Úlpa skipverja á Polar Nanoq þvegin um morguninn Snærós Sindradóttir skrifar 26. janúar 2017 07:00 Polar Nanoq hélt úr höfn í vikunni. Vísir/Vilhelm Á meðal sönnunargagna sem lögreglan lagði hald á um borð í togaranum Polar Nanoq í síðustu viku var úlpa þriðja skipverjans, sem handtekinn var nokkrum klukkustundum á eftir þeim tveimur sakborningum sem nú eru í haldi. Þetta herma heimildir Fréttablaðsins en jafnframt að maðurinn hafi gefið sig fram við lögreglu vegna úlpunnar. Heimildir Fréttablaðsins herma að maðurinn hafi gleymt úlpunni í bílaleigubílnum sem skipsfélagi hans hafði til umráða. Á laugardeginum hafi það hins vegar vakið athygli hans að búið væri að setja úlpuna í þvott, hann hafi þó ekki velt því meira fyrir sér. Þegar Polar Nanoq var svo snúið við á þriðjudag í síðustu viku hafi farið að renna tvær grímur á manninn og hann hafi gefið sig fram við sérsveitarmenn Ríkislögreglustjóra, sem tóku skipið og handtóku þá grunuðu miðvikudaginn 18. janúar síðastliðinn. Manninum var sleppt að lokinni yfirheyrslu hjá lögreglu og þá staðfesti Grímur Grímsson að búið væri að útiloka aðild mannsins að málinu. Lögreglan hefur ekki viljað staðfesta hvaða rannsóknargögn voru haldlögð um borð í togaranum en greint hefur verið frá því að skilríki Birnu Brjánsdóttur hafi verið á meðal þess sem fannst við leit lögreglu.Yfirheyrður í gær Í gær fóru fram yfirheyrslur yfir Nikolaj Olsen, öðrum manninum sem grunaður er um að hafa banað Birnu. Nikolaj er skipverjinn sem fór aftur um borð í Polar Nanoq þegar rauði bílaleigubíllinn kom aftur að Hafnarfjarðarhöfn á milli sex og hálf sjö á laugardagsmorgun. Thomas Møller Olsen, yngri skipverjinn, var yfirheyrður á þriðjudag en hann er talinn hafa keyrt tæplega 300 kílómetra um Reykjanesið á laugardagsmorgni og hent líki Birnu í sjóinn. Þegar Fréttablaðið ræddi við Grím um miðjan dag í gær stóð ekki til að yfirheyra Thomas þann daginn og játningar lágu ekki fyrir í málinu. Sérfræðingar Vegagerðarinnar hafa aðstoðað lögreglu við að kanna hafstrauma frá laugardeginum 14. janúar til sunnudagsins 22. janúar, þegar lík Birnu fannst í flæðarmálinu við Selvogsvita. Niðurstaða þeirra hefur leitt til þess að lögregla beinir sérstaklega sjónum sínum að strandlengjunni frá Grindavík til Óseyrarbrúar. Í samtali við Vísi í gær, útskýrði Sigurður Sigurðsson, strandverkfræðingur hjá Vegagerðinni, að ekki væri talið að líkið hefði borist mjög langa leið að þeim stað þar sem það fannst. Birnu var ráðinn baniLögregla verst nær allra frétta af niðurstöðu réttarmeinafræðings um andlát Birnu. Í gær fengust þó upplýsingar um að kennslanefnd ríkislögreglustjóra, í samstarfi við réttarmeinafræðinginn, hefði tekið af allan vafa um að lík Birnu hefði fundist í flæðarmálinu við Selvogsvita á sunnudag. Þá sagði Grímur Grímsson, sem fer fyrir rannsókninni, að rannsókn réttarmeinafræðingsins staðfesti að um manndráp væri að ræða.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Líkið er af Birnu og um manndráp að ræða Annar skipverjinn var yfirheyrður í gær og hinn í dag. 25. janúar 2017 10:59 Vonar að dauði Birnu opni á umræðu um ofbeldi á Grænlandi: „Þögnin er áþreifanleg“ Ingibjörg Björnsdóttir sem búsett er á Grænlandi, segist vona að dauði Birnu verði til þess að opna umræðu um ofbeldi á Grænlandi. 25. janúar 2017 11:00 Yfirheyrðu Møller í gær Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hefur hinn maðurinn, Nikolaj Olsen, ekki verið yfirheyrður eftir að lík Birnu fannst á sunnudaginn. 25. janúar 2017 06:00 Hjálparlínu fyrir aðstandendur skipverja Polar Nanoq bárust tuttugu símtöl Utanríkismálaskrifstofa Grænlands hefur nú látið lokað sérstakri hjálparlínu sinni. 25. janúar 2017 12:57 Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Fleiri fréttir „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Sjá meira
