Aðgerðir lögreglu um borð í Polar Nanoq gætu flækt málin fyrir dómstólum Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 27. janúar 2017 08:00 Sérsveitarmenn fóru um borð í danska varðskipið Tríton og biðu þess að skipið kæmi yfir miðlínu efnahagslögsögu Grænlands og Íslands. Vísir Íslenska ríkið hefur almennt ekki lögsögu til að fara um borð í erlend skip í efnahagslögsögunni vegna sakamálarannsókna og þá er því ekki heimilt að hafa afskipti af erlendum skipum á sama svæði nema í vel afmörkuðum undantekningartilfellum. Þetta segir Bjarni Már Magnússon, doktor í hafrétti, varðandi það hvort aðgerðir íslenskra yfirvalda um borð í togaranum Polar Nanoq í tengslum við mál Birnu Brjánsdóttur samræmist lögum, og hvort þær gætu dregið einhvern dilk á eftir sér. Þrír skipverjar voru handteknir um borð í togaranum þegar hann var utan íslenskrar landhelgi, en innan íslenskrar efnahagslögsögu. Íslensk landhelgi afmarkast við tólf sjómílur en efnahagslögsagan við 200 sjómílur. Bjarni Már Magnússon, doktor í hafrétti, segir að fánaríki, Danmörk í þessu tilfelli, verði að samþykkja að farið sé í aðgerðir um borð í skipinu, annars séu þær ólögmætar.vísir/daníel Málið ekki unnið með dönskum yfirvöldum Skipverjarnir voru handteknir um borð í skipinu 18. janúar síðastliðinn af sérsveitarmönnum ríkislögreglustjóra. Alls fóru sex sérsveitarmenn um borð í togarann en þeir höfðu það hlutverk að tryggja rannsóknarvettvang um borð ásamt því að handtaka tvo skipverja við komuna um borð. Þriðji skipverjinn var handtekinn um borð nokkrum klukkustundum síðar. Bjarni Már segir að strandríki megi ekki hafa afskipti af erlendum skipum utan íslenskrar landhelgi nema í tilfellum á borð við ólöglegar fiskveiðar. Hins vegar sé það leyfilegt ef fánaríki skipsins samþykkir að erlent ríki fari um borð í skip sem siglir undir fána þess og beiti þar lögregluvaldi. Fánaríki Grænlands er Danmörk. Íslensk yfirvöld fengu þó ekki samþykki danskra yfirvalda. Jón H.B Snorrason, aðstoðarlögreglustjóri og saksóknari hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir í skriflegu svari við fyrirspurn fréttastofu að aðgerðin hafi ekki verið framkvæmd með aðkomu danskra yfirvalda heldur hafi alfarið verið á ábyrgð lögreglunnar og gerð á grundvelli lagalegs mats hjá embættinu. Hann segir að ákvörðunin hafi verið tekin að vel ígrunduðu máli og verði rökstudd fyrir dómstólum þegar að því kemur. Samþykki skipstjóra hafi enga þýðingu Jón H.B segir að óskað hafi verið leyfis skipstjóra til að fara um borð en þá var skipið á siglingu til Hafnarfjarðarhafnar og komið yfir miðlínu milli Grænlands og Íslands. Bjarni Már segir samþykkið enga þýðingu hafa því almennir borgarar séu ekki valdbærir til að framselja lögsögu fánaríkis til annars ríkis. „Ef umráðamaður fasteignar í Islamabad í Pakistan hleypir íslenskum lögreglumönnum inn mótþróalaust þýðir það ekki að þeir fari með lögregluvald þar inni nema að fengnu leyfi pakistanskra yfirvalda,“ segir Bjarni. Myndskeið sem Landhelgisgæslan birti frá aðgerðum sínum. Afmörkunarlínan hafði ekkert vægi Bjarni segir jafnframt að útlit sé fyrir að löggæsluyfirvöld hafi misskilið afmörkunarlínu milli efnahagslögsögu Íslands og Grænlands sem hafi orðið til þess að lögregla hafi farið seinna í skipið en ella. Íslensk yfirvöld hafi beðið eftir því að Polar Nanoq kæmi inn á íslenskt yfirráðasvæði í stað þess að þurfa að vera áhorfandi af aðgerðum danskra yfirvalda. „Rétt er að undirstrika að hvað sem líður hugmyndum íslenskra löggæsluyfirvalda þurfti alltaf liðsinni löggæsluyfirvalda fánaríkisins til að fara um borð eða samþykki þess fyrir því að íslensk löggæsluyfirvöld grípi til aðgerða gagnvart Polar Nanoq, samkvæmt almennum lögsögureglum þjóðréttar. Í því samhengi skiptir ekki máli hvort skipið var statt í grænlenskri eða íslenskri efnahagslögsögu. Afmörkunarlínan hafði ekkert vægi í þessu tilfelli,“ útskýrir hann. Bjarni tekur fram að um sé að ræða nokkuð flóknar reglur og að löggæsluyfirvöld hafi áður misskilið afmörkunarlínu efnahagslögsögunnar við nágrannaríki. Þar sé meðal annars hægt að nefna Papeyjarmálið svokallaða þar sem belgískri skútu var veitt eftirför úr íslenskri efnahagslögsögu inn í færeyska efnahagslögsögu. Látið var á það reyna fyrir dómi hvort handtakan hefði verið ólögmæt, en verjendur höfðu þó ekki erindi sem erfiði. Sævar Þór Jónsson lögmaður segir miklu máli skipta að staðið sé að málunum rétt. Sé það ekki gert geti það mögulega haft áhrif á niðurstöðu dómsins.vísir/ernir Gæti haft áhrif sé ekki farið eftir bókinni Sævar Þór Jónsson lögmaður segir að ef lögregluyfirvöld fylgja ekki öllum reglum við rannsókn mála gæti það haft áhrif á niðurstöðu dómsins. Hins vegar dugi sterk sönnunargögn til sakfellingar en að sakborningar geti krafist skaðabóta og/eða farið með málið út fyrir landsteinana. „Það skiptir máli að handtakan hafi verið framkvæmd á réttan hátt. Hvort mennirnir hafi verið meðhöndlaðir sem sakamenn og hvort þeir hafi verið spurðir út í hvarfið þegar lögregla kom um borð. Það skiptir máli því þegar aðilar eru grunaðir um saknæmt athæfi þá þarf að tilkynna þeim um réttarstöðu þeirra,“ segir Sævar. „Ef þeir voru í raun og veru handteknir um borð þá er vafi um hvort handtakan hafi verið lögleg því það þarf að tilkynna mönnum það og þeir eiga að geta ráðfært sig við lögmann, sem þeir gátu ekki,“ bætir hann við, en að sögn Gríms Grímssonar, sem stýrði rannsókninni, voru mennirnir ekki yfirheyrðir um borð en boðið að tjá sig um sakarefnið. Sævar tekur fram að ef ekki hafi verið staðið rétt að málum þá muni dómurinn væntanlega frekar líta á það sem aðfinnslur á málinu og að það geti ekki leitt til þess að mál sakborninga verði fellt niður. „Ef sönnunargögn sem aflað var í skipinu á þessum tímapunkti eru mjög sterk þá myndi þessi aðferðarfræði lögreglunnar ekki hafa þau áhrif að hún gæti ekki byggt á þessum gögnum.“ Sýnt var frá því í beinni útsendingu á Vísi þegar Polar Nanoq lagðist að bryggju í Hafnarfjarðarhöfn. Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Skipstjórinn var ekki handtekinn: Hefðbundið verklag að taka yfir skipið segir lögregla "Við getum ekkert farið um borð í skipið og síðan ákveður skipstjórinn að sigla eitthvað annað en við ætlum að gera.“ 18. janúar 2017 20:00 Eigendur grænlenska togarans: Skipverjar hissa, ringlaðir og ákváðu sjálfir að snúa við skipinu Engin eftirlitsmyndavél við Hafnarfjarðarhöfn beinist að þeim stað þar sem skór Birnu Brjánsdóttur fundust á mánudagskvöld. 18. janúar 2017 05:00 Áhöfn Polar Nanoq full samúðar: Vona að hægt verði að sækja sakamenn til saka Áhöfnin á Polar Nanoq senda fjölskyldu Birnu Brjánsdóttur þeirra innilegustu samúðarkveðjur í yfirlýsingu. 23. janúar 2017 15:07 Íslensk lögregluyfirvöld mega ekki fara í aðgerðir í Polar Nanoq utan landhelgi Grænlenski togarinn Polar Nanoq nálgast nú íslenska landhelgi en áætlað er að hann komi til hafnar í Hafnarfirði um klukkan 23 í kvöld, samkvæmt upplýsingum frá hafnarstjóra þar. 18. janúar 2017 17:04 Útgerðarstjóri Polar Seafood: „Treysti því að þeir séu saklausir“ Útgerðarstjóri Polar Seafood segir mál Birnu Brjánsdóttur leggjast þungt á starfsmenn fyrirtækisins. 