Greiða hálfan milljarð vegna verkfalls Sveinn Arnarsson skrifar 10. janúar 2017 07:00 Sjómenn hafa ítrekað hafnað nýjum kjarasamningi. vísir/stefán Alls hafa 36 fyrirtæki í fiskvinnslu sagt upp fleiri en einum starfsmanni vegna vinnslustöðvunar á fiski sökum verkfalls sjómanna sem staðið hefur yfir síðan 14. desember síðastliðinn. Vinnumálastofnun gerir ráð fyrir að um hálfum milljarði verði varið úr atvinnuleysistryggingasjóði í janúarmánuði einum vegna verkfalls sjómanna. Sjómannaverkfallið hefur að sögn Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi haft skaðleg áhrif á markaði erlendis og eru margir hverjir í hættu vegna verkfallsins og útflutningstekjur hafa dregist saman.Bryndís Hlöðversdóttir, ríkissáttasemjariUm 1.100 manns hefur verið sagt upp í fiskvinnslum landsins og eru flest störfin á Norðurlandi eystra. Allt að því jafnmörgum starfsmönnum hefur verið sagt upp á höfuðborgarsvæðinu og á Suðurnesjunum samanlagt og á Norðurlandi eystra. Á Vestfjörðum hafa á annað hundrað misst vinnuna vegna verkfalls sjómanna sem verður að teljast mjög stórt hlutfall starfandi einstaklinga á Vestfjörðum. Sjómenn boðuðu til mótmæla fyrir utan Karphúsið í gær er fundur í deilunni fór fram. Bryndís Hlöðversdóttir ríkissáttasemjari segir það fagnaðarefni að menn skuli enn tala saman en þó beri enn mikið í milli. Boðað var til annars fundar í dag og mun því samtalið halda áfram. Einnig verður að taka fram að fiskvinnslur geta haldið fólki enn við störf þó hráefnisskortur sé viðvarandi en kostnaður við laun starfsmanna er greiddur úr atvinnuleysistryggingasjóði á grundvelli laga. Fyrirtæki sækja þá um styrk eftir á fyrir launum starfsmanna sinna. Vitað er að bæði HB Grandi og Síldarvinnslan í Neskaupstað munu fara þá leiðina og því eru tölur um atvinnuleysi í fiskvinnslu frekar van- en ofáætlaðar. Samherji er það fyrirtæki sem sagt hefur upp flestum starfsmönnum, eða um 200 bæði hjá Samherja og ÚA, en Samherji tók yfir þá landvinnslu árið 2011. Athygli vekur að rúmur helmingur þeirra sem sagt hefur verið upp vegna verkfalls sjómanna eru erlendir ríkisborgarar. Þar eru Pólverjar í miklum meirihluta, eða tæplega fjórir af hverjum tíu þeirra sem sagt hefur verið upp.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Verkfall sjómanna Tengdar fréttir Sjómenn segjast upplifa hroka og virðingaleysi og boða til mótmæla Sjómenn funda í kjaradeilunni og mótmæla á sama tíma. 9. janúar 2017 10:48 Skriður kominn á samningaviðræður sjómanna Sjómenn sætta sig ekki við kjararýrnun og vilja fá sjómannaafsláttinn sinn til baka. Þeir mættu fyrir utan Karphúsið í dag til að sýna samninganefnd sinni samstöðu. Skriður virðist vera að komast á samningaviðræður þeirra og útgerðarmanna. 9. janúar 2017 18:00 Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Fleiri fréttir Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Sjá meira
Alls hafa 36 fyrirtæki í fiskvinnslu sagt upp fleiri en einum starfsmanni vegna vinnslustöðvunar á fiski sökum verkfalls sjómanna sem staðið hefur yfir síðan 14. desember síðastliðinn. Vinnumálastofnun gerir ráð fyrir að um hálfum milljarði verði varið úr atvinnuleysistryggingasjóði í janúarmánuði einum vegna verkfalls sjómanna. Sjómannaverkfallið hefur að sögn Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi haft skaðleg áhrif á markaði erlendis og eru margir hverjir í hættu vegna verkfallsins og útflutningstekjur hafa dregist saman.Bryndís Hlöðversdóttir, ríkissáttasemjariUm 1.100 manns hefur verið sagt upp í fiskvinnslum landsins og eru flest störfin á Norðurlandi eystra. Allt að því jafnmörgum starfsmönnum hefur verið sagt upp á höfuðborgarsvæðinu og á Suðurnesjunum samanlagt og á Norðurlandi eystra. Á Vestfjörðum hafa á annað hundrað misst vinnuna vegna verkfalls sjómanna sem verður að teljast mjög stórt hlutfall starfandi einstaklinga á Vestfjörðum. Sjómenn boðuðu til mótmæla fyrir utan Karphúsið í gær er fundur í deilunni fór fram. Bryndís Hlöðversdóttir ríkissáttasemjari segir það fagnaðarefni að menn skuli enn tala saman en þó beri enn mikið í milli. Boðað var til annars fundar í dag og mun því samtalið halda áfram. Einnig verður að taka fram að fiskvinnslur geta haldið fólki enn við störf þó hráefnisskortur sé viðvarandi en kostnaður við laun starfsmanna er greiddur úr atvinnuleysistryggingasjóði á grundvelli laga. Fyrirtæki sækja þá um styrk eftir á fyrir launum starfsmanna sinna. Vitað er að bæði HB Grandi og Síldarvinnslan í Neskaupstað munu fara þá leiðina og því eru tölur um atvinnuleysi í fiskvinnslu frekar van- en ofáætlaðar. Samherji er það fyrirtæki sem sagt hefur upp flestum starfsmönnum, eða um 200 bæði hjá Samherja og ÚA, en Samherji tók yfir þá landvinnslu árið 2011. Athygli vekur að rúmur helmingur þeirra sem sagt hefur verið upp vegna verkfalls sjómanna eru erlendir ríkisborgarar. Þar eru Pólverjar í miklum meirihluta, eða tæplega fjórir af hverjum tíu þeirra sem sagt hefur verið upp.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Verkfall sjómanna Tengdar fréttir Sjómenn segjast upplifa hroka og virðingaleysi og boða til mótmæla Sjómenn funda í kjaradeilunni og mótmæla á sama tíma. 9. janúar 2017 10:48 Skriður kominn á samningaviðræður sjómanna Sjómenn sætta sig ekki við kjararýrnun og vilja fá sjómannaafsláttinn sinn til baka. Þeir mættu fyrir utan Karphúsið í dag til að sýna samninganefnd sinni samstöðu. Skriður virðist vera að komast á samningaviðræður þeirra og útgerðarmanna. 9. janúar 2017 18:00 Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Fleiri fréttir Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Sjá meira
Sjómenn segjast upplifa hroka og virðingaleysi og boða til mótmæla Sjómenn funda í kjaradeilunni og mótmæla á sama tíma. 9. janúar 2017 10:48
Skriður kominn á samningaviðræður sjómanna Sjómenn sætta sig ekki við kjararýrnun og vilja fá sjómannaafsláttinn sinn til baka. Þeir mættu fyrir utan Karphúsið í dag til að sýna samninganefnd sinni samstöðu. Skriður virðist vera að komast á samningaviðræður þeirra og útgerðarmanna. 9. janúar 2017 18:00