Körfubolti

45 stig Westbrook en engin þrenna

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Russell Westbrook í leiknum í nótt.
Russell Westbrook í leiknum í nótt. Vísir/AP
Russell Westbrook átti enn einn stórleikinn fyrir Oklahoma City Thunder þó svo að hann hafi ekki náð í þrefalda tvennu í sigri liðsins á Dallas Mavericks, 109-98.

Hann skoraði 45 stig í leiknum, nýtti sextán af 29 skotum sínum, og var með átta fráköst og þrjár stoðsendingar.

Fyrir leikinn hafði hann verið með þrefalda tvennu í þremur leikjum í röð en Westbrook er á góðri leið með að slá met deildarinnar fyrir flestar þrefaldar tvennur á einu tímabili.

Annars vakti það helst athygli í leiknum að Enes Kanter brákaði bein í handlegg með því að kýla í stól á hliðarlínunni. Hann verður því frá keppni í nokkurn tíma.

Harrison Barnes var með 31 stig fyrir Dallas sem var án nokkurra sterkra leikmanna í nótt. Þetta var þriðji sigur Oklahoma City í röð en liðið er í sjötta sæti vesturdeildarinnar með 28 sigra. Dallas er hins vegar í þriðja neðsta sætinu.



Utah vann LA Lakers, 96-88. Gordon Hayward skoraði 24 stig fyrir Utah sem hafði tapað tveimur í röð. Liðið komst á 16-0 sprett í þriðja leikhluta og lét forystuna aldrei af hendi eftir það.

Lakers hefur nú tapað átta af síðustu níu leikjum sínum og er í neðsta sæti vesturdeildarinnar með sextán sigra. Utah er í fimmta sætinu með 30 sigra.



Úrslit næturinnar:

Oklahoma City - Dallas 109-98

Minnesota - Indiana 103-109

Denver - Phoenix 127-120

Utah - LA Lakers 96-88



NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×