Hinir grunuðu gætu mætt hörku á Hrauninu Snærós Sindradóttir skrifar 24. janúar 2017 11:00 Mennirnir voru úrskurðaðir í tveggja vikna gæsluvarðhald á fimmtudag VÍSIR/Anton Brink Uppi eru áhyggjur um velferð og öryggi gæsluvarðhaldsfanganna tveggja, sem grunaðir eru um að bana Birnu Brjánsdóttur. Hæstiréttur féllst ekki á ýtrustu kröfur lögreglu um gæsluvarðhald yfir mönnunum tveimur og dæmdi mennina til tveggja vikna gæsluvarðhalds. Gæsluvarðhaldið afplána mennirnir í einangrun og fá í henni útivist einu sinni á dag í einrúmi. Heimildir Fréttablaðsins herma að fangelsisyfirvöld hafi áhyggjur af því hvað gerist þegar einangrun mannanna ljúki. Stemningin innan fangelsisins bendi til þess að ekki verði hægt að vista mennina á meðal annarra afplánunarfanga því nokkurrar reiði gæti á meðal íslenskra fanga. Þeir hafi fylgst vel með fréttum undanfarið og ljóst sé að öryggi grænlensku fanganna sé stefnt í voða.Páll Winkel fangelsismálastjóri. Vísir/Anton BrinkFari svo að mennirnir hljóti dóm hér á landi geta þeir óskað eftir því að fá að afplána í heimalandinu. Samkvæmt upplýsingum frá Fangelsismálastofnun gengur afgreiðsla slíkra óska oftast hratt fyrir sig og þær eru iðulega samþykktar. „Útlendingar sem afplána að fullu á Íslandi eiga möguleika á reynslulausn eftir að hafa afplánað helming dómsins ef ákvörðun um brottvísun þeirra liggur fyrir,“ segir Páll Winkel fangelsismálastjóri. Upplýsingar Fréttablaðsins úr röðum lögreglunnar segja að ákvörðun Hæstaréttar um tveggja vikna gæsluvarðhald, í stað fjögurra, sé eflaust byggð á því hversu íþyngjandi einangrunarvist er. Undir þetta tekur Páll, „Menn taka þessu mjög misjafnlega. Það sem menn eiga þó sameiginlegt er að vera mjög langt niðri [á meðan á einangrun stendur]. Við þurfum bara að passa upp á grunnþarfir.“ Birna Brjánsdóttir Mest lesið Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Fleiri fréttir Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Sjá meira
Uppi eru áhyggjur um velferð og öryggi gæsluvarðhaldsfanganna tveggja, sem grunaðir eru um að bana Birnu Brjánsdóttur. Hæstiréttur féllst ekki á ýtrustu kröfur lögreglu um gæsluvarðhald yfir mönnunum tveimur og dæmdi mennina til tveggja vikna gæsluvarðhalds. Gæsluvarðhaldið afplána mennirnir í einangrun og fá í henni útivist einu sinni á dag í einrúmi. Heimildir Fréttablaðsins herma að fangelsisyfirvöld hafi áhyggjur af því hvað gerist þegar einangrun mannanna ljúki. Stemningin innan fangelsisins bendi til þess að ekki verði hægt að vista mennina á meðal annarra afplánunarfanga því nokkurrar reiði gæti á meðal íslenskra fanga. Þeir hafi fylgst vel með fréttum undanfarið og ljóst sé að öryggi grænlensku fanganna sé stefnt í voða.Páll Winkel fangelsismálastjóri. Vísir/Anton BrinkFari svo að mennirnir hljóti dóm hér á landi geta þeir óskað eftir því að fá að afplána í heimalandinu. Samkvæmt upplýsingum frá Fangelsismálastofnun gengur afgreiðsla slíkra óska oftast hratt fyrir sig og þær eru iðulega samþykktar. „Útlendingar sem afplána að fullu á Íslandi eiga möguleika á reynslulausn eftir að hafa afplánað helming dómsins ef ákvörðun um brottvísun þeirra liggur fyrir,“ segir Páll Winkel fangelsismálastjóri. Upplýsingar Fréttablaðsins úr röðum lögreglunnar segja að ákvörðun Hæstaréttar um tveggja vikna gæsluvarðhald, í stað fjögurra, sé eflaust byggð á því hversu íþyngjandi einangrunarvist er. Undir þetta tekur Páll, „Menn taka þessu mjög misjafnlega. Það sem menn eiga þó sameiginlegt er að vera mjög langt niðri [á meðan á einangrun stendur]. Við þurfum bara að passa upp á grunnþarfir.“
Birna Brjánsdóttir Mest lesið Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Fleiri fréttir Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Sjá meira
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent