Íbúar og flóttamenn í hættu í vetrarveðrinu Jón Hákon Halldórsson skrifar 14. janúar 2017 07:00 Unnið var á snjóðruðningstæki við að hreinsa hraðbraut A27 nærri Achim í Norður-Þýskalandi í gær. vísir/epa Frostbylur hefur valdið miklum skaða í vesturhluta Evrópu, meðal annars valdið því að mörg heimili hafa orðið rafmagnslaus, tré hafa fallið og lestarsamgöngur farið úr skorðum. Í Frakklandi hafði rafmagnsleysi áhrif á yfir 237 þúsund heimili í Normandí og svæði norður af París. Við ströndina, í Dieppe, náði vindurinn 146 kílómetra hraða á klukkustund. Stormurinn, sem kallaður er Egon, fór síðan yfir suðurhluta Þýskalands og olli rafmagnsleysi og miklu umferðaröngþveiti. Björgunarsveitir höfðu í nógu að snúast í fyrrinótt í Frakklandi og í Þýskalandi. Kona lét lífið í Saint-Jeannet í suðausturhluta Frakklands eftir að tré féll á hana. Hún var að gera börn sín reiðubúin fyrir skólann þegar slysið varð. Sums staðar í Frakklandi var skólahaldi aflýst. Í heimsfrægri kapellu í Soissons, sem er norðan við París, brotnaði rúða og orgel þar inni skemmdist. Ökumenn hafa verið varaðir við hættulegum aðstæðum á vegum í Þýskalandi vegna snjókomu og íss. Þrír ökumenn létust í árekstrum í Bavaríu. Á sama tíma hafa flóðvarnir verið styrktar á ströndum Belgíu. Óveðrið í Evrópu hefur kostað að minnsta kosti 65 manns lífið. Allt er snævi þakið í Póllandi og á það líka við um stóran hluta af Suðaustur-Evrópu, þar á meðal Rúmeníu, Búlgaríu, Grikkland og vesturhluta Tyrklands. Þar er jafnframt mjög kalt. Þúsundir flóttamanna á Balkanskaga eru lítt búnir til þess að takast á við þessi skilyrði. Margir þeirra hafast við í tjöldum og hafa lítil tækifæri til að hita upp vistarverur sínar. Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna segir að fjöldi flóttamanna hafi örmagnast og dáið úr kulda í Búlgaríu. Stofnunin hvatti Grikki til að flytja flóttamenn með hraði í betri vistarverur á meginlandinu, eftir að fréttir bárust af því að í Samos hefðu að minnsta kosti 1.000 manns hafst við í óhituðum byggingum. Vindurinn og snjórinn í Þýskalandi varð til þess að flugfélagið Lufthansa þurfti að fresta 125 flugferðum frá flugvellinum í Frankfurt. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Flóttamenn Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Innlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Fleiri fréttir Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Sjá meira
Frostbylur hefur valdið miklum skaða í vesturhluta Evrópu, meðal annars valdið því að mörg heimili hafa orðið rafmagnslaus, tré hafa fallið og lestarsamgöngur farið úr skorðum. Í Frakklandi hafði rafmagnsleysi áhrif á yfir 237 þúsund heimili í Normandí og svæði norður af París. Við ströndina, í Dieppe, náði vindurinn 146 kílómetra hraða á klukkustund. Stormurinn, sem kallaður er Egon, fór síðan yfir suðurhluta Þýskalands og olli rafmagnsleysi og miklu umferðaröngþveiti. Björgunarsveitir höfðu í nógu að snúast í fyrrinótt í Frakklandi og í Þýskalandi. Kona lét lífið í Saint-Jeannet í suðausturhluta Frakklands eftir að tré féll á hana. Hún var að gera börn sín reiðubúin fyrir skólann þegar slysið varð. Sums staðar í Frakklandi var skólahaldi aflýst. Í heimsfrægri kapellu í Soissons, sem er norðan við París, brotnaði rúða og orgel þar inni skemmdist. Ökumenn hafa verið varaðir við hættulegum aðstæðum á vegum í Þýskalandi vegna snjókomu og íss. Þrír ökumenn létust í árekstrum í Bavaríu. Á sama tíma hafa flóðvarnir verið styrktar á ströndum Belgíu. Óveðrið í Evrópu hefur kostað að minnsta kosti 65 manns lífið. Allt er snævi þakið í Póllandi og á það líka við um stóran hluta af Suðaustur-Evrópu, þar á meðal Rúmeníu, Búlgaríu, Grikkland og vesturhluta Tyrklands. Þar er jafnframt mjög kalt. Þúsundir flóttamanna á Balkanskaga eru lítt búnir til þess að takast á við þessi skilyrði. Margir þeirra hafast við í tjöldum og hafa lítil tækifæri til að hita upp vistarverur sínar. Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna segir að fjöldi flóttamanna hafi örmagnast og dáið úr kulda í Búlgaríu. Stofnunin hvatti Grikki til að flytja flóttamenn með hraði í betri vistarverur á meginlandinu, eftir að fréttir bárust af því að í Samos hefðu að minnsta kosti 1.000 manns hafst við í óhituðum byggingum. Vindurinn og snjórinn í Þýskalandi varð til þess að flugfélagið Lufthansa þurfti að fresta 125 flugferðum frá flugvellinum í Frankfurt. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Flóttamenn Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Innlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Fleiri fréttir Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Sjá meira