María Þóris komin aftur í norska landsliðið í fótbolta Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. janúar 2017 18:30 María Þórisdóttir. Vísir/Getty Hin norsk-íslenska María Þórisdóttir er í nýjasta landsliðshópi norska kvennalandsliðsins í fótbolta en nýr landsliðsþjálfari hefur valið sinn fyrsta hóp. Það er stórt skref fyrir Maríu að vinna sér aftur sæti í landsliðinu eftir eitt mjög erfitt ár þar sem hún gat ekkert beitt sér vegna erfiða meiðsla. Martin Sjögren hefur tekið við þjálfun norska landsliðsins og valdi 24 manna hóp fyrir æfingamót á La Manga þar sem norska liðið mætir Svíþjóð og Englandi. María Þórisdóttir missti af öllu síðasta tímabili með Klepp vegna meiðsla en hún var í HM-hópi Norðmanna á HM í Kanada sumarið 2015. María á að baki átta landsleiki en sá fyrsti kom einmitt á móti Íslandi í Algarve-bikarnum í mars 2015. Hún fékk tilboð um að spila með íslenska landsliðinu en valdi að spila fyrir Noreg enda búin að spila með öllum norsku yngri landsliðunum frá árinu 2008. María Þórisdóttir er dóttir íslenska handboltaþjálfarans Þóris Hergeirssonar en Þórir gerði norska kvennalandsliðið í handbolta að Evrópumeisturum í síðasta mánuði. Þórir og María héldu bæði upp á jólin á Íslandi og María sagði frá markmiði sínu að komast í EM-hóp Norðmanna í viðtali við íþróttadeild 365. María sagðist þar dreyma um að mæta Íslandi á Evrópumótinu í Hollandi í sumar.Það er hægt að sjá allan hópinn hjá Norðmönnum hér. EM 2017 í Hollandi Fótbolti Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Íslenski boltinn Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Dyche snýr aftur í enska boltann Enski boltinn „Oft séð svona í sjónvarpi“ og verður sjálfur á stóra skjánum Sport 29 ára stórmeistari látinn Sport Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enski boltinn Fleiri fréttir Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Dyche snýr aftur í enska boltann Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Kraftaverk smábæjarliðsins fullkomnað í kvöld Kristall Máni á skotskónum og fyrsti sigurinn síðan í ágúst Potter talaði sænsku á blaðamannafundinum Sonur Stuart Pearce lést í slysi Nýr stjóri Rangers byrjar gegn Frey „Hefur blundað í manni að taka við félagsliði“ Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Sjá meira
Hin norsk-íslenska María Þórisdóttir er í nýjasta landsliðshópi norska kvennalandsliðsins í fótbolta en nýr landsliðsþjálfari hefur valið sinn fyrsta hóp. Það er stórt skref fyrir Maríu að vinna sér aftur sæti í landsliðinu eftir eitt mjög erfitt ár þar sem hún gat ekkert beitt sér vegna erfiða meiðsla. Martin Sjögren hefur tekið við þjálfun norska landsliðsins og valdi 24 manna hóp fyrir æfingamót á La Manga þar sem norska liðið mætir Svíþjóð og Englandi. María Þórisdóttir missti af öllu síðasta tímabili með Klepp vegna meiðsla en hún var í HM-hópi Norðmanna á HM í Kanada sumarið 2015. María á að baki átta landsleiki en sá fyrsti kom einmitt á móti Íslandi í Algarve-bikarnum í mars 2015. Hún fékk tilboð um að spila með íslenska landsliðinu en valdi að spila fyrir Noreg enda búin að spila með öllum norsku yngri landsliðunum frá árinu 2008. María Þórisdóttir er dóttir íslenska handboltaþjálfarans Þóris Hergeirssonar en Þórir gerði norska kvennalandsliðið í handbolta að Evrópumeisturum í síðasta mánuði. Þórir og María héldu bæði upp á jólin á Íslandi og María sagði frá markmiði sínu að komast í EM-hóp Norðmanna í viðtali við íþróttadeild 365. María sagðist þar dreyma um að mæta Íslandi á Evrópumótinu í Hollandi í sumar.Það er hægt að sjá allan hópinn hjá Norðmönnum hér.
EM 2017 í Hollandi Fótbolti Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Íslenski boltinn Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Dyche snýr aftur í enska boltann Enski boltinn „Oft séð svona í sjónvarpi“ og verður sjálfur á stóra skjánum Sport 29 ára stórmeistari látinn Sport Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enski boltinn Fleiri fréttir Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Dyche snýr aftur í enska boltann Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Kraftaverk smábæjarliðsins fullkomnað í kvöld Kristall Máni á skotskónum og fyrsti sigurinn síðan í ágúst Potter talaði sænsku á blaðamannafundinum Sonur Stuart Pearce lést í slysi Nýr stjóri Rangers byrjar gegn Frey „Hefur blundað í manni að taka við félagsliði“ Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Sjá meira