Gleðilegt siðbótarár Sigurvin Lárus Jónsson skrifar 3. janúar 2017 11:00 Þann 21. október næstkomandi verða 500 ár liðin frá því að siðbót Marteins Lúthers hófst. Þann dag árið 1517 lagði hann fram 95 guðfræðikenningar, sem helgisögn segir að voru negldar á dómkirkjudyrnar í Wittenberg. Fáir hugsuðir hafa haft víðtækari áhrif á trú, menningu og samfélagsgerð Evrópu en Lúther. Óhætt er að fullyrða að hugsun hans hafi með beinum hætti lagt grundvöllinn að samfélagi Norður-Þýskalands og Skandinavíu og með óbeinum hætti haft áhrif á trú og menningu álfunnar allrar. Nokkrir þættir vega þar þyngst að áliti fræðimanna: Þar ber fyrst að nefna samfélagssýn hans um almennan prestdóm, sem afhelgaði preststarfið og helgaði störf allra stétta, er hafði afgerandi áhrif á vinnusiðgæði mótmælenda. Þá kall hans til samábyrgðar á þeim sem standa höllum fæti í samfélaginu, sem lagði grunn að hugmyndum um velferðarríkið. Loks leiddi áhersla hans á læsi og aðgengi almennings að Biblíunni á þjóðtungum til helgihalds á íslensku, útgáfu biblíuþýðinga og lestrarkennslu almennings. Mikil gróska er í rannsóknum í háskólum beggja vegna Atlantshafsins í tilefni siðbótarafmælisins og víða eru hátíðarhöld í kirkjum sem rekja upphaf sitt til siðbótarinnar. Hápunktar siðbótarafmælisins eru annars vegar söguleg guðsþjónusta páfa og lúterska heimsambandsins í Lundardómkirkju á liðnu ári og hins vegar siðbótardagurinn í Þýskalandi á komandi ári, þar sem haldin verður hátíð með fjölbreyttum viðburðum um allt sambandslýðveldið. Undanfarið misseri hef ég lesið við Emory-háskóla í Bandaríkjunum og guðfræðibókasafn skólans, Pitts Theological Library, hefur í tilefni siðbótarafmælisins verið með sýningar á merkilegum safnkosti þess. Bókasafnið hefur lagt áherslu á að safna siðbótarritum frá tímabilinu 1517-1570 og býr yfir 3.500 bókum og fágætum handritum aðallega frá Þýskalandi. Núverandi sýning blandar saman frumhandritum Lúthers og tréristum Lucas Cranach en hann miðlaði hugmyndum Lúthers um lögmál og fagnaðarerindi í myndmáli í bókum siðbótarinnar. Sambærilegar sýningar er að finna í stærri guðfræðibókasöfnum um allan heim um þessar mundir. Mótmælin mörkuðu vatnaskilÞó tími og framfarir aðskilji okkur frá upphafi siðbótarinnar er arfleifð hennar hvorki úreld né óspennandi. Lúther var gagnrýninn á hugmyndafræði og auðskiptingu síns tíma og mótmæli hans mörkuðu vatnaskil í vestrænni hugsun. Hann var menntamaður sem nálgaðist samtíma sinn og trúararf með gagnrýnum augum og boðaði mannsmynd sem er í senn bjartsýn og raunsæ. Manneskjan er samkvæmt Lúther samtímis réttlát og syndug, megnug þess að velja hið góða með Guðs hjálp eða að lifa á eigin forsendum án tillits til annarra. Við erum í senn þrælbundin af afleiðingum gjörða okkar og alfrjáls til að velja og hafna þeirri ábyrgð. Mikilvægust er þó sú hugsun að verðgildi manneskjunnar byggir ekki á verkum hennar eða aðstæðum, heldur er hver manneskja elskuð og elskuverð á þeirri forsendu einni að vera sköpun Guðs. Sú hugsun er forsenda mannréttindahugmynda samtímans. Á afmælisári siðbótarinnar gefst einstakt tækifæri til að skoða og meta arfleifð Marteins Lúthers í sögu okkar og menningu. Íslenskir guðfræðingar hafa þegar sett af stað málþingaröð um siðbótarrannsóknir og kirkjur landsins munu með fjölbreyttum hætti minnast afmælisins á árinu. Það er full ástæða til að hvetja stofnanir og skóla landsins til að nota tækifærið og kynna siðbótina á komandi ári. Ekkert svið íslenskrar menningar er ósnortið af anda siðbótarinnar, þó þau áhrif séu svo sjálfgefin og samofin menningunni að þau eru oft hulin sjónum okkar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurvin Lárus Jónsson Mest lesið Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson Skoðun Dóra Björt er ljúfur nagli Eydís Sara Óskarsdóttir Skoðun Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir Skoðun Hugmyndin fyrir brandara – hakakró! Maciej Szott Skoðun Framtíð íslenskunnar í alþjóðlegan heimi Alaina Bush Skoðun 4% – varúðarviðmið sem byggist á vísindum Lísa Anne Libungan Skoðun Skoðun Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Endurræsum fyrir börnin okkar og kennarana Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hugmyndin fyrir brandara – hakakró! Maciej Szott skrifar Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Dóra Björt er ljúfur nagli Eydís Sara Óskarsdóttir skrifar Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar Skoðun Steinunn GG hefur það sem mestu skiptir Sverrir Þórisson skrifar Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason skrifar Skoðun Framtíð íslenskunnar í alþjóðlegan heimi Alaina Bush skrifar Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun 4% – varúðarviðmið sem byggist á vísindum Lísa Anne Libungan skrifar Skoðun Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Að leiðast er ekki alltaf leiðinlegt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Loftslagsáhætta er öryggismál Jóhann Páll Jóhannsson,Johan Rockström skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Skoðun Einn deilibíll kemur í stað 16 einkabíla Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar Skoðun Lestrarkennsla íslenskra barna Ingibjörg Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Kópavogsmódelið fullkomið ? Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Orðum fylgir ábyrgð – líka þegar rætt er um loftslagsbreytingar Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Uppbygging félagslegs húsnæðis – með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Orðræða sem sameinar – ekki sundrar Sandra Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Þann 21. október næstkomandi verða 500 ár liðin frá því að siðbót Marteins Lúthers hófst. Þann dag árið 1517 lagði hann fram 95 guðfræðikenningar, sem helgisögn segir að voru negldar á dómkirkjudyrnar í Wittenberg. Fáir hugsuðir hafa haft víðtækari áhrif á trú, menningu og samfélagsgerð Evrópu en Lúther. Óhætt er að fullyrða að hugsun hans hafi með beinum hætti lagt grundvöllinn að samfélagi Norður-Þýskalands og Skandinavíu og með óbeinum hætti haft áhrif á trú og menningu álfunnar allrar. Nokkrir þættir vega þar þyngst að áliti fræðimanna: Þar ber fyrst að nefna samfélagssýn hans um almennan prestdóm, sem afhelgaði preststarfið og helgaði störf allra stétta, er hafði afgerandi áhrif á vinnusiðgæði mótmælenda. Þá kall hans til samábyrgðar á þeim sem standa höllum fæti í samfélaginu, sem lagði grunn að hugmyndum um velferðarríkið. Loks leiddi áhersla hans á læsi og aðgengi almennings að Biblíunni á þjóðtungum til helgihalds á íslensku, útgáfu biblíuþýðinga og lestrarkennslu almennings. Mikil gróska er í rannsóknum í háskólum beggja vegna Atlantshafsins í tilefni siðbótarafmælisins og víða eru hátíðarhöld í kirkjum sem rekja upphaf sitt til siðbótarinnar. Hápunktar siðbótarafmælisins eru annars vegar söguleg guðsþjónusta páfa og lúterska heimsambandsins í Lundardómkirkju á liðnu ári og hins vegar siðbótardagurinn í Þýskalandi á komandi ári, þar sem haldin verður hátíð með fjölbreyttum viðburðum um allt sambandslýðveldið. Undanfarið misseri hef ég lesið við Emory-háskóla í Bandaríkjunum og guðfræðibókasafn skólans, Pitts Theological Library, hefur í tilefni siðbótarafmælisins verið með sýningar á merkilegum safnkosti þess. Bókasafnið hefur lagt áherslu á að safna siðbótarritum frá tímabilinu 1517-1570 og býr yfir 3.500 bókum og fágætum handritum aðallega frá Þýskalandi. Núverandi sýning blandar saman frumhandritum Lúthers og tréristum Lucas Cranach en hann miðlaði hugmyndum Lúthers um lögmál og fagnaðarerindi í myndmáli í bókum siðbótarinnar. Sambærilegar sýningar er að finna í stærri guðfræðibókasöfnum um allan heim um þessar mundir. Mótmælin mörkuðu vatnaskilÞó tími og framfarir aðskilji okkur frá upphafi siðbótarinnar er arfleifð hennar hvorki úreld né óspennandi. Lúther var gagnrýninn á hugmyndafræði og auðskiptingu síns tíma og mótmæli hans mörkuðu vatnaskil í vestrænni hugsun. Hann var menntamaður sem nálgaðist samtíma sinn og trúararf með gagnrýnum augum og boðaði mannsmynd sem er í senn bjartsýn og raunsæ. Manneskjan er samkvæmt Lúther samtímis réttlát og syndug, megnug þess að velja hið góða með Guðs hjálp eða að lifa á eigin forsendum án tillits til annarra. Við erum í senn þrælbundin af afleiðingum gjörða okkar og alfrjáls til að velja og hafna þeirri ábyrgð. Mikilvægust er þó sú hugsun að verðgildi manneskjunnar byggir ekki á verkum hennar eða aðstæðum, heldur er hver manneskja elskuð og elskuverð á þeirri forsendu einni að vera sköpun Guðs. Sú hugsun er forsenda mannréttindahugmynda samtímans. Á afmælisári siðbótarinnar gefst einstakt tækifæri til að skoða og meta arfleifð Marteins Lúthers í sögu okkar og menningu. Íslenskir guðfræðingar hafa þegar sett af stað málþingaröð um siðbótarrannsóknir og kirkjur landsins munu með fjölbreyttum hætti minnast afmælisins á árinu. Það er full ástæða til að hvetja stofnanir og skóla landsins til að nota tækifærið og kynna siðbótina á komandi ári. Ekkert svið íslenskrar menningar er ósnortið af anda siðbótarinnar, þó þau áhrif séu svo sjálfgefin og samofin menningunni að þau eru oft hulin sjónum okkar.
Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar
Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar
Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar