Knattspyrnusamband Íslands fékk jafnvirði um 1,9 milljarða íslenskra króna frá Knattspyrnusambandi Evrópu, UEFA, fyrir árangur karlalandsliðsins í undankeppni og lokakeppni Evrópumótsins sem fram fór í Frakklandi síðasta sumar og er Íslendingum í fersku minni. 1,1, milljarður fékkst vegna árangursins í undankeppninni og við bættust 800 milljónir fyrir árangurinn í Frakklandi. Engin fordæmi eru fyrir því að svo miklir peningar streymi í sjóði KSÍ, eða annars sérsambands hér á landi ef út í það er farið. Til samanburðar var úthlutun úr afrekssjóði ÍSÍ, sem deilt hefur verið um undanfarna daga, í heildina 150 milljónir króna fyrir árið 2017.850 milljónir króna til leikmanna og þjálfara Af 1,9 milljarði króna fóru um 450 milljónir króna til aðildarfélaga KSÍ og um 850 milljónir króna í greiðslur til leikmanna og þjálfara samkvæmt samningum. Stærstur hluti voru bónusgreiðslur fyrir góðan árangur, bæði í undankeppninni og úrslitakeppninni. Lykilmenn í landsliðinu, þeir sem spiluðu alla leikina í undankeppninni voru í lokahópnum á EM, fengu nokkra tugi milljóna króna í heildina í bónusgreiðslur. Bónusgreiðslurnar eru af sömu stærðargráðu og greiðslur til landsliðsmanna Írlands og Wales. Háttsettur aðili innan landsliðsins segist skilja umræðuna um bónusgreiðslurnar, þær séu vissulega háar. Hins vegar verði að hafa í huga að greiðslurnar séu árangurstengdar. Enginn peningur hefði komið frá UEFA án árangursins og þá hefðu að sama skapi ekki verið neinar bónusgreiðslur. Um sé að ræða „win-win“ mál.Telja sig svikna Samningaviðræður leikmanna við KSÍ drógust mjög á langinn og skipting greiðslna milli leikmanna olli ósætti. Fór svo að ákveðið var að skipta bónusum í úrslitakeppninni jafnt á milli leikmanna en ekki bónusum úr undankeppninni. Töldu sumir leikmenn sig svikna af liðsfélögum en kenna KSÍ sömuleiðis um. Blaðamaður hefur unnið að umfjöllun þessari í langan tíma og átt fjölmörg trúnaðarsamtöl við landsliðsmenn og einstaklinga tengda landsliðinu og KSÍ. Menn forðast að tjá sig um málið undir nafni enda málið viðkvæmt eins og víðast hvar í samfélaginu þegar peningagreiðslur eru til umfjöllunar. Þá hefur KSÍ ekki viljað svara spurningum um bónusgreiðslurnar en málin skýrðust aðeins þegar rekstraryfirlit vegna EM var birt síðastliðinn föstudag, rúmri viku fyrir ársþing KSÍ sem fram fer um helgina. Um 44% af innkomu KSÍ vegna EM fór í greiðslur til þjálfara og leikmanna eða um 845 milljónir króna, 23% fóru til félaganna, um 13% í flug- og dvalarkostnað leikmanna og eftir standa 20%, um 376 milljónir króna. Þá fóru um 14 milljónir króna í dvalarkostnað starfsmanna og stjórnarmanna. Rúmlega sex milljónir króna fóru í kostnað við gesti vegna EM. Nánari skiptingu eða skýringar er ekki að finna í yfirlitinu. Víkingaklappið tekið í síðasta skipti á EM í Frakklandi síðasta sumar.Vísir/VilhelmHeilmikil útgjöld fylgja verkefni á borð við undankeppni Evrópumóts svo ekki sé talað um úrslitakeppnina sjálfa. Þar má nefna allan ferðakostnað landsliðshópsins sem dvaldi á glæsilegu hóteli, ferðaðist í leikina í eigin flugvél, naut öryggisgæslu, hafði kokka á sínum snærum og þar fram eftir götunum. Leikmenn, þjálfarar og starfslið voru á dagpeningum, stjórnarfólki var flogið út í leikina, starfsmenn landsliðsins voru á launum, landsliðsnefndarmönnum var haldið uppi svo eitthvað sé nefnt.Nýtt vandamál, lúxusvandamál Fram að undankeppni heimsmeistaramótsins 2014 höfðu bónusgreiðslur aldrei verið alvarlega til umræðu hjá landsliðinu. Leikmenn fengu greidda fasta upphæð fyrir hvert stig sem liðið vann sér inn í keppnisleikjum (í dag er sú upphæð 100 þúsund krónur) og auk þess fengust greiddir dagpeningar. Uppleggið var hið sama fyrir undankeppni HM 2014, allt þar til menn fóru að átta sig á að raunhæfur möguleiki væri á því að komast í lokakeppni stórmóts. Samkvæmt heimildum Vísis var það alltaf gagnkvæmur skilningur forystumanna hjá KSÍ og landsliðsmanna, og hefur verið lengi, að kæmi sú staða upp, að liðið ætti möguleika á að komast á stórmót, yrði sest niður og samið sérstaklega um bónusgreiðslur vegna þess. Sú varð svo raunin þegar leið á undankeppni HM 2014. Leikmenn settust niður og sömdu við KSÍ um bónusgreiðslur til leikmanna ef svo vel færi að liðið kæmist alla leið á HM í Brasilíu 2014. Niðurstaðan úr þeim viðræðum var sú að leikmenn myndu skipta með sér tveimur milljónum Bandaríkjadala, um 240 milljónum íslenskra króna miðað við gengið í árslok 2013. Peningurinn myndi skiptast jafnt á milli þeirra leikmanna sem tóku þátt í undankeppninni, í hlutfalli við hve oft þeir voru í hóp. Þannig skipti ekki máli hvort leikmenn væru byrjunarliðsmenn eða varamenn. Allir fengju jafnt fyrir hvert verkefni. Svo fór að okkar menn biðu lægri hlut í umspilsleikjum gegn Króötum og komust í því ekki í lokakeppnina í Brasilíu. Þar með voru allar mögulegar bónusgreiðslur til leikmanna úr sögunni. Gylfi Þór Sigurðsson fagnar öðru mark sinna í 2-0 sigrinum á Hollandi fyrir troðfullum Laugardalsvelli haustið 2014.Vísir/Andri MarinóSmáa letrið Þegar dregið var í riðla fyrir undankeppni EM 2016 er óhætt að segja að okkar menn hafi lent í erfiðum riðli þar sem Hollendingar, Tékkar og Tyrkir voru meðal andstæðinga. Fyrir lá að aftur þyrfti að semja um bónusgreiðslur ef landsliðið kæmist í lokakeppnina. Þær viðræður drógust mjög á langinn og var samkvæmt heimildum Vísis ekki skrifað undir samning um bónusgreiðslur fyrr en á vormánuðum 2016. Upphæðin var sú sama, tvær milljónir dollara, líkt og í undankeppninni á undan og svo hluti af mögulegum tekjum miðað við árangur í úrslitakeppninni. Greiðslur frá FIFA til KSÍ eru í dollurum. Því var eðlilegt í samningnum í undankeppni HM 2014 að miðað væri við dollara. Greiðslur frá UEFA til KSÍ eru hins vegar í evrum. Engu að síður var samið um sömu upphæð í dollurum, ekki evrum. Á þeim tíma sem gengið var til samninga var munurinn á gengi dollara og evru um 25 prósent, eða um sextíu milljónir króna miðað við tvær milljónir dollara og tveggja milljóna evra. Síðar áttu leikmenn eftir að átta sig á því að þeir höfðu samið aftur í dollurum, en ekki í evrum. Þótti sumum að samninganefnd KSÍ, með formanninn Geir Þorsteinsson í forsvari, hefði svikið landsliðsmennina um mismuninn á gengi gjaldmiðlanna. Gjaldmiðilinn kom þó skýrt fram á samningnum. Hafa verður í huga að leikmenn semja sjálfir beint við KSÍ og hafa engan lögfróðan eða samningavanan mann sér til aðstoðar. Geir hefur ekki tekið í mál að aðrir aðilar komi að samningaborðinu fyrir hönd leikmanna. Fyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson og varafyrirliðinn Kolbeinn Sigþórsson hafa séð um að semja fyrir hönd leikmanna. Eftir því sem Vísir kemst næst er það einnig tilfellið hjá landsliðum annarra Norðurlanda að leikmenn sjái sjálfir um að semja um bónusa.Þá hefur Geir sjálfur sagt að við ákvörðun bónusgreiðslna horfi KSÍ til Norðurlandanna sem hafi reynslu í að semja við landsliðsmenn um árangurstengdar greiðslur.Sæti á EM í höfn Undankeppnin fyrir EM 2016 byrjaði frábærlega með sigrum á Tyrkjum og Hollendingum. Fljótlega varð ljóst að það væri vel raunhæfur möguleiki að komast upp úr riðlinum og í lokakeppni stórmóts í fyrsta skipti. Tvö lið kæmust upp úr riðlinum en liðið í þriðja sæti færi í umspil. Eins og allir vita tryggðu svo strákarnir sæti sitt í lokakeppninni með markalausu jafntefli við Kasakstan á Laugardalsvelli í september 2015. Þar með var ljóst að leikmenn fengu bónus fyrir árangur sinn þótt enn ætti erfitt að skrifa undir samninginn, rúmu ári eftir að undankeppnin hófst. Landsliðsmenn upp til hópa gengu út frá því að skipting greiðslanna yrði með sama hætti og ákveðið var í undankeppni HM 2014 þar sem ekki yrði gert upp á milli byrjunarliðsmanna og varamanna.Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson voru ekki sáttir við það hve langan tíma viðræður KSÍ við leikmenn um bónusgreiðslur tóku.VILHELM STOKSTADTók alltof langan tíma Samningaviðræður leikmanna við KSÍ drógust á langinn. Landsliðsþjálfurunum Heimi Hallgrímssyni og Lars Lagerbäck var ekki skemmt enda vildu þeir að allar pælingar um peningagreiðslur og skiptingu peninga væru úr sögunni til að trufla ekki undirbúninginn fyrir lokakeppnina. „Þetta tók langan tíma. Mín skoðun var að það þurfti að leysa þetta fljótt svo þetta yrði ekki að vandamáli sem þyrfti að glíma við í Frakklandi. Ég og Heimir [Hallgrímsson] reyndum að ýta á eftir þessu,“ sagði Lagerbäck við Vísi að loknu Evrópumótinu síðastliðið sumar.„Maður veit aldrei hvort að þetta hefði orðið að miklu vandamáli. Ég var mest í sambandi við Aron [Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliða] vegna þessa en við lögðum áherslu á að þetta yrði leyst strax því annars hefði þetta getað kostað orku og tíma í keppninni sjálfri.“ Hann segir að Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, hafi átt mesta aðkomu að málinu fyrir hönd KSÍ. „Það átti að leysa þetta eins fljótt og hægt er. En þetta tók langan tíma. Ég og Heimir beittum okkur fyrir því að leysa þetta sem fyrst. Okkar skilaboð voru að ef aðilar væru ekki sammála, þá yrði einfaldlega að gera leikmönnum lokatilboð og það væri þá undir þeim sjálfum komið hvort þeir vildu taka þátt eða ekki,“ segir Lagerbäck.Samkomulag við KSÍ vorið 2016Samkvæmt heimildum Vísis lýsti Lars þeirri skoðun sinni, langþreyttur að enn væri ekki búið að ganga frá samningum KSÍ við leikmenn, að allar greiðslur vegna árangursins í lokakeppninni í Frakklandi ættu að skiptast jafnt á milli leikmannanna 23. Var það á skjön við þær hugmyndir sem margir lykilmenn landsliðsins höfðu um skiptinguna en borin var virðing fyrir skoðun Lars. Í framhaldinu fóru leikmenn að velta fyrir sér skiptingunni á bónusgreiðslunum vegna undankeppninnar, sem enn höfðu ekki verið greiddar út. Fór svo í æfingaferð landsliðsins til Danmerkur í lok mars 2016 að lykilmenn í landsliðinu tóku þá ákvörðun að breyta skiptingu peninganna úr undankeppninni frá því sem var í undankeppninni 2014. Nú yrði það þannig að þeir sem spiluðu leiki fengju tvöfalt meira en þeir sem voru á varamannabekknum. Voru leikmönnum send skilaboð um niðurstöðuna. Á sama tíma var ákveðið að af þeim tveimur milljónum Bandaríkjadala sem væru til skiptana fyrir undankeppnina færi 75% til leikmanna í undankeppninni og 25% til þeirra sem voru í lokahópnum. Óhætt er að segja að sú ákvörðun hafi farið fyrir brjóstið á þeim leikmönnum sem voru undantekningalítið í landsliðshópnum í undankeppninni en spiluðu fáa leiki. Allt í einu fengu þeir helmingi lægri upphæð en þeir höfðu reiknað með. Sumir fóru úr 10 milljónum í 5 milljónir á meðan hlutur lykilmanna hækkaði.Byrjunarlið Íslands gegn Frökkum á Stade de France þar sem okkar menn mættu ofjörlum sínum. Eftir að hafa verið 4-0 undir í hálfleik unnu þeir þó seinni hálfleikinn 2-1 og gátu borið höfuðið hátt eftir magnaða keppni.Vísir/VilhelmFjarri þegar ákvörðun var tekin Mun algengara er hjá atvinnumannaliðum úti í heimi að bónusgreiðslur séu í hlutfalli við hve mikið menn spila. Þannig fá leikmenn í byrjunarliðinu og þeir sem koma inn á hærri greiðslur fyrir góðan árangur en þeir sem verma varamannabekkinn eða eru í æfingahópnum. Algengt fyrirkomulag er að þeir sem byrji fái 100 prósent, varamenn sem koma inn á 75 prósent og aðrir 50 prósent. Þó fá varamarkverðir oftar en ekki sama hlutfall og varamenn sem koma inn á enda heyrir til undantekninga ef varamarkverðir koma við sögu. Þeir þurfa þó alltaf að vera klárir. Þessu umhverfi eru flestir landsliðsmenn okkar vanir og árangurstengdu greiðslurnar geta verið töluvert hlutfall af launum þeirra. Leikmaður sem tilheyrir þeim hópi leikmanna sem fékk um fimm milljónir en átti von á tíu milljónum króna í bónus segist skilja þetta og segist ekkert hafa við fyrirkomulagið að athuga. Hann hefði aldrei sett sig upp á móti því fyrirkomulagi, hefði það verið ákveðið í upphafi. Hann er hins vegar ósáttur með að breytingin hafi verið gerð eftir á, á því sem áður hafi verið almennt samþykki innan hópsins, þ.e. að greiðslunum yrði skipt jafnt líkt og í undankeppninni á undan. Þá var ákvörðunin tekin í æfingaferð þar sem flestir þeirra, sem eru svekktir við breytinguna, voru ekki í hópnum og höfðu því ekkert um niðurstöðuna að segja. Dropi í hafið hjá sumum en alls ekki öllum Óhætt er að segja að himinn og haf sé á milli leikmanna landsliðsins þegar litið er til tekna sem þeir hafa af fótboltanum hjá félagsliðum sínum. Leikmenn í stærstu deildum Evrópu þéna margfalt meira en leikmenn á Norðurlöndunum og hvað þá þeir sem spila á Íslandi. Þannig eru árslaun þess launahæsta, Gylfa Þórs Sigurðssonar hjá Swansea, í kringum 500 milljónir á ári á meðan landsliðsmenn á Norðurlöndunum, Belgíu eða Hollandi eru með margfalt lægri laun. Nokkrar milljónir króna geta því verið dropi í hafið hjá einum leikmanni en heilmikil búbót hjá öðrum. Hefur Vísir heimildir fyrir því að a.m.k. tveir landsliðsmenn, sem fengu lægri upphæð en þeir höfðu reiknað með, voru búnir að fjárfesta í húsnæði fyrir þann pening sem þeir áttu von á en skilaði sér ekki.Bjarni Benediktsson forsætisráðherra var á meðal þúsunda Íslendinga sem sáu okkar menn spila á EM í Frakklandi í fyrra.Vísir/VilhelmEinnig svekktir út í formanninn Eins og gefur að skilja er málið viðkvæmt enda landsliðsmennirnir upp til hópa góðir vinir. Af samtölum blaðamanns við landsliðsmenn er ljóst að þeir sem urðu af milljónum króna eru missvekktir en upp til hópa sammála um að almennt samkomulag hafi verið að peningunum yrði skipt jafnt. Svo eru aðrir leikmenn þeirrar skoðunar að ekkert sé ósanngjarnt við fyrirkomulagið sem úr varð. Ekki hafi verið meitlað í stein að peningunum yrði skipt jafnt þótt flestir hafi reiknað með því vegna fyrirkomulagsins í undankeppninni 2014, þar sem ekki kom til bónusgreiðslna. Öðrum finnst málið óþægilegt og vilja ekki ræða það. Þegar talið berist að bónusgreiðslum eða peningum loki þeir einfaldlega augum og haldi fyrir eyrun. Einn landsliðsmaður, sem spilar reglulega með landsliðinu og var meðal þeirra sem fékk hæstar bónusgreiðslur í sinn hlut, segist vel skilja svekkelsi þeirra sem fengu minna en þeir hefðu reiknað með. Hann hefði einnig verið sár en eftir standi vissulega að ekkert hafi verið meitlað í stein varðandi fyrirkomulagið þótt flestir hafi reiknað með því óbreyttu. Svekkelsið snýr þó ekki bara að breytingunni, sem var að frumkvæði lykilmanna í liðinu, heldur einnig að KSÍ og formanninum, Geir Þorsteinssyni. Stór hluti þessa vandamáls sé sú staðreynd að KSÍ skrifaði ekki undir samning við leikmenn um bónusgreiðslur fyrr en vorið 2016, þegar undankeppninni var löngu lokið. Menn hefðu átt að vera búnir að fá greiðslurnar um áramótin 2015/2016 og fyrirkomulagið að liggja fyrir. Einróma óánægja er með það innan landsliðsins. Þá eru leikmenn einnig ósáttir við þá staðreynd að KSÍ vilji ekki greiða bónusana í þeim gjaldmiðli sem KSÍ fær peningana í inn á reikninga leikmanna í útlöndum. Svo til allir landsliðsmennirnir eru búsettir í útlöndum.Nýtt vandamál vegna góðs árangursGeir Þorsteinsson, formaður KSÍ, sagði í samtali við Vísi við vinnslu greinarinnar fyrir áramót að hann geti ekki rætt um bónusgreiðslur leikmanna og viðræður þeirra við KSÍ þar sem hann sé bundinn trúnaði. „Ég er bara þarna til að gæta hagsmuna knattspyrnusambandsins þegar verið er að semja,“ segir Geir. „Þegar menn vilja fá allan handlegginn þá stend ég fast fyrir. Þú getur séð á sögu minni í rekstri KSÍ að hann hefur verið í góðu jafnvægi.“ Geir segir að í samningaviðræðunum hafi sambandið glímt við nýtt vandamál og fengið ákveðna reynslu. Ekki hafi verið samið um greiðslur af þessu tagi áður. Hið sama gildi um leikmennina.Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ til síðustu tíu ára, lætur af störfum á ársþingi sambandsins þann 11. febrúar. Hann er þó í framboði hjá framkvæmdastjórn FIFA og var skipaður í nefnd hjá FIFA í gær.Vísir/Daníel800 milljónir til KSÍ fyrir lokakeppnina Bónusgreiðslurnar til leikmanna fyrir árangur í lokakeppninni í Frakklandi reyndust enn hærri í heildina en fyrir undankeppnina, vegna frábærs árangurs leikmanna sem fóru með landsliðið í átta liða úrslit eins og frægt er orðið. Leikmenn sömdu um hlutfall af greiðslu sem KSÍ fengi frá UEFA fyrir árangur í leikjunum. Samkomulag leikmanna við KSÍ hljóðaði eftir því sem Vísir kemst næst upp á að leikmenn fengu meirihluta, um tvo þriðju, af þeim peningum sem KSÍ fengi frá UEFA fyrir árangur í leikjunum í riðlakeppninni og svo minnihluta, um einn þriðja, af peningunum fyrir að komast upp úr riðlinum og allan árangur eftir það. Fór svo að KSÍ fékk sex milljónir evra samanlagt fyrir jafnteflin gegn Portúgal og Ungverjalandi, sigurinn á Austurríki, fyrir að komast upp úr riðlinum og svo leggja Englendinga að velli í sextán liða úrslitum í Nice. Það svarar til um 800 milljóna króna samanlagt miðað við gengi evrunnar í júlí 2016. Af þeirri upphæð fóru um 350 milljónir til leikmanna. Hver leikmaður sem var í lokahópnum, hvort sem hann spilaði alla leikina eða kom ekkert við sögu, fékk því um 15 milljónir króna fyrir árangurinn á EM. Til viðbótar skiptu leikmennirnir 23 í lokahópnum með sér 25% af tveimur milljónum Bandaríkjadala fyrir árangurinn í undankeppninni og fengu því um þrjár milljónir króna á mann. Þá eru ónefndar greiðslur til þjálfaranna Lars og Heimis en samkvæmt heimildum Vísis fengu þeir bónusgreiðslu fyrir að koma landsliðinu í lokakeppni Evrópumótsins. Ekki liggur fyrir hvort þjálfararnir hafi fengið bónusgreiðslu fyrir árangurinn sem náðist í Frakklandi. Að auki voru allir leikmenn og þjálfarar á dagpeningum líkt og starfsfólk þessar vikur.150 milljónir króna úr afrekssjóði voru til skiptana meðal sérsambandanna en úthlutun fór fram á fundi ÍSÍ í upphafi árs.Vísir/VilhelmFjórum sinnum meira en öll sérsamböndin fá Ljóst er að 845 milljónir í greiðslur til leikmanna og þjálfara, þar af yfir 600 milljónir í bónusgreislur til leikmanna fyrir árangur sinn, er afar há upphæð í íslensku íþróttalífi. Engin fordæmi eru fyrir svo miklum bónusum. En sömuleiðis eru engin fordæmi fyrir svo miklu streymi peninga til sérsambands. KSÍ fékk 1,9 milljarð króna vegna árangurs landsliðsins. Annars hefðu þeir peningar ekki fengist. 600 milljónir er fjórfalt sú upphæð sem skipt var á milli sérsambanda ÍSÍ á dögunum við úthlutun úr afrekssjóði ÍSÍ, 150 milljónir króna í heildina. Þar á reyndar eftir að úthluta 100 milljónum til viðbótar. En þar erum við að tala um öll sérsamböndin 27 þar sem styrkir voru á bilinu 600 þúsund krónur til 28 milljónir króna. Raunar fékk KSÍ einn hæsta styrkinn, 8,4 milljónir króna, vegna kvennalandsliðanna.Vísir hefur áður fjallað um bónusgreiðslur til leikmanna kvennalandsliðsins sem tryggðu sér sæti á EM í Hollandi í haust. Stelpurnar fá um 750 þúsund krónur á mann fyrir árangurinn, þ.e. þær sem voru í hópnum í öllum leikjunum en aðrar minna. Ekki er gerður greinarmunur á byrjunarliðsmönnum og varamönnum hjá stelpunum. Þær líta svo á, eftir því sem Vísir kemst næst, að eðlilegt sé að skipta peningnum jafnt enda fórni allir leikmenn jafn miklum tíma fyrir landsliðið.Walesverjar með Gareth Bale í fararbroddi komust alla leið í undanúrslit á EM í sumar. Rúmlega þrjár milljónir manna búa í Wales.Vísir/GettyÍ takti við hinar minni þjóðirnar Bónusgreiðslurnar til strákanna okkar eru af svipaðri stærðargráðu og hjá öðrum fámennari þjóðum á Evrópumótinu í sumar. Leikmenn Írlands skiptu með sér einni milljón evra bónusgreiðslu fyrir að komast til Frakklands á meðan leikmenn Íslands skiptu með sér tveimur milljónum dollara.Leikmenn Wales fengu einn þriðja af heildargreiðslunni til velska knattspyrnusambandsins fyrir EM-árangurinn í heild. Þannig skiptu leikmennirnir með sér einum þriðja af átján milljónum evra eða á milli 800 og 900 milljónum króna. Wales komst stigi lengra en strákarnir okkar í Frakklandi, í undanúrslit. Það svarar til um 40 milljóna króna á mann skipti leikmenn peningunum jafnt sem ekki liggur fyrir. Þjóðverjar, stórveldi í knattspyrnu, komust í undanúrslit á EM og fékk hver leikmaður í lokakeppninni 350 þúsund evrur fyrir árangurinn til viðbótar við 200 þúsund evrur fyrir að komast í lokakeppnina. Fékk hver leikmaður á bilinu 70-80 milljónir króna í sinn hlut, í heildina 1600-1800 milljónir króna, allt eftir því við hvaða gengi evrunnar er miðað. Ekki liggur fyrir hvernig leikmenn fyrrnefndra landsliða skiptu með sér greiðslunum en svo virðist sem leikmenn Þýskalands hafi í það minnsta fengið jafnmikið óháð því hve mikið þeir spiluðu í lokakeppinni. Það er því ljóst að rúmlega 600 milljóna króna bónusgreiðslur eru af sömu stærðargráðu og bónusgreiðslur landsliðsmanna smærri þjóða á borð við Írland og Wales en lægri en greiðslur stórþjóða á borð við Þýskaland. Hins vegar má fullyrða að hvergi hafa bónusgreiðslur til leikmanna landsliðs á EM verið jafnstórt hlutfall af veltu knattspyrnusambands og í tilfelli KSÍ. Nýtt ævintýri Strákarnir okkar hafa sem kunnugt er hafið leik í undankeppni HM 2018 og farið virkilega vel af stað. Samið hefur verið um bónusgreiðslur til leikmanna komist liðið alla leið í úrslitakeppnina og er nú miðað við það kerfi að leikmenn sem spila leikina fá tvöfalt meira en leikmenn sem eru í hópnum og spila ekkert. Karlalandsliðið situr í þriðja sæti I-riðils með sjö stig eftir fjóra leiki. Næsti keppnisleikur liðsins er gegn Kósóvó 24. mars. Þá er rétt að taka fram að blaðamaður bauð landsliðsfyrirliðanum Aroni Einari Gunnarssyni að tjá sig um málið fyrir hönd landsliðsins. Hann afþakkaði það og sagði ekki rétt að tjá sig um samninga leikmanna við KSÍ. Þá minnti háttsettur aðili hjá landsliðinu á það í samtali við Vísi að bónusgreiðslurnar hefðu aldrei orðið að veruleika nema vegna árangurs strákanna. Hefðu þeir ekki náð þessum frábæra árangri hefði aldrei komið til neinna bónusgreiðslna.Rétt er að taka fram að fyrir liggur fyrirspurn hjá KSÍ varðandi rekstraryfirlitið vegna EM sem KSÍ birti fyrir viku. Hvorki hefur fyrirspurninni verið svarað né ítrekun á fyrirspurninni þar sem spurt var hvort fyrirspurninni yrði svarað eða ekki. EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Fréttaskýringar HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Nefndin sem Lars gagnrýndi: Í bjórbanni í Annecy og formaðurinn reifst við Sigga Dúllu Leikmenn karlalandsliðsins í knattspyrnu hrista höfuðið og skilja ekki tilgang nefndarinnar frekar en landsliðsþjálfararnir. 1. desember 2016 13:00 Lars Lagerbäck: Alvöru prófraun fyrir íslenska knattspyrnu Lars Lagerbäck skilur nú við íslenska karlalandsliðið eftir mesta velmegunarskeið í sögu þess. Hann gerir upp árin sín hjá KSÍ og segir við þessi tímamót að nú þurfi að nýta þann mikla meðbyr sem nú nýtur við til þess að efla 16. júlí 2016 08:00 Stelpurnar fá nokkur hundruð þúsund krónur í bónus fyrir EM-sætið Greiðslan frá KSÍ hækkar um fimmtíu prósent. 30. september 2016 10:00 Viðræður um bónusgreiðslur til landsliðsmanna drógust á langinn Landsliðsþjálfararnir þurftu að ýta á eftir niðurstöðu svo að málið myndi ekki flækjast fyrir á EM í Frakklandi. 19. júlí 2016 13:45 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent
Knattspyrnusamband Íslands fékk jafnvirði um 1,9 milljarða íslenskra króna frá Knattspyrnusambandi Evrópu, UEFA, fyrir árangur karlalandsliðsins í undankeppni og lokakeppni Evrópumótsins sem fram fór í Frakklandi síðasta sumar og er Íslendingum í fersku minni. 1,1, milljarður fékkst vegna árangursins í undankeppninni og við bættust 800 milljónir fyrir árangurinn í Frakklandi. Engin fordæmi eru fyrir því að svo miklir peningar streymi í sjóði KSÍ, eða annars sérsambands hér á landi ef út í það er farið. Til samanburðar var úthlutun úr afrekssjóði ÍSÍ, sem deilt hefur verið um undanfarna daga, í heildina 150 milljónir króna fyrir árið 2017.850 milljónir króna til leikmanna og þjálfara Af 1,9 milljarði króna fóru um 450 milljónir króna til aðildarfélaga KSÍ og um 850 milljónir króna í greiðslur til leikmanna og þjálfara samkvæmt samningum. Stærstur hluti voru bónusgreiðslur fyrir góðan árangur, bæði í undankeppninni og úrslitakeppninni. Lykilmenn í landsliðinu, þeir sem spiluðu alla leikina í undankeppninni voru í lokahópnum á EM, fengu nokkra tugi milljóna króna í heildina í bónusgreiðslur. Bónusgreiðslurnar eru af sömu stærðargráðu og greiðslur til landsliðsmanna Írlands og Wales. Háttsettur aðili innan landsliðsins segist skilja umræðuna um bónusgreiðslurnar, þær séu vissulega háar. Hins vegar verði að hafa í huga að greiðslurnar séu árangurstengdar. Enginn peningur hefði komið frá UEFA án árangursins og þá hefðu að sama skapi ekki verið neinar bónusgreiðslur. Um sé að ræða „win-win“ mál.Telja sig svikna Samningaviðræður leikmanna við KSÍ drógust mjög á langinn og skipting greiðslna milli leikmanna olli ósætti. Fór svo að ákveðið var að skipta bónusum í úrslitakeppninni jafnt á milli leikmanna en ekki bónusum úr undankeppninni. Töldu sumir leikmenn sig svikna af liðsfélögum en kenna KSÍ sömuleiðis um. Blaðamaður hefur unnið að umfjöllun þessari í langan tíma og átt fjölmörg trúnaðarsamtöl við landsliðsmenn og einstaklinga tengda landsliðinu og KSÍ. Menn forðast að tjá sig um málið undir nafni enda málið viðkvæmt eins og víðast hvar í samfélaginu þegar peningagreiðslur eru til umfjöllunar. Þá hefur KSÍ ekki viljað svara spurningum um bónusgreiðslurnar en málin skýrðust aðeins þegar rekstraryfirlit vegna EM var birt síðastliðinn föstudag, rúmri viku fyrir ársþing KSÍ sem fram fer um helgina. Um 44% af innkomu KSÍ vegna EM fór í greiðslur til þjálfara og leikmanna eða um 845 milljónir króna, 23% fóru til félaganna, um 13% í flug- og dvalarkostnað leikmanna og eftir standa 20%, um 376 milljónir króna. Þá fóru um 14 milljónir króna í dvalarkostnað starfsmanna og stjórnarmanna. Rúmlega sex milljónir króna fóru í kostnað við gesti vegna EM. Nánari skiptingu eða skýringar er ekki að finna í yfirlitinu. Víkingaklappið tekið í síðasta skipti á EM í Frakklandi síðasta sumar.Vísir/VilhelmHeilmikil útgjöld fylgja verkefni á borð við undankeppni Evrópumóts svo ekki sé talað um úrslitakeppnina sjálfa. Þar má nefna allan ferðakostnað landsliðshópsins sem dvaldi á glæsilegu hóteli, ferðaðist í leikina í eigin flugvél, naut öryggisgæslu, hafði kokka á sínum snærum og þar fram eftir götunum. Leikmenn, þjálfarar og starfslið voru á dagpeningum, stjórnarfólki var flogið út í leikina, starfsmenn landsliðsins voru á launum, landsliðsnefndarmönnum var haldið uppi svo eitthvað sé nefnt.Nýtt vandamál, lúxusvandamál Fram að undankeppni heimsmeistaramótsins 2014 höfðu bónusgreiðslur aldrei verið alvarlega til umræðu hjá landsliðinu. Leikmenn fengu greidda fasta upphæð fyrir hvert stig sem liðið vann sér inn í keppnisleikjum (í dag er sú upphæð 100 þúsund krónur) og auk þess fengust greiddir dagpeningar. Uppleggið var hið sama fyrir undankeppni HM 2014, allt þar til menn fóru að átta sig á að raunhæfur möguleiki væri á því að komast í lokakeppni stórmóts. Samkvæmt heimildum Vísis var það alltaf gagnkvæmur skilningur forystumanna hjá KSÍ og landsliðsmanna, og hefur verið lengi, að kæmi sú staða upp, að liðið ætti möguleika á að komast á stórmót, yrði sest niður og samið sérstaklega um bónusgreiðslur vegna þess. Sú varð svo raunin þegar leið á undankeppni HM 2014. Leikmenn settust niður og sömdu við KSÍ um bónusgreiðslur til leikmanna ef svo vel færi að liðið kæmist alla leið á HM í Brasilíu 2014. Niðurstaðan úr þeim viðræðum var sú að leikmenn myndu skipta með sér tveimur milljónum Bandaríkjadala, um 240 milljónum íslenskra króna miðað við gengið í árslok 2013. Peningurinn myndi skiptast jafnt á milli þeirra leikmanna sem tóku þátt í undankeppninni, í hlutfalli við hve oft þeir voru í hóp. Þannig skipti ekki máli hvort leikmenn væru byrjunarliðsmenn eða varamenn. Allir fengju jafnt fyrir hvert verkefni. Svo fór að okkar menn biðu lægri hlut í umspilsleikjum gegn Króötum og komust í því ekki í lokakeppnina í Brasilíu. Þar með voru allar mögulegar bónusgreiðslur til leikmanna úr sögunni. Gylfi Þór Sigurðsson fagnar öðru mark sinna í 2-0 sigrinum á Hollandi fyrir troðfullum Laugardalsvelli haustið 2014.Vísir/Andri MarinóSmáa letrið Þegar dregið var í riðla fyrir undankeppni EM 2016 er óhætt að segja að okkar menn hafi lent í erfiðum riðli þar sem Hollendingar, Tékkar og Tyrkir voru meðal andstæðinga. Fyrir lá að aftur þyrfti að semja um bónusgreiðslur ef landsliðið kæmist í lokakeppnina. Þær viðræður drógust mjög á langinn og var samkvæmt heimildum Vísis ekki skrifað undir samning um bónusgreiðslur fyrr en á vormánuðum 2016. Upphæðin var sú sama, tvær milljónir dollara, líkt og í undankeppninni á undan og svo hluti af mögulegum tekjum miðað við árangur í úrslitakeppninni. Greiðslur frá FIFA til KSÍ eru í dollurum. Því var eðlilegt í samningnum í undankeppni HM 2014 að miðað væri við dollara. Greiðslur frá UEFA til KSÍ eru hins vegar í evrum. Engu að síður var samið um sömu upphæð í dollurum, ekki evrum. Á þeim tíma sem gengið var til samninga var munurinn á gengi dollara og evru um 25 prósent, eða um sextíu milljónir króna miðað við tvær milljónir dollara og tveggja milljóna evra. Síðar áttu leikmenn eftir að átta sig á því að þeir höfðu samið aftur í dollurum, en ekki í evrum. Þótti sumum að samninganefnd KSÍ, með formanninn Geir Þorsteinsson í forsvari, hefði svikið landsliðsmennina um mismuninn á gengi gjaldmiðlanna. Gjaldmiðilinn kom þó skýrt fram á samningnum. Hafa verður í huga að leikmenn semja sjálfir beint við KSÍ og hafa engan lögfróðan eða samningavanan mann sér til aðstoðar. Geir hefur ekki tekið í mál að aðrir aðilar komi að samningaborðinu fyrir hönd leikmanna. Fyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson og varafyrirliðinn Kolbeinn Sigþórsson hafa séð um að semja fyrir hönd leikmanna. Eftir því sem Vísir kemst næst er það einnig tilfellið hjá landsliðum annarra Norðurlanda að leikmenn sjái sjálfir um að semja um bónusa.Þá hefur Geir sjálfur sagt að við ákvörðun bónusgreiðslna horfi KSÍ til Norðurlandanna sem hafi reynslu í að semja við landsliðsmenn um árangurstengdar greiðslur.Sæti á EM í höfn Undankeppnin fyrir EM 2016 byrjaði frábærlega með sigrum á Tyrkjum og Hollendingum. Fljótlega varð ljóst að það væri vel raunhæfur möguleiki að komast upp úr riðlinum og í lokakeppni stórmóts í fyrsta skipti. Tvö lið kæmust upp úr riðlinum en liðið í þriðja sæti færi í umspil. Eins og allir vita tryggðu svo strákarnir sæti sitt í lokakeppninni með markalausu jafntefli við Kasakstan á Laugardalsvelli í september 2015. Þar með var ljóst að leikmenn fengu bónus fyrir árangur sinn þótt enn ætti erfitt að skrifa undir samninginn, rúmu ári eftir að undankeppnin hófst. Landsliðsmenn upp til hópa gengu út frá því að skipting greiðslanna yrði með sama hætti og ákveðið var í undankeppni HM 2014 þar sem ekki yrði gert upp á milli byrjunarliðsmanna og varamanna.Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson voru ekki sáttir við það hve langan tíma viðræður KSÍ við leikmenn um bónusgreiðslur tóku.VILHELM STOKSTADTók alltof langan tíma Samningaviðræður leikmanna við KSÍ drógust á langinn. Landsliðsþjálfurunum Heimi Hallgrímssyni og Lars Lagerbäck var ekki skemmt enda vildu þeir að allar pælingar um peningagreiðslur og skiptingu peninga væru úr sögunni til að trufla ekki undirbúninginn fyrir lokakeppnina. „Þetta tók langan tíma. Mín skoðun var að það þurfti að leysa þetta fljótt svo þetta yrði ekki að vandamáli sem þyrfti að glíma við í Frakklandi. Ég og Heimir [Hallgrímsson] reyndum að ýta á eftir þessu,“ sagði Lagerbäck við Vísi að loknu Evrópumótinu síðastliðið sumar.„Maður veit aldrei hvort að þetta hefði orðið að miklu vandamáli. Ég var mest í sambandi við Aron [Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliða] vegna þessa en við lögðum áherslu á að þetta yrði leyst strax því annars hefði þetta getað kostað orku og tíma í keppninni sjálfri.“ Hann segir að Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, hafi átt mesta aðkomu að málinu fyrir hönd KSÍ. „Það átti að leysa þetta eins fljótt og hægt er. En þetta tók langan tíma. Ég og Heimir beittum okkur fyrir því að leysa þetta sem fyrst. Okkar skilaboð voru að ef aðilar væru ekki sammála, þá yrði einfaldlega að gera leikmönnum lokatilboð og það væri þá undir þeim sjálfum komið hvort þeir vildu taka þátt eða ekki,“ segir Lagerbäck.Samkomulag við KSÍ vorið 2016Samkvæmt heimildum Vísis lýsti Lars þeirri skoðun sinni, langþreyttur að enn væri ekki búið að ganga frá samningum KSÍ við leikmenn, að allar greiðslur vegna árangursins í lokakeppninni í Frakklandi ættu að skiptast jafnt á milli leikmannanna 23. Var það á skjön við þær hugmyndir sem margir lykilmenn landsliðsins höfðu um skiptinguna en borin var virðing fyrir skoðun Lars. Í framhaldinu fóru leikmenn að velta fyrir sér skiptingunni á bónusgreiðslunum vegna undankeppninnar, sem enn höfðu ekki verið greiddar út. Fór svo í æfingaferð landsliðsins til Danmerkur í lok mars 2016 að lykilmenn í landsliðinu tóku þá ákvörðun að breyta skiptingu peninganna úr undankeppninni frá því sem var í undankeppninni 2014. Nú yrði það þannig að þeir sem spiluðu leiki fengju tvöfalt meira en þeir sem voru á varamannabekknum. Voru leikmönnum send skilaboð um niðurstöðuna. Á sama tíma var ákveðið að af þeim tveimur milljónum Bandaríkjadala sem væru til skiptana fyrir undankeppnina færi 75% til leikmanna í undankeppninni og 25% til þeirra sem voru í lokahópnum. Óhætt er að segja að sú ákvörðun hafi farið fyrir brjóstið á þeim leikmönnum sem voru undantekningalítið í landsliðshópnum í undankeppninni en spiluðu fáa leiki. Allt í einu fengu þeir helmingi lægri upphæð en þeir höfðu reiknað með. Sumir fóru úr 10 milljónum í 5 milljónir á meðan hlutur lykilmanna hækkaði.Byrjunarlið Íslands gegn Frökkum á Stade de France þar sem okkar menn mættu ofjörlum sínum. Eftir að hafa verið 4-0 undir í hálfleik unnu þeir þó seinni hálfleikinn 2-1 og gátu borið höfuðið hátt eftir magnaða keppni.Vísir/VilhelmFjarri þegar ákvörðun var tekin Mun algengara er hjá atvinnumannaliðum úti í heimi að bónusgreiðslur séu í hlutfalli við hve mikið menn spila. Þannig fá leikmenn í byrjunarliðinu og þeir sem koma inn á hærri greiðslur fyrir góðan árangur en þeir sem verma varamannabekkinn eða eru í æfingahópnum. Algengt fyrirkomulag er að þeir sem byrji fái 100 prósent, varamenn sem koma inn á 75 prósent og aðrir 50 prósent. Þó fá varamarkverðir oftar en ekki sama hlutfall og varamenn sem koma inn á enda heyrir til undantekninga ef varamarkverðir koma við sögu. Þeir þurfa þó alltaf að vera klárir. Þessu umhverfi eru flestir landsliðsmenn okkar vanir og árangurstengdu greiðslurnar geta verið töluvert hlutfall af launum þeirra. Leikmaður sem tilheyrir þeim hópi leikmanna sem fékk um fimm milljónir en átti von á tíu milljónum króna í bónus segist skilja þetta og segist ekkert hafa við fyrirkomulagið að athuga. Hann hefði aldrei sett sig upp á móti því fyrirkomulagi, hefði það verið ákveðið í upphafi. Hann er hins vegar ósáttur með að breytingin hafi verið gerð eftir á, á því sem áður hafi verið almennt samþykki innan hópsins, þ.e. að greiðslunum yrði skipt jafnt líkt og í undankeppninni á undan. Þá var ákvörðunin tekin í æfingaferð þar sem flestir þeirra, sem eru svekktir við breytinguna, voru ekki í hópnum og höfðu því ekkert um niðurstöðuna að segja. Dropi í hafið hjá sumum en alls ekki öllum Óhætt er að segja að himinn og haf sé á milli leikmanna landsliðsins þegar litið er til tekna sem þeir hafa af fótboltanum hjá félagsliðum sínum. Leikmenn í stærstu deildum Evrópu þéna margfalt meira en leikmenn á Norðurlöndunum og hvað þá þeir sem spila á Íslandi. Þannig eru árslaun þess launahæsta, Gylfa Þórs Sigurðssonar hjá Swansea, í kringum 500 milljónir á ári á meðan landsliðsmenn á Norðurlöndunum, Belgíu eða Hollandi eru með margfalt lægri laun. Nokkrar milljónir króna geta því verið dropi í hafið hjá einum leikmanni en heilmikil búbót hjá öðrum. Hefur Vísir heimildir fyrir því að a.m.k. tveir landsliðsmenn, sem fengu lægri upphæð en þeir höfðu reiknað með, voru búnir að fjárfesta í húsnæði fyrir þann pening sem þeir áttu von á en skilaði sér ekki.Bjarni Benediktsson forsætisráðherra var á meðal þúsunda Íslendinga sem sáu okkar menn spila á EM í Frakklandi í fyrra.Vísir/VilhelmEinnig svekktir út í formanninn Eins og gefur að skilja er málið viðkvæmt enda landsliðsmennirnir upp til hópa góðir vinir. Af samtölum blaðamanns við landsliðsmenn er ljóst að þeir sem urðu af milljónum króna eru missvekktir en upp til hópa sammála um að almennt samkomulag hafi verið að peningunum yrði skipt jafnt. Svo eru aðrir leikmenn þeirrar skoðunar að ekkert sé ósanngjarnt við fyrirkomulagið sem úr varð. Ekki hafi verið meitlað í stein að peningunum yrði skipt jafnt þótt flestir hafi reiknað með því vegna fyrirkomulagsins í undankeppninni 2014, þar sem ekki kom til bónusgreiðslna. Öðrum finnst málið óþægilegt og vilja ekki ræða það. Þegar talið berist að bónusgreiðslum eða peningum loki þeir einfaldlega augum og haldi fyrir eyrun. Einn landsliðsmaður, sem spilar reglulega með landsliðinu og var meðal þeirra sem fékk hæstar bónusgreiðslur í sinn hlut, segist vel skilja svekkelsi þeirra sem fengu minna en þeir hefðu reiknað með. Hann hefði einnig verið sár en eftir standi vissulega að ekkert hafi verið meitlað í stein varðandi fyrirkomulagið þótt flestir hafi reiknað með því óbreyttu. Svekkelsið snýr þó ekki bara að breytingunni, sem var að frumkvæði lykilmanna í liðinu, heldur einnig að KSÍ og formanninum, Geir Þorsteinssyni. Stór hluti þessa vandamáls sé sú staðreynd að KSÍ skrifaði ekki undir samning við leikmenn um bónusgreiðslur fyrr en vorið 2016, þegar undankeppninni var löngu lokið. Menn hefðu átt að vera búnir að fá greiðslurnar um áramótin 2015/2016 og fyrirkomulagið að liggja fyrir. Einróma óánægja er með það innan landsliðsins. Þá eru leikmenn einnig ósáttir við þá staðreynd að KSÍ vilji ekki greiða bónusana í þeim gjaldmiðli sem KSÍ fær peningana í inn á reikninga leikmanna í útlöndum. Svo til allir landsliðsmennirnir eru búsettir í útlöndum.Nýtt vandamál vegna góðs árangursGeir Þorsteinsson, formaður KSÍ, sagði í samtali við Vísi við vinnslu greinarinnar fyrir áramót að hann geti ekki rætt um bónusgreiðslur leikmanna og viðræður þeirra við KSÍ þar sem hann sé bundinn trúnaði. „Ég er bara þarna til að gæta hagsmuna knattspyrnusambandsins þegar verið er að semja,“ segir Geir. „Þegar menn vilja fá allan handlegginn þá stend ég fast fyrir. Þú getur séð á sögu minni í rekstri KSÍ að hann hefur verið í góðu jafnvægi.“ Geir segir að í samningaviðræðunum hafi sambandið glímt við nýtt vandamál og fengið ákveðna reynslu. Ekki hafi verið samið um greiðslur af þessu tagi áður. Hið sama gildi um leikmennina.Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ til síðustu tíu ára, lætur af störfum á ársþingi sambandsins þann 11. febrúar. Hann er þó í framboði hjá framkvæmdastjórn FIFA og var skipaður í nefnd hjá FIFA í gær.Vísir/Daníel800 milljónir til KSÍ fyrir lokakeppnina Bónusgreiðslurnar til leikmanna fyrir árangur í lokakeppninni í Frakklandi reyndust enn hærri í heildina en fyrir undankeppnina, vegna frábærs árangurs leikmanna sem fóru með landsliðið í átta liða úrslit eins og frægt er orðið. Leikmenn sömdu um hlutfall af greiðslu sem KSÍ fengi frá UEFA fyrir árangur í leikjunum. Samkomulag leikmanna við KSÍ hljóðaði eftir því sem Vísir kemst næst upp á að leikmenn fengu meirihluta, um tvo þriðju, af þeim peningum sem KSÍ fengi frá UEFA fyrir árangur í leikjunum í riðlakeppninni og svo minnihluta, um einn þriðja, af peningunum fyrir að komast upp úr riðlinum og allan árangur eftir það. Fór svo að KSÍ fékk sex milljónir evra samanlagt fyrir jafnteflin gegn Portúgal og Ungverjalandi, sigurinn á Austurríki, fyrir að komast upp úr riðlinum og svo leggja Englendinga að velli í sextán liða úrslitum í Nice. Það svarar til um 800 milljóna króna samanlagt miðað við gengi evrunnar í júlí 2016. Af þeirri upphæð fóru um 350 milljónir til leikmanna. Hver leikmaður sem var í lokahópnum, hvort sem hann spilaði alla leikina eða kom ekkert við sögu, fékk því um 15 milljónir króna fyrir árangurinn á EM. Til viðbótar skiptu leikmennirnir 23 í lokahópnum með sér 25% af tveimur milljónum Bandaríkjadala fyrir