Körfubolti

Grizzlies tók Houston óvænt | Fátt getur stöðvað meistarana

Stefán Árni Pálsson skrifar
Allen var flottur í nótt
Allen var flottur í nótt vísir/getty
Níu leikir fóru fram í NBA-deildinni í nótt og ber þar helst að nefna góðan sigur Memphis Grizzlies á Houston Rockets, 110-105, en leikurinn fór fram í Houston. Tony Allen skoraði 22 stig fyrir Grizzlies í nótt en stigaskorið dreifðist nokkuð vel hjá báðum liðum.

Cleveland Cavaliers var ekki í neinum vandræðum með Sacramento Kings en í þeim leik fór Kyrie Irving á mikinn og skoraði 26 stig og gaf fimm stoðsendingar.

Utah Jazz gjörsamlega slátraði Detroit Pistons, 110-77, og sáu leikmenn Pistons aldrei til sólar. Rodney Hood gerði 27 stig fyrir Jazz í leiknum en stigahæsti leikmaður Pistons var Tobias Harris með 13 stig.

Úrslit næturinnar:

Minnesota Timberwolves - Oklahoma City Thunder 98-86

Atlanta Hawks - Boston Celtics 101-103

Portland Trailblazers - Orlando Magic 109-115

Sacramento Kings - Cleveland Cavaliers 108-120

Utah Jazz - Detroit Pistons 110-77

Milwaukee Bucks - Miami Heat 116-108

Toronto Raptors - Brooklyn Nets 132-113

Philadelphia 76ers - Charlotte Hornets 102-97

Houston Rockets - Memphis Grizzlies 105-110

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×