Trump um tölvuárásir Rússa: Ég veit hluti sem annað fólk veit ekki Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 1. janúar 2017 16:41 Donald Trump veit margt sem við vitum ekki. Nordicphotos/AFP Donald Trump hefur haldið áfram að lýsa efasemdum um þátttöku Rússa í sigri hans í bandarísku forsetakosningunum. Hann tjáði sig um þessi mál við fjölmiðla á síðasta kvöldi ársins. Guardian greinir frá. Trump sagði þar meðal annars að menn mættu ekki vera of fljótir að skella skuldinni á Rússa fyrir tölvuárásir sem verið hafa í umræðunni. Bandaríska alríkislögreglan, leyniþjónustan CIA, Homeland Security og aðrar stofnanir hafa áður haldið því fram að Rússar hafi haft afskipti af kosningunum. Trump gefur hins vegar lítið fyrir það. ,,Ég vil bara að menn séu vissir, því þetta eru alvarlegar ásakanir” sagði Trump. “Ef þú lítur á dæmið með gereyðingarvopnin, að þá var það algjört klúður og þeir höfðu rangt fyrir sér” en þar átti Trump við gögn bandarísku leyniþjónustunnar sem sýndu fram á að gereyðingarvopn hefðu verið í Írak og notuð voru til að réttlæta innrás Bandaríkjanna í landið árið 2003 þrátt fyrir að síðar hefði komið í ljós að svo hefði ekki verið. Barack Obama, núverandi forseti hefur hins vegar tekið gögn leyniþjónustunnar alvarlega með því meðal annars að fyrirskipa brottrekstur 35 rússneskra erindreka úr landi. Trump hefur sett sig upp á móti ákvörðunum Obama. ,,Ég vil að þeir séu vissir. Ég held að þetta sé ósanngjarnt ef þeir vita það ekki. Ég veit mikið um tölvuárásir. Það er mjög erfitt að sanna hver stendur að baki slíkra árása. Ég veit líka hluti sem annað folk veit ekki svo við getum ekki verið viss.” Aðspurður um hvaða hlutir það væri sagði hann að hann myndi upplýsa fjölmiðla um það á þriðjudaginn eða miðvikudaginn. Trump hefur í langan tíma efast um sannleiksgildi upplýsinga bandarískra stofnanna um tölvuárásir Rússa og sagt að Kínverjar eða einstaklingar gætu allt eins verið að baki þeirra. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Fleiri fréttir Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Sjá meira
Donald Trump hefur haldið áfram að lýsa efasemdum um þátttöku Rússa í sigri hans í bandarísku forsetakosningunum. Hann tjáði sig um þessi mál við fjölmiðla á síðasta kvöldi ársins. Guardian greinir frá. Trump sagði þar meðal annars að menn mættu ekki vera of fljótir að skella skuldinni á Rússa fyrir tölvuárásir sem verið hafa í umræðunni. Bandaríska alríkislögreglan, leyniþjónustan CIA, Homeland Security og aðrar stofnanir hafa áður haldið því fram að Rússar hafi haft afskipti af kosningunum. Trump gefur hins vegar lítið fyrir það. ,,Ég vil bara að menn séu vissir, því þetta eru alvarlegar ásakanir” sagði Trump. “Ef þú lítur á dæmið með gereyðingarvopnin, að þá var það algjört klúður og þeir höfðu rangt fyrir sér” en þar átti Trump við gögn bandarísku leyniþjónustunnar sem sýndu fram á að gereyðingarvopn hefðu verið í Írak og notuð voru til að réttlæta innrás Bandaríkjanna í landið árið 2003 þrátt fyrir að síðar hefði komið í ljós að svo hefði ekki verið. Barack Obama, núverandi forseti hefur hins vegar tekið gögn leyniþjónustunnar alvarlega með því meðal annars að fyrirskipa brottrekstur 35 rússneskra erindreka úr landi. Trump hefur sett sig upp á móti ákvörðunum Obama. ,,Ég vil að þeir séu vissir. Ég held að þetta sé ósanngjarnt ef þeir vita það ekki. Ég veit mikið um tölvuárásir. Það er mjög erfitt að sanna hver stendur að baki slíkra árása. Ég veit líka hluti sem annað folk veit ekki svo við getum ekki verið viss.” Aðspurður um hvaða hlutir það væri sagði hann að hann myndi upplýsa fjölmiðla um það á þriðjudaginn eða miðvikudaginn. Trump hefur í langan tíma efast um sannleiksgildi upplýsinga bandarískra stofnanna um tölvuárásir Rússa og sagt að Kínverjar eða einstaklingar gætu allt eins verið að baki þeirra.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Fleiri fréttir Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Sjá meira