Lögreglan skoðar tengsl grænlenskra sjómanna við hvarf Birnu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 17. janúar 2017 18:10 Grænlenski togarinn Polar Nanoq. víðir már hermannsson Lögreglan óskaði í morgun eftir og fékk lista yfir skipverja á grænlenska skipinu Polar Nanoq vegna rannsóknar á hvarfi Birnu Brjánsdóttur. Þetta hefur Vísir eftir heimildum en togarinn lét úr Hafnarfjarðarhöfn á laugardagskvöld. Skór sem lögregla segir að Birna hafi verið í nóttina sem hún hvarf fundust við höfnina í gærkvöldi, skammt frá þar sem togarinn var í höfn. Fyrr í dag lagði lögregla hald á rauða Kia Rio-bifreið í Hlíðasmára í Kópavogi. Starfsmaður fyrirtækis í götunni hafði tekið bílinn á leigu í gær en var ekki með hann til umráða um helgina.Rauður Kia Rio-bíll sást við Hafnarfjarðarhöfn Samkvæmt heimildum Vísis voru Grænlendingar með bílinn á leigu á þeim tíma sem Birna hvarf en rauður Kia Rio-bíll sást í eftirlitsmyndavélum við Hafnarfjarðarhöfn á milli klukkan sex og hálfsjö á laugardagsmorgun. Skömmu áður, eða klukkan 5:50, kemur sími Birnu inn á símamastur við Flatahraun í Hafnarfirði en svo er slökkt á símanum. Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókn málsins, vill ekki staðfesta að þeir sem hafi verið með rauða Kio Rio-bílinn á leigu sem lögregla lagði hald á í dag séu áhafnarmeðlimir Polar Nanoq. Hann sagði að lögreglu hefðu borist töluvert af upplýsingum sem væri verið að vinna úr og að rannsóknin væri á viðkvæmu stigi.Bíl ekið flóttalega í burtu Fyrr í dag var greint frá því að lögregla rannsaki myndskeið úr eftirlitsmyndavél við áhaldahús Golfklúbbs Kópavogs og Garðabæjar. Myndskeiðið er frá því á laugardagsmorgun klukkan 5:53 en á því sést rauður bíll, afar líkur þeim sem lögreglan hefur lýst eftir og birtir myndir af úr eftirlitsmyndavélum á Laugavegi. Á myndskeiðinu sést hvernig bílnum er skyndilega ekið í burtu þegar ljós kviknar á eftirlitsmyndavél. Grímur lagði áherslu á það í samtali við Vísi að lögreglan viti ekki hvort að bíllinn sem hún lagði hald á í dag sé sami bíll og var á Laugavegi nóttina sem Birna hvarf. Þá sagði hann í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 að enginn væri grunaður í málinu, enginn yfirheyrður eða lýst eftir neinum. Fréttin var síðast uppfærð klukkan 18:40. Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Lykilúrskurður fyrir rannsókn lögreglu: Fá leyfi til að skoða farsíma sem notaðir voru á sama svæði og merki barst frá síma Birnu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur fengið úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur til að skoða upplýsingar um farsíma sem ferðast með sama hætti á farsímasendum og sími Birnu Brjánsdóttur sem saknað hefur verið síðan á aðfaranótt laugardags. 17. janúar 2017 12:45 Lögregla rannsakar nýja upptöku: Rauðum bíl ekið flóttalega í Garðabæ mínútum eftir að slökkt var á farsíma Birnu Lögreglan hefur undir höndum upptöku af rauðum bíl, líkast til rauðum Kia Rio, sem náðist á eftirlitsmyndavél í Garðabæ klukkan 5:53 á laugardagsmorgun. 17. janúar 2017 16:00 Lögregla hefur lagt hald á rauða Kia Rio bifreið Bíllinn var dreginn af bílastæði við Hlíðarsmára í Kópavogi. 17. janúar 2017 15:12 Mest lesið Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Innlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Fleiri fréttir Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Sjá meira
Lögreglan óskaði í morgun eftir og fékk lista yfir skipverja á grænlenska skipinu Polar Nanoq vegna rannsóknar á hvarfi Birnu Brjánsdóttur. Þetta hefur Vísir eftir heimildum en togarinn lét úr Hafnarfjarðarhöfn á laugardagskvöld. Skór sem lögregla segir að Birna hafi verið í nóttina sem hún hvarf fundust við höfnina í gærkvöldi, skammt frá þar sem togarinn var í höfn. Fyrr í dag lagði lögregla hald á rauða Kia Rio-bifreið í Hlíðasmára í Kópavogi. Starfsmaður fyrirtækis í götunni hafði tekið bílinn á leigu í gær en var ekki með hann til umráða um helgina.Rauður Kia Rio-bíll sást við Hafnarfjarðarhöfn Samkvæmt heimildum Vísis voru Grænlendingar með bílinn á leigu á þeim tíma sem Birna hvarf en rauður Kia Rio-bíll sást í eftirlitsmyndavélum við Hafnarfjarðarhöfn á milli klukkan sex og hálfsjö á laugardagsmorgun. Skömmu áður, eða klukkan 5:50, kemur sími Birnu inn á símamastur við Flatahraun í Hafnarfirði en svo er slökkt á símanum. Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókn málsins, vill ekki staðfesta að þeir sem hafi verið með rauða Kio Rio-bílinn á leigu sem lögregla lagði hald á í dag séu áhafnarmeðlimir Polar Nanoq. Hann sagði að lögreglu hefðu borist töluvert af upplýsingum sem væri verið að vinna úr og að rannsóknin væri á viðkvæmu stigi.Bíl ekið flóttalega í burtu Fyrr í dag var greint frá því að lögregla rannsaki myndskeið úr eftirlitsmyndavél við áhaldahús Golfklúbbs Kópavogs og Garðabæjar. Myndskeiðið er frá því á laugardagsmorgun klukkan 5:53 en á því sést rauður bíll, afar líkur þeim sem lögreglan hefur lýst eftir og birtir myndir af úr eftirlitsmyndavélum á Laugavegi. Á myndskeiðinu sést hvernig bílnum er skyndilega ekið í burtu þegar ljós kviknar á eftirlitsmyndavél. Grímur lagði áherslu á það í samtali við Vísi að lögreglan viti ekki hvort að bíllinn sem hún lagði hald á í dag sé sami bíll og var á Laugavegi nóttina sem Birna hvarf. Þá sagði hann í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 að enginn væri grunaður í málinu, enginn yfirheyrður eða lýst eftir neinum. Fréttin var síðast uppfærð klukkan 18:40.
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Lykilúrskurður fyrir rannsókn lögreglu: Fá leyfi til að skoða farsíma sem notaðir voru á sama svæði og merki barst frá síma Birnu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur fengið úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur til að skoða upplýsingar um farsíma sem ferðast með sama hætti á farsímasendum og sími Birnu Brjánsdóttur sem saknað hefur verið síðan á aðfaranótt laugardags. 17. janúar 2017 12:45 Lögregla rannsakar nýja upptöku: Rauðum bíl ekið flóttalega í Garðabæ mínútum eftir að slökkt var á farsíma Birnu Lögreglan hefur undir höndum upptöku af rauðum bíl, líkast til rauðum Kia Rio, sem náðist á eftirlitsmyndavél í Garðabæ klukkan 5:53 á laugardagsmorgun. 17. janúar 2017 16:00 Lögregla hefur lagt hald á rauða Kia Rio bifreið Bíllinn var dreginn af bílastæði við Hlíðarsmára í Kópavogi. 17. janúar 2017 15:12 Mest lesið Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Innlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Fleiri fréttir Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Sjá meira
Lykilúrskurður fyrir rannsókn lögreglu: Fá leyfi til að skoða farsíma sem notaðir voru á sama svæði og merki barst frá síma Birnu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur fengið úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur til að skoða upplýsingar um farsíma sem ferðast með sama hætti á farsímasendum og sími Birnu Brjánsdóttur sem saknað hefur verið síðan á aðfaranótt laugardags. 17. janúar 2017 12:45
Lögregla rannsakar nýja upptöku: Rauðum bíl ekið flóttalega í Garðabæ mínútum eftir að slökkt var á farsíma Birnu Lögreglan hefur undir höndum upptöku af rauðum bíl, líkast til rauðum Kia Rio, sem náðist á eftirlitsmyndavél í Garðabæ klukkan 5:53 á laugardagsmorgun. 17. janúar 2017 16:00
Lögregla hefur lagt hald á rauða Kia Rio bifreið Bíllinn var dreginn af bílastæði við Hlíðarsmára í Kópavogi. 17. janúar 2017 15:12