Bein útsending: Polar Nanoq kemur til hafnar í Hafnarfirði Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. janúar 2017 22:30 Þrír skipverjar á grænlenska togaranum Polar Nanoq hafa verið handteknir grunaðir um að hafa upplýsingar sem tengjast hvarfinu á Birnu Brjánsdóttur. Reiknað er með því að Polar Nanoq leggist að bryggju um klukkan 23 í kvöld. Öllu svæðinu við Hafnarfjarðarhöfn hefur verið lokað fyrir almenningi. Töluverð umferð hefur verið á svæðinu í dag og í kvöld en Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókn málsins, segir viðbúið að töluvert verði af fólki við Hafnarfjarðarhöfn í kvöld. Hvetja almenning til að halda sig heima Þeim tilmælum er beint til almennings að halda sig heima. Ásgeir Þór Ásgeirsson yfirlögregluþjónn hvetur fólk til að fylgjast frekar með málinu í fjölmiðlum. Polar Nanoq hélt áleiðis til Íslands fyrir tæpum sólarhring. Um hádegisbil í dag fóru sérsveitarmenn um borð í togarann og handtóku tvo grænlenska skipverja. Þriðji skipverjinn var svo handtekinn á tíunda tímanum í kvöld. Fjölmiðlar hafa takmarkaðan aðgang að lokaða svæðinu en þó meiri en almenningur. Vísir verður með beina útsendingu frá komu skipsins í Hafnarfjarðarhöfn. Lögregla er meðvituð um útsendinguna.Aðrir skipverjar frjálsir ferða sinna Við komu skipsins í Hafnarfjarðarhöfn verða hinir grunuðu fluttir frá borði í fylgd lögreglu. Lögreglumenn munu fara um borð í skipið og það skoðað fram á nótt. Aðrir skipverjar eru frjálsir ferða sinna hér á landi en munu, einhverjir að minnsta kosti, verða fengnir í skýrslutöku hjá lögreglu. Lögregla hefur til hádegis á morgun til að fara fram á gæsluvarðhald yfir mönnunum sem handteknir voru í hádeginu í dag en til 20:30 annað kvöld til að fara fram á gæsluvarðhald yfir þriðja manninum. Uppfært klukkan 00.40. Útsendingunni er nú lokið. Upptaka af henni er aðgengileg í spilaranum efst í fréttinni. Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Grímur Grímsson: „Ég hvet til þess að það sé ekki einhver múgæsingur“ Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókn á hvarfi Birnu Brjánsdóttur, segir lögregluna hafa fengið mikið af ábendingum frá almenningi. 18. janúar 2017 09:39 Þriðji skipverjinn handtekinn Einnig Grænlendingur líkt og hinir tveir sem höfðu verið handteknir. 18. janúar 2017 21:30 Útgerðarstjóri Polar Nanoq: Þetta er hræðilegt mál Þetta segir Jörgen Fossheim útgerðarstjóri Polar Nanoq í samtali við fréttastofu. 18. janúar 2017 18:21 Áhöfnin mun ekki sæta landgöngubanni Polar Nanoq kyrrsett á meðan lögreglan leitar. 18. janúar 2017 22:33 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Fleiri fréttir Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Sjá meira
Þrír skipverjar á grænlenska togaranum Polar Nanoq hafa verið handteknir grunaðir um að hafa upplýsingar sem tengjast hvarfinu á Birnu Brjánsdóttur. Reiknað er með því að Polar Nanoq leggist að bryggju um klukkan 23 í kvöld. Öllu svæðinu við Hafnarfjarðarhöfn hefur verið lokað fyrir almenningi. Töluverð umferð hefur verið á svæðinu í dag og í kvöld en Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókn málsins, segir viðbúið að töluvert verði af fólki við Hafnarfjarðarhöfn í kvöld. Hvetja almenning til að halda sig heima Þeim tilmælum er beint til almennings að halda sig heima. Ásgeir Þór Ásgeirsson yfirlögregluþjónn hvetur fólk til að fylgjast frekar með málinu í fjölmiðlum. Polar Nanoq hélt áleiðis til Íslands fyrir tæpum sólarhring. Um hádegisbil í dag fóru sérsveitarmenn um borð í togarann og handtóku tvo grænlenska skipverja. Þriðji skipverjinn var svo handtekinn á tíunda tímanum í kvöld. Fjölmiðlar hafa takmarkaðan aðgang að lokaða svæðinu en þó meiri en almenningur. Vísir verður með beina útsendingu frá komu skipsins í Hafnarfjarðarhöfn. Lögregla er meðvituð um útsendinguna.Aðrir skipverjar frjálsir ferða sinna Við komu skipsins í Hafnarfjarðarhöfn verða hinir grunuðu fluttir frá borði í fylgd lögreglu. Lögreglumenn munu fara um borð í skipið og það skoðað fram á nótt. Aðrir skipverjar eru frjálsir ferða sinna hér á landi en munu, einhverjir að minnsta kosti, verða fengnir í skýrslutöku hjá lögreglu. Lögregla hefur til hádegis á morgun til að fara fram á gæsluvarðhald yfir mönnunum sem handteknir voru í hádeginu í dag en til 20:30 annað kvöld til að fara fram á gæsluvarðhald yfir þriðja manninum. Uppfært klukkan 00.40. Útsendingunni er nú lokið. Upptaka af henni er aðgengileg í spilaranum efst í fréttinni.
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Grímur Grímsson: „Ég hvet til þess að það sé ekki einhver múgæsingur“ Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókn á hvarfi Birnu Brjánsdóttur, segir lögregluna hafa fengið mikið af ábendingum frá almenningi. 18. janúar 2017 09:39 Þriðji skipverjinn handtekinn Einnig Grænlendingur líkt og hinir tveir sem höfðu verið handteknir. 18. janúar 2017 21:30 Útgerðarstjóri Polar Nanoq: Þetta er hræðilegt mál Þetta segir Jörgen Fossheim útgerðarstjóri Polar Nanoq í samtali við fréttastofu. 18. janúar 2017 18:21 Áhöfnin mun ekki sæta landgöngubanni Polar Nanoq kyrrsett á meðan lögreglan leitar. 18. janúar 2017 22:33 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Fleiri fréttir Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Sjá meira
Grímur Grímsson: „Ég hvet til þess að það sé ekki einhver múgæsingur“ Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókn á hvarfi Birnu Brjánsdóttur, segir lögregluna hafa fengið mikið af ábendingum frá almenningi. 18. janúar 2017 09:39
Þriðji skipverjinn handtekinn Einnig Grænlendingur líkt og hinir tveir sem höfðu verið handteknir. 18. janúar 2017 21:30
Útgerðarstjóri Polar Nanoq: Þetta er hræðilegt mál Þetta segir Jörgen Fossheim útgerðarstjóri Polar Nanoq í samtali við fréttastofu. 18. janúar 2017 18:21
Áhöfnin mun ekki sæta landgöngubanni Polar Nanoq kyrrsett á meðan lögreglan leitar. 18. janúar 2017 22:33