Gleðilegt siðbótarár Sigurvin Lárus Jónsson skrifar 3. janúar 2017 11:00 Þann 21. október næstkomandi verða 500 ár liðin frá því að siðbót Marteins Lúthers hófst. Þann dag árið 1517 lagði hann fram 95 guðfræðikenningar, sem helgisögn segir að voru negldar á dómkirkjudyrnar í Wittenberg. Fáir hugsuðir hafa haft víðtækari áhrif á trú, menningu og samfélagsgerð Evrópu en Lúther. Óhætt er að fullyrða að hugsun hans hafi með beinum hætti lagt grundvöllinn að samfélagi Norður-Þýskalands og Skandinavíu og með óbeinum hætti haft áhrif á trú og menningu álfunnar allrar. Nokkrir þættir vega þar þyngst að áliti fræðimanna: Þar ber fyrst að nefna samfélagssýn hans um almennan prestdóm, sem afhelgaði preststarfið og helgaði störf allra stétta, er hafði afgerandi áhrif á vinnusiðgæði mótmælenda. Þá kall hans til samábyrgðar á þeim sem standa höllum fæti í samfélaginu, sem lagði grunn að hugmyndum um velferðarríkið. Loks leiddi áhersla hans á læsi og aðgengi almennings að Biblíunni á þjóðtungum til helgihalds á íslensku, útgáfu biblíuþýðinga og lestrarkennslu almennings. Mikil gróska er í rannsóknum í háskólum beggja vegna Atlantshafsins í tilefni siðbótarafmælisins og víða eru hátíðarhöld í kirkjum sem rekja upphaf sitt til siðbótarinnar. Hápunktar siðbótarafmælisins eru annars vegar söguleg guðsþjónusta páfa og lúterska heimsambandsins í Lundardómkirkju á liðnu ári og hins vegar siðbótardagurinn í Þýskalandi á komandi ári, þar sem haldin verður hátíð með fjölbreyttum viðburðum um allt sambandslýðveldið. Undanfarið misseri hef ég lesið við Emory-háskóla í Bandaríkjunum og guðfræðibókasafn skólans, Pitts Theological Library, hefur í tilefni siðbótarafmælisins verið með sýningar á merkilegum safnkosti þess. Bókasafnið hefur lagt áherslu á að safna siðbótarritum frá tímabilinu 1517-1570 og býr yfir 3.500 bókum og fágætum handritum aðallega frá Þýskalandi. Núverandi sýning blandar saman frumhandritum Lúthers og tréristum Lucas Cranach en hann miðlaði hugmyndum Lúthers um lögmál og fagnaðarerindi í myndmáli í bókum siðbótarinnar. Sambærilegar sýningar er að finna í stærri guðfræðibókasöfnum um allan heim um þessar mundir. Mótmælin mörkuðu vatnaskilÞó tími og framfarir aðskilji okkur frá upphafi siðbótarinnar er arfleifð hennar hvorki úreld né óspennandi. Lúther var gagnrýninn á hugmyndafræði og auðskiptingu síns tíma og mótmæli hans mörkuðu vatnaskil í vestrænni hugsun. Hann var menntamaður sem nálgaðist samtíma sinn og trúararf með gagnrýnum augum og boðaði mannsmynd sem er í senn bjartsýn og raunsæ. Manneskjan er samkvæmt Lúther samtímis réttlát og syndug, megnug þess að velja hið góða með Guðs hjálp eða að lifa á eigin forsendum án tillits til annarra. Við erum í senn þrælbundin af afleiðingum gjörða okkar og alfrjáls til að velja og hafna þeirri ábyrgð. Mikilvægust er þó sú hugsun að verðgildi manneskjunnar byggir ekki á verkum hennar eða aðstæðum, heldur er hver manneskja elskuð og elskuverð á þeirri forsendu einni að vera sköpun Guðs. Sú hugsun er forsenda mannréttindahugmynda samtímans. Á afmælisári siðbótarinnar gefst einstakt tækifæri til að skoða og meta arfleifð Marteins Lúthers í sögu okkar og menningu. Íslenskir guðfræðingar hafa þegar sett af stað málþingaröð um siðbótarrannsóknir og kirkjur landsins munu með fjölbreyttum hætti minnast afmælisins á árinu. Það er full ástæða til að hvetja stofnanir og skóla landsins til að nota tækifærið og kynna siðbótina á komandi ári. Ekkert svið íslenskrar menningar er ósnortið af anda siðbótarinnar, þó þau áhrif séu svo sjálfgefin og samofin menningunni að þau eru oft hulin sjónum okkar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurvin Lárus Jónsson Mest lesið Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson Skoðun Skoðun Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Þann 21. október næstkomandi verða 500 ár liðin frá því að siðbót Marteins Lúthers hófst. Þann dag árið 1517 lagði hann fram 95 guðfræðikenningar, sem helgisögn segir að voru negldar á dómkirkjudyrnar í Wittenberg. Fáir hugsuðir hafa haft víðtækari áhrif á trú, menningu og samfélagsgerð Evrópu en Lúther. Óhætt er að fullyrða að hugsun hans hafi með beinum hætti lagt grundvöllinn að samfélagi Norður-Þýskalands og Skandinavíu og með óbeinum hætti haft áhrif á trú og menningu álfunnar allrar. Nokkrir þættir vega þar þyngst að áliti fræðimanna: Þar ber fyrst að nefna samfélagssýn hans um almennan prestdóm, sem afhelgaði preststarfið og helgaði störf allra stétta, er hafði afgerandi áhrif á vinnusiðgæði mótmælenda. Þá kall hans til samábyrgðar á þeim sem standa höllum fæti í samfélaginu, sem lagði grunn að hugmyndum um velferðarríkið. Loks leiddi áhersla hans á læsi og aðgengi almennings að Biblíunni á þjóðtungum til helgihalds á íslensku, útgáfu biblíuþýðinga og lestrarkennslu almennings. Mikil gróska er í rannsóknum í háskólum beggja vegna Atlantshafsins í tilefni siðbótarafmælisins og víða eru hátíðarhöld í kirkjum sem rekja upphaf sitt til siðbótarinnar. Hápunktar siðbótarafmælisins eru annars vegar söguleg guðsþjónusta páfa og lúterska heimsambandsins í Lundardómkirkju á liðnu ári og hins vegar siðbótardagurinn í Þýskalandi á komandi ári, þar sem haldin verður hátíð með fjölbreyttum viðburðum um allt sambandslýðveldið. Undanfarið misseri hef ég lesið við Emory-háskóla í Bandaríkjunum og guðfræðibókasafn skólans, Pitts Theological Library, hefur í tilefni siðbótarafmælisins verið með sýningar á merkilegum safnkosti þess. Bókasafnið hefur lagt áherslu á að safna siðbótarritum frá tímabilinu 1517-1570 og býr yfir 3.500 bókum og fágætum handritum aðallega frá Þýskalandi. Núverandi sýning blandar saman frumhandritum Lúthers og tréristum Lucas Cranach en hann miðlaði hugmyndum Lúthers um lögmál og fagnaðarerindi í myndmáli í bókum siðbótarinnar. Sambærilegar sýningar er að finna í stærri guðfræðibókasöfnum um allan heim um þessar mundir. Mótmælin mörkuðu vatnaskilÞó tími og framfarir aðskilji okkur frá upphafi siðbótarinnar er arfleifð hennar hvorki úreld né óspennandi. Lúther var gagnrýninn á hugmyndafræði og auðskiptingu síns tíma og mótmæli hans mörkuðu vatnaskil í vestrænni hugsun. Hann var menntamaður sem nálgaðist samtíma sinn og trúararf með gagnrýnum augum og boðaði mannsmynd sem er í senn bjartsýn og raunsæ. Manneskjan er samkvæmt Lúther samtímis réttlát og syndug, megnug þess að velja hið góða með Guðs hjálp eða að lifa á eigin forsendum án tillits til annarra. Við erum í senn þrælbundin af afleiðingum gjörða okkar og alfrjáls til að velja og hafna þeirri ábyrgð. Mikilvægust er þó sú hugsun að verðgildi manneskjunnar byggir ekki á verkum hennar eða aðstæðum, heldur er hver manneskja elskuð og elskuverð á þeirri forsendu einni að vera sköpun Guðs. Sú hugsun er forsenda mannréttindahugmynda samtímans. Á afmælisári siðbótarinnar gefst einstakt tækifæri til að skoða og meta arfleifð Marteins Lúthers í sögu okkar og menningu. Íslenskir guðfræðingar hafa þegar sett af stað málþingaröð um siðbótarrannsóknir og kirkjur landsins munu með fjölbreyttum hætti minnast afmælisins á árinu. Það er full ástæða til að hvetja stofnanir og skóla landsins til að nota tækifærið og kynna siðbótina á komandi ári. Ekkert svið íslenskrar menningar er ósnortið af anda siðbótarinnar, þó þau áhrif séu svo sjálfgefin og samofin menningunni að þau eru oft hulin sjónum okkar.
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun