Bjarni segir að vikan ætti að duga til að klára viðræður Heimir Már Pétursson skrifar 3. janúar 2017 20:22 Formaður Sjálfstæðisflokksins segir allan ytri ramma að samkomulagi flokksins um stjórnarsamstarf við Viðreisn og Bjarta framtíð kominn og það ætti að vera hægt að ljúka viðræðunum í þessari viku. Hins vegar standi mikilvæg mál enn út af borðinu. Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins fundaði með þingflokki sínum í morgun. Hann sagðist fá gott veganesti frá þingflokknum inn í viðræðurnar við hina flokkana. Þingflokkurinn hafi farið bæði yfir veikleika og styrkleika í stjórnarsamstarfi þessara flokka með lágmarks meirihluta á Alþingi.Evrópumálin erfið á þessum fundi? „Nei, nei þau eru í sjálfu sér ekkert risamál í þessum viðræðum,“ sagði Bjarni að loknum þingflokksfundi. Forseti Íslands veitti Bjarna umboð til myndunar ríkisstjórnar á föstudag og er þetta þriðja tilraun þessarra flokka til að ná saman. En nú eru liðnar tæpar tíu vikur frá kosningum. Formenn stjórnarmyndunarflokkanna komu síðan saman til fundar í alþingishúsinu rétt fyrir klukkan tvö og voru þar meira og minna í allan dag. Bjarni er bjartsýnn á að vikan dugi til að klára viðræðurnar.Dugar þessi vika til að klára viðræðurnar? „Það er alveg líklegt. Það getur alveg gert það,“ segir Bjarni. Hann segist hins vegar vera eins og áhorfandi að þeim tíðindum að Vinstri græn og Framsóknarflokkur hefðu rætt saman um samstarf við Sjálfstæðisflokkinn. Fyrri viðræður við þá flokka hefðu ekki leitt til niðurstöðu. Lilja Alfreðsdóttir varaformaður Framsóknarflokksins telur þó kallað eftir ssamstarfi þessara flokka, sem myndu hafa 39 þingmenn. „Já, það sem er auðvitað niðurstaða þessarra kosninga er að það er verið að kalla eftir slíkri stjórn. Og mér finnst verulega á það reynandi hvort að það væri möguleiki,“ sagði Lilja í viðtali við Þorbjörn Þórðarson fréttamann Stöðvar 2 í dag. Bjarni segist ekki vita hvort eitthvað ætti að koma á óvart við þennan áhuga þessarra flokka á samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn á þessari stundu. „Þetta hefur verið langt ferli og það hafa verið margar uppákomur á leiðinni. Margar tilraunir til að mynda ríkisstjórn og það kemur mér kannski ekki á óvart að viðhorfin breytist yfir tíma. En ég veit svo sem ekki um hvað er verið að ræða þarna,“ segir Bjarni.En þér finnst að þið ættuð að ná að klára þetta, þessir flokkar sem eru að ræða saman? „Já, við erum komin með allan ytri rammann að samstarfi og það eru ágætar líkur á að við getum lokið því. En það verður aðs egjast eins og er að það eru samt mikilvæg atriði sem standa enn útaf,“ segir Bjarni Benediktsson. Kosningar 2016 Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Innlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Erlent Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Erlent Fleiri fréttir Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Guðmundur fetar í fótspor Sivjar Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Sjá meira
Formaður Sjálfstæðisflokksins segir allan ytri ramma að samkomulagi flokksins um stjórnarsamstarf við Viðreisn og Bjarta framtíð kominn og það ætti að vera hægt að ljúka viðræðunum í þessari viku. Hins vegar standi mikilvæg mál enn út af borðinu. Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins fundaði með þingflokki sínum í morgun. Hann sagðist fá gott veganesti frá þingflokknum inn í viðræðurnar við hina flokkana. Þingflokkurinn hafi farið bæði yfir veikleika og styrkleika í stjórnarsamstarfi þessara flokka með lágmarks meirihluta á Alþingi.Evrópumálin erfið á þessum fundi? „Nei, nei þau eru í sjálfu sér ekkert risamál í þessum viðræðum,“ sagði Bjarni að loknum þingflokksfundi. Forseti Íslands veitti Bjarna umboð til myndunar ríkisstjórnar á föstudag og er þetta þriðja tilraun þessarra flokka til að ná saman. En nú eru liðnar tæpar tíu vikur frá kosningum. Formenn stjórnarmyndunarflokkanna komu síðan saman til fundar í alþingishúsinu rétt fyrir klukkan tvö og voru þar meira og minna í allan dag. Bjarni er bjartsýnn á að vikan dugi til að klára viðræðurnar.Dugar þessi vika til að klára viðræðurnar? „Það er alveg líklegt. Það getur alveg gert það,“ segir Bjarni. Hann segist hins vegar vera eins og áhorfandi að þeim tíðindum að Vinstri græn og Framsóknarflokkur hefðu rætt saman um samstarf við Sjálfstæðisflokkinn. Fyrri viðræður við þá flokka hefðu ekki leitt til niðurstöðu. Lilja Alfreðsdóttir varaformaður Framsóknarflokksins telur þó kallað eftir ssamstarfi þessara flokka, sem myndu hafa 39 þingmenn. „Já, það sem er auðvitað niðurstaða þessarra kosninga er að það er verið að kalla eftir slíkri stjórn. Og mér finnst verulega á það reynandi hvort að það væri möguleiki,“ sagði Lilja í viðtali við Þorbjörn Þórðarson fréttamann Stöðvar 2 í dag. Bjarni segist ekki vita hvort eitthvað ætti að koma á óvart við þennan áhuga þessarra flokka á samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn á þessari stundu. „Þetta hefur verið langt ferli og það hafa verið margar uppákomur á leiðinni. Margar tilraunir til að mynda ríkisstjórn og það kemur mér kannski ekki á óvart að viðhorfin breytist yfir tíma. En ég veit svo sem ekki um hvað er verið að ræða þarna,“ segir Bjarni.En þér finnst að þið ættuð að ná að klára þetta, þessir flokkar sem eru að ræða saman? „Já, við erum komin með allan ytri rammann að samstarfi og það eru ágætar líkur á að við getum lokið því. En það verður aðs egjast eins og er að það eru samt mikilvæg atriði sem standa enn útaf,“ segir Bjarni Benediktsson.
Kosningar 2016 Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Innlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Erlent Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Erlent Fleiri fréttir Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Guðmundur fetar í fótspor Sivjar Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Sjá meira