Ferrari dregur lögmæti fjöðrunar Mercedes og Red Bull í efa Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 4. janúar 2017 22:30 Charlie Whiting regluvörður Formúlu 1. Vísir/Getty Ferrari hefur skrifað bréf til FIA (Alþjóða akstursíþróttasambandið) þar sem liðið dregur í efa lögmæti þeirrar fjöðrunar sem Mercedes og Red Bull hafa þróað. Liðin hafa þróað fjaðranir sem svipa til FRIC kerfisins sem var bannað 2014. Slíkt kerfi hélt bílnum jafn háum að framan og aftan þegar hemlað var eða gefið í, eins hélst hann réttur í beygjum. Slíkt gerði loftflæðið yfir bílinn jafnara og fyrirsjánlegra. Yfirhönnuður Ferrari, Simone Resta skrifaði bréfið til Charlie Whiting sem er tæknilegur dómari FIA. Samkvæmt grein 3.15 er óheimilt að notast við hreyfanlega hluti sem stýra loftflæðinu yfir bílinn. Whiting svaraði bréfinu sem dreift var til allra liða og hann staðfestir að kerfi sem Resta lýsti í bréfi sínu væri brot á grein 3.15 af tæknireglunum. „Að okkar mati er kerfi sem getur haft áhrif á viðbrögð bílsins á þann hátt sem lýst var í efnisgreinum 1 og 2 [í bréfinu frá Ferrari], myndi að öllum líkindum brjóta í bága við grein 3.15 af tæknireglugerð Formúlu 1,“ segir í svari Whiting. Mercedes og Red Bull eru því í erfiðri stöðu, annað hvort halda þau áfram að þróa og nota fjöðrunina á komandi tímabili eða hætta alfarið við hana. Seinni kosturinn myndi kosta gríðarlegan pening. Svar Whiting er einungis leiðbeinandi og ekki bindandi en það gefur liðunum tækifæri til að mótmæla, sem er líklegt að Ferrari geri, haldi Mercedes og Red Bull áfram notkun fjöðrunarkerfisins. Formúla Tengdar fréttir Pascal Wehrlein til Sauber Varaökumaður Mercedes liðsins og keppnisökumaður Manor liðsins, Pascal Wehrlein hefur gengið til liðs við Sauber liðið. Ökumannsmarkaðurinn er að skýrast eftir brotthvarf heimsmeistarans Nico Rosberg. 4. janúar 2017 10:30 Bottas til Mercedes og Massa hættur við að hætta Valtteri Bottas er nálægt því að semja við heimsmeistara Mercedes og Felipe Massa er þá líklegur til að snúa aftur til Williams liðsins, ef marka má sögusagnir. 21. desember 2016 17:30 Keyrði niður Alpana á kappakstursbíl | Myndband Max Verstappen sýndi kjark er hann tók þátt í auglýsingarheferð Red Bull Racing og keyrði niður erfiða braut í austurrísku Ölpunum á bíl úr Formúlu 1 kappakstrinum. 1. janúar 2017 23:00 Hulkenberg býst við erfiðu 2017 hjá Renault Nico Hulkenberg býst ekki við kraftaverkum á næsta ári hjá Renault liðinu. Hulkenberg er að koma til Renault frá Force India. 27. desember 2016 20:15 Mest lesið Gleymdi að sleppa boltanum og felldi sjálfan sig Sport Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Enski boltinn FBI varar við þjófum sem herja á íþróttafólk Sport Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Enski boltinn Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Körfubolti Fékk næstum því hjartaáfall í framlengingunni Sport Magnus Carlsen mættur aftur í glænýjum gallabuxum Sport Egill og Garima tennisfólk ársins Sport Víkingar minnast vinar sem lést á 27 ára afmæli sínu Fótbolti Áfrýjun Barcelona hafnað og tíminn að renna út Fótbolti Fleiri fréttir Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Ferrari hefur skrifað bréf til FIA (Alþjóða akstursíþróttasambandið) þar sem liðið dregur í efa lögmæti þeirrar fjöðrunar sem Mercedes og Red Bull hafa þróað. Liðin hafa þróað fjaðranir sem svipa til FRIC kerfisins sem var bannað 2014. Slíkt kerfi hélt bílnum jafn háum að framan og aftan þegar hemlað var eða gefið í, eins hélst hann réttur í beygjum. Slíkt gerði loftflæðið yfir bílinn jafnara og fyrirsjánlegra. Yfirhönnuður Ferrari, Simone Resta skrifaði bréfið til Charlie Whiting sem er tæknilegur dómari FIA. Samkvæmt grein 3.15 er óheimilt að notast við hreyfanlega hluti sem stýra loftflæðinu yfir bílinn. Whiting svaraði bréfinu sem dreift var til allra liða og hann staðfestir að kerfi sem Resta lýsti í bréfi sínu væri brot á grein 3.15 af tæknireglunum. „Að okkar mati er kerfi sem getur haft áhrif á viðbrögð bílsins á þann hátt sem lýst var í efnisgreinum 1 og 2 [í bréfinu frá Ferrari], myndi að öllum líkindum brjóta í bága við grein 3.15 af tæknireglugerð Formúlu 1,“ segir í svari Whiting. Mercedes og Red Bull eru því í erfiðri stöðu, annað hvort halda þau áfram að þróa og nota fjöðrunina á komandi tímabili eða hætta alfarið við hana. Seinni kosturinn myndi kosta gríðarlegan pening. Svar Whiting er einungis leiðbeinandi og ekki bindandi en það gefur liðunum tækifæri til að mótmæla, sem er líklegt að Ferrari geri, haldi Mercedes og Red Bull áfram notkun fjöðrunarkerfisins.
Formúla Tengdar fréttir Pascal Wehrlein til Sauber Varaökumaður Mercedes liðsins og keppnisökumaður Manor liðsins, Pascal Wehrlein hefur gengið til liðs við Sauber liðið. Ökumannsmarkaðurinn er að skýrast eftir brotthvarf heimsmeistarans Nico Rosberg. 4. janúar 2017 10:30 Bottas til Mercedes og Massa hættur við að hætta Valtteri Bottas er nálægt því að semja við heimsmeistara Mercedes og Felipe Massa er þá líklegur til að snúa aftur til Williams liðsins, ef marka má sögusagnir. 21. desember 2016 17:30 Keyrði niður Alpana á kappakstursbíl | Myndband Max Verstappen sýndi kjark er hann tók þátt í auglýsingarheferð Red Bull Racing og keyrði niður erfiða braut í austurrísku Ölpunum á bíl úr Formúlu 1 kappakstrinum. 1. janúar 2017 23:00 Hulkenberg býst við erfiðu 2017 hjá Renault Nico Hulkenberg býst ekki við kraftaverkum á næsta ári hjá Renault liðinu. Hulkenberg er að koma til Renault frá Force India. 27. desember 2016 20:15 Mest lesið Gleymdi að sleppa boltanum og felldi sjálfan sig Sport Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Enski boltinn FBI varar við þjófum sem herja á íþróttafólk Sport Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Enski boltinn Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Körfubolti Fékk næstum því hjartaáfall í framlengingunni Sport Magnus Carlsen mættur aftur í glænýjum gallabuxum Sport Egill og Garima tennisfólk ársins Sport Víkingar minnast vinar sem lést á 27 ára afmæli sínu Fótbolti Áfrýjun Barcelona hafnað og tíminn að renna út Fótbolti Fleiri fréttir Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Pascal Wehrlein til Sauber Varaökumaður Mercedes liðsins og keppnisökumaður Manor liðsins, Pascal Wehrlein hefur gengið til liðs við Sauber liðið. Ökumannsmarkaðurinn er að skýrast eftir brotthvarf heimsmeistarans Nico Rosberg. 4. janúar 2017 10:30
Bottas til Mercedes og Massa hættur við að hætta Valtteri Bottas er nálægt því að semja við heimsmeistara Mercedes og Felipe Massa er þá líklegur til að snúa aftur til Williams liðsins, ef marka má sögusagnir. 21. desember 2016 17:30
Keyrði niður Alpana á kappakstursbíl | Myndband Max Verstappen sýndi kjark er hann tók þátt í auglýsingarheferð Red Bull Racing og keyrði niður erfiða braut í austurrísku Ölpunum á bíl úr Formúlu 1 kappakstrinum. 1. janúar 2017 23:00
Hulkenberg býst við erfiðu 2017 hjá Renault Nico Hulkenberg býst ekki við kraftaverkum á næsta ári hjá Renault liðinu. Hulkenberg er að koma til Renault frá Force India. 27. desember 2016 20:15