Á meðal sönnunargagna sem lögreglan lagði hald á um borð í togaranum Polar Nanoq í síðustu viku var úlpa þriðja skipverjans, sem handtekinn var nokkrum klukkustundum á eftir þeim tveimur sakborningum sem nú eru í haldi. Þetta herma heimildir Fréttablaðsins en jafnframt að maðurinn hafi gefið sig fram við lögreglu vegna úlpunnar. Heimildir Fréttablaðsins herma að maðurinn hafi gleymt úlpunni í bílaleigubílnum sem skipsfélagi hans hafði til umráða. Á laugardeginum hafi það hins vegar vakið athygli hans að búið væri að setja úlpuna í þvott, hann hafi þó ekki velt því meira fyrir sér. Þegar Polar Nanoq var svo snúið við á þriðjudag í síðustu viku hafi farið að renna tvær grímur á manninn og hann hafi gefið sig fram við sérsveitarmenn Ríkislögreglustjóra, sem tóku skipið og handtóku þá grunuðu miðvikudaginn 18. janúar síðastliðinn. Manninum var sleppt að lokinni yfirheyrslu hjá lögreglu og þá staðfesti Grímur Grímsson að búið væri að útiloka aðild mannsins að málinu. Lögreglan hefur ekki viljað staðfesta hvaða rannsóknargögn voru haldlögð um borð í togaranum en greint hefur verið frá því að skilríki Birnu Brjánsdóttur hafi verið á meðal þess sem fannst við leit lögreglu.Yfirheyrður í gær Í gær fóru fram yfirheyrslur yfir Nikolaj Olsen, öðrum manninum sem grunaður er um að hafa banað Birnu. Nikolaj er skipverjinn sem fór aftur um borð í Polar Nanoq þegar rauði bílaleigubíllinn kom aftur að Hafnarfjarðarhöfn á milli sex og hálf sjö á laugardagsmorgun. Thomas Møller Olsen, yngri skipverjinn, var yfirheyrður á þriðjudag en hann er talinn hafa keyrt tæplega 300 kílómetra um Reykjanesið á laugardagsmorgni og hent líki Birnu í sjóinn. Þegar Fréttablaðið ræddi við Grím um miðjan dag í gær stóð ekki til að yfirheyra Thomas þann daginn og játningar lágu ekki fyrir í málinu. Sérfræðingar Vegagerðarinnar hafa aðstoðað lögreglu við að kanna hafstrauma frá laugardeginum 14. janúar til sunnudagsins 22. janúar, þegar lík Birnu fannst í flæðarmálinu við Selvogsvita. Niðurstaða þeirra hefur leitt til þess að lögregla beinir sérstaklega sjónum sínum að strandlengjunni frá Grindavík til Óseyrarbrúar. Í samtali við Vísi í gær, útskýrði Sigurður Sigurðsson, strandverkfræðingur hjá Vegagerðinni, að ekki væri talið að líkið hefði borist mjög langa leið að þeim stað þar sem það fannst. Birnu var ráðinn baniLögregla verst nær allra frétta af niðurstöðu réttarmeinafræðings um andlát Birnu. Í gær fengust þó upplýsingar um að kennslanefnd ríkislögreglustjóra, í samstarfi við réttarmeinafræðinginn, hefði tekið af allan vafa um að lík Birnu hefði fundist í flæðarmálinu við Selvogsvita á sunnudag. Þá sagði Grímur Grímsson, sem fer fyrir rannsókninni, að rannsókn réttarmeinafræðingsins staðfesti að um manndráp væri að ræða.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Líkið er af Birnu og um manndráp að ræða Annar skipverjinn var yfirheyrður í gær og hinn í dag. 25. janúar 2017 10:59 Vonar að dauði Birnu opni á umræðu um ofbeldi á Grænlandi: „Þögnin er áþreifanleg“ Ingibjörg Björnsdóttir sem búsett er á Grænlandi, segist vona að dauði Birnu verði til þess að opna umræðu um ofbeldi á Grænlandi. 25. janúar 2017 11:00 Yfirheyrðu Møller í gær Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hefur hinn maðurinn, Nikolaj Olsen, ekki verið yfirheyrður eftir að lík Birnu fannst á sunnudaginn. 25. janúar 2017 06:00 Hjálparlínu fyrir aðstandendur skipverja Polar Nanoq bárust tuttugu símtöl Utanríkismálaskrifstofa Grænlands hefur nú látið lokað sérstakri hjálparlínu sinni. 25. janúar 2017 12:57 Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Fleiri fréttir „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Sjá meira
Líkið er af Birnu og um manndráp að ræða Annar skipverjinn var yfirheyrður í gær og hinn í dag. 25. janúar 2017 10:59
Vonar að dauði Birnu opni á umræðu um ofbeldi á Grænlandi: „Þögnin er áþreifanleg“ Ingibjörg Björnsdóttir sem búsett er á Grænlandi, segist vona að dauði Birnu verði til þess að opna umræðu um ofbeldi á Grænlandi. 25. janúar 2017 11:00
Yfirheyrðu Møller í gær Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hefur hinn maðurinn, Nikolaj Olsen, ekki verið yfirheyrður eftir að lík Birnu fannst á sunnudaginn. 25. janúar 2017 06:00
Hjálparlínu fyrir aðstandendur skipverja Polar Nanoq bárust tuttugu símtöl Utanríkismálaskrifstofa Grænlands hefur nú látið lokað sérstakri hjálparlínu sinni. 25. janúar 2017 12:57