Mótmælt víða um Bandaríkin Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 29. janúar 2017 22:15 Mótmæli við John F. Kennedy flugvöllinn í New York. vísir/epa Mörg þúsund manns hafa komið saman víða um Bandaríkin í dag og mótmælt ákvörðun Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að meina ríkisborgurum sjö þjóða inngöngu í landið. Ákvörðunin hefur verið harðlega gagnrýnt og Trump verið sakaður um að brjóta á mannréttindum fólks. Mótmælt hefur verið við Hvíta húsið og flesta stærstu flugvelli Bandaríkjanna í gær og í dag og má þar meðal annars nefna JFK flugvöllinn í New York þar sem þúsundir hafa safnast saman, bæði inni á flugvellinum og fyrir utan. Þá var því jafnframt mótmælt í gær að írakski karlmaðurinn Hameed Khalid Darweesh hafi verið handtekinn við komu sína til landsins í gær, þrátt fyrir að vera með gilda vegabréfsáritun, en mikil fagnaðarlæti brutust út þegar hann gekk út af flugvellinum, líkt og sjá má á myndskeiðinu hér fyrir neðan. Tugþúsundir komu saman í miðborg Boston en þar hélt fólk á skiltum og hrópaði slagorð á borð við „Hleypið fólkinu okkar inn“ og „Innflytjendur gera Ameríku frábæra“ en með því er vísað til slagorðs Trump: „Make America great again“. Footage shows crowd amassing in Boston protest of Pres. Trump's immigration order, with sign reading "No Muslim Ban" https://t.co/VOd87sqMQs pic.twitter.com/V71l0iEwXk— ABC News (@ABC) January 29, 2017 Einnig er mótmælt í San Fransisco en þar hefur mikill fjöldi fólks safnast saman fyrir utan flugvöllinn. Í Dallas mótmælti fólk meðal annars með því að krjúpa á bænateppi inni á flugvellinum. Mannréttindasamtök, þjóðarleiðtogar, ríkisstjórar og stórfyrirtæki á borð við Google hafa gagnrýnt þessa stefnu Trump hafðlega. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, hefur sagt að það sé ekki réttlætanlegt að gera íbúa tiltekinna ríkja og ákveðinnar trúar tortryggilega í baráttunni við hryðjuverk. Þá hefur Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, sagt að hún muni ekki styðja ákvörðun forsetans og Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, sagt að þeir sem flýi ofsóknir, hryðjuverk og stríð séu velkomnir til Kanada, óháð trú. Donald Trump sagði á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í gær að tilskipunin virki vel. „Þið sjáið það á flugvöllum og alls staðar. Þetta gengur mjög vel. Bannið verður mjög strangt og við munum viðhafa mjög strangt eftirlit,“ sagði Trump. Donald Trump Tengdar fréttir Utanríkisráðherra harmar ákvörðun Trumps Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, segist harma ákvörðun Donalds Trump, Bandaríkjaforseta sem meinar íbúum sjö múslimaríkja inngöngu í Bandaríkin tímabundið. 29. janúar 2017 19:00 Óttar Proppé um „múslímabann“ Trump: „Mótmælum öll!“ Óttar Proppé, heilbrigðisráðherra, gagnrýnir harðlega fyrirskipun Trump, um innflytjendur. 29. janúar 2017 15:59 Trump vill ekki að Bandaríkin verði eins og Evrópa Bandaríkjaforseti fór mikinn á Twitter í dag. 29. janúar 2017 18:16 Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Erlent Fleiri fréttir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Hitamet slegið á Spáni um helgina Sæta lögreglurannsókn vegna níðsöngva um ísraelska herinn Hættu leit eftir þrjá tíma að þeim sem féll útbyrðis úr Norrænu Íranir geti aftur byrjað að auðga úran eftir nokkra mánuði Metþátttaka í ólöglegri göngu: „Það er mikill hugur í fólki“ Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Hæstaréttardómarar fjarlægðu flein úr holdi Bandaríkjaforseta Lífstíðarfangelsi fyrir að myrða 14 ára dreng með samúræjasverði Finna fyrir fjarveru Bandaríkjanna á loftslagsfundi en sakna þeirra ekki Ungar konur særðust í skotárás í Nuuk Sá sem samdi Mission: Impossible lagið er látinn Stjúpsonur norska krónprinsins grunaður um nauðganir Dönsk stjórnvöld vilja tryggja fólki höfundarrétt að eigin persónu Sagði Sean Combs ekki virða svarið „Nei“ Twitter-morðinginn tekinn af lífi Stígur fram og segir Írani hafa löðrungað Bandaríkin „Áreiðanleg gögn“ sanni verulegt tjón á kjarnorkumannvirkjum Hvar er Khamenei? Sjá meira
Mörg þúsund manns hafa komið saman víða um Bandaríkin í dag og mótmælt ákvörðun Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að meina ríkisborgurum sjö þjóða inngöngu í landið. Ákvörðunin hefur verið harðlega gagnrýnt og Trump verið sakaður um að brjóta á mannréttindum fólks. Mótmælt hefur verið við Hvíta húsið og flesta stærstu flugvelli Bandaríkjanna í gær og í dag og má þar meðal annars nefna JFK flugvöllinn í New York þar sem þúsundir hafa safnast saman, bæði inni á flugvellinum og fyrir utan. Þá var því jafnframt mótmælt í gær að írakski karlmaðurinn Hameed Khalid Darweesh hafi verið handtekinn við komu sína til landsins í gær, þrátt fyrir að vera með gilda vegabréfsáritun, en mikil fagnaðarlæti brutust út þegar hann gekk út af flugvellinum, líkt og sjá má á myndskeiðinu hér fyrir neðan. Tugþúsundir komu saman í miðborg Boston en þar hélt fólk á skiltum og hrópaði slagorð á borð við „Hleypið fólkinu okkar inn“ og „Innflytjendur gera Ameríku frábæra“ en með því er vísað til slagorðs Trump: „Make America great again“. Footage shows crowd amassing in Boston protest of Pres. Trump's immigration order, with sign reading "No Muslim Ban" https://t.co/VOd87sqMQs pic.twitter.com/V71l0iEwXk— ABC News (@ABC) January 29, 2017 Einnig er mótmælt í San Fransisco en þar hefur mikill fjöldi fólks safnast saman fyrir utan flugvöllinn. Í Dallas mótmælti fólk meðal annars með því að krjúpa á bænateppi inni á flugvellinum. Mannréttindasamtök, þjóðarleiðtogar, ríkisstjórar og stórfyrirtæki á borð við Google hafa gagnrýnt þessa stefnu Trump hafðlega. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, hefur sagt að það sé ekki réttlætanlegt að gera íbúa tiltekinna ríkja og ákveðinnar trúar tortryggilega í baráttunni við hryðjuverk. Þá hefur Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, sagt að hún muni ekki styðja ákvörðun forsetans og Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, sagt að þeir sem flýi ofsóknir, hryðjuverk og stríð séu velkomnir til Kanada, óháð trú. Donald Trump sagði á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í gær að tilskipunin virki vel. „Þið sjáið það á flugvöllum og alls staðar. Þetta gengur mjög vel. Bannið verður mjög strangt og við munum viðhafa mjög strangt eftirlit,“ sagði Trump.
Donald Trump Tengdar fréttir Utanríkisráðherra harmar ákvörðun Trumps Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, segist harma ákvörðun Donalds Trump, Bandaríkjaforseta sem meinar íbúum sjö múslimaríkja inngöngu í Bandaríkin tímabundið. 29. janúar 2017 19:00 Óttar Proppé um „múslímabann“ Trump: „Mótmælum öll!“ Óttar Proppé, heilbrigðisráðherra, gagnrýnir harðlega fyrirskipun Trump, um innflytjendur. 29. janúar 2017 15:59 Trump vill ekki að Bandaríkin verði eins og Evrópa Bandaríkjaforseti fór mikinn á Twitter í dag. 29. janúar 2017 18:16 Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Erlent Fleiri fréttir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Hitamet slegið á Spáni um helgina Sæta lögreglurannsókn vegna níðsöngva um ísraelska herinn Hættu leit eftir þrjá tíma að þeim sem féll útbyrðis úr Norrænu Íranir geti aftur byrjað að auðga úran eftir nokkra mánuði Metþátttaka í ólöglegri göngu: „Það er mikill hugur í fólki“ Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Hæstaréttardómarar fjarlægðu flein úr holdi Bandaríkjaforseta Lífstíðarfangelsi fyrir að myrða 14 ára dreng með samúræjasverði Finna fyrir fjarveru Bandaríkjanna á loftslagsfundi en sakna þeirra ekki Ungar konur særðust í skotárás í Nuuk Sá sem samdi Mission: Impossible lagið er látinn Stjúpsonur norska krónprinsins grunaður um nauðganir Dönsk stjórnvöld vilja tryggja fólki höfundarrétt að eigin persónu Sagði Sean Combs ekki virða svarið „Nei“ Twitter-morðinginn tekinn af lífi Stígur fram og segir Írani hafa löðrungað Bandaríkin „Áreiðanleg gögn“ sanni verulegt tjón á kjarnorkumannvirkjum Hvar er Khamenei? Sjá meira
Utanríkisráðherra harmar ákvörðun Trumps Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, segist harma ákvörðun Donalds Trump, Bandaríkjaforseta sem meinar íbúum sjö múslimaríkja inngöngu í Bandaríkin tímabundið. 29. janúar 2017 19:00
Óttar Proppé um „múslímabann“ Trump: „Mótmælum öll!“ Óttar Proppé, heilbrigðisráðherra, gagnrýnir harðlega fyrirskipun Trump, um innflytjendur. 29. janúar 2017 15:59
Trump vill ekki að Bandaríkin verði eins og Evrópa Bandaríkjaforseti fór mikinn á Twitter í dag. 29. janúar 2017 18:16