Tólf manns handteknir vegna árásarinnar í Istanbúl Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 2. janúar 2017 23:15 Lögreglan hefur birt mynd af manninum og vonast til að fá hann nafngreindan. Vísir/AFP Tyrkneska lögreglan hefur gert áhlaup víðsvegar um Istanbúl og handtekið tólf manns í leit að manninum sem gerði árás á næturklúbb á nýársnótt og myrti 39 manns ásamt því að særa tæplega sjötíu. BBC greinir frá.Maðurinn réðst inn á næturklúbbinn Reina klukkan 1:30 að staðartíma, eða klukkan 22:30 á íslenskum tíma á nýársnótt og hóf skothríð á gesti staðarins sem þar voru samankomnir til þess að fagna áramótum. Sjá einnig: Þau féllu í árás hryðjuverkamannsins í IstanbúlAð sögn lögregluyfirvalda í borginni hefur lögreglan undir höndum fingraför árásarmannsins og hefur jafnframt birt myndir af honum á netinu. Vonast er til þess að hægt verði að nafngreina hann fljótlega. Sérsveit lögreglunnar hefur gert áhlaup víðsvegar um borgina og notað þyrlu við aðgerðir sínar. Talið er að hann sé frá Úsbekistan eða Kirgistan en um tveir þriðju af fórnarlömbum hans voru af erlendu bergi brotnir. Áður hefur komið fram að hryðjuverkasamtökin Íslamska ríkið hafa lýst yfir ábyrgð á árásinni. Lögreglan rannsakar nú hvort að maðurinn tengist sama hóp vígamanna og myrti tugi saklausra borgara á Ataturk flugvellinum í Istanbúl síðasta sumar. Hryðjuverkasamtökin sögðu meðal annars í yfirlýsingu sinni að árásin hefði verið framið af,,hetjulegum hermanni"sínum og sökuðu samtökin Tyrki um að úthella blóði múslíma með loftárásum sínum í Sýrlandi. Er þetta í fyrsta skipti sem samtökin hafa með beinum hætti lýst yfir ábyrgð sinni á hryðjuverkum í landinu. Lögreglan vonar að ekki einungis verði hægt að hafa hendur í hári mannsins heldur einnig þeirra sem taldir eru hafa aðstoðað hann. Kirgistan Tyrkland Tengdar fréttir ISIS lýsir yfir ábyrgð á skotárásinni 39 létu lífið og minnst 69 eru særðir, þar af fjórir í alvarlegu ástandi. 2. janúar 2017 08:03 Þau féllu í árás hryðjuverkamannsins í Istanbúl Leit stendur enn yfir að manninum sem varð 39 manns að bana og særði tæplega sjötíu í árás í Istanbúl á nýársnótt. 2. janúar 2017 10:10 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Fleiri fréttir Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Sjá meira
Tyrkneska lögreglan hefur gert áhlaup víðsvegar um Istanbúl og handtekið tólf manns í leit að manninum sem gerði árás á næturklúbb á nýársnótt og myrti 39 manns ásamt því að særa tæplega sjötíu. BBC greinir frá.Maðurinn réðst inn á næturklúbbinn Reina klukkan 1:30 að staðartíma, eða klukkan 22:30 á íslenskum tíma á nýársnótt og hóf skothríð á gesti staðarins sem þar voru samankomnir til þess að fagna áramótum. Sjá einnig: Þau féllu í árás hryðjuverkamannsins í IstanbúlAð sögn lögregluyfirvalda í borginni hefur lögreglan undir höndum fingraför árásarmannsins og hefur jafnframt birt myndir af honum á netinu. Vonast er til þess að hægt verði að nafngreina hann fljótlega. Sérsveit lögreglunnar hefur gert áhlaup víðsvegar um borgina og notað þyrlu við aðgerðir sínar. Talið er að hann sé frá Úsbekistan eða Kirgistan en um tveir þriðju af fórnarlömbum hans voru af erlendu bergi brotnir. Áður hefur komið fram að hryðjuverkasamtökin Íslamska ríkið hafa lýst yfir ábyrgð á árásinni. Lögreglan rannsakar nú hvort að maðurinn tengist sama hóp vígamanna og myrti tugi saklausra borgara á Ataturk flugvellinum í Istanbúl síðasta sumar. Hryðjuverkasamtökin sögðu meðal annars í yfirlýsingu sinni að árásin hefði verið framið af,,hetjulegum hermanni"sínum og sökuðu samtökin Tyrki um að úthella blóði múslíma með loftárásum sínum í Sýrlandi. Er þetta í fyrsta skipti sem samtökin hafa með beinum hætti lýst yfir ábyrgð sinni á hryðjuverkum í landinu. Lögreglan vonar að ekki einungis verði hægt að hafa hendur í hári mannsins heldur einnig þeirra sem taldir eru hafa aðstoðað hann.
Kirgistan Tyrkland Tengdar fréttir ISIS lýsir yfir ábyrgð á skotárásinni 39 létu lífið og minnst 69 eru særðir, þar af fjórir í alvarlegu ástandi. 2. janúar 2017 08:03 Þau féllu í árás hryðjuverkamannsins í Istanbúl Leit stendur enn yfir að manninum sem varð 39 manns að bana og særði tæplega sjötíu í árás í Istanbúl á nýársnótt. 2. janúar 2017 10:10 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Fleiri fréttir Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Sjá meira
ISIS lýsir yfir ábyrgð á skotárásinni 39 létu lífið og minnst 69 eru særðir, þar af fjórir í alvarlegu ástandi. 2. janúar 2017 08:03
Þau féllu í árás hryðjuverkamannsins í Istanbúl Leit stendur enn yfir að manninum sem varð 39 manns að bana og særði tæplega sjötíu í árás í Istanbúl á nýársnótt. 2. janúar 2017 10:10