Til hamingju með daginn Þórlindur Kjartansson skrifar 13. janúar 2017 00:00 Eftir að ég heyrði fyrst um þá hjátrú að það væri sérstakur óheilladagur þegar þrettánda dag mánaðarins ber upp á föstudag þá fylltist ég alltaf óttablandinni eftirvæntingu þegar dagatalið raðaðist með þessum hætti. Mér fannst rétt að fara að öllu með sérstakri gát og fylgdist mjög vel með öllum þeim hrakföllum, óhöppum, slysum og hörmungum sem hægt væri að rekja beint til þess að ólgandi ólukkuský hvíldi yfir heimsbyggðinni á þessum degi. Og í dag er einmitt runninn upp slíkur dagur. Það má því gera ráð fyrir að margt fari úrskeiðis í dag. Smábörn munu henda bíllyklum bak við ofna, gamalmenni fljúga á hausinn í hálku, unglingar fá einmitt þær spurningar á skyndiprófum sem þeir slepptu því að lesa fyrir, stjórnmálamenn komast að því að þeir hafa fyrir einskæra óheppni eignast bankareikninga á aflandseyjum, strætó seinkar, skóreimar slitna, beikonið brennur á pönnunni og kaffið er kalt á könnunni.Paraskevidekatriaphobia Sjálfur er ég fyrir löngu hættur að fyllast spennu fyrir föstudeginum þrettánda. Ég er of jarðbundinn til þess að trúa því að einhverjir dulmagnaðir kraftar verki öðruvísi á daga okkar eftir því hvernig mannfólkið hefur raðað þeim á dagatölin. En þó er vitað að verulegur fjöldi er haldinn ótta við föstudaginn þrettánda—það er meira að segja til sjúkdómsheiti yfir slíkan ótta (paraskevidekatriaphobia) og í Ameríku hefur verið giskað á að á bilinu 17–21 milljón manna glími við þennan ótta. Sumir eru jafnvel svo illa haldnir að þeir hætta sér ekki út úr húsi. Þeir eru bara heima hjá sér—kannski dúðaðir undir sæng, nagandi neglur og gnístandi tönnum—og bíða eftir að dagurinn líði svo heimurinn falli aftur í eðlilegar skorður og óhætt sé að taka aftur þátt í tilverunni. Og það er alveg rétt hjá þeim. Margt mun fara úrskeiðis í dag og það er ekki óhugsandi að hryllilegar hörmungar dynji einhvers staðar yfir.Undirmeðvitundin verður ofan á Yfirveguð rökhugsun vísar vitaskuld á bug öllum kenningum um að dagatalið hafi haft eitthvað um óhöpp dagsins að segja. Rökvísin veit að hlutir fara úrskeiðis í dag einfaldlega vegna þess að alla daga fara hlutir úrskeiðis og dögunum stendur fullkomlega á sama um hvernig við númerum þá og nefnum. Og þar með ætti málið að vera útrætt. Hjátrúin um dagatalið er afgreidd. En þannig er það nú samt ekki. Heilinn í okkur er nefnilega flókið fyrirbæri og lýtur ekki síður eigin vilja heldur en eigenda sinna. Þegar órökrétt hjátrú eða ranghugmynd hefur tekið sér bólfestu í undirmeðvitundinni þá getur slagurinn við hana orðið eins og að reyna að halda með pottloki aftur af gufu sem leitar út. Öll heimsins rök duga skammt gegn þeirri fullvissu sem er greypt í dýpstu hugskot. Rétt eins og ástföngnum manni sýnist að úr fjarska sé önnur hver kona einmitt sú sem hjartað þráir—þá sér hinn hjátrúarfulli ekkert annað en staðfestingar á hinni órökréttu tilfinningu sinni.Ruglið staðfest Í sálfræðirannsóknum er þetta vel þekkt. Heilinn í okkur sækist stöðugt eftir því að staðfesta það sem við teljum okkur vita, en er minna hrifinn af því að grafa undan þeim stoðum sem við byggjum heimsmynd okkar á. Þessi þrá til þess að staðfesta heimsmynd okkar litar allar okkar hugsanir og gjörðir og getur leitt okkur á ýmsar villigötur. Ef það blundar til dæmis í okkur ótti við útlendinga þá „hjálpar“ heilinn okkur að taka eftir öllu því sem fer úrskeiðis og tengist útlendingum og innflytjendum. Ef við erum sannfærð um að þeir sem eru ósammála okkur í stjórnmálum séu spilltir, illa innrættir og óheiðarlegir þá mun undirvitund okkar safna öllum mögulegum sönnunargögnum til þess að treysta þá trú, en vísa frá sér öllum vísbendingum um að þetta sé ekki raunin.