24. janúar 2017 15:50 Mest lesið „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni Innlent Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Erlent Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Innlent Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Innlent Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Innlent Gular viðvaranir fyrir norðan og vestan Veður Segir miður að þurfa að lyfta hnefa svo hlustað sé á kennara Innlent Aðeins annar kassinn af tveimur með atkvæðum skilaði sér Innlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Fleiri fréttir Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Segir miður að þurfa að lyfta hnefa svo hlustað sé á kennara Flugvélin ekki flughæf vegna bilunar Aðeins annar kassinn af tveimur með atkvæðum skilaði sér Bárðarbunga skelfur, vopnahlé og hjólaskautaat Getur ekki fullyrt að gosið hafi áður í Bárðarbungu Virkja viðbragðsáætlun og opna aðgerðastjórn Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Áframhaldandi landris við Svartsengi Bergþór áfram þingflokksformaður Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Dómsmálaráðherra fundar með Sigríði og Helga Magnúsi Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Stjórnmálamenn þurfa ekki að lepja dauðann úr skel Atburðarásin minnir á undanfara eldgossins í Holuhrauni Óljóst hve mörg atkvæði voru í pappakassanum sem barst of seint Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Óvissustig vegna skjálfta í Bárðarbungu Öflug hrina í Bárðarbungu og Íslandsbankasala í augsýn Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Ár liðið frá því hraun rann inn í Grindavík Segir nýjan orkuráðherra ætla að hægja á ferðinni Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sjá meira
Íslenska ríkið hefur almennt ekki lögsögu til að fara um borð í erlend skip í efnahagslögsögunni vegna sakamálarannsókna og þá er því ekki heimilt að hafa afskipti af erlendum skipum á sama svæði nema í vel afmörkuðum undantekningartilfellum. Þetta segir Bjarni Már Magnússon, doktor í hafrétti, varðandi það hvort aðgerðir íslenskra yfirvalda um borð í togaranum Polar Nanoq í tengslum við mál Birnu Brjánsdóttur samræmist lögum, og hvort þær gætu dregið einhvern dilk á eftir sér. Þrír skipverjar voru handteknir um borð í togaranum þegar hann var utan íslenskrar landhelgi, en innan íslenskrar efnahagslögsögu. Íslensk landhelgi afmarkast við tólf sjómílur en efnahagslögsagan við 200 sjómílur. Bjarni Már Magnússon, doktor í hafrétti, segir að fánaríki, Danmörk í þessu tilfelli, verði að samþykkja að farið sé í aðgerðir um borð í skipinu, annars séu þær ólögmætar.vísir/daníel Málið ekki unnið með dönskum yfirvöldum Skipverjarnir voru handteknir um borð í skipinu 18. janúar síðastliðinn af sérsveitarmönnum ríkislögreglustjóra. Alls fóru sex sérsveitarmenn um borð í togarann en þeir höfðu það hlutverk að tryggja rannsóknarvettvang um borð ásamt því að handtaka tvo skipverja við komuna um borð. Þriðji skipverjinn var handtekinn um borð nokkrum klukkustundum síðar. Bjarni Már segir að strandríki megi ekki hafa afskipti af erlendum skipum utan íslenskrar landhelgi nema í tilfellum á borð við ólöglegar fiskveiðar. Hins vegar sé það leyfilegt ef fánaríki skipsins samþykkir að erlent ríki fari um borð í skip sem siglir undir fána þess og beiti þar lögregluvaldi. Fánaríki Grænlands er Danmörk. Íslensk yfirvöld fengu þó ekki samþykki danskra yfirvalda. Jón H.B Snorrason, aðstoðarlögreglustjóri og saksóknari hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir í skriflegu svari við fyrirspurn fréttastofu að aðgerðin hafi ekki verið framkvæmd með aðkomu danskra yfirvalda heldur hafi alfarið verið á ábyrgð lögreglunnar og gerð á grundvelli lagalegs mats hjá embættinu. Hann segir að ákvörðunin hafi verið