Körfubolti

Snæfell semur við nýjan Kana

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Christian Covile er mættur í Hólminn.
Christian Covile er mættur í Hólminn. vísir
Botnlið Snæfells í Domino´s-deild karla í körfubolta er búið að ganga frá samningi við nýjan bandarískan leikmann en samningi við Sefton Barrett, sem spilaði með liðinu fyrir áramót, var rift í desember.

Barrett fékk samning hjá finnska efstu deildar liðinu Nokia en í hans stað er mættur til leiks Christian David Covile. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Snæfelli.

Covile er 23 ára gamall og hefur leikið í neðri deildum ameríska háskólaboltans undanfarin ár. Hann útskrifaðist frá Adrian Bulldogs í vor þar sem hann skoraði 20,8 stig og tók 8,2 fráköst að meðaltali í leik.

Snæfellingar eru í skelfilegum málum í Domino´s-deildinni en eftir ellefu umferðir er liðið stigalaust á botninum og þarf kraftaverk ef meistararnir frá því 2010 eiga ekki að falla úr deildinni.

Tólfta umferðin fer af stað á fimmtudaginn en þá mætir Snæfell liði ÍR á heimavelli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×