Ímyndað vandamál verður raunverulegt Allir þekkja hvernig hugurinn getur skyndilega tekið krappar og órökréttar beygjur. Fólk sem er ástfangið upp fyrir haus einn daginn sér ekkert nema gott í ástinni sinni; meira að segja það sem annars þættu algjörlega óþolandi persónuleikabrestir virkar krúttlegt á meðan „allt leikur í lyndi“ en ef ástin kulnar þá fara nákvæmlega sömu eiginleikar að virka þreytandi, pirrandi og jafnvel óþolandi. Og stundum þarf ekki annað en smávægilegt fall í blóðsykri til þess að allir sem maður umgengst verði skyndilega óalandi og óferjandi. Þessar tilfinningasveiflur eru raunverulegar þótt ekkert raunverulegt hafi gerst nema hjá manni sjálfum. Fyrir þá sem raunverulega hræðast dagsetninguna í dag þá er hjátrúin raunverulegt vandamál þótt ástæðan sjálf sé ímynduð. Undirmeðvitundin mætir öllum tilraunum til leiðréttingar með offorsi og ef óttinn er nægilega mikill þá fer föstudagurinn þrettándi að verða að raunverulegum ólukkudegi—ekki vegna ólukkunnar heldur vegna hræðslunnar við ólukku. Þetta sama er einmitt upp á teningnum þegar fólk festist í því að sjá ekkert annað en ógnun og vandamál í kringum tiltekna hópa af fólki; hvort svo sem það eru innflytjendur, fólk af tilteknum uppruna, fólk sem játar tiltekna trú, fólk með tilteknar skoðanir, fólk í tilteknum stjórnmálaflokkum eða aðdáendur tiltekinna íþróttaliða. Hræðslan sjálf verður vandamál sem getur af sér fleiri vandamál, ranghugmyndir, illindi, fordóma og átök.Til hamingju með daginn Þeir sem ætla öllum gott og búast alltaf við hinu besta eiga auðvitað á hættu að virka kjánalegir eða barnalegir. En af tvennu illu þá finnst mér líklegt að heimurinn hafi hlotið meiri skaða af yfirgengilegri hræðslu heldur en óhóflegri bjartsýni. Þess vegna ætla ég að leggja mig allan fram um að taka eftir því þegar ég er heppinn í dag—og tileinka mér þá órökréttu hjátrú að föstudagurinn þrettándi sé algjör happadagur. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórlindur Kjartansson Mest lesið Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Endurræsum fyrir börnin okkar og kennarana Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hugmyndin fyrir brandara – hakakró! Maciej Szott skrifar Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Dóra Björt er ljúfur nagli Eydís Sara Óskarsdóttir skrifar Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar Skoðun Steinunn GG hefur það sem mestu skiptir Sverrir Þórisson skrifar Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason skrifar Skoðun Framtíð íslenskunnar í alþjóðlegan heimi Alaina Bush skrifar Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun 4% – varúðarviðmið sem byggist á vísindum Lísa Anne Libungan skrifar Skoðun Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Að leiðast er ekki alltaf leiðinlegt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Loftslagsáhætta er öryggismál Jóhann Páll Jóhannsson,Johan Rockström skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Sjá meira
Eftir að ég heyrði fyrst um þá hjátrú að það væri sérstakur óheilladagur þegar þrettánda dag mánaðarins ber upp á föstudag þá fylltist ég alltaf óttablandinni eftirvæntingu þegar dagatalið raðaðist með þessum hætti. Mér fannst rétt að fara að öllu með sérstakri gát og fylgdist mjög vel með öllum þeim hrakföllum, óhöppum, slysum og hörmungum sem hægt væri að rekja beint til þess að ólgandi ólukkuský hvíldi yfir heimsbyggðinni á þessum degi. Og í dag er einmitt runninn upp slíkur dagur. Það má því gera ráð fyrir að margt fari úrskeiðis í dag. Smábörn munu henda bíllyklum bak við ofna, gamalmenni fljúga á hausinn í hálku, unglingar fá einmitt þær spurningar á skyndiprófum sem þeir slepptu því að lesa fyrir, stjórnmálamenn komast að því að þeir hafa fyrir einskæra óheppni eignast bankareikninga á aflandseyjum, strætó seinkar, skóreimar slitna, beikonið brennur á pönnunni og kaffið er kalt á könnunni.Paraskevidekatriaphobia Sjálfur er ég fyrir löngu hættur að fyllast spennu fyrir föstudeginum þrettánda. Ég er of jarðbundinn til þess að trúa því að einhverjir dulmagnaðir kraftar verki öðruvísi á daga okkar eftir því hvernig mannfólkið hefur raðað þeim á dagatölin. En þó er vitað að verulegur fjöldi er haldinn ótta við föstudaginn þrettánda—það er meira að segja til sjúkdómsheiti yfir slíkan ótta (paraskevidekatriaphobia) og í Ameríku hefur verið giskað á að á bilinu 17–21 milljón manna glími við þennan ótta. Sumir eru jafnvel svo illa haldnir að þeir hætta sér ekki út úr húsi. Þeir eru bara heima hjá sér—kannski dúðaðir undir sæng, nagandi neglur og gnístandi tönnum—og bíða eftir að dagurinn líði svo heimurinn falli aftur í eðlilegar skorður og óhætt sé að taka aftur þátt í tilverunni. Og það er alveg rétt hjá þeim. Margt mun fara úrskeiðis í dag og það er ekki óhugsandi að hryllilegar hörmungar dynji einhvers staðar yfir.Undirmeðvitundin verður ofan á Yfirveguð rökhugsun vísar vitaskuld á bug öllum kenningum um að dagatalið hafi haft eitthvað um óhöpp dagsins að segja. Rökvísin veit að hlutir fara úrskeiðis í dag einfaldlega vegna þess að alla daga fara hlutir úrskeiðis og dögunum stendur fullkomlega á sama um hvernig við númerum þá og nefnum. Og þar með ætti málið að vera útrætt. Hjátrúin um dagatalið er afgreidd. En þannig er það nú samt ekki. Heilinn í okkur er nefnilega flókið fyrirbæri og lýtur ekki síður eigin vilja heldur en eigenda sinna. Þegar órökrétt hjátrú eða ranghugmynd hefur tekið sér bólfestu í undirmeðvitundinni þá getur slagurinn við hana orðið eins og að reyna að halda með pottloki aftur af gufu sem leitar út. Öll heimsins rök duga skammt gegn þeirri fullvissu sem er greypt í dýpstu hugskot. Rétt eins og ástföngnum manni sýnist að úr fjarska sé önnur hver kona einmitt sú sem hjartað þráir—þá sér hinn hjátrúarfulli ekkert annað en staðfestingar á hinni órökréttu tilfinningu sinni.Ruglið staðfest Í sálfræðirannsóknum er þetta vel þekkt. Heilinn í okkur sækist stöðugt eftir því að staðfesta það sem við teljum okkur vita, en er minna hrifinn af því að grafa undan þeim stoðum sem við byggjum heimsmynd okkar á. Þessi þrá til þess að staðfesta heimsmynd okkar litar allar okkar hugsanir og gjörðir og getur leitt okkur á ýmsar villigötur. Ef það blundar til dæmis í okkur ótti við útlendinga þá „hjálpar“ heilinn okkur að taka eftir öllu því sem fer úrskeiðis og tengist útlendingum og innflytjendum. Ef við erum sannfærð um að þeir sem eru ósammála okkur í stjórnmálum séu spilltir, illa innrættir og óheiðarlegir þá mun undirvitund okkar safna öllum mögulegum sönnunargögnum til þess að treysta þá trú, en vísa frá sér öllum vísbendingum um að þetta sé ekki raunin.Ímyndað vandamál verður raunverulegt Allir þekkja hvernig hugurinn getur skyndilega tekið krappar og órökréttar beygjur. Fólk sem er ástfangið upp fyrir haus einn daginn sér ekkert nema gott í ástinni sinni; meira að segja það sem annars þættu algjörlega óþolandi persónuleikabrestir virkar krúttlegt á meðan „allt leikur í lyndi“ en ef ástin kulnar þá fara nákvæmlega sömu eiginleikar að virka þreytandi, pirrandi og jafnvel óþolandi. Og stundum þarf ekki annað en smávægilegt fall í blóðsykri til þess að allir sem maður umgengst verði skyndilega óalandi og óferjandi. Þessar tilfinningasveiflur eru raunverulegar þótt ekkert raunverulegt hafi gerst nema hjá manni sjálfum. Fyrir þá sem raunverulega hræðast dagsetninguna í dag þá er hjátrúin raunverulegt vandamál þótt ástæðan sjálf sé ímynduð. Undirmeðvitundin mætir öllum tilraunum til leiðréttingar með offorsi og ef óttinn er nægilega mikill þá fer föstudagurinn þrettándi að verða að raunverulegum ólukkudegi—ekki vegna ólukkunnar heldur vegna hræðslunnar við ólukku. Þetta sama er einmitt upp á teningnum þegar fólk festist í því að sjá ekkert annað en ógnun og vandamál í kringum tiltekna hópa af fólki; hvort svo sem það eru innflytjendur, fólk af tilteknum uppruna, fólk sem játar tiltekna trú, fólk með tilteknar skoðanir, fólk í tilteknum stjórnmálaflokkum eða aðdáendur tiltekinna íþróttaliða. Hræðslan sjálf verður vandamál sem getur af sér fleiri vandamál, ranghugmyndir, illindi, fordóma og átök.Til hamingju með daginn Þeir sem ætla öllum gott og búast alltaf við hinu besta eiga auðvitað á hættu að virka kjánalegir eða barnalegir. En af tvennu illu þá finnst mér líklegt að heimurinn hafi hlotið meiri skaða af yfirgengilegri hræðslu heldur en óhóflegri bjartsýni. Þess vegna ætla ég að leggja mig allan fram um að taka eftir því þegar ég er heppinn í dag—og tileinka mér þá órökréttu hjátrú að föstudagurinn þrettándi sé algjör happadagur. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar