May um Brexit: Bretar verði ekki aðilar að innri markaðnum atli ísleifsson skrifar 17. janúar 2017 12:52 Ræðu Theresu May var beðið með mikilli eftirvæntingu. Vísir/AFP Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, segir að Bretar geti ómögulega verið áfram aðilar að innri markaði Evrópusambandsins eftir útgöngu ríkisins. Slíkt myndi þýða að ríkið væri í raun ekki að ganga úr sambandinu. May hélt í morgun ræðu þar sem hún útlistaði hvernig bresk stjórnvöld hugðust nálgast Brexit, en ræðunnar var beðið með mikilli eftirvæntingu. May sagði að hún myndi þó þrýsta á að Bretar fái sem greiðastan aðgang að innri markaðnum eftir útgöngu. Þá sagði hún að breska þingið muni fá að eiga lokaorðið um hvernig sambandi Bretlands og Evrópusambandsins verði háttað. Í ræðunni sagði May að „miklar fjárveitingar“ Breta til Evrópusambandsins muni nú ljúka. Í frétt BBC kemur fram að May hafi útlistað markmið breskra stjórnvalda þegar kæmi að viðræðunum við ESB í tólf liðum. Á meðal þeirra atriða sem May nefndi voru:Neðri deild breska þingsins greiði atkvæði um lokasamning ESB og Bretlands, áður en hann tekur gildiUnnið verður að því að viðhalda „sameiginlegu ferðasvæði“ milli Bretlands og ÍrlandsBreska stjórnin mun vinna að því að ná sem víðtækustum fríverslunarsamningiMay sagðist vilja að gerður verði tollasamningur við ESBRíkisborgarar aðildarríkja ESB verði áfram velkomnir í Bretlandi „Nú verðum við að stíga skref til baka og spyrja okkur hvers konar land við viljum vera. Ég vil að Bretland muni aftur stíga fram öflugra en áður, öruggara og sameinað. Ég vil að þetta verði raunverulega alþjóðlegt Bretland,“ sagði May."The government will put the final deal agreed between the UK and the EU to a vote in both houses of parliament before it comes into force" pic.twitter.com/KOjtrO40wV— DailySunday Politics (@daily_politics) January 17, 2017 "The days of Britain making vast contributions to the European Union every year will end" @theresa_may #brexit pic.twitter.com/CSP3nBc0aB— DailySunday Politics (@daily_politics) January 17, 2017 "No deal for Britain is better than a bad deal for Britain" says @theresa_may as she warns against "punitive deal" that punishes Britain pic.twitter.com/lvmLAPdj20— DailySunday Politics (@daily_politics) January 17, 2017 Brexit Tengdar fréttir May stefnir á „hart Brexit“ Forsætisráðherra Bretlands mun flytja ræðu um Brexit-ferlið síðar í dag og er hennar beðið með mikilli eftirvæntingu. 17. janúar 2017 08:09 Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Innlent Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Innlent Fleiri fréttir Dullarfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Sjá meira
Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, segir að Bretar geti ómögulega verið áfram aðilar að innri markaði Evrópusambandsins eftir útgöngu ríkisins. Slíkt myndi þýða að ríkið væri í raun ekki að ganga úr sambandinu. May hélt í morgun ræðu þar sem hún útlistaði hvernig bresk stjórnvöld hugðust nálgast Brexit, en ræðunnar var beðið með mikilli eftirvæntingu. May sagði að hún myndi þó þrýsta á að Bretar fái sem greiðastan aðgang að innri markaðnum eftir útgöngu. Þá sagði hún að breska þingið muni fá að eiga lokaorðið um hvernig sambandi Bretlands og Evrópusambandsins verði háttað. Í ræðunni sagði May að „miklar fjárveitingar“ Breta til Evrópusambandsins muni nú ljúka. Í frétt BBC kemur fram að May hafi útlistað markmið breskra stjórnvalda þegar kæmi að viðræðunum við ESB í tólf liðum. Á meðal þeirra atriða sem May nefndi voru:Neðri deild breska þingsins greiði atkvæði um lokasamning ESB og Bretlands, áður en hann tekur gildiUnnið verður að því að viðhalda „sameiginlegu ferðasvæði“ milli Bretlands og ÍrlandsBreska stjórnin mun vinna að því að ná sem víðtækustum fríverslunarsamningiMay sagðist vilja að gerður verði tollasamningur við ESBRíkisborgarar aðildarríkja ESB verði áfram velkomnir í Bretlandi „Nú verðum við að stíga skref til baka og spyrja okkur hvers konar land við viljum vera. Ég vil að Bretland muni aftur stíga fram öflugra en áður, öruggara og sameinað. Ég vil að þetta verði raunverulega alþjóðlegt Bretland,“ sagði May."The government will put the final deal agreed between the UK and the EU to a vote in both houses of parliament before it comes into force" pic.twitter.com/KOjtrO40wV— DailySunday Politics (@daily_politics) January 17, 2017 "The days of Britain making vast contributions to the European Union every year will end" @theresa_may #brexit pic.twitter.com/CSP3nBc0aB— DailySunday Politics (@daily_politics) January 17, 2017 "No deal for Britain is better than a bad deal for Britain" says @theresa_may as she warns against "punitive deal" that punishes Britain pic.twitter.com/lvmLAPdj20— DailySunday Politics (@daily_politics) January 17, 2017
Brexit Tengdar fréttir May stefnir á „hart Brexit“ Forsætisráðherra Bretlands mun flytja ræðu um Brexit-ferlið síðar í dag og er hennar beðið með mikilli eftirvæntingu. 17. janúar 2017 08:09 Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Innlent Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Innlent Fleiri fréttir Dullarfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Sjá meira
May stefnir á „hart Brexit“ Forsætisráðherra Bretlands mun flytja ræðu um Brexit-ferlið síðar í dag og er hennar beðið með mikilli eftirvæntingu. 17. janúar 2017 08:09