Björgunarsveitarmaður skrifar til Birnu: „Þú áttir ekki skilið að vera rænd framtíðinni“ Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 24. janúar 2017 15:38 600 björgunarsveitarmenn tóku þátt í leitinni að Birnu um helgina. Vísir/ernir Viktor Klimaszewski, starfsmaður Alcoa Fjarðaráls á Reyðarfirði og björgunarsveitarmaður lýsir reynslu sinni af leitarstarfi helgarinnar í færslu á Facebook síðu sinni. Þar fer hann meðal annars yfir að leitin að Birnu Brjánsdóttur, sem fannst látin á sunnudag, hafi fengið mjög á hann andlega. „Föstudaginn síðasta var ég kallaður suður af lögreglu og var ég kominn kl. 04:00 laugardagsmorgun. Leit byrjaði kl. 09:00. Falleg 20 ára gömul stúlka hafði ekki skilað sér heim í viku,“ skrifar Viktor. „Rúmlega 600 björgunarsveitarmenn af öllu landinu tóku þátt. Þessi aðgerð varð sú viðfangsmesta sem Landsbjörg hefur staðið fyrir,“ segir Viktor en notast var við tvær þyrlur, tvær flugvélar, flygildi, hunda, bíla og fjórhjól við leitina. „Eftir erfiða tveggja daga leit í skítugu hrauninu milli Hafnarfjarðar og Grindavíkur tókst okkur það sem að við komum fyrir. Við fundum Birnu.“ Í kjölfar þess að lík Birnu fannst voru margir björgunarsveitarmenn sendir heim en Viktor var einn þeirra sem héldu áfram leit. „Ég kom heim seint um kvöldið, og það fyrsta sem beið mín var heitt faðmlag frá mömmu. Ég grét í fanginu á henni. Ég grét yfir þeirri staðreynd að ég var sendur á það svæði þar sem vondur maður losaði sig endanlega við Birnu, í von um vísbendingar hvar og hvort möguleg morðvopn hafi verið til staðar. Þetta tók á andlega sem líkamlega - þó meira andlega.“ Viktor segir að mál Birni hafi kennt Íslendingum að standa saman þegar við verðum fyrir áfalli. „Við erum fjölskylda,“ skrifar hann. Að lokum ávarpar hann Birnu sjálfa ásamt því að votta fjölskyldu hennar og vinum samúð sína. „Birna, þú áttir þetta ekki skilið. Þú áttir það ekki skilið að vera rænd framtíðinni. Þú áttir ekki skilið að fá aldrei að sjá foreldra þína aftur. Fyrirgefðu.“ Birna Brjánsdóttir Mest lesið Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Fleiri fréttir Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Sjá meira
Viktor Klimaszewski, starfsmaður Alcoa Fjarðaráls á Reyðarfirði og björgunarsveitarmaður lýsir reynslu sinni af leitarstarfi helgarinnar í færslu á Facebook síðu sinni. Þar fer hann meðal annars yfir að leitin að Birnu Brjánsdóttur, sem fannst látin á sunnudag, hafi fengið mjög á hann andlega. „Föstudaginn síðasta var ég kallaður suður af lögreglu og var ég kominn kl. 04:00 laugardagsmorgun. Leit byrjaði kl. 09:00. Falleg 20 ára gömul stúlka hafði ekki skilað sér heim í viku,“ skrifar Viktor. „Rúmlega 600 björgunarsveitarmenn af öllu landinu tóku þátt. Þessi aðgerð varð sú viðfangsmesta sem Landsbjörg hefur staðið fyrir,“ segir Viktor en notast var við tvær þyrlur, tvær flugvélar, flygildi, hunda, bíla og fjórhjól við leitina. „Eftir erfiða tveggja daga leit í skítugu hrauninu milli Hafnarfjarðar og Grindavíkur tókst okkur það sem að við komum fyrir. Við fundum Birnu.“ Í kjölfar þess að lík Birnu fannst voru margir björgunarsveitarmenn sendir heim en Viktor var einn þeirra sem héldu áfram leit. „Ég kom heim seint um kvöldið, og það fyrsta sem beið mín var heitt faðmlag frá mömmu. Ég grét í fanginu á henni. Ég grét yfir þeirri staðreynd að ég var sendur á það svæði þar sem vondur maður losaði sig endanlega við Birnu, í von um vísbendingar hvar og hvort möguleg morðvopn hafi verið til staðar. Þetta tók á andlega sem líkamlega - þó meira andlega.“ Viktor segir að mál Birni hafi kennt Íslendingum að standa saman þegar við verðum fyrir áfalli. „Við erum fjölskylda,“ skrifar hann. Að lokum ávarpar hann Birnu sjálfa ásamt því að votta fjölskyldu hennar og vinum samúð sína. „Birna, þú áttir þetta ekki skilið. Þú áttir það ekki skilið að vera rænd framtíðinni. Þú áttir ekki skilið að fá aldrei að sjá foreldra þína aftur. Fyrirgefðu.“
Birna Brjánsdóttir Mest lesið Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Fleiri fréttir Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Sjá meira
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent