Körfubolti

Atlanta hafði betur gegn San Antonio í framlengingu | Myndband

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Atlanta Hawks lagði San Antonio Spurs, 114-112, í framlengdum leik í NBA-deildinni í körfubolta í nótt en Tim Hardaway Jr. jafnaði leikinn með þriggja stiga körfu þegar 3,3 sekúndur voru eftir til að koma honum í framlengingu. Hann skoraði svo níu stig í framlengingunni er Atlanta vann langþráðan sigur á Spurs.

Paul Millsap fór á kostum fyrir heimamenn en hann skoraði 32 stig og tók þrettán fráköst. Hardaway kom inn af bekknum og skoraði 29 stig á 31 mínútu í þessum flotta sigri Atlanta sem er nú búið að vinna 18 leiki en tapa 16.

CJ McCollum átti einnig stórleik fyrir Portland er liðið hafði betur á útivelli gegn Minnesota Timberwolves. Þessi mikla skytta skoraði 43 stig en han hitti úr þremur af sex skotum sínum fyrir utan þriggja stiga línuna og átta af níu vítaskotum sínum.

Annar maður sem byrjaði nýtt ár frábærlega var Kyle Lowry, leikstjórnandi Toronto Raptors sem vann öruggan sigur á Lakers, 123-114, í nótt.

Lowry skoraði 41 stig auk þess sem hann gaf sjö stoðsendingar og tók níu fráköst. Hann hitti úr sex af sjö þriggja stiga skotum sínum og setti niður ellefu af þrettán vítaskotum.

Staðan í deildinni.

Úrslit næturinnar:

Atlanta Hawks - San Antonio Spurs 114-112

Miami Heat - Detroit Pistons 98-107

Indiana Pacers - Orlando Magic 117-104

Minnesota Timberwolves - Portland Trail Blazers 89-95

LA Lakers - Toronto Raptors 114-123

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×