætlega. 4. janúar 2017 22:22