Innlent

Bjarni: „Það tókst, loksins“

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Bjarni segir að ekki megi gera lítið úr því hversu mikil áskorun það sé fyrir stjórnvöld að taka við sterkri stöðu í efnahagsmálum, því ekki sé sjálfgefið að halda þeim stöðugleika og viðhalda þeim árangri sem náðst hafi.
Bjarni segir að ekki megi gera lítið úr því hversu mikil áskorun það sé fyrir stjórnvöld að taka við sterkri stöðu í efnahagsmálum, því ekki sé sjálfgefið að halda þeim stöðugleika og viðhalda þeim árangri sem náðst hafi. vísir/ernir
„Mig langar að byrja á að segja: Það tókst, loksins. Ekki í fyrstu tilraun, það er þó nokkuð langur vegur frá kosningum, en við höfum gefið okkur góðan tíma og að þessu sinni bættum við smá skammti af þolinmæði,“ sagði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, á fundi Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar þar sem nýr stjórnarsáttmáli var kynntur.

Ný ríkisstjórn hefur einungis eins manns meirihluta, sem Bjarni segir vissa áskorun. „Fyrir liggur að ríkisstjórnin mun styðjast við nauman meirihluta. Í því felst í sjálfu sér viss áskorun en er líka ákall á að fólk leiti þvert yfir flokkslínur og leiti samstöðu og það munum við gera,“ sagði hann.

Þá sagði Bjarni að ekki meigi gera lítið úr því hversu mikil áskorun það sé fyrir stjórnvöld að taka við sterkri stöðu í efnahagsmálum, því ekki sé sjálfgefið að halda þeim stöðugleika og viðhalda þeim árangri sem náðst hafi.

„Mig langar líka að segja að það má ekki gera lítið úr því hversu mikil áskorun það getur verið fyrir stjórnvöld hvers tíma að taka við sterkri stöðu í efnahagsmálum. Það er ekki sjálfgefið að því sé hægt að viðhalda. En okkar áherslur, til dæmis í ríkisfjármálum og efnahagsmálum munu miða að því að viðhalda þeim árangri og hugsa til langrar framtíðar eins og stöðugleikasjóðurinn sem fjallað er um í stjórnarsáttmálum er til vitnis um,“ sagði Bjarni.

Vísir hefur fylgst með myndun ríkisstjórnar í Vaktinni í allan dag, sjá að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×