tekin að vel ígrunduðu máli og verði rökstudd fyrir dómstólum þegar að því kemur. Samþykki skipstjóra hafi enga þýðingu Jón H.B segir að óskað hafi verið leyfis skipstjóra til að fara um borð en þá var skipið á siglingu til Hafnarfjarðarhafnar og komið yfir miðlínu milli Grænlands og Íslands. Bjarni Már segir samþykkið enga þýðingu hafa því almennir borgarar séu ekki valdbærir til að framselja lögsögu fánaríkis til annars ríkis. „Ef umráðamaður fasteignar í Islamabad í Pakistan hleypir íslenskum lögreglumönnum inn mótþróalaust þýðir það ekki að þeir fari með lögregluvald þar inni nema að fengnu leyfi pakistanskra yfirvalda,“ segir Bjarni. Myndskeið sem Landhelgisgæslan birti frá aðgerðum sínum. Afmörkunarlínan hafði ekkert vægi Bjarni segir jafnframt að útlit sé fyrir að löggæsluyfirvöld hafi misskilið afmörkunarlínu milli efnahagslögsögu Íslands og Grænlands sem hafi orðið til þess að lögregla hafi farið seinna í skipið en ella. Íslensk yfirvöld hafi beðið eftir því að Polar Nanoq kæmi inn á íslenskt yfirráðasvæði í stað þess að þurfa að vera áhorfandi af aðgerðum danskra yfirvalda. „Rétt er að undirstrika að hvað sem líður hugmyndum íslenskra löggæsluyfirvalda þurfti alltaf liðsinni löggæsluyfirvalda fánaríkisins til að fara um borð eða samþykki þess fyrir því að íslensk löggæsluyfirvöld grípi til aðgerða gagnvart Polar Nanoq, samkvæmt almennum lögsögureglum þjóðréttar. Í því samhengi skiptir ekki máli hvort skipið var statt í grænlenskri eða íslenskri efnahagslögsögu. Afmörkunarlínan hafði ekkert vægi í þessu tilfelli,“ útskýrir hann. Bjarni tekur fram að um sé að ræða nokkuð flóknar reglur og að löggæsluyfirvöld hafi áður misskilið afmörkunarlínu efnahagslögsögunnar við nágrannaríki. Þar sé meðal annars hægt að nefna Papeyjarmálið svokallaða þar sem belgískri skútu var veitt eftirför úr íslenskri efnahagslögsögu inn í færeyska efnahagslögsögu. Látið var á það reyna fyrir dómi hvort handtakan hefði verið ólögmæt, en verjendur höfðu þó ekki erindi sem erfiði. Sævar Þór Jónsson lögmaður segir miklu máli skipta að staðið sé að málunum rétt. Sé það ekki gert geti það mögulega haft áhrif á niðurstöðu dómsins.vísir/ernir Gæti haft áhrif sé ekki farið eftir bókinni Sævar Þór Jónsson lögmaður segir að ef lögregluyfirvöld fylgja ekki öllum reglum við rannsókn mála gæti það haft áhrif á niðurstöðu dómsins. Hins vegar dugi sterk sönnunargögn til sakfellingar en að sakborningar geti krafist skaðabóta og/eða farið með málið út fyrir landsteinana. „Það skiptir máli að handtakan hafi verið framkvæmd á réttan hátt. Hvort mennirnir hafi verið meðhöndlaðir sem sakamenn og hvort þeir hafi verið spurðir út í hvarfið þegar lögregla kom um borð. Það skiptir máli því þegar aðilar eru grunaðir um saknæmt athæfi þá þarf að tilkynna þeim um réttarstöðu þeirra,“ segir Sævar. „Ef þeir voru í raun og veru handteknir um borð þá er vafi um hvort handtakan hafi verið lögleg því það þarf að tilkynna mönnum það og þeir eiga að geta ráðfært sig við lögmann, sem þeir gátu ekki,“ bætir hann við, en að sögn Gríms Grímssonar, sem stýrði rannsókninni, voru mennirnir ekki yfirheyrðir um borð en boðið að tjá sig um sakarefnið. Sævar tekur fram að ef ekki hafi verið staðið rétt að málum þá muni dómurinn væntanlega frekar líta á það sem aðfinnslur á málinu og að það geti ekki leitt til þess að mál sakborninga verði fellt niður. „Ef sönnunargögn sem aflað var í skipinu á þessum tímapunkti eru mjög sterk þá myndi þessi aðferðarfræði lögreglunnar ekki hafa þau áhrif að hún gæti ekki byggt á þessum gögnum.“ Sýnt var frá því í beinni útsendingu á Vísi þegar Polar Nanoq lagðist að bryggju í Hafnarfjarðarhöfn.
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Skipstjórinn var ekki handtekinn: Hefðbundið verklag að taka yfir skipið segir lögregla "Við getum ekkert farið um borð í skipið og síðan ákveður skipstjórinn að sigla eitthvað annað en við ætlum að gera.“ 18. janúar 2017 20:00 Eigendur grænlenska togarans: Skipverjar hissa, ringlaðir og ákváðu sjálfir að snúa við skipinu Engin eftirlitsmyndavél við Hafnarfjarðarhöfn beinist að þeim stað þar sem skór Birnu Brjánsdóttur fundust á mánudagskvöld. 18. janúar 2017 05:00 Áhöfn Polar Nanoq full samúðar: Vona að hægt verði að sækja sakamenn til saka Áhöfnin á Polar Nanoq senda fjölskyldu Birnu Brjánsdóttur þeirra innilegustu samúðarkveðjur í yfirlýsingu. 23. janúar 2017 15:07 Íslensk lögregluyfirvöld mega ekki fara í aðgerðir í Polar Nanoq utan landhelgi Grænlenski togarinn Polar Nanoq nálgast nú íslenska landhelgi en áætlað er að hann komi til hafnar í Hafnarfirði um klukkan 23 í kvöld, samkvæmt upplýsingum frá hafnarstjóra þar. 18. janúar 2017 17:04 Útgerðarstjóri Polar Seafood: „Treysti því að þeir séu saklausir“ Útgerðarstjóri Polar Seafood segir mál Birnu Brjánsdóttur leggjast þungt á starfsmenn fyrirtækisins. 24. janúar 2017 15:50 Mest lesið „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni Innlent Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Erlent Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Innlent Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Innlent Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Innlent Gular viðvaranir fyrir norðan og vestan Veður Segir miður að þurfa að lyfta hnefa svo hlustað sé á kennara Innlent Aðeins annar kassinn af tveimur með atkvæðum skilaði sér Innlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Fleiri fréttir Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Segir miður að þurfa að lyfta hnefa svo hlustað sé á kennara Flugvélin ekki flughæf vegna bilunar Aðeins annar kassinn af tveimur með atkvæðum skilaði sér Bárðarbunga skelfur, vopnahlé og hjólaskautaat Getur ekki fullyrt að gosið hafi áður í Bárðarbungu Virkja viðbragðsáætlun og opna aðgerðastjórn Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Áframhaldandi landris við Svartsengi Bergþór áfram þingflokksformaður Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Dómsmálaráðherra fundar með Sigríði og Helga Magnúsi Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Stjórnmálamenn þurfa ekki að lepja dauðann úr skel Atburðarásin minnir á undanfara eldgossins í Holuhrauni Óljóst hve mörg atkvæði voru í pappakassanum sem barst of seint Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Óvissustig vegna skjálfta í Bárðarbungu Öflug hrina í Bárðarbungu og Íslandsbankasala í augsýn Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Ár liðið frá því hraun rann inn í Grindavík Segir nýjan orkuráðherra ætla að hægja á ferðinni Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sjá meira
Skipstjórinn var ekki handtekinn: Hefðbundið verklag að taka yfir skipið segir lögregla "Við getum ekkert farið um borð í skipið og síðan ákveður skipstjórinn að sigla eitthvað annað en við ætlum að gera.“ 18. janúar 2017 20:00
Eigendur grænlenska togarans: Skipverjar hissa, ringlaðir og ákváðu sjálfir að snúa við skipinu Engin eftirlitsmyndavél við Hafnarfjarðarhöfn beinist að þeim stað þar sem skór Birnu Brjánsdóttur fundust á mánudagskvöld. 18. janúar 2017 05:00
Áhöfn Polar Nanoq full samúðar: Vona að hægt verði að sækja sakamenn til saka Áhöfnin á Polar Nanoq senda fjölskyldu Birnu Brjánsdóttur þeirra innilegustu samúðarkveðjur í yfirlýsingu. 23. janúar 2017 15:07
Íslensk lögregluyfirvöld mega ekki fara í aðgerðir í Polar Nanoq utan landhelgi Grænlenski togarinn Polar Nanoq nálgast nú íslenska landhelgi en áætlað er að hann komi til hafnar í Hafnarfirði um klukkan 23 í kvöld, samkvæmt upplýsingum frá hafnarstjóra þar. 18. janúar 2017 17:04
Útgerðarstjóri Polar Seafood: „Treysti því að þeir séu saklausir“ Útgerðarstjóri Polar Seafood segir mál Birnu Brjánsdóttur leggjast þungt á starfsmenn fyrirtækisins. 24. janúar 2017 15:50