Leitin á Strandarheiði: Meðal annars kannað hvort manneskja hafi farið þar á bíl Birgir Olgeirsson skrifar 18. janúar 2017 18:45 „Við skoðum allar vísbendingar,“ segir Guðbrandur Örn Arnarson sem stýrir leit björgunarsveitarmanna á Strandarheiði og við Hafnarfjarðarhöfn vegna rannsóknar á hvarfi Birnu Brjánsdóttur. Guðbrandur segir björgunarsveitarmenn fylgja eftir vísbendingum sem hafa borist vegna málsins. Vísbendingarnar geta skipt tugum eða hundruðum og er farið í gegnum þær allar. „Þetta þarf ekki að þýða neitt endilega ,en getur þýtt allt,“ segir Guðbrandur.Frá leitaraðgerðum við Hafnarfjarðarhöfn.Vísir/Anton BrinkÚtgangspunkturinn er alltaf persónan sjálf Leitað er með fram slóðum á Strandarheiði og er þá til dæmis kannað hvort möguleiki sé á því að manneskja hafi farið þar á bíl. Þá var slökkt á síma Birnu kvöldið sem hún hvarf og eru björgunarsveitarmenn vakandi fyrir því að leita eftir síma á svæðinu. „Útgangspunkturinn er alltaf persónan sjálf en okkar fólk er alltaf vant því að leita eftir allskonar vísbendingum og allt sem okkur finnst markvert er skráð niður og passað upp á.“Allskonar vísbendingar borist Hann segir að borist hafi allskonar vísbendingar sem geta náð frá því að einhver hafi séð eitthvað sem honum fannst skrýtið eða einhver hafi verið á ferli á einum stað. „Og þetta er einn af þeim stöðum en það er ekkert sem segir okkur að þetta sé eitthvað líklegra en eitthvað annað. Þetta er ein af þeim vísbendingum sem við erum að skoða.“"Við reynum að safna eins mikið af vísbendingum og við getum.“vísir/eyþórLeitað í myrkri Tæplega fjörutíu björgunarsveitarmenn leita á um 10 ferkílómetra svæði og er notast við þrjú hundateymi en Guðbrandur segir líkur á að hundum verði bætt við leitina síðar í kvöld. Hann segir að leit verði haldið áfram þar til búið verður að fara yfir svæðið. „Við erum að leita með hundum á Strandarheiði og þá skiptir ekki máli hvort það er myrkur eða dagsbirta.“Öllu safnað saman Hann segir að við svona leit komi upp þúsundir vísbendinga sem björgunarsveitarmenn kanna nánar. „Ef við finnum sígarettupakka þá er hann tekinn og ljósmyndaður. Við reynum að safna eins mikið af vísbendingum og við getum. Síðan kemur kannski seinna í ljós að 99 prósent vísbendinga eða 100 prósent tilheyri einhverju öðru.“ Guðbrandur segir hundana ekki hafa markað lykt á þessu svæði. Sporhundur hafi aðeins einu sinni markað lykt við leit að Birnu og það hafi verið á Laugaveginum, þar sem hún sást síðast. Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Leitað að Birnu í Hafnarfirði og á Strandarheiði Sérhæft leitarfólk Landsbjargar hefur verið kallað út til að halda áfram leit að Birnu Brjánsdóttur sem saknað hefur verið síðan á aðfaranótt laugardags. 18. janúar 2017 14:05 Leitin að Birnu: Tveir menn handteknir Handteknir um borð í Polar Nanoq en sérsveitarmenn tóku yfir stjórn skipsins. 18. janúar 2017 18:23 Kafarar í Hafnarfjarðarhöfn Kafarar að störfum í höfninni. 18. janúar 2017 13:11 Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ Innlent Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Fleiri fréttir Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Sjá meira
„Við skoðum allar vísbendingar,“ segir Guðbrandur Örn Arnarson sem stýrir leit björgunarsveitarmanna á Strandarheiði og við Hafnarfjarðarhöfn vegna rannsóknar á hvarfi Birnu Brjánsdóttur. Guðbrandur segir björgunarsveitarmenn fylgja eftir vísbendingum sem hafa borist vegna málsins. Vísbendingarnar geta skipt tugum eða hundruðum og er farið í gegnum þær allar. „Þetta þarf ekki að þýða neitt endilega ,en getur þýtt allt,“ segir Guðbrandur.Frá leitaraðgerðum við Hafnarfjarðarhöfn.Vísir/Anton BrinkÚtgangspunkturinn er alltaf persónan sjálf Leitað er með fram slóðum á Strandarheiði og er þá til dæmis kannað hvort möguleiki sé á því að manneskja hafi farið þar á bíl. Þá var slökkt á síma Birnu kvöldið sem hún hvarf og eru björgunarsveitarmenn vakandi fyrir því að leita eftir síma á svæðinu. „Útgangspunkturinn er alltaf persónan sjálf en okkar fólk er alltaf vant því að leita eftir allskonar vísbendingum og allt sem okkur finnst markvert er skráð niður og passað upp á.“Allskonar vísbendingar borist Hann segir að borist hafi allskonar vísbendingar sem geta náð frá því að einhver hafi séð eitthvað sem honum fannst skrýtið eða einhver hafi verið á ferli á einum stað. „Og þetta er einn af þeim stöðum en það er ekkert sem segir okkur að þetta sé eitthvað líklegra en eitthvað annað. Þetta er ein af þeim vísbendingum sem við erum að skoða.“"Við reynum að safna eins mikið af vísbendingum og við getum.“vísir/eyþórLeitað í myrkri Tæplega fjörutíu björgunarsveitarmenn leita á um 10 ferkílómetra svæði og er notast við þrjú hundateymi en Guðbrandur segir líkur á að hundum verði bætt við leitina síðar í kvöld. Hann segir að leit verði haldið áfram þar til búið verður að fara yfir svæðið. „Við erum að leita með hundum á Strandarheiði og þá skiptir ekki máli hvort það er myrkur eða dagsbirta.“Öllu safnað saman Hann segir að við svona leit komi upp þúsundir vísbendinga sem björgunarsveitarmenn kanna nánar. „Ef við finnum sígarettupakka þá er hann tekinn og ljósmyndaður. Við reynum að safna eins mikið af vísbendingum og við getum. Síðan kemur kannski seinna í ljós að 99 prósent vísbendinga eða 100 prósent tilheyri einhverju öðru.“ Guðbrandur segir hundana ekki hafa markað lykt á þessu svæði. Sporhundur hafi aðeins einu sinni markað lykt við leit að Birnu og það hafi verið á Laugaveginum, þar sem hún sást síðast.
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Leitað að Birnu í Hafnarfirði og á Strandarheiði Sérhæft leitarfólk Landsbjargar hefur verið kallað út til að halda áfram leit að Birnu Brjánsdóttur sem saknað hefur verið síðan á aðfaranótt laugardags. 18. janúar 2017 14:05 Leitin að Birnu: Tveir menn handteknir Handteknir um borð í Polar Nanoq en sérsveitarmenn tóku yfir stjórn skipsins. 18. janúar 2017 18:23 Kafarar í Hafnarfjarðarhöfn Kafarar að störfum í höfninni. 18. janúar 2017 13:11 Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ Innlent Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Fleiri fréttir Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Sjá meira
Leitað að Birnu í Hafnarfirði og á Strandarheiði Sérhæft leitarfólk Landsbjargar hefur verið kallað út til að halda áfram leit að Birnu Brjánsdóttur sem saknað hefur verið síðan á aðfaranótt laugardags. 18. janúar 2017 14:05
Leitin að Birnu: Tveir menn handteknir Handteknir um borð í Polar Nanoq en sérsveitarmenn tóku yfir stjórn skipsins. 18. janúar 2017 18:23