árangurinn í undankeppninni og fengu því um þrjár milljónir króna á mann. Þá eru ónefndar greiðslur til þjálfaranna Lars og Heimis en samkvæmt heimildum Vísis fengu þeir bónusgreiðslu fyrir að koma landsliðinu í lokakeppni Evrópumótsins. Ekki liggur fyrir hvort þjálfararnir hafi fengið bónusgreiðslu fyrir árangurinn sem náðist í Frakklandi. Að auki voru allir leikmenn og þjálfarar á dagpeningum líkt og starfsfólk þessar vikur.150 milljónir króna úr afrekssjóði voru til skiptana meðal sérsambandanna en úthlutun fór fram á fundi ÍSÍ í upphafi árs.Vísir/VilhelmFjórum sinnum meira en öll sérsamböndin fá Ljóst er að 845 milljónir í greiðslur til leikmanna og þjálfara, þar af yfir 600 milljónir í bónusgreislur til leikmanna fyrir árangur sinn, er afar há upphæð í íslensku íþróttalífi. Engin fordæmi eru fyrir svo miklum bónusum. En sömuleiðis eru engin fordæmi fyrir svo miklu streymi peninga til sérsambands. KSÍ fékk 1,9 milljarð króna vegna árangurs landsliðsins. Annars hefðu þeir peningar ekki fengist. 600 milljónir er fjórfalt sú upphæð sem skipt var á milli sérsambanda ÍSÍ á dögunum við úthlutun úr afrekssjóði ÍSÍ, 150 milljónir króna í heildina. Þar á reyndar eftir að úthluta 100 milljónum til viðbótar. En þar erum við að tala um öll sérsamböndin 27 þar sem styrkir voru á bilinu 600 þúsund krónur til 28 milljónir króna. Raunar fékk KSÍ einn hæsta styrkinn, 8,4 milljónir króna, vegna kvennalandsliðanna.Vísir hefur áður fjallað um bónusgreiðslur til leikmanna kvennalandsliðsins sem tryggðu sér sæti á EM í Hollandi í haust. Stelpurnar fá um 750 þúsund krónur á mann fyrir árangurinn, þ.e. þær sem voru í hópnum í öllum leikjunum en aðrar minna. Ekki er gerður greinarmunur á byrjunarliðsmönnum og varamönnum hjá stelpunum. Þær líta svo á, eftir því sem Vísir kemst næst, að eðlilegt sé að skipta peningnum jafnt enda fórni allir leikmenn jafn miklum tíma fyrir landsliðið.Walesverjar með Gareth Bale í fararbroddi komust alla leið í undanúrslit á EM í sumar. Rúmlega þrjár milljónir manna búa í Wales.Vísir/GettyÍ takti við hinar minni þjóðirnar Bónusgreiðslurnar til strákanna okkar eru af svipaðri stærðargráðu og hjá öðrum fámennari þjóðum á Evrópumótinu í sumar. Leikmenn Írlands skiptu með sér einni milljón evra bónusgreiðslu fyrir að komast til Frakklands á meðan leikmenn Íslands skiptu með sér tveimur milljónum dollara.Leikmenn Wales fengu einn þriðja af heildargreiðslunni til velska knattspyrnusambandsins fyrir EM-árangurinn í heild. Þannig skiptu leikmennirnir með sér einum þriðja af átján milljónum evra eða á milli 800 og 900 milljónum króna. Wales komst stigi lengra en strákarnir okkar í Frakklandi, í undanúrslit. Það svarar til um 40 milljóna króna á mann skipti leikmenn peningunum jafnt sem ekki liggur fyrir. Þjóðverjar, stórveldi í knattspyrnu, komust í undanúrslit á EM og fékk hver leikmaður í lokakeppninni 350 þúsund evrur fyrir árangurinn til viðbótar við 200 þúsund evrur fyrir að komast í lokakeppnina. Fékk hver leikmaður á bilinu 70-80 milljónir króna í sinn hlut, í heildina 1600-1800 milljónir króna, allt eftir því við hvaða gengi evrunnar er miðað. Ekki liggur fyrir hvernig leikmenn fyrrnefndra landsliða skiptu með sér greiðslunum en svo virðist sem leikmenn Þýskalands hafi í það minnsta fengið jafnmikið óháð því hve mikið þeir spiluðu í lokakeppinni. Það er því ljóst að rúmlega 600 milljóna króna bónusgreiðslur eru af sömu stærðargráðu og bónusgreiðslur landsliðsmanna smærri þjóða á borð við Írland og Wales en lægri en greiðslur stórþjóða á borð við Þýskaland. Hins vegar má fullyrða að hvergi hafa bónusgreiðslur til leikmanna landsliðs á EM verið jafnstórt hlutfall af veltu knattspyrnusambands og í tilfelli KSÍ. Nýtt ævintýri Strákarnir okkar hafa sem kunnugt er hafið leik í undankeppni HM 2018 og farið virkilega vel af stað. Samið hefur verið um bónusgreiðslur til leikmanna komist liðið alla leið í úrslitakeppnina og er nú miðað við það kerfi að leikmenn sem spila leikina fá tvöfalt meira en leikmenn sem eru í hópnum og spila ekkert. Karlalandsliðið situr í þriðja sæti I-riðils með sjö stig eftir fjóra leiki. Næsti keppnisleikur liðsins er gegn Kósóvó 24. mars. Þá er rétt að taka fram að blaðamaður bauð landsliðsfyrirliðanum Aroni Einari Gunnarssyni að tjá sig um málið fyrir hönd landsliðsins. Hann afþakkaði það og sagði ekki rétt að tjá sig um samninga leikmanna við KSÍ. Þá minnti háttsettur aðili hjá landsliðinu á það í samtali við Vísi að bónusgreiðslurnar hefðu aldrei orðið að veruleika nema vegna árangurs strákanna. Hefðu þeir ekki náð þessum frábæra árangri hefði aldrei komið til neinna bónusgreiðslna.Rétt er að taka fram að fyrir liggur fyrirspurn hjá KSÍ varðandi rekstraryfirlitið vegna EM sem KSÍ birti fyrir viku. Hvorki hefur fyrirspurninni verið svarað né ítrekun á fyrirspurninni þar sem spurt var hvort fyrirspurninni yrði svarað eða ekki.
Nefndin sem Lars gagnrýndi: Í bjórbanni í Annecy og formaðurinn reifst við Sigga Dúllu Leikmenn karlalandsliðsins í knattspyrnu hrista höfuðið og skilja ekki tilgang nefndarinnar frekar en landsliðsþjálfararnir. 1. desember 2016 13:00
Lars Lagerbäck: Alvöru prófraun fyrir íslenska knattspyrnu Lars Lagerbäck skilur nú við íslenska karlalandsliðið eftir mesta velmegunarskeið í sögu þess. Hann gerir upp árin sín hjá KSÍ og segir við þessi tímamót að nú þurfi að nýta þann mikla meðbyr sem nú nýtur við til þess að efla 16. júlí 2016 08:00
Stelpurnar fá nokkur hundruð þúsund krónur í bónus fyrir EM-sætið Greiðslan frá KSÍ hækkar um fimmtíu prósent. 30. september 2016 10:00
Viðræður um bónusgreiðslur til landsliðsmanna drógust á langinn Landsliðsþjálfararnir þurftu að ýta á eftir niðurstöðu svo að málið myndi ekki flækjast fyrir á EM í Frakklandi. 19. júlí 2016 13:45