Skipstjóri Regina C segir úlfalda gerðan úr mýflugu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. janúar 2017 19:24 Regina C við bryggju í Hafnarfirði í gærkvöldi. Á myndinni má sjá þegar lögreglubíll flytur skipverja af Polar Nanoq frá höfninni um miðnætti í gær. Vísir Jóan Pauli, skipstjóri á grænlenska togaranum Regina C, segir það ekki rétt að verið sé að senda grænlenska skipverja heim fyrr en ætlað var vegna þess að þeir hafi orðið fyrir aðkasti Íslendinga. Grænlendingarnir fljúga heim til Nuuk í kvöld eins og til stóð allan tímann. Grænlenska ríkisútvarpið greindi frá því í dag að skipverjarnir hefðu orðið fyrir aðkasti í íslenskri verslun þar sem þeir voru að kaupa sér sælgæti og tímarit. Haft var eftir Svend Christensen að mennirnir hefðu fengið orð í eyra í umræddri búð, þeim verið blótað og því hafi verið tekin sú ákvörðun að dvelja ekki lengur á Íslandi í ljósi þessa.Tvær ókurteisar konur Svend Christensen var ekki svo harðorður í samtali við Vísi í dag en hann fékk upplýsingarnar um málið frá starfsmanni á skrifstofunni í Nuuk. Virðist sem upplýsingarnar hafi eitthvað skolast til. Skipstjórinn Jóan Pauli frá Færeyjum segir að verið sé að gera úlfalda úr mýflugu. Fyrir það fyrsta hafi aðeins einn úr áhöfninni farið í umrædda búð. Skipverjanum hafi ekki verið vísað úr búðinni af verslunareigendum heldur hafi tvær konur sagt honum að vera úti. Hann segir ekki ástæðu til að gefa upp í hvaða verslun þetta hafi gerst enda ekki við verslunareigendur að sakast. Jóán og skipverjarnir skilji vel reiði almennings í ljósi þess alvarlega máls sem hvarf Birna Brjánsdóttir sé. Þeir hafi sjálfir fylgst með gangi mála í gærkvöldi þegar Polar Nanoq kom í Hafnarfjarðarhöfn en Regina C liggur við sama bakka og Polar Nanoq. Skipverjar gera sér vel grein fyrir umstangi málsins. Skipverjar hafi á því skilning. Af þeim sökum hafi þeir meðvitað ákveðið að vera lítið á meðal almennings, ekki skellt sér á krá eða neitt slíkt.Áttu að halda heim í dag Þeir hafi alltaf fengið góðar móttökur á Íslandi ef frá er talið þetta atvik í dag sem þeir taka sjálfir ekki alvarlega að sögn Jóans. Þá hafi legið fyrir, þegar haldið var frá Nuuk í Grænlandi þann 12. janúar síðastliðinn til Íslands, að umræddir skipverjar færu aftur til Grænlands í dag. Það sé því engin breyting á því að sögn Jóans. Svend segir að Regina C hafi verið reglulegur gestur í höfnum Íslands, bæði á Akureyri og Hafnarfirði. Samskiptin hafi alltaf verið góð og vonar hann að það verði uppi á teningnum eftir þrjár vikur þegar hann mætir sjálfur ásamt áhöfn til að sækja Reginu C. Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Grænlenskir sjómenn sendir heim af ótta við reiði Íslendinga Grænlenskir menn úr áhöfn togarans Regina C, upplifa sig ekki velkomna á Íslandi. 19. janúar 2017 17:45 Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Hitnar undir feldi Péturs Innlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fleiri fréttir Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Sjá meira
Jóan Pauli, skipstjóri á grænlenska togaranum Regina C, segir það ekki rétt að verið sé að senda grænlenska skipverja heim fyrr en ætlað var vegna þess að þeir hafi orðið fyrir aðkasti Íslendinga. Grænlendingarnir fljúga heim til Nuuk í kvöld eins og til stóð allan tímann. Grænlenska ríkisútvarpið greindi frá því í dag að skipverjarnir hefðu orðið fyrir aðkasti í íslenskri verslun þar sem þeir voru að kaupa sér sælgæti og tímarit. Haft var eftir Svend Christensen að mennirnir hefðu fengið orð í eyra í umræddri búð, þeim verið blótað og því hafi verið tekin sú ákvörðun að dvelja ekki lengur á Íslandi í ljósi þessa.Tvær ókurteisar konur Svend Christensen var ekki svo harðorður í samtali við Vísi í dag en hann fékk upplýsingarnar um málið frá starfsmanni á skrifstofunni í Nuuk. Virðist sem upplýsingarnar hafi eitthvað skolast til. Skipstjórinn Jóan Pauli frá Færeyjum segir að verið sé að gera úlfalda úr mýflugu. Fyrir það fyrsta hafi aðeins einn úr áhöfninni farið í umrædda búð. Skipverjanum hafi ekki verið vísað úr búðinni af verslunareigendum heldur hafi tvær konur sagt honum að vera úti. Hann segir ekki ástæðu til að gefa upp í hvaða verslun þetta hafi gerst enda ekki við verslunareigendur að sakast. Jóán og skipverjarnir skilji vel reiði almennings í ljósi þess alvarlega máls sem hvarf Birna Brjánsdóttir sé. Þeir hafi sjálfir fylgst með gangi mála í gærkvöldi þegar Polar Nanoq kom í Hafnarfjarðarhöfn en Regina C liggur við sama bakka og Polar Nanoq. Skipverjar gera sér vel grein fyrir umstangi málsins. Skipverjar hafi á því skilning. Af þeim sökum hafi þeir meðvitað ákveðið að vera lítið á meðal almennings, ekki skellt sér á krá eða neitt slíkt.Áttu að halda heim í dag Þeir hafi alltaf fengið góðar móttökur á Íslandi ef frá er talið þetta atvik í dag sem þeir taka sjálfir ekki alvarlega að sögn Jóans. Þá hafi legið fyrir, þegar haldið var frá Nuuk í Grænlandi þann 12. janúar síðastliðinn til Íslands, að umræddir skipverjar færu aftur til Grænlands í dag. Það sé því engin breyting á því að sögn Jóans. Svend segir að Regina C hafi verið reglulegur gestur í höfnum Íslands, bæði á Akureyri og Hafnarfirði. Samskiptin hafi alltaf verið góð og vonar hann að það verði uppi á teningnum eftir þrjár vikur þegar hann mætir sjálfur ásamt áhöfn til að sækja Reginu C.
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Grænlenskir sjómenn sendir heim af ótta við reiði Íslendinga Grænlenskir menn úr áhöfn togarans Regina C, upplifa sig ekki velkomna á Íslandi. 19. janúar 2017 17:45 Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Hitnar undir feldi Péturs Innlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fleiri fréttir Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Sjá meira
Grænlenskir sjómenn sendir heim af ótta við reiði Íslendinga Grænlenskir menn úr áhöfn togarans Regina C, upplifa sig ekki velkomna á Íslandi. 19. janúar 2017 17:45