Íbúar og flóttamenn í hættu í vetrarveðrinu Jón Hákon Halldórsson skrifar 14. janúar 2017 07:00 Unnið var á snjóðruðningstæki við að hreinsa hraðbraut A27 nærri Achim í Norður-Þýskalandi í gær. vísir/epa Frostbylur hefur valdið miklum skaða í vesturhluta Evrópu, meðal annars valdið því að mörg heimili hafa orðið rafmagnslaus, tré hafa fallið og lestarsamgöngur farið úr skorðum. Í Frakklandi hafði rafmagnsleysi áhrif á yfir 237 þúsund heimili í Normandí og svæði norður af París. Við ströndina, í Dieppe, náði vindurinn 146 kílómetra hraða á klukkustund. Stormurinn, sem kallaður er Egon, fór síðan yfir suðurhluta Þýskalands og olli rafmagnsleysi og miklu umferðaröngþveiti. Björgunarsveitir höfðu í nógu að snúast í fyrrinótt í Frakklandi og í Þýskalandi. Kona lét lífið í Saint-Jeannet í suðausturhluta Frakklands eftir að tré féll á hana. Hún var að gera börn sín reiðubúin fyrir skólann þegar slysið varð. Sums staðar í Frakklandi var skólahaldi aflýst. Í heimsfrægri kapellu í Soissons, sem er norðan við París, brotnaði rúða og orgel þar inni skemmdist. Ökumenn hafa verið varaðir við hættulegum aðstæðum á vegum í Þýskalandi vegna snjókomu og íss. Þrír ökumenn létust í árekstrum í Bavaríu. Á sama tíma hafa flóðvarnir verið styrktar á ströndum Belgíu. Óveðrið í Evrópu hefur kostað að minnsta kosti 65 manns lífið. Allt er snævi þakið í Póllandi og á það líka við um stóran hluta af Suðaustur-Evrópu, þar á meðal Rúmeníu, Búlgaríu, Grikkland og vesturhluta Tyrklands. Þar er jafnframt mjög kalt. Þúsundir flóttamanna á Balkanskaga eru lítt búnir til þess að takast á við þessi skilyrði. Margir þeirra hafast við í tjöldum og hafa lítil tækifæri til að hita upp vistarverur sínar. Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna segir að fjöldi flóttamanna hafi örmagnast og dáið úr kulda í Búlgaríu. Stofnunin hvatti Grikki til að flytja flóttamenn með hraði í betri vistarverur á meginlandinu, eftir að fréttir bárust af því að í Samos hefðu að minnsta kosti 1.000 manns hafst við í óhituðum byggingum. Vindurinn og snjórinn í Þýskalandi varð til þess að flugfélagið Lufthansa þurfti að fresta 125 flugferðum frá flugvellinum í Frankfurt. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Flóttamenn Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Mildari spá í kortunum Veður Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Fleiri fréttir Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Sjá meira
Frostbylur hefur valdið miklum skaða í vesturhluta Evrópu, meðal annars valdið því að mörg heimili hafa orðið rafmagnslaus, tré hafa fallið og lestarsamgöngur farið úr skorðum. Í Frakklandi hafði rafmagnsleysi áhrif á yfir 237 þúsund heimili í Normandí og svæði norður af París. Við ströndina, í Dieppe, náði vindurinn 146 kílómetra hraða á klukkustund. Stormurinn, sem kallaður er Egon, fór síðan yfir suðurhluta Þýskalands og olli rafmagnsleysi og miklu umferðaröngþveiti. Björgunarsveitir höfðu í nógu að snúast í fyrrinótt í Frakklandi og í Þýskalandi. Kona lét lífið í Saint-Jeannet í suðausturhluta Frakklands eftir að tré féll á hana. Hún var að gera börn sín reiðubúin fyrir skólann þegar slysið varð. Sums staðar í Frakklandi var skólahaldi aflýst. Í heimsfrægri kapellu í Soissons, sem er norðan við París, brotnaði rúða og orgel þar inni skemmdist. Ökumenn hafa verið varaðir við hættulegum aðstæðum á vegum í Þýskalandi vegna snjókomu og íss. Þrír ökumenn létust í árekstrum í Bavaríu. Á sama tíma hafa flóðvarnir verið styrktar á ströndum Belgíu. Óveðrið í Evrópu hefur kostað að minnsta kosti 65 manns lífið. Allt er snævi þakið í Póllandi og á það líka við um stóran hluta af Suðaustur-Evrópu, þar á meðal Rúmeníu, Búlgaríu, Grikkland og vesturhluta Tyrklands. Þar er jafnframt mjög kalt. Þúsundir flóttamanna á Balkanskaga eru lítt búnir til þess að takast á við þessi skilyrði. Margir þeirra hafast við í tjöldum og hafa lítil tækifæri til að hita upp vistarverur sínar. Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna segir að fjöldi flóttamanna hafi örmagnast og dáið úr kulda í Búlgaríu. Stofnunin hvatti Grikki til að flytja flóttamenn með hraði í betri vistarverur á meginlandinu, eftir að fréttir bárust af því að í Samos hefðu að minnsta kosti 1.000 manns hafst við í óhituðum byggingum. Vindurinn og snjórinn í Þýskalandi varð til þess að flugfélagið Lufthansa þurfti að fresta 125 flugferðum frá flugvellinum í Frankfurt. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Flóttamenn Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Mildari spá í kortunum Veður Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Fleiri fréttir Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Sjá meira